Skessuhorn - 28.06.2006, Síða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
SBISSIÍHÖEK
Fótbolti, söngur og söngvatn gegn fordómum
Stuðningsmenn IA, Skagamörkin, skemmtu sér vel í Eyjum þrátt fyrir tap
Blaðamaður Skessuhorns fylgdi
með liði Skagamanna og stuðnings-
mönnum þess í ferð til Vestmanna-
eyja í síðustu viku. Eins og vera ber
snerist ferðin fyrst og fr emst um leik
IA og IBV í Landsbankadeildinni,
en stuðningsmennirnir gerðu þó
meira en að horfa bara á leikinn.
Þeir létu úrsbt hans heldur ekki á sig
fá heldur hvöttu sína menn áfram.
Þegar blaðamaður kom á Reykja-
víkurflugvöll voru liðsmenn IA
mættir á svæðið. Eklá fór ffamhjá
neinum að um samhent Hð var að
ræða, alHr eins klæddir í svört, tein-
ótt jakkaföt og hvítar skyrtur. Þeir
voru reffilegir á að H'ta í salntun, gel-
greiddir og glæsilegir. Stemningin
var lágstemmd en góð engu að síður
og ljóst að menn þekktust vel og
höfðu gert lengi. Þannig fengu ýmis
skot að fljúga en allt þó á vinalegum
nótum og minntd stemningin helst á
hópferð einhvers fyrirtækis út á land
- þó með þeim áberandi mun að hér
var ekkert drukkið. Eftir stutta bið
kom forsvarsmaður flugfélagsins og
tilkynnti að vélin væri tilbúin og
menn gætu gengið um borð. Það var
því ekki eftir neinu að bíða - og þó,
stuðningsmennirnir voru ekki
komnir. Það kom í ljós að Skaga-
mörkin höfðu lent í rútuvandræðum
og voru því með seinni skipunum en
þó rétt ókomin. Með það var gengið
til borðs og skömmu sfðar birtust
smðningsmennirnir, gulklæddir og
skreyttir ffá hvirfli til ilja og vel
birgðir af nauðsynjum. Vel má vera
að sú staðreynd að stuðningsmenn-
irnir létu bíða eftir sér hafi dregið úr
mesta æsingnum. I það minnsta
höfðu þeir sig lítt í ffammi í fluginu
og heyrðist hvíslað hvort liðið væri
nokkuð fult út af biðinni. Það var
hinsvegar ekki að sjá og var aðdáun-
arvert hvernig Olafur Þórðarson og
félagar sinntu stuðningsmönnunum
í þessari ferð. Menn náðu sér þó
fljótt, gáfu flugffeyjtmni bol og buðu
henni húfu. Eitthvað dró úr stemn-
ingunni þegar hún spurði í hvaða
sæti IA væri í deildinni, en menn
gerðu þó gott úr því.
Leikur gegn fordómum
Þegar komið var til Eyja
var eins og stíflan hefði
brostið, bæði í hjörttun og
bjórdósum stuðnings-
manna. Gulir og glaðir
streymdu þeir úr vélinni,
hófu þegar í stað upp raust
sína og áköf köll liðinu tdl
stuðnings. Skagamörkin
fengu að fljóta með rútu
Hðsins niður í bæ, en þar
skildu leiðir. Fótboltaliðið
hélt upp á hótel til undir-
búnings, fótboltaáhangend-
umir á barinn til hins sama.
Þar tók við glaumur og
gleði, hróp og köll. Þegar
,1*
VIKING
Landsbankinn
Útihátíð Irskra daga á Akranesi
mHBD MlDDSeDQ sá? DÖDDD 6d@(í1P8®[I1|J) Cío
TMfflíiMfa ®@ [SapaEHBDP DoaDcík) oopipD (Pftoni frm á ffiSEB
Inngangur
Veitinga-
sala
iftEimcmiuui
•
SEMENTSSKEMMA
INNISVÆÐI
' lí
J' ■■ .
■ :
Veitinqasala
18. ára
aldurstakmark
IRSKIR
DAGAR
AkHmMi7.-9.il*, 2006
Kynnið ykkur nánar aðra
dagskrárliði þessa helgi
á www.irskirdagar.is
GAMLA
.a Ytaf'nn' 6\
AKRABORGAR-
BRYGGJAN fJJjJ
^900 ^ 't° .
s
Leikmenn ÍAflottir á fluguellinum í Reykjavík.
blaðamaður kíkti í heimsókn á bar-
inn rak hann hins vegar upp stór
augu. I staðinn fyrir gulsvarta breiðu
glaðra Skagamanna gat að líta
blandaðan hóp gulklæddra stuðn-
ingsmanna IA og hvítklæddra smðn-
ingsmanna IBV Við nánari efdr-
grennslan kom í ljós að þetta var
skipulagður fundur. Þórður Gylfa-
son formaður Skagamarkanna: „Við
höfðum samband við stuðnings-
menn IBV fyrir leikinn og buðum
þeim hingað og upp á hressingu.
Hugsunin var sú að losna við þenn-
an „FH-móral“ sem við höfum heyrt
af. Þess vegna málum við okkur öll
svört í ffaman til að sýna það að fót-
boltinn er leikur án fordóma og að
við gemm skemmt okkur saman.“
Ekki er annað hægt en að taka
ofan fyrir þessu ffamtaki Skaga-
markanna. Þetta sýndi vel ffam á þá
staðreynd að fótboltinn er fyrst og
fremst til skemmmnar. Þannig
sungu stuðningsmenn IA og IBV
saman, gítarinn var látinn ganga og
menn skáluðu fyrir góðum leik. Ak-
umesingar sem blaðamaður ræddi
við vora vígreifir. „3-0,“ sagði einn
aðspurður um úrslitin, „eða nei best
að vera raunsær, þeir eiga eftír að
skora. Hann fer 2-1 fyrir okkur, við
eram ekki betri en það þó við höfum
átt góða spretti.“ Eins og ffam kem-
ur annarsstaðar í blaðinu fór leikur-
inn vissulega 2-1, en reyndar fyrir
ÍBV
Garergarergarergarer
röddin mín?
Það var eðlilega ekki alveg jafn
bjart yfir mönnum að leik loknum,
enda hafði Hð þeirra beðið ósigur.
Það varði þó aðeins skamma stund
enda voru smðningsmennimir sam-
mála um að ferðin hefði verið fin.
Þótt Hðið væri ffekar niðurlútt og
menn hugsuðu greinilega sinn gang,
lém stuðningsmenn það ekki á sig fá.
Fljótlega hófst söngurinn á ný;
„Hver er Skagans eina von? Það er
Olafur Þórðarson," endurómaði um
rútuna og stuðningsmenn leimðu
stemningarinnar í frægu lagi Guð-
jóns Rúdólfs um húfuleit. Þó mátti
heyra að ekki var sami kraftur í
srnðningsmönnum og fyrir leik,
enda hafði mikið verið sungið.
„Garergarergarergarer stemningin?
Garergarergarergarer röddin mín?
Hún var hér í dag.“ Það af röddinni
sem enn var fyrir hendi var nýtt til
hins ýtrasta, sungið alla leiðina í rút-
unni og einnig í flugvélinni á leið til
Reykjavíkur. Flugffeyjan þnrfti að
biðja um smáþögn svo hún gæti
komið skilaboð á ffamfæri um kall-
kerfi vélarinnar og urðu menn fús-
lega við því, en tóku svo upp þráðinn
að nýju.
Skagamörkin sýndu af sér gleði og
skemmtilegheit í allri ferðinni. Það
er ljóst að fá Hð eiga jafntryggan
smðningsmannahóp og þar á bæ láta
menn smáatriði eins og tap í leik
ekki á sig fá. Vissulega var
„Smbbalagið“ farið að hljóma hálf-
þreytandi í áttunda skipti í þröngri
flugvélinni, en menn gáfu sig í það
minnsta allan í stuðninginn. Von-
andi halda menn því áffam og einnig
því góða starfi sem Skagamörkin
hafa sýnt í barátm gegn fordómum
og fyrir sameiginlegri skemmtan.
Það er virðingarvert.
BRATTAGATA 4A, Borgarnesi
íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi,
133,1 ferm. Forstofa flísalögð.
Stofa, borðstofa og þrjú herbergi
parketlagt. Baðherbergi með
flísum á gólfi en flísaplötum á
gólfi. Eldhús parketlagt, eldri
innrétting. Búr. Geymsla og
geymsluloft. Sameiginl.
| þvottahús á neðri hæð. Geymsluskúr á lóð. Góður garður.
I Verð: 22.000.000
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Ingi Tryggvason hdl. - löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61,310 Borgarnes,
s. 437 1700, 860 2181 - fax 437 1017,
netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is
V__________________________________________________________J