Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 8

Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 2007 i I iKMÍSTJNN SH 7l.a*» Jákvæð afkoma af rekstri Grundarfj arðarbæj ar Bæjarstjórn Grundarfjarðar sam- þykkti á dögunum með fjórum at- kvæðum fjárhagsáætlun bæjarfé- lagsins og stofnana þess fyrir næsta ár. Samkvæmt henni verða skatt- tekjur sveitarfélagsins rúmar 270 milljónir króna, ffamlög úr jöfhun- arsjóði sveitarfélaga eru áætluð rúmar 128 milljónir króna og aðrar tekjur rúmar 150 milljónir króna. Samtals eru tekjur því áætlaðar tæpar 549 milljónir króna. Sam- kvæmt áætluninni hækka skatttekj- ur um 7,4% á milli ára. Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins og stofnana þess verði tæpar 254 milljónir króna. Annar rekstrar- kosmaður er áætlaður tæpar 188 milljónir króna, afskriftir rúmar 40 milljónir króna og fjármagnsgjöld rúmar 59 milljónir króna. Rekstr- arniðurstaða er því áætluð jákvæð um tæpar 8 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að veltufé ffá rekstri verði rúmar 96 milljónir króna og hand- bært fé ffá rekstri verði rúmar 76 milljónir króna. I greinargerð Guðmundar Inga Gunnlaugssonar bæjarstjóra með fjárhagsáætluninni segir að til fjár- festinga á næsta ári verði varið rúmum 80 milljónum króna. Þar vega þyngst hafnarframkvæmdir en til þeirra verður varið um 50 millj- ónum króna og 10 milljónum króna verður varið til undirbúnings byggingar íþróttamiðstöðvar. Þá kemur ffam í greinargerðinni að gert sé ráð fyrir halla af rekstri ársins 2006 samkvæmt endurskoð- aðri fjárhagsáætlun og brýnt sé að snúa þeirri þróun við. „Rekstrar- niðurstöður B-hluta stofnana er ekki viðunandi að undanskilinni ffáveitu. Allt of mikill halli er á rekstri leiguíbúða og sorpmála. A þessu þarf að taka á komandi miss- erum,“ segir í greinargerðinni. Þá segir að þrátt fyrir að staðan sé þröng og ffamkvæmdaþörf mik- il verði leitast við að heildarskuldir hækki ekki meira „en brýna nauð- syn ber til í hlutfalli af heildartekj- um,“ eins og segir í greinargerð bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar- innar. I bókun minnihlutans er velt upp þeirri spurningu hvaða for- sendur liggi að baki því að áætla hækkun skatttekna um 7,4% því samkvæmt útreikningi sambands sveitarfélaga muni þær hækka að meðaltali um 5,5% á milli ára. Er á það bent að landaður afli smábáta hafi til dæmis dregist saman um 800 tonn á milli ára og að landaður afli í Grundarfirði hafi minkað um liðlega tvö þúsund tonn og engin teikn séu um að aflaheimildir munu aukast ffekar á næsta ári, eða störf- um fjölga umtalsvert. „Þá segir minnihlutinn skulda- stöðuna orðna „með því hæsta sem þekkist“ og því sé greiðslubyrði að skapi orðin of mikil og því ekki mikið svigrúm til framkvæmda nema með nýjum lántökum. HJ Kristinn SH-712 kemur til heimahafnar i Ólafsvtk. Nýr bátur; Kristinn SH kemur til heimahafiiar í Olafsvík Þorsteinn Bárðarson og Bárður Guðmyndsson ásamt fjölskyldum sínum. Skagamenn vilja breyta sýslumannsumdæmum Bæjarráð Akraness hefur ítrekað fyrri samþykkt sína um að umdæm- um sýslumannsembættanna í Borg- arnesi og á Akranesi verði breytt á þann veg að umdæmið á Akranesi stækki á kostnað Borgarness. Var bæjarstjóra falið að koma þessum sjónarmiðum á ffamfæri við dóms- málaráðuneytið. Málið var tekið upp á fundi bæjarráðs þegar til um- ræðu var umsögn bæjarfélagsins á nýrri reglugerð um stjórnsýsluum- dæmi sýslumanna og lögregluum- dæmi lögreglustjóra sem er í smíð- um í ráðuneytinu. Samkvæmt nýrri reglugerð verða umdæmi sýslumannsembættanna þau sömu og verið hafa og nær um- dæmi sýslumannsins í Borgarnesi að Hvalfjarðarbotni í suðri á móti lögreglu í Reykjavík og að Berja- dalsá og Leyni í suðri á móti lög- reglu á Akranesi. Embættið á Akra- nesi nær hins vegar yfir Akranes- kaupstað og næsta nágrenni hans. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæjarráð hafa talið rétt að ít- reka nú þá skoðun bæjaryfirvalda á Akranesi að umdæmamörkum verði breytt á þann veg að þau nái ffá Botosá í Hvalfirði að Hafnará. Rökin séu einföld í þessu efhi því lögreglan á Akranesi sé eðli málsins samkvæmt fljótari á vettvang á þessa staði en lögreglan í Borgar- nesi. Með þessari breytingu yrði stóriðjufyrirtækin á Grundartanga og Hvalfjarðargöng innan um- dæmis sýslumannsins á Akranesi. Það skipulag yrði mun skilvirkara og þjónusta öruggari þar sem um skemmri veg sé að fara bæði fyrir íbúa og lögreglu. HJ Misjöfii hækkun fast- eignamats á Um áramótdn tekur gildi nýtt fasteignamat og almennt hækkar matið um 10% á milli ára. A þeirri hækkun eru þó margar undantekn- ingar. Má þar nefha að matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða í Borgar- nesi, Stykkishólmi og í þéttbýli í Snæfellsbæ hækkar um 15% og Vesturlandi sömu sögu er að segja af atvinnu- húsum og atvinnuhúsalóðum í Borgarnesi. Mat íbúðarhúsa og íbúðarlóða í Grundarfirði hækkar hinsvegar um áramótin um 5 % en fyrr á árinu hækkaði matið þar eft- ir endurmat um 37% að meðaltali. HJ Leitað leiða til að ljúka endurbótum á Logalandi Félagsheimilið Logaland. Nýhyggingin er byggð ofan á anddyri hússinsfi-á 1968. Ljásm. BHS Á fundi byggðaráðs Borgar- byggðar skömmu fyrir jól var tekið fyrir bréf frá stjóm Ungmennafé- lags Reykdæla þar sem félagið fer þess á leit að fá fjárstuðning ffá sveitarfélaginu til að ljúka fram- kvæmdum við stækkun félagsheim- ilisins Logalands. Húsið er að öllu leyti í eigu UMFR og hefur svo verið ffá fyrstu tíð. Elsti hluti þess er tæplega 100 ára gamall. Síðar var byggt við húsið árin 1928, 1945 og 1968. Fyrir um þremur áram síðan var síðan byggt ofan á flatt þak nýj- ustu álmu hússins um 240 fm. bygging sem nú er ríflega fokheld. Þar er fyrirhugað að bæta við sam- komusal, eldhúsi, búningaaðstöðu og fleiru sem styrkja mun t.d. leik- listarstarfsemi í húsinu. Þegar ný- byggingin kemst í notkun aukast nýtingarmöguleikar hússins veru- lega og fleiri ólíkar samkomur og félagasamtök geta þá rúmast þar samtímis. Að sögn Þórvarar Emblu Guð- mundsdóttur, formanns UMFR er gert ráð fyrir að það kosti um 12 milljónir að ljúka framkvæmdum við bygginguna og nú sé leitað ásjár Borgarbyggðar um stuðning sem nemur allt að helmingi þess kosto- aðar. „Við höfum leitað margra leiða til að fjármagna bygginguna og það er ljóst að róðurinn verður þungur þar sem rekstur félagsins og hússins er einvörðungu borinn uppi af áhuga- og sjálfboðaliðastarfi. Við leitum því til fyrirtækja um stuðn- ing, banka um hagstæða lánafyrir- greiðslu og félagsmenn gera hvað þeir geta til að afla tekna með ýms- um samkomum og söfhunum með- al „Vina Logalands." Stóri draumur okkar er að geta tekið nýtt og end- urbætt hús í notkun á 100 ára af- mæli Ungmennafélags Reykdæla í apríl árið 2008. Vonumst við þá til að geta á sama tímapunkti tekið nýtt og glæsilegt samkomu- og leikhús í notkun en það ætti að vera metoaður allra og meðal annars sveitarfélagsins að geta boðið upp á samkomur í myndarlegu félags- heimili eins og Logaland vissulega er,“ segir Þórvör Embla í samtali við Skessuhorn. MM Skorradalshreppur o g Helgafells- sveit með lægsta útsvar íbúar í Skorradalshreppi og Helgafellssveit greiða á þessu ári lægsta útsvar sem lög leyfa eða 11,24%. Þetta kemur fram í til- kynningu fjármálaráðuneytisins um staðgreiðslu opinberra gjalda á nýbyrjuðu ári. Sveitarfélög hafa heimild til að ákvarða útsvar á bil- inu 11,24% til 13,03%. Af 79 sveitarfélögum ætla 61 þeirra að innheimta hámarksútsvar en 3 þeirra innheimta lágmarksútsvar. Meðalálagning útsvars á næsta ári verður 12,97%. Af tíu sveitarfélögum á Vestur- landi innheimta sex þeirra há- marksútsvar; þ.e. Akraneskaup- staður, Borgarbyggð, Grundar- fjarðarbær, Stykkishólmsbær, Snæ- fellsbær og Dalabyggð. Eyja- og Miklaholtshreppur innheimtir 12,80% og Hvalfjarðarsveit inn- heimtir 11,61%. Ef álagning útsvars er sett í ann- að tölulegt samhengi má nefna að hjón með 5 milljóna króna tekjur greiða rúmar 651 þúsund krónur í útsvar þar sem það er hæst en 562 þúsund krónur þar sem það er lægst. Munurinn er tæpar 90 þús- und krónur á ári eða tæpar 7.500 krónur á mánuði. HJ hinn glæsilegasti og er ff ágangur til fyrirmyndar. Að sögn þeirra feðga Bárðar Guðmundssonar og Þor- steins Bárðarsonar, eigenda Breiða- víkur sem gerir Kristinn út, reynd- ist bátorinn vel í prufusiglingunni og var ganghraði bátsins um 22 sjó- mílur og eru þeir feðgar mjög ánægðir með hann. Vélin er af gerðinn Caterpillar, 1050 hestöfl, ljósavél er af gerðinni Koler og er hún 21 kw. Siglinga- tæki eru af Simrad gerð og sá Mar- eind í Grundarfirði um ísetoingu tækjanna. Einnig er báturinn búinn krapískerfi frá Kælingu. Línukerfi er frá Beiti. Að sögn Bárðar er báturinn einnig útbúinn bógskrúfum að aft- an og ffaman og er þetta fyrsti smá- bátorinn sem er með þennann bún- að. „Við prófun reyndust bógskrúf- unar mjög vel og erum við einnig með AIS kerfi, sem auðveldar okk- ur af leggja línuna. Brú er vel búin tækjum og góð aðstaða er fyrir áhöfnina en það verða 4 í henni,“ segir Bárður. Báturinn verður geð- ur út á línu og segir Þorsteinn Bárðarson að þeir verða með land- beitta línu. AF Daginn fyrir gamlársdag kom nýr og glæsilegur 15 tonna bátor, Kristinn SH-712 til heimahafnar í Olafsvík. Bátorinn er af gerðinni Cleopatra 38, smíðaður hjá Trefj- um í Hafnarfirði. Báturinn er hærri en sambærilegir bátar sem Trefjar smíða, er hann t.d. dýpri og hærri en venjulegir bátar af þessari gerð en það er gert til þess að auka lestarrýmið og tekur báturinn 450 lítra kör í lest. Báturinn er allur

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.