Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2006, Qupperneq 4

Skessuhorn - 28.06.2006, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 iih... ■: Hraðakstur og óhöpp BORGARFJ ÖRÐUR: Lög- reglan í Borgarnesi hafði af- skipti af 70 ökumönnum vegna hraðaksturs á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók og höfð voru afskipti af ók á 141 km/klst. Ell- efu umferðaróhöpp urðu í um- dæmi Borgarneslögreglu í síð- ustu viku. Mikið eignatjón varð í óhöppunum en að sögn lög- reglu urðu ekki alvarleg slys á fólki. Umferðarþungi í gegnum héraðið var mikill um síðustu helgi og telst það hrein heppni að ekki urðu stórslys í þessu ó- hðppum. Lögreglan hafði af- sldpti af einum ökumanni sem ók ölvaður. Sá hinn sami má búast við ökuleyfissviftingu og sekt. -so Kanna ímynd landshlutans VESTURLAND: Stjórn sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur samþykkt að leggja til fjármtmi í rannsókn á ímynd Vesturlands. Það var Rann- sóknarstofnun Viðskiptaháskól- ans á Bifröst sem lagði fram til- boð um að taka að sér rann- sóknina og einnig að koma í kjölfar hennar með tillögur sem bætt gætu ímynd landshlutans. Kostnaður er áætlaður 2,5 milljónir króna og kemur Byggðastofnun einnig að fjár- mögnun verksins. -hj Ný stjóm Lífeyrissjóðs AKRANES: Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar hefur til- nefht Valdimar Þorvaldsson í stjórn Lífeyrissjóðs Akranes- kaupstaðar og Hafdísi Sigur- þórsdóttur til vara. Þá hefur Akraneskaupstaður tilnefnt Sævar Þráinsson í stjórnina og Bergþór Olason til vara. Bæjar- stjórinn á Akranesi er sjálfkjör- inn í stjórnina sem formaður hennar og hefur Gísli S. Ein- arsson því tekið við for- mennsku. Framkvæmdastjóri sjóðsins er sem fyrr Andrés Olafsson. -hj Malbikun í Leirársveit HVALFJARÐARSVEIT: Á dögunum voru opnuð tilboð í lagningu malbiks á 2,5 km veg- arkafla milli Lyngholts og Geldingaár í Leirársveit. Um er að ræða lagningu á um 2.050 tonnum af malbiki. Tvö fyrir- tæki buðu í verkið. Hlaðbær- Colas hf. í Hafnarfirði bauð tæpar 29,8 milljónir króna og Malbikunarstöðin Höfði hf. í Reykjavík bauð rúmar 40,9 milljónir króna. Kostnaðaráætl- tm var að upphæð tæpar 30,8 milljónir króna. Verkinu skal að fullu lokið 29. júlí 2006. -hj Kurr vegna kaupa á leikskóla firá Selfossi Sveitarstjóri Borgarbyggðar mun funda með verktökum í sveitarfé- laginu vegna óánægju með þá ákvörðun byggðaráðs sveitarfélags- ins um að festa kaup á húsi fyrir nýjan leikskóla í Borgamesi án út- boðs. Sveitarstjórinn segir þarna farið að vilja undirbúningsnefndar en einungis sé um að ræða hluta heildarffamkvæmdarinnar. Nokkuð er síðan bæjarstjórn Borgarbyggðar ákvað að byggja nýjan leikskóla við Ugluklett í Borgamesi. I síðustu viku ákvað síðan byggðaráð hinnar nýju Borg- arbyggðar að fela Sigurði Páli Harðarsyni bæjartæknifræðingi að semja við SG-hús hf. á Selfossi um kaup á húsi fyrir leikskólann. Einnig var honum falið að bjóða út aðra verkþætti við byggingu leik- skólans. Þessi ákvörðun byggðaráðs vakti nokkra undrun því eins og kunnugt er stendur byggingariðn- aður traustum fóttun í sveitarfélag- inu. Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir nokkra um- ræðu hafa orðið um þessa ákvörðun byggðaráðs og hann muni funda með verktökum í sveitarfélaginu á næstu dögum vegna málsins. Hann segir að nefhd sem í hafi setið full- trúar stjórnmálaflokka og fagaðila hafi á sínum tíma kynnt sér þá kosti sem í boði vora vegna byggingar nýs leikskóla. Meðal annars hafi nefhdin kynnt sér leikskóla sem SG-hús hf. hafi hannað og reist á nokkram stöðum. Nefiidinni hafi litist vel á og lagt til að hús af þeirri gerð yrði keypt. Páll segir að SG- hús selji einungis hönnun og ein- ingar hússins og sá kosmaður sé einungis hluti endanlegs fram- kvæmdakostnaðar eða um 30 millj- ónir af um 110-120 milljóna króna heildarkostnaði. Því eigi eftir að taka ákvörðun um með hvaða hætti stærsmr hluti verksins verði firam- kvæmdur. HJ Staða sveitarstjóra í Reykhólahreppi auglýst laus til umsóknar Nýkjörin sveitarstjóm Reykhóla- hrepps samþykkti á sínum fyrsta fundi að auglýsa lausa til umsóknar stöðu sveitarstjóra. Einar Orn Thorlacius hefur gegnt stöðunni frá 1. október 2002. Hann segir sinn ráðningarsamning hafa verið runn- inn út og því ekkert óeðlilegt í sjálfu sér að starfið sé auglýst. Hins vegar hafi þessi ákvörðun komið nokkuð á óvart í ljósi þess að engin athuga- semd hafi verið gerð við störf hans þau ár sem hann hafi gegnt starfinu og rekstur sveitarfélagsins hafi tekið stakkaskipmm eins og sjá megi á árs- reikningum sveitarfélagsins sem af- greiddir voru á sama fundi og ákveð- ið var að auglýsa stöðuna. „Eg hef engar skýringar fengið á því hvers vegna sveitarstjórn ákveður að fara þessa leið og mér kæmi ekki á óvart að innan tíðar verði einn af hrepps- nefndarmönnum kominn í starf sveitarstjóra,“ segir Einar Om. Ymsir hafa skorað á Einar að sækja um starfið að nýju og hann segist þakklátur fyrir þær áskoranir. „Þessi ákvörðun sveitarstjómar er ákveðið vantraust á mín störf og því efast ég um að ég sæki um að nýju þrátt fyrir að hér sé mjög gott að vera og mannlíf gott“. Egill Sigurgeirsson, sem sæti á í sveitarstjórn, segir hreppsnefnd hafa komist að þessari niðurstöðu að vandlega athuguðu máli. „Það var ákveðinn vilji til breytinga og því var þessi ákvörðtm tekin. Það var ekkert ákveðið atriði í störfum fráfarandi sveitarstjóra sem varð til þess að þessi ákvörðun var tekin,“ segir Eg- ill en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um máfið. Hann segist hafa orðið var við áhuga fólks á stöðunni fr á því að ákveðið var að auglýsa hana lausa. Á meðan á ráðningarferlinu stendur mun Einar Om gegna stöðu sveitar- stjóra áfram. HJ S ameiningarviðræður starfemannafélaga ganga vel Viðræður um sameiningu Starfs- mannafélags Akraness (STAK) og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar standa yfir og á fimmtudag munu stjómir félaganna hittast öðm sinni og ræða fyrirkomulag samein- ingarinnar. Formaður STAK segir nauðsynlegt að kraftur verkalýðsfé- laga beinist að því að bæta kjör fé- lagsmanna en ekki að senda athuga- semdir milH einstakra félaga. Hann segir að sameining við Verkalýðsfé- lag Akraness hafi ekki komið til álita. Eins og ff am hefur komið í ffétt- tun Skessuhoms hefur STAK óskað eftir sameiningu félagsins við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar. Með því telur stjóm félagsins að kjör félagsmanna batni þar sem Reykja- víkurborg greiði hærri laun en önn- ur sveitarfélög. Verkalýðsfélag Akra- ness óskaði á sínum tíma eftir við- ræðum um hugsanlega sameiningu við STvkK en þeim óskum var hafn- að. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í samtali við Skessuhorn fyrir skömmu að eðlilegra hefði verið að menn stæðu saman í héraði með því að sameina þessi tvö verkalýðsfélög áður en leitað yrði sameiningar til Reykjavíkur. Valdimar Þorvaldsson formaður STAK segir viðræður við Starfs- mannfélag Reykjavíkurborgar ganga vel og á fimmtudag verði haldinn annar formlegi fundur stjóma félag- anna um sameiningarmálin. Hann segir ekkert óvænt hafa komið uppá í viðræðunum og kveðst því ekki sjá annað en að af sameiningu geti orð- ið. Valdimar vill sem minnst tjá sig um gagnrýni formanns Verkalýðsfé- lags Akraness. „Mín skoðun er sú að forystumenn verkalýðsfélaga eigi að einbeita sér í störfum sínum að bættum hag félagsmanna en ekki að vera að senda athugasemdir á milli félaga. Það var álit félagsmanna í STAK að af sameiningu við Verka- lýðsfélag Akraness gæti ekki orðið af þeirri ástæðu að það hefði ekki bætt hag félagsmanna. Við höfum horft á að félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Akraness hefur verið að fækka. Væntanlega hafa menn ekki gengið í önnur félög til þess að rýra sín kjör“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki hefði ver- ið sterkara að mynda öflugt félag í héraði eins og formaður Verka- lýðsfélags Akraness nefndi segir Valdimar að atvinnusvæði séu alltaf að stækka og skipulag verka- lýðsfélaga sé að taka mið af því. Því sé ekkert óeðlilegt að leitað sé eft- ir samstarfi við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. „Þau orð for- manns Verkalýðsfélags Akraness um öflugt félag í héraði vekja hins vegar sérstaka athygli mína í ljósi þess að nýlega varð til mjög öflugt Stéttarfélag Vesturlands. Þar vildi formaður Verkalýðsfélags Akra- ness ekki koma að málum þannig að þar stangast á orð og athafhir," segir Valdimar að lokum. HJ Karlar í meiri- hluta AKRANES: Þegar skoðuð era kynjaskipting í nefndum og ráð- um Akraneskaupstaðar kemur í ljós að nokkuð jafht er skipað á milh kynja í bæjarstjóm Akra- ness, eða 5 karlar og 4 konur, en varabæjarfulltrúar eru 6 karl- merm og 3 konur. Þegar kemur að skiptingu í almexmar nefndir og ráð er skiptingin hinsvegar þannig að karlmenn skipa sam- tals 55 sæti sem aðalmenn og konur 22 sæti, eða sem nemur 27,5% af heildarfjölda aðal- manna í viðkomandi nefndum. Þegar kemur að varamennsku í þeim sömu nefndum er nánast um jafhræði að ræða eða 33 karl- ar sem skipaðir em varamenn í þeim nefndum á móti 30 konum. Af akranes.is Innbrot í tvo sumarbústaði BORGARFJÖRÐUR: Brotist var inn í tvo smnarbústaði í landi Galtarholts í Borgarhreppi í hðinni viku. Lögreglan í Borg- arnesi segir eitt og annað hafa verið tekið bústöðtmtun, m.a. verkfæri og rafmagnstæki eins og sjónvörp og hljómflutnings- tæki og aðrir smáhlutir. Málið endaði hjá lögreglunni á Blönduósi þar sem þjófarnir vora handteknir og ránsfengur- inn gerður upptækur. -so Taldi sig eiga muni á Barbró AKRANES: Aðfaranótt mið- vikudagsins síðasta handtók lög- reglan á Akranesi mann sem brotist hafði inn á Hótel Barbró við Kirkjubraut. Sést hafði til mannsins þar sem hann var að spenna upp glugga og var hann kominn inn þegar lögregla kom á staðinn. Maðurinn var færður í fangaklefa og yfirheyrður þegar leið á daginn. Kvaðst hann hafa komið að útidyram hússins opn- um og hafi ædað að sækja muni sem hann ætti þarna inni. -so Samningar firamlengdir BORGARFfÖRÐUR: Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hefur framlengt samninga sína við landeigendur að Andakílsá og Gljúfurá um þrjú ár, en félagið var með báðar þessar laxveiðiár á leigu. Frá þessu var gengið fyrir fáum dögum. Laxar hafa veiðst í báðum ánum núna á fyrstu veiði- dögunum, þó fáir í hvorri á. -gh Vill kordeggja allar framkvæmdir BORGARBYGGÐ: Sveitar- stjóm Borgarbyggðar vísaði til byggðaráðs tillögu Sveinbjamar Eyjólfssonar um að sveitarstjóra verði fahð að taka saman skýrslu yfir þær framkvæmdir sem ann- ars vegar er unnið að á vegum sveitarfélagsins og hins vegar þeim sem þegar hafa verið ákveðnar. Þá komi ffarn í skýrsl- unni hvemig háttað verði fjár- mögnun framkvæmdanna. -hj Þjófiir hlaupinn uppi AKRANES: Síðastliðinn mánu- dagsmorgun voru tveir menn handteknir þar sem þeir höfðu brotist inn í verslunina Samkaup Strax á Akranesi. Þegar lögregla kom að vora þeir komnir út úr versluninni með talsvert af vam- ingi. Annar sá að leikurinn var tapaður og var handtekinn án vandræða en lögreglumaður varð að hlaupa hinn uppi þegar hann reyndi að komast undan. Vora þeir báðir færðir til fanga- geymslu lögreglunnar á Akranesi og yfirheyrðir síðar sama dag. -so WWW.SKESSUHORN.IS Bjamarbraut 8 - Borqamesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.