Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2006, Síða 9

Skessuhorn - 19.04.2006, Síða 9
 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 9 Glæsilegir tónleikar á vordagskrá Tónlistarfélags Borgarfjarðar Útlendingahersveitin á Bifiröst Fjórðu tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar á yfirstandandi starfs- ári verða haldnir á Bifröst miðviku- dagskvöldið 26. apríl nk. Að þessu sinni er það Utlendingahersveitin sem skemmtir gestum Tónlistarfé- lagsins með dynjandi djasssveiflu. Utlendingahersveitin sam- anstendur af Arna Egilssyni bassa- leikara, Arna Scheving, víbrafón- og bassaleikara, Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara, Pétri Ostlund trommuleikara og Þórarni Olafs- syni píanóleikara. Telja má að hér sé stórviðburður á ferðinni því það er ekki hlaupið að því að ná Utlend- ingahersveitinni saman. Þrír sveit- arliðar eru búsettir erlendis, Arni Egilsson í Bandaríkjunum, Pétur í Svíþjóð og Þórarinn á Spáni. Utlendingahersveitin var stoíhuð árið 1992 á RúRek jazzhátíðinni og kom síðan aftur saman árið 2000 á Jazzhátíð Reykjavíkur. Geisladisk- ur, samnefhdur hljómsveitinni, kom út sama ár. Sveitin kemur nú saman í þriðja skipti og leikur á sex tón- leikum víða um land. Allir tónleik- arnir verða hljóðritaðir og efni þeirra gefið út á geisladisk sem kemur út í haust. Þjóðlaga- sveit TOSKA æfir nýtt verk Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi æfir þessa dagana, undir stjórn Skúla Ragnars Skúlasonar, nýtt verk sem ber nafnið „Húsið - Milli tveggja heima“. Þetta er fjórða verkefni sveitarinnar, en þau fyrri hafa vakið mikla athygli og þótt nýstárleg og skemmtileg. I þessu nýja verki er eins og í þeim fyrri blandað saman ljóðum og lögum þannig að útkoman verður heilsteypt verk ekki ósvipað leikhúsverkum. Sveitina skipa 17 stúlkur sem leika á fiðlur, syngja og flytja texta í talkór. Sem kunnugt er hefur sveitin komið fram bæði í sjónvarpi og útvarpi, og auk heimabyggðarinnar haldið tón- leika í Reykjavík og á landsbyggð- inni. Einnig hefur sveitin haldið í víking erlendis. Árið 2003 var Skodand fyrir valinu og í fyrra voru það íbúar Kaupmannahafnar sem fengu að hlýða á sveitina. Nýverið hlaut sveitin styrk úr tónlistarsjóði Menntamálaráðu- neytisins fyrir nýjungar í tónlistar- kennslu og tónlistarflutningi og segir Skúli Ragnar þá styrkveitingu mikla og kærkomna viðurkenn- ingu á starfsemi sveitarinnar. Slfk- ar styrkveitingar séu afar kær- komnar en besti stuðningurinn sé ávallt að sjá sem flesta sækja sýn- ingar sveitarinnar. Að þessu sinni verða meðleikarar sveitarinnar þau Bryndís Bragadóttir, Ragnar Knútsson og Eiríkur Guðmunds- son. Hið nýja verk sveitarinnar verð- ur flutt í Bíóhöllinni á Akranesi 26. og 27. apríl og verður forsala að- göngumiða í Pennanum auk þess sem hægt verður að nálgast miða í T ónlistarskólanum. HJ Tónleikarnir á Bifföst verða í Hrifhi, hátíðasal Viðskiptaháskól- ans, og hefjast kl. 20.30. Vor í Vín og Reykholti Seinni vortónleikar Tónlistarfé- lags Borgarfjarðar verða síðan í Reykholtskirkju föstudagskvöldið 12. maí og hefjast kl. 20.00. Á tón- leikunum sem bera yfirskriftina Vor í Vín koma fram þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópransöngkona og Salonsveit Sigurðar I. Snorra- sonar. Sveitina skipa, auk Sigurðar sem leikur á klarinett, þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Pálína Árnadótt- ir, fiðlur; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló; Hávarður Tryggvason, kontra- bassi; Martial Nar- deau, flauta; Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó og Pétur Grétarsson, slagverk. Vínarvalsar, óper- ettuaríur og tónlist innblásin af sígaun- um verða á meðal efnis sem þar gleður hlustir. ('fréttatilkynning) Útlendingahersveitin. K Lífeyrissjóður Vesturlands Meginniðurstöður ársreikninas lífevrissióðsins Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris , 2005 í þús. kr. f Fjárfestingartekjur, nettó Iðgjöld .................. Lífeyrir ................. Fjárfestingargjöld ....... Rekstrarkostnaður ........ 1.708.753 707.752 (363.965) (20.366) (18.730) Hækkun á hreinni eign á árinu: 2.013.444 Hrein eign frá fyrra ári: 11.295.059 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: 13.308.503 Efnahagsreikningur Annað: Kröfur á viðskiptamenn.. Aðrar eignir........... Viðskiptaskuldir....... 1.221 .............. 313.732 Fjárfestingar: 13.180.647 136.707 30.891 (39.742) Annað: Hrein eign til greiðslu lífeyris: 127.856 13.308.503 Ýmsar kennitölur Nafnávöxtun.......................................... Raunávöxtun.......................................... Hrein raunávöxtun (að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar). Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára......... Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára.......... Hrein eign umfram heildarskuldbindingar.............. Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar............ Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum................... Kostnaður sem hlutfall af eignum..................... Stöðugildi........................................... Nafnávöxtun séreignardeildar......................... Raunávöxtun séreignardeildar......................... Hrein raunávöxtun séreignardeildar................... Akranesi, 13. mars 2005 Stjórn Lífeyrissjóðs Vesturlands: Áslaug Þorvaldsdóttir Einar Karlsson Kristján Jóhannsson Þórarinn Helgason Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri 2004 1 þús. kr. 1.514.372 555.001 (324.806) (17.242) (15.567) 1.711.758 9.583.301 11.295.059 Fjárfestingar: Verðbréf með breytilegum tekjum ...................................................... 4.043.732 Verðbréf með föstum tekjum............................................................. 8.821.962 Veðlán................................................................................ Bundin innlán......................................................................... 2.816.359 7.970.393 4.384 302.224 11.093.360 159.623 44.870 (2.794) 201.699 11.295.059 14,76% 15,48% 10,19% 11,13% 10,03% 10,97% 5,82% 3,26% 6,51% 6,29% 2,00% -2,10% 8,70% 7,10% 51,43% 58,52% 0,15% 0,15% 3,3 2,9 11,22% 9,79% 6,80% 5,66% 6,63% 5,23% Ellert Kristinsson Bergþór Guðmundsson Ársfundur Lífeyrissjóðs Vesturlands verður haldinn þriðjudaginn 16. maí nk. kl: 17:00 á Hótel Ólafsvík, Ólafsbraut 20, Ólafsvík. Kirkjubraut 40 • 300 Akranes • Sími: 431-1577 • Fax: 431-2841 • www.lifvest.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.