Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Side 12

Skessuhorn - 03.01.2007, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 2007 Verðlaun liðsheildarmnar segir Bjarni Kjristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Vestlendingur ársins 2006 Bjami Kristinn Þorsteinsson var aflesendum Skessuhoms kosinn Vestlendingur ársins 2006. Flestir landsmenn muna þann ógnar bruna er varð á Mýrum í lok mars á nýliðnu ári og margir hafa kallað hamfarir. Þar unnu slökkvi- liðs- og björgunarmenn stórt afrek með bændum úr nágrenninu og víð- ar að, til dæmis úr Dalasýslu og ofan úr Borgarfjarðarhéraði. Lesendur Skessuhoms völdu Bjarna Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóra í Borgarnesi, Vestlending ársins 2006 vegna þeirra afreka er hann og björgunaraðilar trnnu í baráttunni við þessar hamfarir. Þegar blaða- maður Skessuhoms kíkti í heimsókn til Bjarna á heimili hans í liðinni viku sagðist hann einungis taka við viður- kenningunni fýrir hönd allra þeirra er þarna komu að málum, jafht slökkviliðs- og björgunarmönnum, bændum, lögreglu, matráðum og öðrum sem lögðu hönd á plóg í þessum tveggja til þriggja sólar- hringa slag við elda sem ógnuðu bæði mönnum, skepnum og mann- virkjum. Bjarni segir það af og ffá að þessi heiður tilheyrði honum einum. En bregðum okkur aftur í tímann að þeim örlagaríka degi, 30. mars er byrjaði að rjúka úr sinu vestur á Mýrum. Snemma morguns þegar starfsmenn í Fíflholtum mæta til vinnu var ekkert að sjá. Um klukku- tíma síðar fer bilstjóri gámabíls um svæðið og þá logar eldur á stóru svæði. Þegar athugull bóndi hringir í Bjarna og segir frá miklum eldi og reykjarmekki þá hefur eldurinn lík- lega kraumað hátt í tvo tíma og er á leið niður á milli Einholta og Saura- vegar. Slökkviliðsstjórinn fer á stað- inn til að kanna aðstæður. „Eg ákvað strax að kalla út allt mitt lið,“ segir Bjami „eldurinn var á hraðri ferð, hafði þegar brennt þús- tmdir fermetra. Strax var augljóst að ekkert yrði við ráðið og ekkert vit í að reyna að stöðva ffamgang eldsins, heldur hefja varnarbaráttu. Hugsun- in var að bjarga fólki, eigum þess og búsmala. Landið er afar erfitt yfir- ferðar og það hefði jafingilt því að senda menn í opinn dauðann að láta þá reyna að fara inn í eldhafið. Þeir hefðu einfaldlega kafnað í reykn- um.“ Afar smár gagnvart ham- förunum Framganga brunans var svo hröð að gangandi maður hefði þurft að hlaupa við fót til að hafa við eldinum sem æddi áffam í um 2,1 kílómetra hraða á klukkustund. Hæðin á eld- tungunum var á annan metra og eldsmatur sannarlega nægur. Þarna var margra ára sinuflóki sem brann glatt. Að horfa á eldinn koma æð- andi niður efirir flóanum er atburður sem fæstir vilja lifa aftur. Mann- skepnan er æði smá gagnvart ham- förum sem þessum. Maður einn sem upplifði gosið í Vestmarmaeyjum árum 1973 segir að það eina sem hafi vantað miðað við það sem gekk á í Eyjum, voru drunumar. „Það var bæði kostur og galli hversu rokið var mikið og hvaða vindátt var, en samkvæmt útprenmn sem ég fékk frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi, var vindurinn ffá 13- 18 metrum á sekúndu á meðan eld- urinn brann. Þetta olli því að eldur- inn fór hratt yfir og að mörgu leyti erfiðara að eiga við varnimar. A móti kom þó að eldurinn hafði ekki tíma tíl að læsa sig dýpra niður, svo gróð- urskemmdir vom minni en gera hefði mátt ráð fyrir. Þetta varð því það sem við köllum kaldur bruni.“ Bjarni hryllir sig við endurminning- una en segir svo: „Það var enginn raki í lofrinu, það hafði ekki rignt þama dögum saman og ámar vora á ís, þannig að það varð ekki til að hjálpa okkur.“ Allir sem komu að mál- um eiga aðdáun mína Eins og áður segir var lögð meg- ináhersla á að vama því að eldurinn yrði mönnum eða skepnum að fjör- tjórú eða eyddi eigum fólks. Kúa- mykja reynist mjög vel við svona að- stæður, þegar verið var að byggja vamarlínur því í henni helst rekjan lengi. Bleytt var í vegum og vegöxl- um, land var rofið með jarðým, ís var brotinn upp á ám og keyrt var um svæði, þar sem tækt var, til að mynda blauta vamarlínu, allt til að hefta ffamgöngu eldsins. Urtnið var samfleytt ffam að miðnætti föstu- dagsins 31. mars í einn og hálfan sól- arhring. Þá var eldurinn kulnaður. „Allir sem komu að þessu starfi lögðu á sig það sem hægt var og rúmlega það. Bændurnir mættu með haugsugumar, dreifðu kúamykju og vatni í erg og gríð. Landið þarna er erfitt yfirferðar, bleytuforæði. Þeir komust þó sumsstaðar yfir á ffost- skel, ef hún gaf sig fór allt á syngj- andi kaf, svo einfalt var það. Slökkvi- lið Borgarfjarðadala, með Pétur Jónsson og Guðmund Hallgrímsson í fararbroddi, kom og veitti ómetan- lega aðstoð. Einnig slökkvilið Dala- byggðar, slökkvilið Akranes og SHS (höfuðborgarsvæðisins). Auk þess fengum við þyrlu ffá Þyrluþjónust- unni sem vissulega sarmaði ágæti sitt. Hún varði meðal annars holtin vestan við Hundastapa,“ segir Bjarni. •: ' ' ■ ■■ • ■' « »; ’ •' ■ ‘ B5 I samkomuhúsinu í Lyngbrekku var sett upp stjórnstöð. Þar var stanslaust talað í símann við skipu- lagingu vamarstarfsins og aðra að- drætti bjarga. En menn þurftu líka næringu og margar mætar konur, ásamt eiginkonu og dóttur slökkvi- liðsstjórans, stóðu eldhúsvakt þar sem kjarngóður matur var ffam bor- inn fyrir þá sem úti á mörkinni vom. Martröðin endurtekur sig Um hádegisbil laugardaginn 1. apríl hringir flugstjóri á lítilli flugvél í Neyðarlínuna og lætur vita af því að eldur hafi gosið upp aftur. Bjarni var þá við bæinn Vog að tala við Unnstein bónda í Laxárholti. Strax var kallað út allt tiltækt lið úr Borg- arfjarðardölum, Akranesi, Reykjavík og fólk úr björgunarsveitum Lands- bjargar. Auk þess mættu blessaðir bændurnir aftur á svæðið ásamt fjölda annarra sjálfboðaliða. Sú bar- átta stóð til miðnættís. Efrir þessa uppákomu var svæðið vaktað alla nóttina af slökkviliðs- og björgunar- sveitarmönnum og öll glóð slökkt strax og hennar varð vart. Daginn eftír var farið á fjórhjólum, sem komust yfir stærra svæði en hinir fótgangandi menn. Að morgni 3. apríl gerði slydduhríð, sem aldrei slíku vant var blessuð af þeim er í stórræðunum stóðu. Um eitthundrað manns komu að slökkvistarfinu á einhvern hátt, þeg- ar flest var. Alls brunnu um sextíu og sjö ferkílómetrar af landi og til sam- anburðar má geta þess að allt bygg- ingarland Reykjavíkurborgar er um fimmtíu og átta ferkílómetrar, eða nokkm minna en eldarnir á Mýrum náðu yfir. Þarf að veita áfallahjálp Fyrir þau okkar sem ekki vomm á staðnum er án efa erfitt að setja sig í spor þeirra sem börðust við eldinn eða búa í nágrenni hans. Nokkuð bar á því, efrir á, að menn vom argir og fannst sem ekki hefði verið staðið að málum sem skyldi. „Við flöskuðtun á því að veita fólki áfallahjálp,“ segir Bjarni og bætir síðan við eftír nokkra umhugsun. „Eg er nokkuð viss um að það ergelsi og pirringur sem kom ffarn efrir á hafi verið áfall að brjótast út hjá fólki í sambland við mikla þreytu. Það má alls ekki klikka á svona hlutum í ffamtíðinni. Þetta er eitt af því sem við þurfum að læra af. Það er ekki erfitt að setja sig £ spor íbúanna sem horfðu á tveggja metra eldtungur koma æðandi í átt að heimilum þeirra. Líðan þeirra hefur verið skelfileg og næsta eðlilegt að þeim hafi verið bmgðið. Allt þeirra var jú í hættu,“ segir Bjami Kristinn. Eldvamaefirirlit víða í skötulíki Efrir svona hamfarir er sjálfsagt að skoða málin og læra af, sé þess nokk- ur kostur. Það sem meðal annars hefur komið í ljós er að þar sem hæfileg beit hafði verið, brann lítrið og eldurinn stoppaði styttra við. Tal- að er um að þetta séu mestu gróður- eldar sem brunnið hafa á íslandi, svo vitað sé. Settar hafa verið um sextíu milljónir í það að rannsaka áhrif brunans á líffíkið þar sem eldurinn fór um. En hvað með allt hitt sem á spýtunni hangir? Hafa menn eitt- hvað sett niður hvernig bregðast skuli við svona stórbruna, ef hann yrði til að mynda í sumarhúsabyggð? „Það hefur verið rætt við Land- helgisgæsluna um kaup á búnaði á stóm þyrlurnar þeirra. Eg held að sú verði raunin. Þyrlan sannaði ágæti sitt í Mýrabmnanum," heldur Bjarni áffam. „Hins vegar er ég ósáttur við viðbrögð yfirvalda. Menn hefðu átt að setjast niður, allir sem að svona málum koma, og þar á ég við hina ýmsu hagsmunaaðila, fara yfir hlut- ina og læra af þessu. Yfirvöld bruna- og skipulagsmála hefðu haft gott af því að koma niður á Mýrar og sjá hvemig þetta var. Eg var að vona að allt í tengslum við gróðurbruna og vamir yrði skoðað og sett í gang al- mennileg áætlun um hvað eigi að gera ef við lendum í svona hamför- um aftur. Það er svo víða pottur brotinn og ffam að þessu höfum við verið heppin. Sumarbústaðahverfi em sem dæmi svæði sem ég hef stór- ar áhyggjur af. Hvað hefði gerst ef þessi eldur hefði kviknað í Skorra- dal, í miðju hverfi þar sem allt er á kafi í sinu, húsin úr timbri og vindur verið hvass og allt þurrt? Eg vil ekki hugsa þá hugsun til enda. Það þarf að mínu viti að koma upp brunahólf- um, athuga hvort vegir í sumarhúsa- Bændur viða af Vesturlandi með stórar dráttarvélar og baugsugur gegndu veigamiklu hlutverki í slókkvistarfmu og komu þannig slökkvililiðsmönnum til ómetanlegrar aðstoð- ar. Margur pollurinn afMýrunum var þurrausinn eftir slökkvistarfið enjýrst urðu menn að brjóta upp klakann til að komast að vatninu. Menn unnu mikið afrek í baráttunni við Mýrabrunann á síðasta ári. Hér er sprautað vatni og klappað afmiklum móð.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.