Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2006, Page 13

Skessuhorn - 14.06.2006, Page 13
^StasííHÖBK MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 2006 13 Söngfugl úr Hólminum Elísa Sigríður Vilbergsdóttir er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Hún hélt til Reykjavíkur ung að árum til að leyfa Reykjavíkurliðum í körfubolta að njóta hæfileika sinna sem körfuknattleikskonu og um leið skellti hún sér í söngnám. Söngur hafði alltaf blundað í henni og ákvað hún að prófa söngnámið. „Mér hefur alltaf þótt svo gaman að syngja, alveg frá því ég var bara lít- il stelpa og ég fór í Söngskólann af hálfgerðri forvitni um hvort þetta væri eitthvað fyrr mig,“ sagði hún aðspurð um ástæðu þess að hún lagði söng fyrir sig. Þar hitti hún heldur betur í mark og hélt í fram- haldinu til Þýskalands í enn frekara nám í þeim fræðum haustið 1999. Frá Þýskalandi lá leið hennar til Bandaríkjanna, þar sem hún hefur lokið masternámi í söng og kennsluff æðum. Þessa dagana hefur hún verið hér heima á Islandi að syngja í óper- unni Galdraskyttunni, sumaróperu sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu á dögunum. „Þetta er mjög skemmtd- leg, ung sýning, þar sem ungt fólk hefur komið svotil að öllu er sýn- ingunni við kemur, ung hljómsveit, flestir söngvararnir ungir, ungur leikstjóri en svo leynast þarna inn á milli reynsluboltar sem miðla reynslu sinni til okkar hinna óreyndari," sagði Elísa. Frá því hún útskrifaðist frá skól- anum í Bandaríkjunum hefur hún verið að vinna í því að koma sér á ffamfæri sem söngkonu, tekið þátt í söngkeppnum, unnið með kennur- um sínum og þjálfara og verið í hlutastarfi til að halda sér á floti fjárhagslega. „Það tekur alltaf svo- lítinn tíma að koma sér í fast starf á vettvangi söngsins og þar spilar heppni kannski líka inní, að hitta á réttan stað á réttum tíma.“ Elísa stefnir á að flytja til Þýskalands nú þegar líða tekur á sumarið og setj- ast þar að um sinn og koma sér á ffamfæri þar ytra. „Eg sendí út á undan mér upplýsingar um mig og söngprufú til umboðsskrifstofa og umboðsmanna í von um að mér verði boðin fyrirsöngur, nú og ef þeim líst eitthvað á það sem ég er að gera þá taka þeir mig upp á sína hönd og leiða mig áffam í átt að verkefnum og svo taka þeir auðvit- að góðar prósentur af mér fyrir.“ Aður en Elísa heldur til Þýska- lands ætlar hún að skella sér í frí með fjölskyldu sinni og svo fer hún til Bandaríkjanna á þriggja vikna söngnámskeið, því eins og Elísa sagði má alltaf læra meira; „það er alltaf hægt að bæta sig.“ SO Kvennahlaupið á Akranesi Kvennahlaup ÍSÍ fór ffam hér á Akranesi um helgina og tókst mjög vel. Alls tóku rúmlega 280 konur á öllum aldri þátt í hlaupinu og fer þeim fjölgandi ár ffá ári. Að þessu sinni var hlaupið í tengslum við Hátíð hafsins sem ffam fór á hafn- arsvæðinu sama dag. Létt upphitun var við sviðið á hafnarsvæðinu og síðan ræsti Ragnheiður Runólfs- dóttir hlaupið. Hlaupnir voru 2,3 km eða 4,0 km hringir, sumar kon- ur hlupu meira að segja aðeins lengra en það. Að loknu hlaupinu fengu allir þátttakendur verðlauna- pening ásamt því að boðið var uppá ávaxtaveislu og Egils Kristal. Þess má geta að myndin sem Vallarselskonur mættu eldhressar og fjölmenntu í hlaupið. fylgir þessari ffétt er fyrsta ljós- gæðin eru því af þeim sökum vafa- myndin sem tekin er með farsíma laust ekki góð. og fer á síður Skessuhoms. Mynd- JÞÞ GLUGGITIL FRAMTIÐAR ENGIN MALNINGAVINNA HVORKI FUI NE RVÐ FRÁBÆR HITA 0G HUÓÐEINANGRUN FALLEGT UTLIT MARGIR OPNUNARMOGULEIKAR ORUGG VIND- 0G VATNSÞETTING PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga, hurða. sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds Umferð um Hval- íjarðargöng eykst - en tekjur minnka Umferð í Hvalfjarðargöngum var 15% meiri fyrstu átta mánuði yfirstandandi rekstrarárs Spalar en á sama tíma í fyrra. Þá fóra tæplega 900.000 bílar um göngin á tímabil- inu en nú vel yfir 1 milljón bíla. Þetta kemur ffam á vefsíðu Spalar. Rekstrarár Spalar stendur frá októberbyrjun til septemberloka. Nokkra athygli vekur að umferðin jókst verulega á tímabilinu nóvem- ber til febrúar í vetur eða um 21- 28%. Hinsvegar jókst umferð lítið í nýliðnum maímánuði. Nærtæk skýring á þeirri breytingu er sú að hvítasunnan var um miðjan maí í fyrra en í júní í ár. Hvítasunnan er jafnan mikil ferðahelgi lands- manna. Þá má ætla að slæm veðr- átta á Norðurlandi í ár hafi orðið til þess að draga úr umferð um göng- in. Nettótekjur Spalar af umferðinni minnkuðu um 8,5% fyrstu átta mánuði rekstrarársins miðað við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir að umferðin hafi aukist verulega. Þar birtast skýrt áhrif gjaldskrárlækk- unar 1. apríl 2005. Nettótekjur af hverri ferð um göngin voru 516 krónur mánuðina október 2005 til maí 2006 en 650 krónur á ferð sömu mánuði 2004 og 2005. Tekju- samdráttur á ferð á tímabilinu er því 20,5%. Alls eru nú um 11.500 áskriftar- samningar um ferðir í gildi hjá Speli og veglyklar í notkun eru um 25.000 talsins. HJ PGV ehf. i Bæjarhrauni 6 i 220 Hafnafjörður i Sími: 564 6080 i Fax: 564 60811 www.pgv.is Flugger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild BÚREKSTRARDEILD sömAKmsi Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.