Skessuhorn - 14.06.2006, Síða 9
Þjóðhátíð á Akranesi 2006
Dagskrá hátíðarhalda á 17. júní á Akranesi
Stelpurnar í Nylon
verða á Skaganum!
Dagskráin á 17. júní miðar að þvi að fjölskyldan
finni öll eitthvað við sitt hæfi, allt frá þjóðhátíðar-
morgni á Safnasvæðinu, skemmtilegum
fjölskylduþrautum á Jaðarsbökkum til
glæsilegrar fjölskylduhátíðar í iþróttahúsinu að
Jaðarsbökkum um kvöldið. Kynntu þér
dagskrána vel og taktu virkan þátt í skemmtilegri
þjóðhátíð! Öll börn sem mæta i skrúðgönguna fá
flottan 17. júní fána! Fyrir þá sem vilja fylgjast
með HM eða handboltanum verður hægt að
horfa á það allt á staðnum í HM horninu í
iþróttamiðstöðinni. Sjáumst hress!
Stelpurnar í Nylon hafa svo sannarlega verið að gera það
gott undanfarna mánuði m.a. verið á tónleikaferð með hinni
heimsfrægu hljómsveit Westlife og einnig Girls Aloud, eins
og flestum er eflaust kunnugt. Stelpurnar verða á landinu á
þjóðhátíðardaginn, eins og fram hefur komið í fréttum og
troða m.a. upp á fjölskylduskemmtuninni í íþróttahúsinu á
Jaðarsbökkum að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Ekki missa af
stelpunum í Nylon - þær hafa aldrei verið betri en einmitt nú!
Þjóðhátíðardagurinn verður viðburðaríkur á Akranesi í ár og sérstaklega
tileinkaður 60 ára afmæli íþróttabandalags Akraness. Þess vegna er ÍA-
fólk hvatt til að taka virkan þátt í hátíðarhöldum dagsins svo að gulir og
glaðir Skagamenn verði áberandi um allan bæ á laugardaginn. Hátíðin
fer fram með hefðbundnu sniði en í tilefni afmælisins verður aðalhátíðin
haldin á Jaðarsbökkum. Kynntu þér dagskrána og taktu virkan þátt í
þessum skemmtilegasta degi ársins!
Dagskrá dagsins er sem hér segir:
10:00-12:00 Þjóðlegur morgun á Safnasvæðinu
Byrjaðu þjóðhátíðardaginn með fjölskyldunni á Safnasvæðinu i léttri og þjóðlegri stemningu.
Stundum er erfitt að bíða eftir því að allt fjörið hefjist á 17. júní og því tilvalið að taka forskot á
skemmtilegan dag og mæta á Safnasvæðið!
• Andlitsmálun, blöðrur, fánar og ekta þjóðhátíðarnammi!
• Hestamannafélagið Dreyri teymir hesta undir börnum
• Skemmtilegur ratleikur fyrir börn á öllum aldri
• (slenskar sögur og ævintýri fyrir börnin í Garðahúsinu
• Þjóðlegt morgunkaffi - sannkallaður "Þjóðhátíðarbröns" í Garðakaffi
• Opið og ókeypis á öll söfnin
• Allir hvattir til að mæta í þjóðbúningum - þeir sem mæta í þjóðbúningi fá sérstakan glaðning!
• Þjóðleg tónlist, harmónikuspil og ættjarðarlögin sungin af félögum úr Kirkjukór Akraneskirkju.
13:00 Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju
Sr. Björn Jónsson messar í fjarveru sóknarprests.
Kári Harðarson flytur hátíðarræðu nýstúdents.
14:00 Hátíðardagskrá á Akratorgi
Fánahylling á Akratorgi
Ávarp bæjarstjóra, Gísla S. Einarssonar.
Ávarp fjallkonu
Hátíðarræða dagsins
Kirkjukór Akraneskirkju syngur við athöfnina
Skrúðganga að lokinni dagskrá upp á Jaðarsbakka með fánaborg skáta í fararbroddi og með
öflugri þátttöku ÍA-fólks. Allir krakkar sem mæta í skrúðgönguna fá fána að gjöf!
14:00 -18:00 Safnasvæðið að Görðum
Kökuhlaðborð í Garðakaffi að hætti hússins. Skipulagðar skoðunarferðir um söfnin, kl. 16:30 í
Safnaskálanum og kl. 17:30 í Byggðasafninu. Einstakt tækifæri til að kynnast þessum frábæru
söfnum og lifa sig inn í sögu Akraness um leið.
14.30 -17.00 Kaffisala í safnaðarheimilinu Vinaminni á vegum
Kirkjunefndar Akraneskirkju
15:00-17:00 “Húllumhæ” á Jaðarsbökkum
Skrúðgangan frá Akratorgi endar við íþróttavöllinn þar sem nokkrir hópar frá ÍA verða með
sýningu. Dótadagur I sundi og fritt í sund allan daginn, leýfilegt að hafa með sér smádót í laugina
Þrautabraut fyrir 2 - 5 ára í íþróttahúsinu og kassaklifrið vinsæla verður á sínum stað!
Ýmsar íþróttaþrautir, glens og gaman á svæðinu á vegum hinna ýmsu félaga ÍA
Leikjaprógramm í umsjón skátanna - gömlu góðu leikírnir í bland við nýja
Andlitsmálun og grill
Frábærir fjöllistamenn sýna sirkuslistir víða um svæðið!
Trampólín, hringekjur og hoppkastalar
16:00 Listasetrið Kirkjuhvoll - "Sossa sýnir"
Opnun sýningar á verkum eftir Sossu Björnsdóttur I listasetrinu Kirkjuhvoli.
Sýningin stendur til 2. júlí. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18.
17:30 Þjóðhátíðartónleíkar
Söngdagskrá í nýjum sal að Vesturgötu 119 (Artichúsið-H/M Pípulagnir).
Fram koma Kirkjukór Akraness, Söngdúettinn The Kiley Mavelles, Kammerkór Akraness og hinn
"heimsfrægi" karlakór, Krummarnir. Aðgangseyrir er enginn og allir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.
20:30 Fjölskylduskemmtun á Jaðarsbökkum
Frábær fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þú mátt ekki missa af þessu!
Fram koma m.a.:
• Kaffibrúsakarlarnir mæta eldhressir á svæðið!
• Margrét Rán Magnúsdóttir, þátttakandi í Hátónsbarkanum 2006
• Ten Sing danshópurinn sýnir flottan dans
• Helga Guðjónsdóttir, sigurvegari í Söngvakeppni framhaldsskólanna tekur lagið
• Snorri og Bríet Sunna úr Idolinu taka nokkur lög og árita myndir
• Nylon mætir á svæðið og tekur nokkur lög
• Hljómsveitin Á móti sól ásamt leynigesti halda uppi stuðinu á frábæru fjölskylduballi
Akraneskaupstaður óskar Skagamönnum
og landsmönnum öllum gleðilegrar
þjóðhátíðar!
Akraneskaupstaður