Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 2

Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 ^úasunu.. Nýr doktor í fiskifræðum Elvar Hall- freðsson úr Stykkishólmi varði á dög- unum dokt- orsritgerð sína í fiski- fræðum við Sjávarútvegs- háskólann í Tromsö í Noregi. Doktorsritgerð hans ber heitið „Fish predation on capelin larvae Mallotus villosus in the Barents Sea, in relation to recruitment" sem mættd þýða á íslensku sem ,Afföll af loðnu- seiðum (Mallotus villosus) í Barentshafi af völdum affáns og áhrif þess á nýliðun.“ Ritgerðin samanstendur af 5 vísindagrein- um ásamt sameiginlegum inn- gangi. Fjórar þeirra annað hvort hafa, eða eru á leið til að verða birtar i alþjóðlegum vísinda- tímaritum en eina þeirra hefur Elvar ekki enn sent frá sér. Þá grein mun hann kynna á ráð- stefhu í mars og verður hún birt að því loknu. Frá þessu var greint í Stykkishólmspóstinum. HJ Til mtnnis Við minnum á sýningu í Land- námssetrinu í Borgarnesi, Svona eru menn, en þar fara Einar Kára- son og KK á kostum og rifja upp ævintýralegan lífsferil tónlista- mannsins með frásögn í tónum og tali. Þetta er öðruvísi sýning og kvöldinu er vel varið með því að skella sér á hana. Veðivrhorffrr Á morgun, fimmtudag verður vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s og slydda, en síðar rigning sunn- an- og vestanlands síðdegis og hiti 1 til 5 stig. Það má búast við suðvestlægri eða breytilegri átt á föstudaginn, éljum víða um land og hita í kringum frostmark. Á laugardag fer hann í norðaustan 13-18 m/s með vægu frosti. Á sunnudag og mánudag mun ríkja norðanátt og snjókoma eða él, en bjart suðvestan til. Frost um alit land. SpiVrniruj viKifrmar Síðustu tvær vikur var spurt á Skessuhornsvefnum: „Var árið 2006 þér og þínum hagfellt? Sú var raunin því „Já frekar eða mjög" svöruðu samtals 70% netverja. 12% sögðu árið hafa verið hlutlaust. „Eiginlega ekki" svöruðu 10% og „Alls ekki" svör- uðu 8%. Við vonum því fyrir hönd þessara 18% að árið 2007 verði betra. í næstu viku spyrjum við í hverju aukin hamingja er fólgin? Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendiníjfrr vikiAnnar Vestlendingur vikunnar er Bragi Þórðarson, bókaútgefandi og skáti. Hann skrapp á Bessastaði í fyrradag og tók þar við medalíu fýrir störf að útgáfu og æskulýðs- málum. Bragi hefur í gegnum tíð- ina lagt rækt við skráningu heim- ilda um samtímamenn og eldra fólk og verið duglegur að koma þeim upplýsingum á prent og er því afar vel að riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu kominn. Aðhefst ekki vegna breytinga á bæjarmálasamþykkt Umboðsmaður Alþingis telur ekki tilefni til frekari athugunar af sinni hálfu, vegna kvörtunar Gunn- ars Arnar Gunnarssonar bæjarfull- trúa minnihluta bæjarstjórnar Snæ- fellsbæjar yfir úrskurði félagsmála- ráðuneytisins ffá 10. ágúst. í þeim úrskurði var ekki gerð athugasemd við málsmeðferð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar við endurskoðun samþykktar um stjórn Snæfellsbæj- ar og fundarsköp bæjarstjórnar. Upphaflega hafði bæjarstjórn samþykkt umræddar breytingar að lokinni seinni umræðu þann 27. apríl 2006. Áður en ráðuneytið hafði staðfest þá breytingu sam- þykkti bæjarstjórn ffekari breyting- ar að lokinni fyrri umræðu á fundi þann 15. júní. Þar sem bæjarstjórn samþykkti einnig á þessum fundi tillögu um sumarffí í júlí og ágúst var málinu vísað til seinni umræðu í bæjarráði, sem bæjarstjóm hafði veitt fullt umboð tdl starfa sem bæj- arstjórn. I áliti Umboðsmanns segir m.a.: „Það er ljóst að samkvæmt þessu að breytingin sem gerð var á ákvæði 67. gr. samþykktarinnar fólst í því að bæjarstjóra var falið ráðningar- vald í málefnum almennra starfs- manna í stað bæjarstjórnar Snæ- fellsbæjar. Með tilliti til eðlis þess- arar breytingar tel ég ekki vera til- efni til að gera athugasemd við þá niðurstöðu félagsmálaráðuneytisins að sveitarstjórn Snæfellsbæjar hafi ekki borið að hafa tvær umræður um efini breytingartillögunnar. Það hafi verið heimilt að hafa eina um- ræðu um efiii hennar.“ HJ Dalabyggð útundan í GSM uppbyggingu Sveitarstjóm Dalabyggðar hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir því að ekki verði byggt upp GSM samband víða í Dalabyggð samkvæmt fýrirhggjandi áædtm Fjarskiptasjóðs. Nefnir sveit- arstjóm sem dæmi Eiríksstaði, sem er helsti ferðamannastaðurinn í Dölum að mati sveitarstjómar og vegurinn um Laxárdal sem er vara- leið milli Vesturlands og Norður- lands. Gunnólfur Lámsson, sveitarstjóri í Dalabyggð segir það afar óheppi- legt að ekki skuli hafa verið horff til þessara staða nú við uppbyggingu GSM kerfisins. I því sambandi nefn- ir hann að mikilvægi vegarins tun Laxárdal, sem tengingu milli Vest- urlands og Norðurlands, hafi komið mjög vel í ljós þegar loka þurfti veg- um í Borgarfirði vegna vamavaxta skömmu fýrir jól. Því sé mjög brýnt að halda þessari leið vel við og búa hana nauðsynlegum öryggistækjum eins og GSM sambandi sem í dag er ekkert. HJ Ríkið kaupir St. Frandskus- spítalann í Stykldshóbni Arni Mathiesen, fjármálaráð- herra, og systir Belén Aldanondo, fulltrúi St. Franciskusreglunnar undirrituðu skömmu fýrir jól sam- komulag um kaup ríkisins á eignar- hluta reglunnar í St. Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi. Greiddar verða 140 milljón- ir fýrir hlut reglunnar og ríkið tek- ur auk þess að sér að standa undir lífeyrisréttindum starfsmanna sem þeir hafa áunnið sér. Siv Friðleifs- dóttir, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra tók við spítalanum til reksturs frá og með áramótum við sama tækifæri. Breytingar verða ekki á rekstri spítalans eða þjónustunni sem þar hefur verið veitt undanfarið. Þjón- ustusamningur sem í gildi var um rekstur og þjónustu spítalans milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og stofhunarinnar fellur úr gildi við kaupin. Á spítalanum eru 40 sjúkrarúm, 17 fýrir almenna sjúklinga, eitt bráðarými, 9 hjúkr- unarrými og 13 rúm fýrir háls- og baksjúklinga. Á fýrstu hæð hússins er rekin heilsugæslustöð í tengslum við rekstur spítalans. Húsnæði heilsugæslustöðvarinnar er ekki í eigu St. Franciskusreglunnar. St. Franciskusreglan lét upphaf- lega reisa sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi árið 1934 og var það tekið formlega í notkun 17. september 1936. Fyrir rúmum aldarfjórðungi réðust St. Franciskusreglan, ríkis- sjóður og hrepparnir sem þá ráku heilsugæslustöðina í að stækka sjúkrahúsið. Með sölu St. Franciskusspítalans lýkur formleg- um afskiptum reglunnar af heil- brigðisþjónustu á íslandi. Þar með er punkturinn settur aftan við 70 ára farsæla heilbrigðisþjónustu systrareglunnar sem kennir sig við heilagan Frans ffá Assisí. HJ Stofiiaour verði klúbbur fyrir öryrkja á Akranesi Vinnuhópur, sem skipaður var fulltrúum frá Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi (SHA) og Akraneskaupstað, um málefni öryrkja á Akranesi leggur til að stofnað verði klúbbhús fýrir öryrkja sem opið verði alla virka daga. Þar verði iðjuþjálfi og félags- ráðgjafi með fasta viðverutíma. Tilgangurinn er að auka færni ör- yrkja í daglegu lífi. Oskað er eftir því að bæjarfélagið útvegi hús- næði. Rekstrarkostnaður er áætl- aður um sjö milljónir króna á ári. Forsaga málsins er sú að SHA hafði árið 2005 frumkvæði að við- ræðum við Akraneskaupstað um málefni öryrkja á Akranesi. Beind- ist athyglin að mestu að yngra og miðaldra fólki sem SHA hefur lið- sinnt með eftirfýlgd, ráðgjöf og endurhæfingu og einnig skjólstæð- ingum félagsþjónustu Akranes- kaupstaðar. Tilgangur viðræðn- anna var sá að fá yfirsýn yfir hvaða þjónusta er til staðar fyrir þennan hóp og hvort hægt væri að bæta þá þjónustu. Ákveðið var að skipa vinnuhóp sem færi yfir málið. I störfum hópsins kom í ljós að í bæjarfélag- inu er breiður hópur öryrkja með margvísleg vandamál, meðal ann- ars vegna líkamlegra sjúkdóma, geðsjúkdóma og þroskaraskana. I kjölfarið voru þessir einstaklingar heimsóttir og kannaður áhugi þeirra og óskir um þjónustu. Einnig var kannað hvaða úrræði eru í boði í Reykjavík, á Selfossi og víðar. I tillögum hópsins er gert ráð fýrir að stofnaður verði nokkurs konar endurhæfingarklúbbur sem opinn sé alla virka daga frá kl. 8-16 „sem gerir þessu fólki kleift að auka færni sína í daglegu lífi með því að geta mætt í klúbbinn og gengið í ákveðin verkefhi eða hlut- verk að eigin ósk,“ eins og segir í tillögum vinnuhópsins. Lagt er til að starfsmaður verði ráðinn í fullt starf sem sjái um daglegan rekstur og að SHA og Akraneskaupstaður leggi til húsnæði og ákveðna starfsmenn með fastan viðveru- tíma. Með því að sækja klúbbinn verði fólki auðveldað að brjóta fé- lagslega einangrun sína, auka virkni sína og færni við dagleg störf. Þannig verði fólki auðveldað að komast út á vinnumarkaðinn eða í nám. I klúbbnum verði hægt að vinna að ýmsum verkefhum og einnig geti fólkið fengið aðstoð við nám og starfsþjálfun. Eins og áður sagði er reiknað með að rekstur klúbbsins kosti um sjö milljónir króna á ári og að auk SHA og bæjarfélagins verði leitað til nágrannasveitarfélaga, Rauða kross Islands, félagsmálaráðuneyt- isins, fýrirtækja og félagasamtaka. Vinnuhópurinn reiknar með að um tilraunaverkefni verði að ræða í 2-3 ár og síðan verði stefnt „að því að komast inn á fjárlög ríkisins, eins og dæmi eru um annars stað- ar,“ segir í áliti vinnuhópsins. I vinnuhópnum sátu Sigurður Þór Sigursteinsson iðjuþjálfari heilsugæslu SHA, Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjöl- skyldusviðs Akraneskaupstaðar og Sigrún Ásmundsdóttir iðjuþjálfari endurhæfingardeildar SHA. HJ Verkefiú færð til syslumanna LANDIÐ: Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hef- ur með nýrri reglugerð ákveðið flutning ýmissa verkefna úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til sýslumarmsembætta víða á lands- bygginni. Meðal verkefnanna sem flytjast er skráning kaupmála fyrir landið allt sem færast mun til sýslumannsins í Stykldshólmi og sýslumaðurinn í Búðardal mun annast veitingu leyfa til ætdeið- ingar. -hj Netsambands- laust HV/4ITJ. SVT'IT: Langlundar- geð íbúa sunnan Akrafjalls í Hvalfjarðarsveit er á þrotum gagnvart ástandi netsambands sem þessir íbúar kaupa ffá fyrir- tækinu e-Max. Síðan á laugardag og a.m.k. þar til í gær, þriðjudag, hafði netsambandið legið niðri hjá notendum sem taka geisla ffá Tindstöðum. „Við höfum marg- ítrekað verið án netsambands ýmist dagparta eða nokkra daga í senn á liðnu ári og erum afar óhress með ástandið. Háhraða- tengingin sem hér er skilar auk þess ekki nægjanlegum hraða til að flytja gögn, t.d. um netbanka. Það eykur enn á gremju okkar íbúanna að erfitt hefur reynst að láta fýrirtækið vita af bilunum þegar þær eiga sér stað, sem oft er utan hefðbundins vinnutíma,“ sagði Jóhanna Harðardóttir, blaðamaður í Hlésey, eji hún er meðal þeirra íbúa sem treysta á gott netsamband vinnu sirrnar vegna. -mm LeikskóH í 30 ár GRUNDARFJ ÖRÐUR: Þann 4. janúar nk. eru 30 ár síðan fyrst var opnaðtu- leikskóli í Grundar- firði. Af því tilefhi verður opið hús í leikskólanum Sólvöllum ffá kl. 14:00 - 16:00. Gestum verður boðið upp á að skoða leikskólann og þiggja veitingar. -mm Öllundir kostnaðaráædun SNÆFELLSBÆR: Berghn ehf. bauð lægst í endurbyggingu 16,9 km kafla Umesvegar ffá Háa- hratmi að Saxhóh á Snæfellsnesi. Um er að ræða 6,5 m breiðan veg með klæðningu. Tilboð Berlínar ehf. var að upphæð rúmar 159,6 milljónir króna sem er aðeins 74,5% af kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar sem var að upphæð tæpar 214 milljónir króna. Alls bárust átta tilboð í verkið og at- hyglisvert er að öll vora þau und- ir kostnaðaráætlun. Það hæsta var frá Glaumi ehf. að upphæð tæpar 210 milljónir króna. -hj íbúum fjölgar um þriðjung HVANNEYRI: Þann 1. desem- ber vora íbúar á Hvanneyri 304 talsins samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu Islands. Hafði þeim fjölgað um 74 á einu ári eða um tæpan þriðjung. Á síðasta áratug hefur íbúum á Hvanneyri fjölgað á hverju ári að undan- skyldu árinu 2004 en þá stóð íbúatalan í stað. Þann 1. desem- ber 1997 vora íbúar á Hvanneyri 148 að tölu og hefur íbúafjöldinn því ríflega tvöfaldast á þessu tímabili. -hj

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.