Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2006, Page 19

Skessuhorn - 14.06.2006, Page 19
§SESiöH©EK! MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 19 Umhverfi Hj arðarholtskirkju í Döhun bætt Ifi « LÍFEYRISSfÓÐUR SUÐURLANDS þjóna tilgangi sínum því engin salernisaðstaða hefur verið í kirkjunni sem byggð var árið 1904. Engin aðstaða fyrir prest til að skrýðast, né fermingarbörnin að hafa fataskipti hefur heldur verið til staðar fram að þessu. Margir ferðamenn kom árlega til að skoða kirkjuna í Hjarðarholti og skoða staðinn sem þekktur er frá fornu fari og er ánægulegt til þess að vita hversu aðkoman og umhverfið allt er að verða glæsilegt. MM/ Ijósm. MB Miklar ffamkvæmdir standa nú yfir á um- hverfi Hjarðarholtskirkju í Dölum. KOLUR ehf sem Gunnbjörn Jóhannsson ffamkvæmda- stjóri stýrir, tók verkið að sér skv. útboði. I því felst malbikun, hellulagning og grasþekja ásamt fleiru sem fylgir ffágangi á lóð kirkjunnar. Bílaplanið var malbikað 7. júní sl. og er það rúmlega 1700 m2 að grunnfleti. Hellulögn á svæðinu er rúmlega 400 m2. Þjónustuhús fyrir kirkjuna var byggt árið 2005. I því er safnaðarsalur, salerni með góðu aðgengi fyrir fatlaða og geymsla fyrir ýmsar eigur kirkjunnar. Húsið er nú þegar farið að Vélbátar í hundrað ár Aukaársfundur 2006 Stjóm Lífeyrissjóðs Suðurlands boðar til aukaársfundar sjóðsins mánudaginn 19. júní n.k. að Bámgötu 8-10, Akranesi (fimdarsalur HB Granda). Fundurinn er jafnframt stofnfundur sameinaðs sjóðs Lífeyrissjóðs Suðurlands og Lífeyrissjóðs Vesturlands. Fundarstörf hefjast kl: 18:00. Dagskrá 1. Fundur settur og kosning starfsmanna fundarins 2. Kynning á nýju nafni sameinaðs sjóðs 3. Kynning á samþykktum sameinaðs sjóðs 4. Kynning á stofhefnahagsreikningi sameinaðs sjóðs 5. Kynning tryggingafxæðings á réttindatöflum sameinaðs sjóðs 6. Kosning stjómar og varamanna 7. Önnur mál. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar sjóðsins og rétthafar rétt til setu á fundinum. Reykjanesbœ, 12. júní 2006 Stjórn lífeyrissjóðs Suðurlands. V_______________________________________________________J Á sjómannadaginn var opnuð sýning í Sögumiðstöðinni Grund- arfirði sem kynnir á nýstárlegan hátt sögu vélbátaútgerðar í Grund- arfirði sem hófst árið 1906 með komu fyrsta vélknúna bátsins til Kvíabryggju. Ingi Hans Jónsson forstöðumaður Sögmiðstöðvarinn- ar á veg og vanda að uppsetningu sýningarinnar. Á grundvelli þeirra heimilda sem hann hefur aflað sér er saga vélbátanna rakin í máli og myndum en sá sem hlýðir á stjórn- ar ferðinni á snertiskjá. Á sama skjá má fræðast um skipstjóra þá sem koma við sögu í þessari umfjöllun. Eyrbyggja - Sögumiðstöð hefur nú verið starfrækt í 3 ár en fyrsti áfangi miðstöðvarinnar var tekinn í notk- un árið 2003 með opnun Bærings- stofu og síðan Gestastofu. Uppbygging og reksmr Sögu- Ingi Hans Jónsson forstöðumaður styíiur sig við leyfar bátsvélar semfannst niðurgrafm við Lá í Eyrarsveit og mun vera frá fyrstu ámm vélbátaútgerðar í Grundatfirði. I glugga stýrishússins birtast myndir afköll- unum í brúnni í gegnum tíðina. miðstöðvarinnar er í höndum sjálf- eignarstofnunar og er slíkt fyrir- komulag að sögn Inga Hans fátítt hér á landi. Ingi Hans sagði næstu þróunarskref muni snúast um tæknilegu hlið safnsins þar sem byggt verður upp svokallað staf- rænt sýningarhald en nýverið veitti Menningarráð Vesturlands Sögu- miðstöðinni styrk vegna þess verk- efnis. Ingi kvað ótrúlegt hvernig hægt hefði með útsjónarsemi og aðhaldi að framkvæma ótrúlega mikið fyrir upphæðir sem dæmi væm um að dygðu rétt fyrir hönnunarkostnaði. Ingi sagði Sögumiðstöðina vera að hrinda af stað frekari fjáröflun með því að bjóða Grundfirðingum og öðrum velunnurum að gerast vinir Sögumiðstöðvar þar sem greitt væri ákveðið árgjald en í staðinn væru ýmsir viðburðir og ívilnanir. Upp- lýsingamiðstöð og netkaffi verður starfrækt í Sögumiðstöðinni í sum- ar og er opið frá kl. 10 - 18 alla daga. GK Rjalamesrokið landsfræga Kári blés hressilega síðasta mánudag og mikið rok var á Kjalar- nesi. Hjólhýsið á þessari mynd tókst á loft í veðurhamnum, fauk og lagðist yfir miðjan veginn í lend- ingunni við Kollafjörðinn. Atvikið átti sér stað um klukkan fimm síð- degis. Hjólhýsið er mikið skemmt, ef ekki ónýtt. SO Fór með Gullaldarliðs taktana til Færeyja Kappi á fjórtánda ári, er sleit bamsskónum á Akranesi og æfði þar knattspyrnu frá sex ára aldri með IA, er aldeilis að gera góða hluti með liði sínu í Færeyjum, þar sem hann er nú búsettur ásamt fjöl- skyldu sinni. Hjörtur Björgvinsson heitir kappinn knái og leikur með aldursflokknum smádrengjum með liðinu TB á Suðurey í Færeyjum. Smádrengir era strákar á aldrinum tólf til fjórtán ára og samsvara þeir fjórða flokki hér heima. Á dögunum unnu hann og félag- ar hans bikarkeppni þar ytra sem nefhist Cadburysteyp. Liðið er með þeim betri í þessum aldursflokki á eyjunum og var Hjörtur að vonum ánægður með árangurinn hjá sér og sínum félögum. Knattspyrnu taldi hann voða svipaða þar úti og hér heima og sér fyndist þetta alltaf jafh gaman enda búinn að vera með fót- bolta á tánum frá sex ára aldri. SO www.skessuhorn.is Digranesgötu h - Borgarnesi - simi: 43-2020 Athugid breyttan opnunartíma í sumar Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00 -18:00 Föstudaga kl. 8:00 -19:00 Laugardaga kl. 8:00 -1 7:00 Sunnudaga kl. 9:00 -16:00 Auglýsing um deiliskipulag í Hvalfjarðarstrandarhreppi Borgarfjarðarsýslu. Samkvæmt ákvæðum 25 gr. skipulags-og byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Brekku Hvalfjarðarstrandarhreppi. Deilskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014. SkipulagstiIlagan gerir ráð fyrir 60 frístundahúsalóðum í landi Brekku norðan þjóðvegar Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlöðum frá 08.júní 2006 til 06.júlí 2006 á venjulegum skrifstofutíma. f Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila fyrir 20.júlí l 2006 og skulu þær vera skriflegar. I Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests s teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi. Ólafur K. Guðmundsson

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.