Skessuhorn - 28.06.2006, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
öBESSUHÖBH
Fía húsfreyja á Hofsstöðum í Hálsasveit tekin tali um uppvöxtinn og árin í Sveinatungu og síðar á Hofsstöðum
Hefói dáið ef ég hefði neyðst til að búa í stórborg
Þessa vikuna stendur yfir Lands-
mót hestamanna á Vindheimamel-
um í Skagafirði. Því þótti vel við
hæfi að blaðamaður Skessuhorns
hefði samband við hestakonuna og
náttúrubarnið Kristfríði Björns-
dóttur á Hofsstöðum í Hálsasveit,
eða Fíu eins og flestir kalla hana.
Af fjölskyldu sinni, sveitungum og
öðrum sem Fíu þekkja, er hún
þekkt fyrir létta lund, dugnað og
hjartahlýju. Hún hefur á sinni ævi
lagt mörgum lið; nágrönnum sín-
um, fjölskyldu og öðrum, tekið
virkan þátt í félagsstarfi, verið lið-
tæk söngmanneskja, en umfram
allt er hún húsfreyja og bóndi og
getur ekki hugsað sér stórborgar-
líf. Hún dáist af því hvernig ein-
stæðu mæðrunum á „mölinni"
tekst að ala upp börn sín og koma
til manns. Kristfríður er fædd í
Sveinatungu en hefur búið á Hofs-
stöðum síðan hún giftist þangað
manni sínum Gísla Höskuldssyni
og búa þau þar enn. Sonur þeirra
Eyjólfur hefur tekið við búi og býr í
nýlegu húsi sem stendur í heima-
túninu ásamt konu sinni Guðrúnu
Bennýju og bömum þeirra Aslaugu,
Finnboga og Svölu Kristfríði.
Skorti aldrei neitt
„Ég heiti Kristfríður, í höfuðið á
afa mínum, Krisdeifi á Stóra-Kroppi
og seinni konu hans, Snjáfríði,“
svarar Fía þegar hún er spurð út í
skímarnafn sitt. „Ég er nokkuð viss
um að ég átti að vera strákur. Ég hef
aldrei verið nein dama í mér, vil
ffekar vera úti að vinna en inni yfir
húsverkunum," segir hún og brosir.
Fía er alin upp í Sveinatungu í
Norðurárdal sem í dag er innsti
uppistandandi bærinn áður en kom-
ið er á Holtavörðuheiði „Foreldrar
mínir vora leiguhðar í 13 ár en
kaupa að lokum jörðina Sveina-
tungu. Þá var Forni-Hvammur
innsti bærinn í dalnum. Þar var rek-
ið hótel, vel sótt af ferðamönnxun
sem vom á leið um heiðina og var
það algjör nauðsyn. Vegagerðin var
einnig með þjónustu þar, var með
ýtur og jafhvel snjóbíla til að ferja
fólk yfir heiðina. Sú hótelbygging
var svo rifin niður, það þótti mér
synd því þetta var svo vegleg bygg-
ing,“ segir Fía. Hún segir foreldra
sína aldrei hafa verið auðug í merk-
ingu peninga, en þrátt fyrir það fann
hún aldrei fyrir því. „Ég var yngst af
okkur systkinunum, mig skorti
aldrei neitt. Það var bæði erfiður og
skemmtilegur búskapur hjá pabba
og mömmu í Sveinatungu. Þau
þurftu að byggja allt upp á nýtt þar
sem allt var í niðumíðslu þegar þau
kaupa. Pabbi ræktaði nýjan blett á
hverju vori. Það var mikið af grjóti
sem við tíndum úr stykkjunum þá.
Jörðin var ffekar erfið ræktar en al-
veg ffábær fjárjörð, snjóþtmg en ekki
svo sein að koma tdl. Það em líka
yndislegir dahr sem liggja þama að.
I þeim var alltaf heyjað.“
Sett á rakstrarvél
átta ára
Fía fór fljótt að aðstoða við bú-
störfin. „Mitt fyrsta hlutverk í hey-
skap sem ég man effir var þegar ég
var sex ára. Við mamma voram
heima, já aumingja mamma, bundin
við pottana. Ég sótti kýrnar um
morguninn, mamma mjólkaði og
eldaði og sendi mig svo með mat út
að Gestsstöðum þar sem verið var að
heyja. Hún setti matinn í svokallað-
an þverbakspoka sem hún hafði út-
búið sjálf. Hann var lagður þvert yfir
bakið á hestinum, skáhalt, og svo fór
hnakkurinn minn í kross við pokann
og þannig sat harm kjurr. A endrnn
pokans vora vasar þar sem mamma
setti matinn í. Ég hjálpaði fjólkinu á
engjtmum með heyskapinn þar til
kominn var tími til að sækja kýmar
til kvöldmjalta. Mömmu greyið
skildi ég vel að vilja ffekar vera úti á
engjum. Ég man hvað hún var glöð
þegar Asta systir míh var ólétt eitt
sumarið og tók að sér allt innivesen-
ið á bænum og mamma reið á en-
gjarnar með hinu fólkinu."
Og Fía heldur áfram með
æskuminningamar: „Mér finnst ég
voða gömul þegar ég hugsa til þess
að ég var sett upp á rakstrarvél sem
var beitt fyrir hest þegar ég var 8 ára
og notaði hana til rakstrar þar til ég
var orðin 16 ára. Pabbi átti líka ein-
staklega góðan rakstrar- og smala-
hest. Sá var notaður á rakstrarvélina
og var alveg yndislega viljugur, flaug
áffam á brokki. Það eina sem að
hann gat ekki var að bakka en það
var allt í lagi því rakstrarvélamar
vora svo léttar að maður gat dregið
þær að klámum.“
Vill bara búa í sveit
Fía segist sama og ekkert hafa ver-
ið í bamaskóla. „Pabbi og mamma
gátu lukkulega kennt okkur heima
vegna þess að þessir 8 til 9 kílómetr-
ar í skólann var ffekar löng leið á
þeim tíma. Við fóram jú í skólann til
að taka próf á vorin og lauk ég fulln-
aðarprófi 12 ára gömul, tveimur
áram fyrr en vani var. Ég fór svo 15
ára að Laugarvatni þar sem ég latik
svo landsprófi. Þar lét ég við sitja og
vann á búinu hjá mömmu og pabba.
Ég hugsa að ef ég hefði einhvern-
tíman neyðst til að búa í stórborg, þá
hefði ég líklega dáið, ég hefði aldrei
þrifist þar,“ segir hún af einlægri
sannfæringu.
Á flottum Willisjeppa
Þegar spurt er hvenær og hvemig
þau hjónin hafi kynnst, kemur
sposkur svipur á bæði Gísla og Fíu
þar sem við sitjum við eldhúsborðið
heima á Hofsstöðum. „Við sáumst á
hestamótum á Faxaborg, í Þverár-
rétt og á öðrum mannamótum. Það
var svosem ekki langt að sækja
hana,“ lumast uppúr Gísla. „Svo
hittumst við í Hreðavatni,“ bætir Fía
við með bros á vör. „Þetta var líklega
eins og hjá svo mörgum. Þó þótti
mér hann alveg ótrúlega viljugur að
keyra þetta að Sveinatungu á forláta
Willisjeppa og á vegum sem vora nú
ekki beint þægilegir, þama í kring-
um 1960, til þess að heimsækja
mig.“
Á æskuslóðir
móður sinnar
„Við giftum okkur þann 3. júní
árið 1963 á affnæhnu mín. Þá flyt ég
að Hofsstöðum eins og hefð var fyr-
ir þá, með Guðrúnu dóttur mína
sem ég átti fyrir. A þeim tíma áttu
Gísli og Perla
systir hans
Hofsstaða-
jörðina og
bjuggum við í
miklu þröng-
býli til að
byrja með.
F 1 j ó 11 e g a
byggðu Perla
ogjens maður
hennar nýbýl-
ið Hellubæ
hér rétt fyrir
innan og
fengu helming
jarðarinnar.
Hér var mér
tekið alveg
einstaklega
vel. Það var
samt skrýtið
að koma á
þessar slóðir
sem era æsku-
slóðir móður minnar. Hún ólst upp í
Deildartungu og á ég ffændfólk hér
víða. Það fólk sem ekki var skilt mér
þekkti mömmu og pabba ffá því þau
vora hér í sveitinni og þekkti þannig
til mín. Ég man hvað það var skrýt-
ið að hitta loks fólkið sem ég hafði
svo oft heyrt talað um en aldrei hitt,
koma svo á bæina sem ég hafði heyrt
nefiida en aldrei séð,“ útskýrir Fía.
Saman eignuðust þau Gísli fjögur
böm, þau Gísla, Eyjólf, Lára Krist-
fnu og Katrínu. Bamabörnin era nú
orðin 17 að tölu og hvert öðra ynd-
islegra eins og Fía kemst sjálf að
orði.
Sá sjaldan peninga
„Það var nú þannig þegar við vor-
um að ala upp bömin okkar að allt
fór í gegnum Kaupfélagið eins og
sagt var. Oll mjólk og aðrar búvörur
vora lagðar inn og svo verslaði mað-
ur út í reikning og vonaði bara að
mismunurinn væri réttum megin við
núllið um áramótin. Þó var seldur
einn og einn hestur, þá helst að mað-
ur sæi pening, og gat þá lagt fyrir í
bíl eða annað slíkt,“ segir Fía um
fyrstu búskaparárin og bætir við:
„Gísli hafði verið við tamningar víða
tun land áður en við kynntumst og
hafði orðið mikla reynslu. Það var
yfirleitt nóg að gera í tamningunum
hjá honum, svona eins og hann
komst yfir með búskapnum. Hann
var til að mynda að temja með Pétri
nokkrum norður í landi sem seinna
meir er þekktur sem faðir þeirra
Alffagerðisbræðra."
Ráku stóðið á fjall
Fía segir það mestu og stundum
einu skemmtiferðir sumarsins í
gegnum árin þegar stóðið var rekið á
heiðina á hverju vori. „Við rákum
hrossin sem ekki átti að nota um
sumarið hér inn dalinn og upp hjá
Húsafelli, upp hjá Kalmanstungu,
upp með Strút og þar yfir fljótið á
Amarvatnsheiði. Ég reyndi alltaf að
komast í þessa ferðir og saknaði þess
rosalega þegar ekki lengur var rekið
á fjall, en það er nú svo,“ segir Fía.
Ræktunin spiluð af
fingrum ffam
Fía segir mikla breytingu hafa átt
sér stað varðandi hesta og hesta-
mennsku í sínum huga þegar hún
flytur að Hofestöðum. „Ég hef alla
mína tíð umgengist og notað hesta
mikið en áðtu fyrr vora þeir bara
vinnudýr. Hér á Hofsstöðum opnað-
ist fyrir mér heimur alvöra hesta-
mennsku. Hér var ræktun. Föður-
bróðir Gísla hafði ræktað hér hross
um árabil og Höskuldur, faðir hans,
tekur svo við því búi. Það mætti
segja að Höskuldur hafi verið svolít-
ið sérstakur kall á þeim tíma vegna
þess að það vora svo fáir sem héldu
sig við hestamennskuna, allir vora
komnir á bíla. Hesturinn varð alveg
óþarff dýr nema kannski til að smala.
Menn vora ekki búnir að uppgötva
það að það væri gaman að leika sér
með hestum, að kunna að meta tölt-
ið og þetta fallega unaðsdýr. Hösk-
uldur var sérstakur að því leyti að
hann gangtamdi hesta og var einn af
þeim fáu mönnum sem brúaði þetta
bil hvað varðar þessi stóra tímamót
hestmenningar á íslandi."
Hofsstaðabærinn er þekktur fyrir
hrossarækt og ekki síður fyrir viljug
og ganggóð hross þar sem grái litur-
inn er aðalsmerkið. Gásld ffá Hofs-
stöðum er þekktastur þeirra hesta
sem frá Hofsstöðum er ættaður, sem
og Gustur (ffá Hóh) og Haukur
Gáskasynir. Heimihsfólkið á Hofe-
stöðum hefur alla tíð haft óbilandi
áhuga á hrossum og gott innsæi í
þjálfun og ræktun gráu hrossanna
allra og er þá sama hvort farið er aft-
ur til tíma Höskuldar bónda sem
sagður var ff ægastur reiðmanna á ís-
landi fyrir nærri öld síðan, eða til
Gísla sonar hans og síðar bama
þeirra Gísla og Fíu og bamabama.
Þess má geta til gamans að þegar
þetta er ritað stendur sonardóttir
þeirra; Freyja Amble Gísladóttir,
einmitt langefet í forkeppni ung-
menna á Landsmótinu.
Hoppaði á bak
og beislaði svo
Fía hefur ahtaf verið mikil áhuga-
manneskja um hross og því varð hún
fljótt mjög áhugasöm um þennan
nýja heim hestamennskunnar sem
hún var að kynnast þegar hún festi
ráð sitt og flutti að Hofestöðum.
„Þetta var spennandi heimur og
öðravísi en ég hafði kynnst áður. Ég
var mikið með hross sem bam og bjó
vel að því. Pabbi var svo yndislegur
að hann sagði við mig; „þú getur
gert þetta og gerir þetta,“ þannig
hvatti hann mig áfram. Þá kom
mamma mér til aðstoðar og sýndi
mér hvernig best væri að gera hlut-
ina. Mamma hafði t.d. kennt mér að
nota belti til að opna hliðið með því
að reira staurana saman með beltinu
og ná þannig jámlykkjunni lausri og
lyffa henni af. Eitt sinn átti ég að
sækja tvo hesta í girðingu, þá sex ára
gömtd. Annar þessara hesta var lítill
og ffamlágur og honum gat ég alltaf
náð. Nema hvað, hinn hesturinn var
gríðarlega stór klár og átti það til að
verja sig, þá eingöngu gegn litlum
bömtun, með því að krafea með
ffamlöppunum á móti manni. Hann
hafði aldrei meitt mann og þó ég
hafi komist nálægt honum náði ég
ekki að leggja við hann því hann
krafsaði svo. Ég tók þá á það ráð að
hoppa bara á bak þeim litla og
þannig náði ég að beisla stóra klár-
■ „ u
mn.
Éía hefur sitt áht á hvaða kostir
prýða skuli góðan hest. „Viljugur,
Fía og Lokkur. Lokkur er annar aðal reiShesta Fíu og sést glö'ggt að mikil vinátta erþeirra á milli.
Fía og Svalur og Gísli og Flaukur áfljúgandi tölti í túninu heitna.