Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.06.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI2006 aggasgiWQBiw Gnumskólar á Akranesi rétt undir landsmeðaltali Meðaleinkunn nemenda í 10. bekk grunnskólanna á Akranesi á samræmdum prófum var rétt undir landsmeðaltali. Þetta kom fram á fundi Skólanefndar Akraness þegar skólastjórar Brekkubæjarskóla og Grundaskóla kynntu niðurstöður prófanna. I Brekkubæjarskóla voru einkunnirnar eftirfarandi: Danska 5,9 (6,2), enska 6,9 (6,7), íslenska 6,4 (6,5), náttúrufræði 5,7 (6,1), samfélagsfræði 5,8 (6,1), stærðfræði 5,6 (5,5). I Grundaskóla voru ein- kunnimar eftdrfarandi: Danska 6,2 (6,2), enska 6,6 (6,7), íslenska 6,3 (6,5), náttúmfræði 5,7 (6,1), samfé- lagsffæði 6,0 (6,1), stærðfræði 5,8 (5,5). Meðaltalseinkunnir fyrir landið era £ sviga. Við leik að tölum kemur í ljós að meðaltal úr þessum tölum í Brekkubæjarskóla er 6,05, í Grundaskóla 6,1 og á landinu 6,18. Það skal ítrekað að þessi útreikn- ingur er ekki vísindaleg úttekt heldur meðaltal af meðaltalstölum. Samkvæmt þeim kemur þó í ljós að grunnskólarnir á Akranesi em rétt undir landsmeðaltali. Ekki liggja tölur fyrir úr öðmm skólum, en Skessuhorn mun birta þær þegar tekist hefur að afla þeirra. HJ Störfum á Vesturlandi fjölgaði um 380 í fyrra Á árinu 2005 vom 8.150 störf á Vesturlandi og haíði þá fjölgað um 380 frá árinu á undan eða um 4,89%. Á sama tíma fjölgaði störf- um á landinu öllu um 4,7%. Af ein- stökum starfsgreinum á Vesturlandi má nefna að á síðasta ári fækkaði störfum í landbúnaði úr 480 í 460, í fiskveiðum fækkaði störfum úr 530 í 490, í fiskvinnslu fjölgaði störfum hinsvegar úr 740 í 770. Þá fækkaði störfum í hótel- og veitingahúsa- rekstri úr 240 í 220. Störfum í mannvirkjagerð fjölg- aði úr 610 í 720, í iðnaði fjölgaði störfum úr 1.040 í 1.160, í opin- berri stjómsýslu fjölgaði úr 670 í 680, í ffæðslustarfsemi úr 450 í 470 og í heilbrigðis- og félagsþj. fjölgaði störfum úr 1.000 í 1.040. HJ Hugað verði vel að minja- stöðum í Borgarbyggð Sigríður Björk Jónsdóttir, sem sæti á í sveitarstjóm Borgarbyggð- ar, telur að huga verði vel að minja- stöðum í sveitarfélaginu og ígmnda vel allar stórframkvæmdir og skipulagsgerð í nálægð við slíka staði. Þetta kom ffarn á fundi sveit- arstjórnar þegar rætt var um frá- gang á lóðum í iðnaðarhverfum. I bókun sem Sigríður Björk lagði ffam er meðal annars nefht svæðið í kringum Borg á Mýrum. „Styrkur og aðdráttarafl sveitarfélagsins felst ekki síst í þeim merka sagnaarfi sem tengist Snorra Sturlusyni, Eg- ilssögu og merkum minjum sem finnast í sveitarfélaginu. Það er skylda og hagur okkar allra að standa vörð um þennan arf. Oflugt og fjölbreytt atvinnulíf er einnig forsenda blómlegrar byggðar og er jákvætt að horfa tdl þeirrar upp- byggingar sem orðið hefur í at- vinnustarfsemi á svæðinu undan- farin ár. Þó skyldi ávallt leita leiða til að samræma þetta tvennt með hag atvinnulífs, sögu og menningar alls sveitarfélagsins í huga,“ segir orðrétt í bókuninni. HJ Handverk allt eítir heimafólk Starfsfólk Pakkhússins í Ólafsvík, Gunnar Óm Amarson og Kristný Gústafsdóttir með hluta handverksins á bak við sig. Pakkhúsið í Ólafsvík opnaði fyrr í sumar og hef- ur aðsókn þangað verið góð það sem af er sumri. Aðal- lega era það erlendir ferða- menn sem koma við í Pakk- húsinu, en einnig era Is- lendingar að sækja það heim og þá aðallega um helgar, að sögn starfsfólks Pakkhússins. Líkt og und- anfarin ár er til sölu hand- verk í Pakkhúsinu en nú er sú nýbreytni tekin upp að allt handverk sem er til sölu er unnið af heimafólki. Myndlist, prjónaskapur, glerlist og trévörar er með- al þess sem til sölu er og greinilegt er að í Snæfells- bæ er margt lista- og hand- verksfólk. Nú stendur yfir í Pakkhúsinu málverkasýning á verk- um Sesselju Tómasdóttur og mun hún standa ffam í miðjan júlí. Fríða Sveinsdóttir tók við for- stöðu Pakkhússins í janúar sl. og á- kvað hún að reyna að virkja það listafólk sem í bænum er, þrátt fyr- ir að sumum hafi fundist það full mikil bjartsýni í henni að hafa ein- ungis til sölu handverk eftdr heima- fólk. Það hefur hinsvegar tekist ágætlega og margt eigulegra og fal- legra muna er þar tdl sölu. SO Veiðivöruverslun opnuð á Akranesi Kristín Jónsdóttir í Veiðibúðinni við veiðihjólin sem hún er með til sölu. Veiðibúðin, ný veiðivöra- verslun, opnaði á Skólabraut 37 á Akranesi á síðasta þriðjudag. Kristínjónsdóttir rekur verslunina og starfar þar við afgreiðslu. I verslun- inni má finna allt það helsta sem þarf í veiðiferðina. Kristín kveðst ætla að hafa tíl sölu sem mest úrval hverju sinni, með bæði ódýrar vör- ur og dýrari og vandaðari fyrir þá vandlátari. I verslun- inni má finna vöðlur, veiði- hjól, veiðistangir, veiðifam- að, töskur og flest alla fylgi- og smáhluti í veiðina. Einnig er Kristín að afla sér leyfis til skotsölu og vonast hún til að þau verði komin í verslunina fyrir skotveiðitímabilið síðla sumars. Fyrir Kristínu er það alveg nýtt að reka verslun og starfa þar, en henni fannst þessa þjónustu vanta á Akra- nesi og fannst henni það ekki ganga að fólk þyrfri að aka til Reykjavíkur eða í Borgames til að nálgast vörur af þessu tagi. Sjálf hefur hún mikinn áhuga á veiði og stundar sjóstang- veiði töluvert. Verslunin er opin þriðjudaga til fimmtudaga ffá klukk- an 12-18 og ætlar hún að gera tíl- raun með laugardagsopnun frá klukkan 10-14. Kristín segir við- brögð bæjarbúa vera ffábær, allir sem í búðina koma séu ánægðir með að fá verslun sem þessa í bæinn. SO PISTILLINN Vandijylgir vegsemd hverri Nú er réttur mánuður liðinn ffá því kosið var til sveitarstjórna hér á landi. Þar sem þurfti að kalla fleiri stjórnmálaöfl en eitt til myndunar meirihluta eftir kosningar hefur það verið gert, sáttmálar hafa verið samdir, kos- ið hefur verið í nefndir og ráð og flestir ráðið sveitarstjóra. Sums- staðar varð hallarbylting þann 27. maí, en á öðrum stöðum sit- ur sama fólk eða sömu flokkar áfram við völd. I hönd fer sá tími sem nýkjörnir fulltrúar þurfa að efha loforðin sem kjósendum vom gefin í aðdraganda kosn- inganna. Tími aðgerða er rann- inn upp. Ekki er laust við að aðstæður sveitarfélaga séu misjafnar efdr því hvar borið er niður á Vestur- landi og því misjafhlega erfið verkefni sem bíða nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. Tekjur era sumsstaðar hærri en gjöldin og því þægilegt verk að stýra skútunni - raunar svo auðvelt að ýmsu má klúðra án þess að tekið sé eftir því. Aðrir og e.t.v. flestir þurfa hinsvegar að glíma við lág- ar tekjur á sama tíma og mikilla og kostnaðarsamra framkvæmda er þörf sem ýmist helgast af langvarandi framkvæmdaleysi eða/og aukinni þörf svo sem vegna fjölgunar íbúa. Slíkar að- stæður era stundum nefndar já- kvæðir þensluverkir og era í raun ögrandi og skemmtilegustu verkefnin. Þá þarf að stækka skóla, byggja leikskóla, bæta íþróttaaðstöðu, skipuleggja nýj- ar íbúðabyggðir og sinna ýmsum þeim verkefhum sem nauðsyn- leg era hverju sveitarfélagi eigi þau að vera samkeppnishæf um hylli fólks. Eg ber virðingu fyrir þeim sem gefa kost á sér til starfa á vettvangi sveitarstjórna. Þetta era samfélagsleg verkefni sem einhverjir verða að taka að sér og hreint ekki sjálfgefið miðað við núverandi kjör og aðstæður að fólk gefi kost á sér til slíkra þegnskyldustarfa. Þau eru oftar en ekki fremur vanþakklát og alltaf umdeild, erilsöm og tíma- frek og þar að auki ffemur illa launuð. Einn ágætur sveitar- stjómarmaður sagði mér að á síðasta ári hafi hann borið minna úr bítum fyrir störf sín sem sveitarstjórnarmaður en barnung dóttir hans fékk að launum fyrir að bera út Frétta- blaðið. Sýnir það glöggt hversu laun fyrir þessi störf era lág. Þeir sem kosnir era til trúnaðarstarfa fyrir sveitarfélagið sitt þurfa off- ar en ekki að minnka aðra vinnu og missa því tekjur, þeir verða að draga úr samneyti við fjölskyldu og vini og leggja tímafrek áhugamál á hilluna í þau fjögur ár sem kjörtímabilið stendur, þ.e.a.s ef viðkomandi vilja standa undir þeim væntingum sem kjósendur gera til þeirra. Við sem störfum við fjölmiðla þurfum mikil samskipta að eiga við sveitarstjórnarfólk. Hlutverk okkar er að miðla m.a. upplýs- ingum um stefnur þeirra, störf og fram- kvæmdir og í sumum til- fellum jafhvel framkvæmda- leysi. Við verðum þess s t u n d u m áskynja að sveitarstjórnarfólk er komið í ógöngur og þurfum þá ekki síður að fjalla um neikvæðu málin rétt eins og það er skylda okkar að fjalla um það jákvæða og góða sem gert er; við hríf- umst með og miðlum því til les- enda okkar sem auðvitað era kjósendur líka. Mín skoðun er sú að þeir sem hafa reynst farsælastir í gegnum tíðina á vettvangi sveitarstjórn- arstarfa era þeir sem gera sér fljótt grein fyrir hvert hlutverk sveitarfélaga er. Hlutverk sveit- arstjórna er að stýra uppbygg- ingu og rekstri málaflokka sem eiga að tilheyra sveitarfélögum því þau eiga ekki heima á öðram vettvangi. Rekstur skóla, skipu- lags- og umhverfismál, forvarn- armál og önnur samfélagsleg verkefhi era málaflokkar sem til- heyra sveitarfélögum og engum öðram. Ymis önnur mál, svo sem uppbygging eða bein þátt- taka í atvinnulífi eða rekstur af ýmsu tagi eiga sveitarfélög að láta vera og fela öðrum og til þess bæram aðilum. Ef sveitar- stjórnarfólk sinnir vel frurn- skyldum sveitarfélaga er næsta víst að bæði íbúar og fyrirtæki laðist til viðkomandi sveitarfé- lags eins og randaflugur að blautri kúamykju. Magnús Magnússon, í óvæntum forfóllum Gísla Einarssonar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.