Skessuhorn - 14.06.2006, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006
SgaSSHSBfíBSl
Hæglætis Borgfirðingahátíð
Sjöunda Borgfirðingahátíðin fór
fram um liðna helgi með dagskrá
vítt og breitt um héraðið. Þetta er í
fyrsta skipti sem Ungmennasam-
band Borgarfjarðar annast hátíðina
og komu margir ungmennafélagar
úr héraðinu að undirbúningi og
ffamkvæmd hennar. Að sögn Mar-
grétar Friðjónsdóttur, fram-
kvæmdastjóra gekk mótshaldið
mjög vel fyrir sig og góð þátttaka
var í alla dagskrárliði. „Gestir
komu víða að og nutu vandaðrar
dagskrár í ákaflega mildu og góðu
veðri. Fólk var afslappað, stemning
var góð og afskaplega yfirvegað
andrúmsloft sem gerði hátíðina
notalega og góða. Mikil þátttaka
var í hinn árlega morgunverð í
Skallagrímsgarðinum í Borgarnesi
þar sem um 600 manns mættu og
hlýddu síðan á messu í kjölfarið. Þá
var mjög góð þátttaka á tónleika
Baggalúts á gamla íþróttavellinum,
baðstofukvöld á Indriðastöðum og
bændamarkaðinn á Hvanneyri svo
ég nefni einhver dæmi. Við vorum
heppin með veðrið þó að það hafi
farið að rigna eftir hádegi á sunnu-
deginum á bændamarkaðinum þá
kom það ekki að sök, einnig var
smávægileg úrkoma í lok tónleika
Baggalúts, en það lét heldur enginn
það á sig fá - það voru allir í svo
góðu skapi og veðrið í það heila
tekið okkur mjög hliðhollt," sagði
Margrét í samtali við Skessuhorn.
MM
Þœr stöllur Jóhanna Erla Jónsdóttir, firmaður UMSB og
Margrét Friðjónsdóttir, framkvœmdasljóri höföu í nœgu a5
snúast um helgina, en þeim fórst starfið vel úr hendi.
Candyflos og andlitsmálning er meóalfastra liða á háttðum sem þessum.
Gestirfylgjast með fjölskyldudagskránni t Borgamesi á laugardaginn.
í mildu veðri
Söngvarar úr Tónlistarskóla Borgarffarðar fluttu atriði úr sóngleiknum
Litlu stúlkunni með eldspýtumar sem sýnt varfýrir nokkrum mánuðum.
Hoppukastalar ogýmis leiktæki voru í miðbænum, bömum til ánægju.
Þessar hressu stúlkur biðu í röð eftir að að þeim kæmi.
INGI TRYGG VASON hdl.
tögg. fasteigna- og shipasali
/
ÁNAHLÍÐ 14
íbúð í parhúsi 69 ferm. Forstofa,
gangur, stofa og eitt herbergi með
kork á gólfi. Eldhús með kork á
gólfi, ljós viðar-innrétting.
Baðherbergi allt flísalagt. Geymsla
inn af forstofu og útigeymsla við
enda hússins.
Verð: 15.000.000
BORGARBRAUT 2
2ja herb., 62,3 ferm., íbúð á neðri
hæð í fjölbýlishúsi. Ibúðin er
nýlega standsett. Forstofa og
gangur flísalagt. Samliggjandi
stofa og eldhús flísalagt, ljós
viðarinnr. í eldhúsi. Eitt herbergi
flísalagt. Baðherbergi allt flísalagt.
Sér geymsla á sömu hæð.
Til afhendingar strax.
Verð: 11.500.000
BORGARBRAUT 31
íbúð, 50,7 ferm., á neðri hæð í
tvíbýlishúsi. Stöfa og eitt herbergi
teppalagt. Eldhús dúklagt, eldri
viðarinnrétting. Baðherbergi
dúklagt. Sameiginl. þvottahús og
geymsla. Til afhendingar strax.
Verð: 6.600.000
BORGARVÍK 1
Einbýlishús, íbúð 138,9 ferm. og
bílskúr 40,7 ferm. Forstofa
flísalögð. Hol og stofa parketlagt.
Fimm herbergi, þrjú parketlögð,
eitt dúklagt og eitt með kork.
Eldhús dúklagt, Ijós viðarinnr.
Gestasnyrting með flísum á gólfi
en veggir málaðir. Þvottahús.
Stór sólpallur með skjólveggjum.
Til afheridingar strax.
Verð: 30.000.000
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Ingi Tryggvason hdl.
löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes,
s. 4371700, 860 2181, fax 4371017,
netfang: lit@simnet.is - veffang: www.lit.is
Hátíð hafcins á Akranesi
Hátíð hafsins var haldin á Akra-
nesi síðastliðinn laugardag í ágætis-
veðri. Mikið var um að vera á hafn-
arsvæðinu, leik- og tívolítæki voru á
staðnum, smábílaklúbburinn sýndi
tilþrif með fjarstýrða bíla sína, tón-
list ómaði um svæðið sem flutt var
m.a. af Skólahlómsveit Akraness,
Björgunarfélag Akraness bauð upp
á ýmsar þrautir eins og kassaklifúr
þar sem nýtt Akranesmet í
kassaklifri var sett. Pilturin sem
setti metið gat raðað undir sig 27
kössum sem eru um 30 sentimetrar
á hæð hver um sig og því var hann
kominn í um 8 metra hæð með
kassastæðu undir sér er hann féll
niður, en tryggilega festur í sigbún-
að. Slökkvilið Akraness var á svæð-
inu, sýndi búnað sinn og bauð fólki
í útsýnisferð í háloftin með körfubíl
slökkviliðsins. Guffi banani og
Palla pera úr Ávaxtakörfunni komu
og skemmtu yngstu kynslóðinni
með glensi og söng. Kappróður var
háður og mættu þar sveitir Björg-
unarfélagsins, Norðuráls, Akranes-
kaupstaðar og karla- og kvennasveit
HB Granda. Keppni í koddaslag
var á milli frambjóðenda úr flokk-
unum fimm er buðu fram á Akra-
Reyntfyrir sér í kassaklifri.
Sigurverarar kappróðursms, róðrarsveit Björgunarfélags Akraness í gulum vestum, með
appelsínugula sjóhatta er róðrarsveit Akraneskaupstaðar.
nesi í nýliðnum sveitarstjórnar-
kosningum. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar TF-Rán kom og sýndi björg-
un úr sjó í Akraneshöfn. Mark-
aðstjald var á hafnarsvæðinu þar
sem fólk gat verslað ýmislegt sjáv-
arfang og rann allur ágóði af þeirri
sölu til góðra málefna og síðast en
ekki síst þá mætti gamla Akraborg-
in, nú Sæbjörg, til hafnar á Akra-
nesi og var vel tekið
á móti henni með
lúðrablæstri Brass-
bandsins. Var gest-
um hátíðarinnar
boðið um borð að
skoða hana en
einnig kom með
henni hópur fólks
ffá Reykjavík til há-
tíðarinnar. Er hún
hélt aftur til
Reykjavíkur frá
Akraneshöfn kvaddi
hún Skagann með blæstri sinna eig-
in lúðra. Fiskiveisla var síðan hald-
in á Safnasvæðinu að Görðum á
laugardagskvöld en þátttaka í henni
var fremur dræm. Ekki var annað
að sjá en allir gestir hátíðarinnar
hefðu gaman af enda mikið um að
vera og líf og fjör á Akranesi þenn-
an dag fyrir alla aldurshópa.
Brassbandið tók á móti Stebjörgu er hún kom að höfn á Akranesi.