Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 13

Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 13
g]Bg§jSUjH[©iíM MIÐVIKUDAGUR 3.JANUAR2007 13 Snemma beygðist krókurinn. Lítill pjakkur t bílaleik beima á eldhúsgólft. hverfum þoli þunga bíla og gera al- menninlega áætlun um hvemig á að standa að málum. Aðgerðalisti þarf að vera til staðar, allir þurfa að hafa sitt hlutverk á hreinu." En látum hér spjalli um slökkvi- liðsmál og Mýraeldana lokið og snú- um okkur að persónunni Bjarna Kristni. Margt í æsku hans, uppvexti og erfiðri persónulegri reynslu hefur mótað hann og hert í tímans rás. Jólin lítið skemmtileg Bjarni Kristinn er eins og stendur í kvæðinu þéttur á velli og þéttur í lund og þrautgóður á raunastund. Hann er kankvís og alltaf stutt í glettnina í augum hans. Hann er fæddur og uppalinn í Borgamesi. Þar sleit hann bamsskónum og þar býr hann enn og mun vafalítið búa alla tíð, því hann er tryggur sínu næmmhverfi og fólkinu þar. Ekki var hann gamall þegar fyrsta áfalfið knúði dyra. Hann var aðeins sex ára, 1965, þegar elsti bróðir hans, Unn- steinn lést voveiflega í bílslysi, 11 desember. Stuttu síðar, eða 17. des- ember fæddist litli bróðir hans sem fékk nafnið Unnsteinn. A þeim tíma var ekki til siðs að útskýra nákvæm- lega fýrir börnum hvað gengi á eða leyfa þeim að vera við jarðarfarir. Þessir atburðir settu mark sitt á ung- an dreng. ,Mér hefur aldrei fundist jólin vera skemmtilegur tími og líklega kemur það til af þessu. Eg hef varla getað beðið efrir áramótunum, því þá er þetta búið. Eftír að ég eltist hef ég alltaf verið fylgjandi því að böm fái að vera með í því sem er að ger- ast, allavega að málin séu útskýrð fyrir þeim. Þessir atburðir settu auð- vitað sitt mark á mig og ég var ein- fari sem bam og frekar lokaður. Lík- lega hef ég orðið fyrir því í skóla sem í dag er kallað einelti eða áreiti. Það hafði þau áhrif á mig að skapið hert- ist frekar og ég varð enn lokaðri, en vinur vina minna. Trúlega hef ég verið fremur ódæll krakki,“ segir Bjami og brosir. íslendingar búa við minni aga Hér í eina tíð höfðu börn skyldu- störf sem átti að ynna af hendi áður en leyft var að fara að leika sér. Slíkt þótti sjálfsagt. Agi með stýrðu sjálf- stæði hefur þetta kannski verið kall- að. „Pabbi og mamma héldu alltaf kindur og þeim varð að sinna ásamt ýmsu öðra. Við bræður þekktum ekkert annað en að fara í fjárhúsin á vetrum til gegninga. A vorin voram við í sauðburði og á sumrin í hey- skap. Þetta var allt þarft og sjálfsagt og ég er ekki í vafa um að það hefur þroskað okkur mikið, þessi um- gengni við skepnumar. Held að þau börn sem ekki fá að fara í sveit missi mikið. Nú svo vora ýmis verk sem hver og einn áttí að sinna. Og ávalt átti að klára skylduverkin áður en farið var út að leika sér. Það þótti al- veg sjálfsagt. Maður var agaður, hlaut gott uppeldi og það var gott. Svo fóram við strákarnir kannski og byggðum okkur bát sem við reynd- um að láta fljóta undir okkur sjálf- um,“ segir Bjami og skellihlær að þessari minningu, „og margt annað var sér til gamans gert sem reyndi á okkur. Þetta var svona agi með stýrðu sjálfstæði. Eg veit ekki hvar okkur hefur borið af leið en Islend- inga vantar tilfinnanlega meiri aga og sjálfsstjórn í dag.“ Fékk skipunarbréf átján ára Borgnesingar vita að Bjarni hefur lengi verið viðriðinn störf hjá slökkviliðinu þótt hann hafi ekki orðið slökkviliðsstjóri fyrr en árið 1999. Aður gegndi Hermann Jó- hannsson starfinu meðfram öðram störfum, en staða slökkviliðsstjóra varð að fullu starfi þegar Bjarni tók við. „Eg fékk skipunarbréf, undirritað af Húnboga Þorsteinssyni sveitar- sjóra, þegar ég var átján ára gamall. Svona var þetta gert í þá daga,“ og Bjarni brosir að tilhugsuninni. „Við fengum greitt fyrir æfingar og útköll og á þessum tíma vora heybrunar al- gengastir. Það var óþverravinna að eiga við þá. Nú er öldin önnur í þeim efhum. Eg hef svo sem víða komið við hvað varðar vinnu. Lengi var ég prjónari hjá Prjónastofu Borgarness, svo var ég bílstjóri hjá Bifreiðastöð Kaupfélags Borgfirð- inga og slátrari hjá sama fyrirtæki. Einhvem tíma vann ég hjá Vírneti og einnig sá ég um Gúanóið sem flestir muna hversu yndislegan ilm framleiddi," segir Bjarni og hlær. Enn knýr sorgin dyra Bjami og Guðrún Kristjánsdóttir kona hans, frá Hrísdal, eignuðust tvær dætur, Unni Helgu og Þorgerði Erlu. I ágúst 2002 kveðtu- Unnur þennan heim, aðeins fjórtán ára gömul, eftir baráttu við krabbamein. Enn hafði sorgin knúið dyra. „Eg tel mig ekki trúaðan mann af því ég get það ekki lengur, ekki eftir allt sem hefur gengið á,“ segir Bjami, „og trúi ekki heldur á það sem sumir vilja kalla skurðgoðadýrk- un. Hinir ýmsu kirkjunnar þjónar hafa ekki verið lýðnum til fyrir- myndar. Framferði margra þeirra einkennist af frekju, græðgi og virð- ingarleysi fyrir öðrum manneskjum, það þoli ég ekki. Hins vegar var það svo að áður en Unnur kom í heim- inn var mig búið að dreyma Unna heitinn nokkra sinnum og hann hélt alltaf á telpu. Því kom aldrei annað til greina en að skíra stelpuna Unni. Eg var alltaf með einhvern beig gagnvart henni á þann hátt að ég var hræddur um að ég myndi ekki njóta samvista við hana lengi og kom margt til. Meðal annars það að Unn- steinn heitinn átti afar góðan vin sem hann var miklum samvistum við. Sá vinur eignaðist síðar dóttur sem Unnur okkar var mikið með og sagan endurtók sig. Eg er kannski næmari á það sem við ekki sjáum og einhver er með mér, svo mikið er víst. Unnur missti líka oft út úr sér hluti sem engin leið var að útskýra hvaðan hún hafði, sá fyrir óorðna at- burði, lék sér við börn á Kirkjuholt- inu sem enginn sá, virtist sem sagt bæði vita og sjá meira en við hin. Hún undirbjó okkur fjölskylduna og jafiivel skólasystkini sín tmdir eigin dauða, eins og hennar var von og vísa, því hún var afburða vel gefin.“ Bjarni segir fjölskylduna hafa mætt ótrúlegum hlýhug Borgnes- inga þegar hún gekk í gegnum þessa erfiðu reynslu. „Það vantar ekki að íbúar hér era eins og múrveggur til stuðnings þegar eitthvað bjátar á, eins og við getum verið sundurleit og lin á öðram tímum. I dag stund- ar yngri dóttirin Þorgerður Erla nám á náttúrufræðibraut í Fjölbraut á Akranesi og gengur afburða vel. Stefnir, að því ég held, á læknisffæði í framtíðinni. Hún blessunin, hefur komið ótrúlega vel út úr þessari raun.“ Alinn upp í hjálpsemi Þar sem hjálpar er þörf hefur Bjarni víða lagt lið. Hann var til fjölda ára starfandi við sjúkraflutn- inga, sá ásamt bræðram sínum þeim Sigurði og Unnsteini um líkflutn- inga fyrir Björgunarsveitina Brák á sínum tíma, verið virkur félagi í björgunarsveitinni Brák í röska þrjá áratungi. Því hefur hann heyrt og séð margt sem aðrir vilja gjarnan losna við að koma nærri. Hann hef- ur þó verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta skilið málin eftir á vettvangi, aldrei tekið neitt með sér heim sem betur var geymt annarsstaðar. „Bæði pabbi og mamma ólu okkur næstunni,“ mælir Bjami brosandi. „Þarf að taka í rassgatið á mér með það. En auk þess að hafa gaman af því að veiða hef ég mikinn áhuga á flugi og öllu sem því tilheyrir. Eg pæli mikið í flugvélagerðum og ýms- um eiginleikum þeirra. Líklega hefði ég lært að fljúga og haft atvinnu af því ef sjónin hefði ekki hamlað. Eg myndi vilja sjá framgang flugklúbbs- ins Kára meiri og betri. Samgöngu- ráðherra skuldar þeim félögum gamalt loforð um lengingu og breikkun flugbrautar. Ef það væri efnt gæti þessi flugvöllur orðið til meira gagns á allan hátt en hann er í dag.“ Bættar samgöngur eru lykillinn að öllu Því miður vora dauðsföll í um- ferðinni hér á landi árið 2006 afar mörg. Athygli manna hefur beinst að vegum landsins þar sem úrbóta er víða þörf. Ibúar Borgarbyggðar hafa ekki látið mikið í sér heyra varðandi vegabætur á þeirra svæði þótt ástand Með Unni Helgu dóttur sinni að sinna helsta áhugamálinu, veiðum. bræður upp í því að líta til með þeim sem af einhverjum ástæðum máttu sín minna. Við drakkum það í okkur með móðurmjólkinni, ef svo má segja,“ heldur Bjami einlægur áfram. „Pabbi safhaði til dæmis fræjum úr heyinu til að eiga fyrir smáfuglana, fékk að hirða lungu og þess háttar úr sláturhúsinu, sem brytjað var niður fyrir Krumma. Og við voram sendir þangað sem tahð var að okkar hð- sinnis væri þörf. Þetta hefur alltaf þótt sjálfsagt. Líklega er það grunn- urinn að því að við höfum haft þörf fyrir að sinna svona þjónustustörf- um. Laun era ekki aht í lífinu.“ Undir þessa hjálpsemi bræðranna Sigurðar, Bjama og Unnsteins Þor- steinssona geta vafalaust allir sem þekkja til þeirra tekið. I sínu samfé- lagi hafa þeir hver um sig verið í far- arbroddi hvað ýmsa hjálpsemi varð- ar; ætíð boðnir og búnir að leggja góðum máltun lið og ekki síst ef um lítilmagna er að ræða. Lítdll tími fyrir önnur áhugamál Nærri getur þegar fólk kemur víða við að lítill tími verður fyrir önnur áhugamál. Bjami hefur gam- an af veiðiskap, bæði á stöng og skotveiðum. Ekki hefur hann gefið sjálfum sér oft ffí til að stunda þetta áhugamál sitt. Þó er hann í Rotaryklúbbi Borgamess sem hann segir mjög þroskandi og gefandi fé- lagsskap og situr einnig í stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Eg þarf að fara að sinna fjölskyld- unni meira en ég hef gert. Það ætti að vera forgangsverkefhi hjá mér á vega á svæðinu sé síst betra þar en til dæmis á Suðurlandi. „Það er ekki nóg að bæta bara vegi á Norðanverðu Snæfellsnesi í kjör- dæmi samgönguráðherra,“ segir Bjami og leggur áherslu á orð sín, „það era ýmis önnur svæði sem þarf að lagfæra. Við þurfum að berjast fyrir bættum samgöngum hér. Það er ekki eingöngu umferðin sem slík sem myndi græða á því. Störf okkar sem erum að sinna hjálparstarfi á einhvern hátt myndu léttast til mik- illa mima ef aðgengi að slysstað eða bruna yrði betra. Það yrði öllum til heilla að vegirnir hér bötnuðu. Að mínu mati erum við að verða á eftir. Hér er gífurleg umferð og í raun mikil mildi að ekki hafa orðið fleiri slys. Við félagar í slökkviliðinu, sem sjáum um klippurnar, höfum tekið saman hvar við höfum orðið að fara í flest klippu-útköll. Við setjum rauðan díl á kort, þar sem slys hafa átt sér stað. A svæðinu frá Skarðslæk að Fomahvammi er díll við díl, svo mörg hafa slysin orðið á þeim kafla. Þessu verður að breyta,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson að lokum. Skemmtilegt kvöld hefur flogið hjá í spjalli við skeleggan slökkviliðs- stjóra sem ekki vílar fyrir sér að kalla hlutina sínum réttum nöfhum og getur rætt jaftit um sorg og gleði. Sú hugsun flögrar um í kolli blaða- manns að sumum hljóti að vera gef- ið meira æðraleysi en öðram. Þakk- að er fyrir sig og gengið út í hlýtt desemberkvöld, þar sem ekkert f náttúrunni minnir á þennan árstíma nema nakin trén, kolsvart myrkur og jólaljós við híbýli fólks. BGK Fjölskyldan í útlöndum, haustið 2002 eftirfráfall Unnar Helgu.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.