Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 15

Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 15
^tttssvnu^i MIÐVIKUDAGUR 3.JANÚAR 2007 15 Lögreglubíllinn í Búðar- dal bilar tvisvar í mánuði Á dögunum varð alvarleg bilun í lögreglubflnum í Búðardal og stendur hann því nú við bílaverk- stæði þar til varahlutir berast. Ekki væri þetta fréttnæmt nema vegna þess að þetta er í 58. skiptið á síð- ustu tveimur árum sem bifreiðin bilar. Að jafnaði hefúr því bfllinn verið á verkstæði tvisvar í mánuði. Viðgerðir hafa tekið mislangan tíma en ekki er óalgengt að þær hafi tekið tvær vikur. Bifreiðin, sem er af gerðinni Isuzu Trooper árgerð 2000, kom notuð til Búðardals fyrir nokkrum árum og að sögn Jóhannesar Björg- vinssonar varðstjóra var þá rætt um að hún yrði þar til bráðabirgða. Henni hefur nú verið ekið ríflega 272 þúsund kflómetra. Jóhannes segir að biffeiðin hafi nánast ffá upphafi verið gallagripur hinn mesti og nefhir sem dæmi að í 33 skipti á undanförnum tveimur árum hafi hún verið á verkstæði vegna alvarlegra bilana. Ekki hefur Jóhannes undir höndum tölur yfir viðgerðarkosmað en telur augljóst að hann sé gríðarlegur. Jóhannes segist afar þreyttur á þessu ástandi því umdæmið sé stórt og því sé mjög mikilvægt að hægt sé að treysta einu lögreglubiffeið embættisins. Hann segir mjög erfitt og hættulegt að að fara í for- gangsakstur um slæma vegi á bif- reið sem ekki sé hægt að treysta fullkomlega. Slíkt sé ekki ásættan- legt. Þegar lögreglubifreiðin hefúr verið til viðgerðar hefur Jóhannes off lagt embættinu til sinn eigin fjölskyldubfl. Hann segir það mikið neyðarbrauð sérstaklega vegna þess að slflcir bflar séu ekki tryggðir til forgangsaksturs. Þessa dagana ekur Jóhannes á gamalli lögreglubifreið úr Borgar- nesi en lögregluumdæmið í Búðar- dal var um áramótin fært undir lög- reglustjórann í Borgarnesi. Jó- hannes segist vonast til þess að ferli áðurnefndrar Isuzu Trooper bif- reiðar sem lögreglubifreiðar ljúki sem allra fyrst og umdæminu verði siimt með búnaði sem hæfi aðstæð- um. HJ/ Ijósm. BAE Nokkur munur á rekstrarkostnaði leikskóla í Borgarbyggð Nokkur mtmur er á rekstrar- kostnaði á hvert barn í leikskólum Borgarbyggðar. Þetta kemur ffam í minnisblaði sem Ásthildur Magn- úsdóttir fræðslustjóri Borgar- byggðar lagði ffam á fúndi byggða- ráðs Borgarbyggðar á dögimum vegna rekstrarkostnaðar við rekstur leikskólans Hraunborgar á Bifföst. I minnisblaðinu kemur fram að ný deild hafi verið tekin í notkun á Hraunborg á þessu skólaári og ald- ursmark barna hafi verið lækkað í tólf mánaða aldur. Kostnaðarhækk- un við þessa stækkun nemi um 35 milljónum króna. Við samanburð á rekstrarkostn- aði leikskólanna Hraunborgar og Andabæjar á Hvanneyri kemur í ljós að kostnaður á hvern 41 nem- anda í Andabæ sé 1.156 þúsund krónur en kostnaður við hvern 44 nemanda Andabæjar sé 1.220 þús- und krónur. Skýringarnar telur Ásthildur vera þær helstar að dval- arstundir á Hraunborg séu mun fleiri eða 393 á móti 309 í Andabæ og þá sé forgangsgjald greitt með flestum börnum á Hraunborg þ.e. þau njóti flest um 40% afsláttar af dvalargjaldi. HJ Sekt og fangelsi fyrir ofbeldi Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi og annan mann til greiðslu sektar fyrir hót- anir í garð lögregluþjóna og einnig að hafa sparkað í lögreglumann. Lögregla var kölluð að veitinga- staðnum Café Mörk á Akranesi þar sem mönnunum hafði verið vísað út af staðnum. Lögreglumenn gerðu mönmmum grein fyrir því að nærveru þeirra væri ekki óskað. Þeir vildu hins vegar ekki halda á brott og var annar þeirra mjög ógnandi í garð lögreglu. Hann var því færður í járn og fluttur á lög- reglustöð. Þegar hann var fluttur úr lögreglubfl í fangaklefa sparkaði hann í fæmr lögreglumanna og hótaði þeim lífláti. Hinn maðurinn sem ákærður var hindraði lögreglu- menn í störfum sínum á vettvangi og kom síðar á lögreglustöðina og sinnti ekki tilmælum um að hverfa þaðan. Var hann því einnig hand- tekinn og færður í fangaklefa. Fyrir dómi þvertók annar hinna ákærðu að hafa haff í hótunum og einnig neitaði hann að hafa sparkað í lögreglumenn. Með framburði vitna þótti dómara sök hans sönn- uð. Hinn játaði afdráttarlaust brot sitt. Eins og áður sagði var annar hinna ákærðu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og fellur sú refsing niður haldi hann skilorð í þrjú ár. Hinn var dæmdur til greiðslu 50 þúsund króna sektar og verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna sætir hann fangelsi í fjóra daga. HJ Starfsmenn Akraneskaupstaðar geti gengið í VLFA Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) hefur óskað eftir því að starfsmönn- um bæjarins verði heimilað að ganga í félagið eftir að sameining Starfsmannafélags Akraness og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar varð að veruleika um ára- mótin. Bæjarráð Akraness hefur ffestað afgreiðslu málsins og óskað eftir álitri lögffæðings á því. I bréfi formanns VLFA til bæjar- ráðs segir að samingar VLFA og Starfsmannafélags Akraness við bæjarfélagið séu nánast eins fyrir þau störf er ófaglærðir starfsmenn bæjarins starfa við. Þá segir að for- maðurinn hafi verulegar áhyggjur af því að með sameiningu áðtn- nefndra félaga mtrni laun ófag- lærðra standa í stað og í stunum til- fellum lækka. Þá kemur einnig ffam að samanburður sem félagið vann á samningum Reykjavíkurborgar og launanefúdar sveitarfélaga að æðstu stjórnendur, millistjórnendur og forstöðumenn „muni hækka um tugi þúsunda á mánuði," eins og segir orðrétt í bréfinu. Því ítrekar VLFA þá ósk sína að starfsmenn bæjarins muni hafa val um hvaða stéttarfélagi þeir tilheyri þegar sameiningin hefúr átt sér stað. Þá óskar félagið einnig eftir því að þegar auglýst eru störf á veg- um bæjarins sé ekki einungis getið um að laun séu greidd eftir kjara- samningi Starfsmannafélags Akra- ness heldur einnig bent á samning VLFA við Launanefnd sveitarfé- laga. Telur félagið að veruleg brota- löm hafi verið á þessu þegar störf hafa verið auglýst. HJ Atvinnuleysi eykst I síðustu viku voru 71 án atvinnu á atvinnu í landshlutanum. Konur án Vesmrlands voru í liðinni viku aug- Vesturlandi og hefur atvinnuleysi atvinnu eru mun fleiri en karlar eða lýst laus m'u stöðugildi hjá fjórum því auldst nokkuð ffá því í nóvem- 42 talsins en karlarnir eru 29 að atvinnurekendum á Vesturlandi. ber en þá voru 47 að meðaltali án tölu. Á vef Svæðisvinnumiðlunar HJ Tveir dreifbýlisfulltrúar Ráðinn hefur verið annar dreifbýl- isfulltrúi í Borgarbyggð, Þórvör Embla Guðmundsdóttir í Björk. Sigurjón Jóhannsson á Valbjamar- völlum hefur fram að þessu verið eini dreifbýlisfulltrúi Borgarbyggð- ar. I sameiningammræðunum var rætt um að þörf yrði fyrir annan dreifbýlisfúlltrúa og hefur Þórvör Embla Guðmundsdóttir verið ráð- in sem dreifbýlisfulltrúi fyrir Borg- arfjarðarsýslu, en Sigurjón verður fyrir Mýrasýslu. Bæði em í 50% stöðugildum. Þórvör Embla er jafúffamt ritari landbúnaðarnefnd- ar, en Sigurjón gegndi því starfi áður. Hann sér hinsvegar alfarið um eyðingu minka og refa í sveitar- félaginu. Vakið hefur athygli að staða dreifbýlisfulltrúa var ekki auglýst. Að sögn Páls S Brynjars- sonar, sveitarstjóra kemur það til af því að Þórvör Embla var áður skrif- stofumaður hjá Borgarfjarðarsveit. Starfi hennar var breytt við samein- inguna og henni var þá boðið þetta starf, sem hún þáði. BGK Fjárhagsáædun Snæfellsbæjar samþykkt samhljóða Bæjarstjórn Snæfellsbæjar sam- þykkti í gær með atkvæðum meiri- og minnihluta bæjarstjórnar fjár- hagsáætlun bæjarfélagins og stofn- ana þess fyrir árið 2007. Samkvæmt henni verður reksturinn neikvæður um rúmar 35 milljónir króna. Heildartekjur bæjarfélagsins og stofúana þess era áætlaðar tæpar 1.178 milljónir króna. Þar af era skatttekjur tæpar 487 milfjónir króna, ffamlög jöfmmarsjóðs rúm- ar 208 milljónir króna og aðrar tekjur tæpar 483 milljónir króna. Laun og launatengd gjöld era stærsti einstaki kostnaðarliðurinn eða rúmar 503 milljónir króna. Annar rekstrarkostnaðar er áætlað- ur tæpar 552 milljónir króna og af- skriftir eru rúmar 62 milljónir króna. Fjármagnskostnaðurinn verður samkvæmt áætluninni rúm- ar 95 milljónir króna. Reiknað er með að handbært fé frá rekstri verði tæpar 109 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni verður rúmum 125 milljón- um króna varið til fjárfestinga á árinu 2007. Má þar nefna að til hafnarframkvæmda verðin varið um rúmtnn 92 milljónmn króna og er hlutur hafiiarsjóðs um 38 milljónir króna, til gatnagerðar verður varið um 25 milljónum króna og til byggingar hjúkranar- heimilis við Dvalarheimilið Jaðar verður varið 60 milljónum króna og er hlutur bæjarsjóðs í þeim ffamkvæmdum um 10 millj- ónir króna. Eins og áður sagði greiddu bæj- arfulltrúar J-listans, sem situr í minnihluta, fjárhagsáætluninni at- kvæði. I bókun sem þeir lögðu ffam á fundinum kemur fram að starfs- og rekstrarumhverfi meðalstórra og smærri sveitarfélaga hafi stöðugt versnað síðastliðin ár og sveitarfé- lög hafi aukið skuldir sínar svo milljörðum skiptdr, „á meðan ríkis- sjóður hefúr rétt sinn hlut að miklu leiti á kosmað sveitarfélaga,“ segir í bókun minnihlutans. „I ljósi þessa ætlum við ekki að leita að söku- dólgum heima í héraði, heldur miklu ffekar að sameina kraftana í bæjarstjórn Snæfellsbæjar fyrir því að breyting verði á högum sveitar- félaga við næstu Alþingiskosningar. Við teljiun fjárhagsáætlunina fyrir árið 2007 eins vel úr garði gerða og hægt er miðað við aðstæður og gleðjumst yfir því að margar af okk- ar tillögum vora samþykktar," segir orðrétt í niðurlagi bókunar minni- hlutans. HJ Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi í NV-kjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað miklu fylgi og Vinstri hreyfingin- grænt framboð hefur aukið mikið fylgi sitt á undanförnum vikum, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var unnin af starfsfólki Capacent Gallup dagana 28. nóv- ember til 28. desember. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknar- flokkurinn nú 17% atkvæða en fékk 16% í könnun fyrir einum mánuði síðan. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28% atkvæða nú en fékk 35% at- kvæða fyrir um mánuði síðan og hefur því tapað miklu fylgi. Frjáls- lyndi flokkurinn fengi 16% at- kvæða og er í sókn því fyrir mánuði síðan fékk flokkurinn 14% fylgi. Samfylkingin fengi nú 15% at- kvæða eða sama fylgi og í síðustu könnun. Vinstri-grænir fengju nú 25% greiddra atkvæða og er í mik- illi sókn því fyrir um mánuði síðan fékk flokkurinn 20% greiddra at- kvæða. Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi er það mesta sem flokkurinn fær á landinu öllu og sömu sögu er að segja af Frjáls- lynda flokknum. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu er það minnsta á landinu og sömu sögu er að segja af fylgi Samfylkingarinnar. Aðeins í Norðausturkjördæmi er fylgi Vinstri grænna meira, eða 27%. Við síðustu Alþingiskosningar hlaut Framsóknarflokkurinn 21,7% greiddra atkvæða í Norðvesturkjör- dæmi, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29,6% greiddra atkvæða, Frjáls- lyndi flokkurinn hlaut 14,2%, Sam- fylkingin 23,2% og Vinstri hreyf- ingin-grænt framboð hlaut 10,6%. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.