Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2006, Qupperneq 16

Skessuhorn - 14.06.2006, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 2006 jkOsvnuKi: Hvað á sveitarfélagið að heita? Alkunna er hér í Borgarfirði (og víðar) að í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum var fram- kvæmd skoðanakönnun um nafii á nýsameinað sveitarfélag. Nokkuð afgerandi niðurstaða fékkst í könn- uninni, en þó ekki. Til allrar óhamingju varð nafnið Borgar- byggð ofaná, en það nafn sem langeðlilegast má telja, varð undir - Sveitarfélagið Borgarfjörður. Líkast til hafa það verið mistök að láta kjósa aðeins um eitt af gömlu nöftiunum og það aðeins um nafn- ið á fjölmennasta sveitarfélaginu. Hafa íbúar Borgarbyggðar því að líkindum neytt aflsmunar þarna. Þetta er sosum ákveðin niðurstaða, en er engu að síður nokkuð óheppilegt mál og vil ég rökstyðja mál mitt frekar. Það er ekki gott að nýtt sveitar- félag leggi upp með nafnið á stóra sveitarfélaginu í sameiningunni þegar miðstöð stjórnsýslu nýs sveitarfélags er aukin heldur í Borgarbyggð, nánar tiltekið í Borgarnesi. Þetta yrði óheppileg byrjun á nýju sveitarfélagi og lítur mjög út eins og um yfirtöku Borg- arbyggðar á nágrannahreppunum sé að ræða - þó að svo sé nú kannski ekki raunin. En þetta er engu að síður hálf haltrandi byrj- un. Reynslan af sameiningu sveit- arfélaga hefur nefnilega sýnt að heppilegast er að vegferðin hefjist með sem mestri samstöðu, en ekki deilum. I öðru lagi er það víst að sveitarfélagsnafn sem er það sama og það sem héraðið er kallað í dag- legu tali - þ.e. Borgarfjörður - mun auðvelda og efla alla markaðssetn- ingu svæðisins, til lengri og skemmri tíma. Undir það hljóta margir að geta tekið. Það getur varla legið mörgum þétt við hjartarætur að halda fast í Borgarbyggðarnafnið, það er ekki svo gamalt og fyrir því er lítil hefð. Því er hér með skorað á nýja sveit- arstjórn að forða slysi og velja nýju sveitarfélagi nafnið Sveitarfélagið Borgarfjörður eða til vara Borgar- fjarðarhérað. Grétar Þór Eyþórsson Byggðastoftiun fundaði í Ólafsvík í skoðanakönnun sem frarn- kvæmd var samhliða sveitar- stjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi norðan Skarðsheið- ar, kom fram eindreginn vilji íbúa hins nýja sveitarfélags hvað varð- ar nafn á sveitarfélagið. Nafnið „Borgarbyggð“ fékk 1034 at- kvæði en nafnið „Sveitarfélagið Borgarfjörður“ fékk 628 atkvæði. Þrátt fyrir þessa eindregnu nið- urstöðu virðist enn unnið gegn því að vilji íbúanna nái frarn að ganga. Það er ekki einfalt að skil- greina íbúalýðræði og sjálfsagt enn erfiðar að framfylgja því. Það má þó fullyrða að ef hin nýja sveitarstjórn velur annað nafn en Borgarbyggð sveitarfé- lagið, hefur tekist að skapa skólabókardæmi um hvernig á að sniðganga íbúa- lýðræði. En hvað nú? Hvernig eigum við sem völdum nafnið Borgar- byggð að tryggja ffamgang þess? Þarf undirskrifrir með kröfú um almenna bindandi kosningu milli þeirra tveggja nafna sem flest at- kvæði hlutu? Þessar spumingar þarf að ræða. 12.6. 2006, Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II A móti sól á Akranesi Stjóm og framvœmdastjóri Byggóastofmmarfylgjast meó umfjöllun um Snœfellsnes sem vistvtent feróamannasvceói. F.v. Guójón Guómundsson, Þorvaldur T. Jónsson, Aöalsteinn Þorsteinsson framkvcemdastjóri, Herdís A Sæmundardóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Orlygur Hnefill Jónsson. Aðalfundur Byggðastofnunar var Þar flutti fráfarandi iðnaðarráð- haldinn á Klifi í Olafsvík 9. júní sl. herra, Valgerður Sverrisdóttir ávarp og formaður og fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar, þau Herdís A. Sæmundardóttir og Aðalsteinn Þorsteinsson fluttu skýrslur um starfsemi stofnunar- innar. I ffamhaldi þar af voru um- ræður og fyrirspurnir. Þá var á fundinum fjallað um tvö málefni sem snerta Snæfellsbæ sérstaklega. I fýrsta lagi fyrirhugaðan vatosút- flutning frá Rifi og kynnti Birgir V Halldórsson frá Icelandia hug- myndir fyrirtækisins. Þá fjallaði Róbert Arnar Stefánsson, forstöðu- maður Náttúrustofu Vesturlands um Snæfellsnes sem vistvænt ferða- mannasvæði. Nokkuð fjölmenni var á fúndinum en honum stýrði Krisinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. MM Borgfirðingabók er komin út: Miðlun sögulegs fróðleiks úr héraði Borgfirðingabók 2006 - ársrit Sögufélags Borgarfjarðar, er komin út. Þetta er 7. árgangur ritsins og er það að þessu sinni 210 blaðsíður í meðalstóru broti og ágætlega myndskreytt. I ritinu er fjöldi rit- gerða um sagnfræðileg og bók- menntaleg efni og frásagnir af störfum ýmissa félaga og stofnana í Borgarfirði. Frásagnir í Borgfirð- ingabók teigja anga sína vítt um héraðið enda Borgarfjörður land- stórt svæði og sagnfræðilegra fanga víða að leita ffá blómlegri tíð. Efúi Borgfirðingabókar að þessu sinni er fjölbreytt og víða komið við. Þannig má segja að ritið hafi vaxið ágætlega og ekki laust við að lesandanum finnist útgefendum hafa töluvert vaxið ásmegin. I ritinu rifjar t.d. Helgi Jónas Olafsson upp minningar frá síldveiðum árið 1944, Guðmundur Gunnarsson frá Gestsstöðum ritar minningar sínar ffá sama ári sem margar tengjast vegagerð um héraðið og Vífill á Ferstiklu segir frá hernámsárunum í Hvalfirði svo dæmi séu tekin. Hvítsíðtmgum er gerð býsna góð skil í þessu hefri. I ritinu er m.a. að finna áður óbirt kvæði efrir Guð- mund Böðvarsson skáld frá Kirkju- bóli, Hvítárvísur. Þá fjallar nýlega látinn öðlingsmaður; Páll Jónsson ffá Hóli, um Hvítá og samskipti sín og bernskuminningar við ána sem liðaðist um bæjarfótinn á Bjarna- stöðum. Böðvar Guðmundsson skáld fjallar um Þuríði Jónsdóttur Forsíöa Borgfiröingabókar, ársrits Sögufé- lags Borgarfjaröar 2006. Ljósmynd áfor- síöu tók Aslaug Þorvaldsdóttir. Umbrot var t höndum Uppheima á Akranesi og prentaö var hjá Bookwell Ltd. fóstru móður hans og konuna sem hafði þá rausn hjartans sem ekki er öllum gefin. Bókmenntalega mætti segja að eitt merkasta efni þessara árgangs ritsins sé ritgerð eftir Helgu Kress prófessor sem nefnis; „En eg er hér ef einhver til mín spyrði“ og fjallar um borgfirskar skáldkonur í íslenskri bókmennta- hefð. Þá fjallar Elísabet Haralds- dóttir um Andakílsskóla; skapandi skóla í grænni sveit og Asdís Ein- arsdóttir segir frá 40 ára sögu Heiðarskóla. Fjölmargir fleiri rita minningarbrot og ffásagnir ýmsar sem ffóðlegt verður að teljast og mikilsvert að fært sé á prent til að forða glötun. Hér hefur einungis fátt eitt verið nefnt til sögunnar. Sem Borgfirðingur hrífst ég af dugnaði þess fólks sem tekur að sér söfnun, varðveislu og útgáfu slíkra heimilda sem félagar í Sögufélagi Borgarfjarðar gera. I erli hvers- dagsins finnst e.t.v. mörgum núlif- andi slík heimildasöfnun lítt merk, en verðmætin og gildi slíkrar vinnu sem að baki liggur, verða seint of- metin og eykst þegar ffam líða stundir. Með slíkum ritum er forð- að ffá eilíffi gleymsku ýmsu sem vert er að varðveita og snertir alla Borgfirðinga. Formaður Sögufélags Borgar- fjarðar er Snorri Þorsteinsson ffá Hvassafelli. Með honum í ritnefnd Borgfirðingabókar sitja sem fýrr Snjólaug Guðmundsdóttir á Brúar- landi og Þóra Magnúsdóttir kenn- ari á Kleppjámsreykjum sem ættuð er ffá Hallkelsstaðahlíð. Ritstjóri Borgarfirðingabókar er Finnur Torfi Hjörleifsson. Líkt og áskrift að héraðsfrétta- blöðum ætti að vera skylda hvers heimilis sem hefur metoað til að fylgjast með næmmhverfi sínu, er ekki síður mikilvægt að íbúar styðji við bakið á útgáfu Sögufélagsins með áskrift að ritverkinu sem sýni- lega er komið til að vera. Borgfirð- ingar geta verið stoltir af útgáfu sem þessari. Magnús Magnússon Hljómsveitin A móti sól með Borgfirðinginn Magna Asgeirsson í broddi fylkingar verður á ferð og flugi á 17.júní. Magni Asgeirsson sem eins og kunnugt er dvelur í Bandaríkjunum þessa dagana vegna þátttöku sinnar í alþjóðlegri söng- keppni tekur sér frí ffá því amstri öllu til að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan ásamt félögum sínum. Hljómsveitin mun spila í íþrótta- húsinu á Akranesi að kvöldi þjóð- hátíðardagsins en færir sig síðan um set og spilar á Breiðinni frá miðnætti og ffam á rauða nótt. MM Sossa sýnir í Kirkjuhvoli Á þjóðhátíðardaginn, laugardag- inn 17. júní n.k. kl. 16 opnar í lista- setrinu Kirkjuhvoli á Akranesi sýn- ing á verkum eftir Sossu Björns- dóttur. Sossa er fædd á Akranesi árið 1954 og stundaði hún nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1977-79, Skolen for brugskunst í Kaupmannahöfn 1979-1984 og MFA í málun frá School of the Museum of Fine Arts í Boston / Tuffs Univeristy 1992. Sossa hefnr sýnt víða í Evrópu síðastliðin ár og er með vinnustofu í Keflavík og í Kaupmannahöfn. íumálverk unnin síðastliðið ár og flest öll á vinnustofu hennar í Kaupmannahöfn. Sýningin stendur til 2. júlí. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. (fréttatilkynning) Bláfáninn í Hólminn í fjórða sldpti Síðastliðinn föstudag afhenti Landvernd í fjórða sinn bláfánann til Stykkishólmshafnar. Það var Rannveig Thoroddsen ffá Land- vernd sem afhenti Erlu Friðriks- dóttur, bæjarstjóra fánann en hann er alþjóðlegt merki sem hefúr þann tilgang að stoðla að verndun um- hverfis hafna og baðstranda. Blá- fánann hljóta þeir einir sem leggja sig ffam um að bæta gæði og þjón- ustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis. MM/ Ijósm. ÍHS

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.