Skessuhorn - 28.06.2006, Síða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI 2006
agBssnwQtsw
Um síðustu helgi fór fram Spari-
sjóðsmótið í knattspymu í Borgar-
nesi og ekki skemmdi veðrið fyrir
keppendum, mótshöldurum, for-
eldrum eða öðrum sem að mótinu
komu. Keppendur voru þó með
fæsta móti í ár eða um 500 talsins frá
11 félögum og sameinuðust nokkur
félög um hð. Mótið er ætlað félög-
um sem koma frá bæjarfélögum þar
sem íbúar eru 2000 og færri. Eins og
áður var mótið fyrir 4.-7. flokk og
leyfð voru kynjablönduð lið og fyrir
4. og 5. flokk kvenna. Mótið fór
fram á Skallagrímsvelli. Að loknu
rnótinu fengu allir keppendur verð-
launapeninga og þrjú efstu sæti í
hverjum flokki fengu eignagripi að
launum. Þá voru einnig veitt Hátt-
vísisverðlaun KSI og var það sam-
einað hð Leifturs og Dalvíkur sem
hlaut þau. Mótshaldarar eru al-
mennt mjög ánægðir með mótið og
telja að það hafi tekist nokkuð vel og
ekki þarf að efast um að veðrið hafi
leikið þar stórt hlutverk. SO
Úrslit mótsins voru þessi:
7. flokkur A: Alftanes
7. flokkur B: Kormdkur/Geisli
6. flokkur A: Víkingur/Reynir
6. flokkur B: Kormdkur/Geisli
5. flokkur A: Skallagrímur
5. flokkur B: Reynir/Víðir og
Kormákur/Geisli
5. flokkur kvenna: Alftanes
4. flokkur A: Hamar
4. flokkur B: Reynir/Víðir
4. flokkur kvenna: Alftanes
Félögin biðu prúð og uppstillt eftir að geta gengið til vallarins á setningu mótsins.
Mótsgestir voru margir í áhorfendabrekkunni í góða veðrinu í Borgamesi áföstudaginn
við setningu Sparisjóðsmótsins.
Félögin stillu sér upp á móti áhorfendum erþau höfðu gengið til vallarins eitt og eitt með
fána í broddi fylkingar.
Skallagrímsstelpumar í 4. flokki kvenna sýndu tilþrif á vellinum á móti liði Hamarsfrá
Hveragerði.
Nokkrir liðsmenn Hamars btða hér eftir stnum leik í brekkunni við Skallagrimsvöll.
Fullt var á tjaldstœðunum t Borgamesi um liðna helgi en þau eru enn á gamla íþrótta-
vellinum. Ljósm: HSS
Fjölmennt og vel heppnað Skagamót í knattspymu
Hið árlega Skagamót í knatt-
spyrnu drengja í 7. flokki var haldið
á Akranesi um helgina. Til leiks
mættu keppendur frá 21 íþróttafé-
lagi auk heimamanna í IA og
keppnisliðin voru tæplega 90 tals-
ins. Keppendur skiptu því hund-
ruðum og auk þeirra voru þjálfarar
og foreldrar. Það var því fjölmenn-
ur og fríður hópur sem dvaldi á
Skaganum við leik og keppni um
helgina. Liðum var skipt í a, b, c og
d lið. Keppnin fór mjög vel fram og
mótið í heild vel heppnað enda var
veðrið með besta móti allan tím-
ann.
Það var Gísli S. Einarsson bæjar-
stjóri sem setti mótið á föstudag og
því lauk með lokaathöfn eftir há-
degi á sunnudag.
Þrátt fyrir að ungu knattspymu-
mennirnir hafi verið í aðalhlutverki
er þó víst að þeir telja hápunkt
mótsins þegar fremsti knattspymu-
maður landsins, Eiður Smári
Guðjohnsen, staldraði við á mótinu
en sonur hans var þar við keppni.
Vakti koma hans mikla athygli og
þurfti hann að gefa margar eigin-
handaráritanir.
HJ/ Ljósm: Halldór Jónsson og
Hilmar Sigvaldason.
Pramkvitmd Skagamótsins byggist á
miklu sjálfboðaliðsstarfi foreldra. Hér
sýnir sýslumaðurinn á Akranesi á sér
nýja hlið. Ljósm: Hj
Skrúðganga leikmanna leggur af stað frá Grundaskóla til setningarathafnarinnar.
Ljósm. HJ
Eitt af liðum Skagamanna fagnar einum af sigrum sínum.
Ljósm. HJ
Og hér grilla foreldrar pylsur í gríð og
erg. Ljósm. HJ
Koma Eiðs Smára á staðinn vakti gríðar-
lega athygli ungu knattspymumannanna
sem nýttu óspart Uekifœrið ogfengu eig-
inhandar áritanir. Ljósm: HS
Þemað var rautt hár ístíl við búningana. Hér eru nokkrir knáir Haukamenn.
Mikill fólksjjöldi fylgdist með lokaathöfn Skagamótsins. Ljósm. HJ