Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 17
S2ESS1HSOEF3
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007
17
Margt á döfinni í Reykhólahreppi
í Reykhólahreppi hefur ýmislegt
verið um að vera á árinu sem leið.
Blaðamaður Skessuhoms kom sér í
samband við sveitarstjórann, Oskar
Steingrímsson og fékk hjá honum
helsm tíðindi nýhðins árs.
„Nýtt íþróttahús var teldð í notk-
un á Reykhólum á árinu og fór vígsla
þess fram 29. apríl sl. með hátíðar-
dagskrá. Bætir það mannh'f og lífs-
skilyrði í hreppnum og er almenn
ánægja með þetta framtak,“ segir
Óskar.
Hann heldur áfram: „Hótel
Bjarkalundur, sem er elsta sumar-
hótel landsins, skipti um eigendur á
árinu þegar Stekkjarlundur ehf
keypti af Bjarkalundi ehf. Eigendur
Stekkjarlundar em Ami Sigurpáls-
son og Mikael Jóhann Traustason.
Eigendur Bjarkalundar era Guð-
mundur Ólafsson og Asta Sjöfn
Kristjánsdóttir.“
Óskar segir endurbygging gam-
alla húsa mikla í Flatey. Minjavemd
standi fyrir endurbyggingu þriggja
húsa; Eyjólfspakkhúss, Samkomu-
hússins og Stórapakkhúss en þessi
hús era öll í eigu Reykhólahrepps.
Þegar hefur hluti húsanna verið
endurbyggður og tekinn í notkun
sem Hótel Flatey en það er í eigu
Plássins ehf og Sæferða ehf. I sum-
ar var þar rekin veitingastaður og
hótel og á næsta ári bætist verulega
við gistirýmið þegar Eyjólfspakkhús
verður fullendurbyggt en við þetta
muni þjónusta við ferðamenn í Flat-
ey aukast og batna verulega.
Fj arskiptamastur
í Flatey
„Búið er að sækja um leyfi tdl þess
að reisa 40 metra ijarskiptamastur
og tækjahús í Flatey sem Neyðarlín-
an mun nota íyrir neyðarfjarskipti
og einnig stendur til að mastrið
verði notað fyrir GSM
símaþjónustu.Við það stórbamar
farsímasamband á svæðinu og mun
dekka stærra svæði við norðanverð-
an Breiðafjörð en margir sendar {
landi.Við þetta ákvað stjórn Fjar-
skiptasjóðs að hafa Flatey með í
fyrsta útboði í uppbyggingu GSM
sambands við þjóðvegi. Þetta verður
til þess að GSM samband hér um
slóðir bamar til muna fyrr en ella og
mun t.d. ná til nærri því helmings
leiðarinnar um Barðaströnd sem er
GSM sambandslaust í dag“.
Mikið byggt
og íramkvæmt
Á árinu sem er að líða hafa verið
óvenjumiklar byggingaframkvæmdir
í Reykhólahreppi. „Nú era í smíð-
um þrjú einbýlishús og eitt parhús á
Reykhólum eða fimm íbúðir. Þör-
ungaverksmiðjan er að ljúka við
stækkun verksmiðjuhússins og mtm
viðbyggingin hýsa pökkunarbúnað
sem keypmr var af Kísilgúrverk-
smiðjunni við Mývam. Orkubú
Vestfjarða er að ljúka við nýja dælu-
stöð og einnig rofahús. Bændur hafa
verið duglegir að byggja nýtt og
stækka útihús. Stöðugt bætast við
fleiri og fleiri sumarhús vítt um
sveitina,“ bætir Óskar við.
Andans maður
heiðraðm-
Reykhólahreppur hefur alið
marga andans menn og eirrn þeirra
var Jón Thoroddsen sýslumaður og
skáld, (1818-1868). Hann skrifaði
meðal annars bækumar Maður og
kona og Piltur og stúlka og ortd hið
gullfallega kvæði Hlíðin mín ffíða
sem flestdr íslendingar kunna. Óskar
segir að þann 16. september sl. hafi
minnismerki um Jón verið afhjúpað
í blíðskaparveðri á fæðingarstað
hans, Reykhólum við Breiðafjörð, að
viðstöddum fjölda gesta. ,Jón
Thoroddsen skipar heiðurssess í ís-
lenskri bókmenntasögu vegna skáld-
sagna sinna, en á því sviði var hann
brautryðjandi hérlendis. Minnis-
varðinn er úr harðviði í mynd bóka
og er það glæsilegt. Hönnuður er
Finnur Amar Amarson. Listskreyt-
ingasjóður og Lionsklúbbur Búðar-
dals og Reykhólahrepps komu að
fjármögnun verkefnisins.“
Bóndi sýknaður
„Ibúi Reykhólahrepps var sýknað-
ur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða fyrir
brot á lögum um vernd, ffiðun og
veiðar á villtum fuglum og spendýr-
um. Var honum gert að sök að hafa
komið fyrir gasbyssu í Breiðafirði í
mars 2005 í þeim tilgangi að fæla
emi með hvellum úr byssunni ffá
hreiðurstæði í hólma nokkrum og
hindra þannig varp þeirra. Akærði
neitaði allri sök og kvaðst þess full-
viss að öm hefði aldrei orpið á um-
ræddum stað. I hólmanum væri hins
vegar setstaður arna, staður þar sem
ernir sætu mikið á haustin og að
vetrinum. Niðurstaða dómsins
gladdi æðarbændur á svæðinu
mjög,“ segir Óskar.
Verulegar vegabætur
Um samgöngumál segir Óskar
íbúa Reykhólahrepps fagna því að
lokið var við vegagerð á Svínadal
sem þýði að nú sé hægt að aka á milli
Reykhóla og Reykjavíkur á btrndnu
slitlagi alla leið. „Vegalengdin er 230
km og tekur nú aðeins um 2 1/2 til 2
3/4 klst. að aka þessa leið.Einnig
fagna íbúar hreppsins að búið sé að
bjóða út vegagerð á Vestfjarðavegi
nr. 60 í Kollafirði á kaflanum Skála-
nes-Eyri. Skal því verki lokið fyrir 1.
nóvember 2008. Síðan má nefna
vegagerð um Arnkötludal. Fyrir
liggur að sú ff amkvæmd verður boð-
in út effir áramótin. Ætlunin er að
ljúka framkvæmdinni haustið 2008.
Þetta er mjög mikilsverð fram-
kvæmd fyrir íbúa Reykhólahrepps
og aðra Vestfirðinga.. Hún styttir
leiðina um heila 40 kílómetra til
Reykjavíkur fyrir mjög marga og er
það samsvarandi styttingunni sem
varð þegar Hvalfjarðargöngin vom
tekin í notkun. Það skyggir á sam-
göngumáhn að ennþá hefur ekki
verið úrskurðað um fyrirhugað
vegstæði á leiðinni Bjarkalundur -
Eyri, en þar koma tveir kostir til
greina, svokölluð D leið og B leið.
Langflestir íbúar Reykhólahrepps
og allir sveitarstjórnarmenn á Vest-
fjörðum styðja leið B og það sama
gerir Vegagerðin. D leiðin er yfir
Hjallaháls og Ódrjúgsháls og er það
brattur ijallvegur sem fer í 336 m y.s.
B leiðin er fýrir Hallsteinsnes og
þvert fyrir Djúpafjörð og Gufufjörð.
B leiðin er vegtæknilega besti kost-
urinn, mun öraggari og liggur öll
um láglendi. Hér er um að ræða
gríðarlega mikilvæga ffamkvæmd og
bráðnauðsynlegt að hún liggi um
láglendi en ekki um hálsana tvo sem
nú era famir, Ódrjúgsháls og Hjall-
háls. Bíða menn spenntir efrir úr-
skurði umhverfisráðherra sem hefði
átt að vera búinn að úrskurða fyrir
löngu“.
Heilsuhótel?
„Atvinnumál hafa verið góð á ár-
inu og er atvinnuleysi nánast óþekkt
fýrirbrigði hér. Helsta vandamáfið í
atvinnumálunum er skortur á starfs-
fólki og skortur á húsnæði fýrir fólk
sem vill flytja hingað í Reykhóla-
hrepp. Sumir atvinnurekendur hafa
leyst vandann með erlendu vinnu-
afli. Það hefur gefist vel og mun
þessi möguleiki örugglega verða
meira notaður í ffamtíðinni ef á þarf
að halda. Unnið er að hugmynd um
heilsuhótel hér á Reykhólum og
verður lokið við gerð viðskiptaáætl-
unar fýrir það verkefrii á fýrrihluta
næsta árs.Verslunarmál hafa verið í
brennidepli á árinu, Kaupfélag
Króksfjarðar lokaði verslun sinni í
Króksfjarðarnesi sl. siunar, en Nes-
verslun tók við rekstrinum til ára-
móta en þeirri verslun var lokað þá.
Aðili hefur sýnt því áhuga að taka
verslunarhúsnæðið á leigu og reka
þar verslun áffam“.
Að lokum kemur Óskar inn á þær
hugmyndir sem hafa vaknað um
sæeyrnaeldi (skelfiskstegund) á
Reykhólum sem gæti orðið vænleg-
ur kostur í eflingu atvinnu í sveitar-
félaginu. Aðstæður era taldar góðar
þar sem jarðhiti er notaður við rækt-
unina og nóg er af honum á Reyk-
hólum. Um áffameldi á skelinni yrði
að ræða en ekki klak. KH
Frá Flatey. Þar verður m.a. komiöfyrir fjarskiptamastri sem tryggja mun betri GSM sendingar um allt sveitarfélagið.
Björtframtíð ef rétt er haldið á málum
7^enninti^-~-,
og geta sér til
um hvað framtíðin muni bera í
skauti sér.
Þegar ég lít til baka og rifja upp
25 ára starf sem skólastjóri
Grandaskóla sannfærist ég betur
og betur um hversu myndarlegt og
mannvænlegt ungt fólk við eigum í
landinum. Unga fólkið hefur
menntun, kjark og getu til að búa
okkur betra samfélag í framtíðinni.
Það mun tryggja áframhaldandi
velferð í landinu ef okkur tekst að
veita þessu unga fólki jöfn tækifæri
til að þroska hæfileika sína. Eg hef
ákveðið með ffamboði mínu til Al-
þingis að leggja mitt af mörkum til
að svo megi verða.
Jákvæða umfjöllun
um unga fólkið
Það var ánægjulegt að fýlgjast
með skörulegum málflutningi á
„bæjarstjórnarfundi unga fólksins“
á Akranesi nú í byrjun desember.
Það vakti sérstaka ánægju mína hve
unga fólkið horfði mikið til fram-
tíðar í sínum ræðum, hve margt
það hafði til málanna að leggja og
af hve mikilli ábyrgð og jákvæðni
það lagði málin fram. Það er rétt
sem einn „bæjarfrilltrúinn" sagði:
„Unglingar era duglegir og skyn-
samir“. Sjálfir höfðu þessir ung-
lingar áhyggjur af neikvæðum mál-
flutningi um þeirra málefni, töldu
að of oft gleymdist að fjalla um allt
það sem þeir væru að gera jákvætt,
en dregið fram hvert og eitt skipti
er einhver úr þeirra hópi misstigi
sig. Unga fólkið benti á kostina
við að búa á Akranesi, bentu á
marga ánægjulega viðburði s.s.
rokkverkefnið „Ungir og gamlir",
sem þau töldu að hefði ekki fengið
verðskuldaða athygli fjölmiðla. Þá
var bent á „landsfræga“ skóla á
Akranesi, söngleikina í Grunda-
skóla og eina bestu íþróttaaðstöðu
landsins.
Unglingarnir bentu á mikilvægi
forvarna og á ýmis verkefni sem
hefðu forvarnargildi.
En unga fólkið horfði ekki að-
eins til málefna hér á Akranesi, því
inn í umræðuna komu umhverfis-
mál, eyðing ósonlagsins og ábyrgð
hvers og eins varðandi flokkun
sorps og endurvinnslu hvers konar.
Eg nefni þetta hér því ég veit af
kynnum mínum af grannskólum
og framhaldsskólum víða um land-
ið að unglingarnir á Akranesi era
ekkert einsdæmi. Eg fékk t.d.
tækifæri til að sjá sýningu grunn-
skólans í Stykkishólmi á söng-
leiknum Frelsi, stórt verkefni sem
unglingarnir leystu vel af hendi
undir öryggri stjórn kennara sinna.
Slík verkefni eru árlegur viðburður
grannskólans þar og var sérlega
ánægjulegt að sjá hvernig ungling-
arnir skiluðu hlutverkum sínum og
þá ekki hvað síst hljómsveitin, sem
minnir á hið öfluga tónlistarlíf sem
blómstrar í hinum ýmsu sveitarfé-
lögum.
Það er okkar allra að draga fram
það sem jákvætt er gert. Það er
okkar að tryggja þátttöku þeirra í
alls kyns íþrótta- og tómstunda-
starfsemi. Það er einnig okkar
verkefni að virkja unga fólkið í á-
kvarðanatöku og tillögugerð í
skólum, sveitarfélögum og samfé-
laginu í heild.
Búum ungu fólki
samfélag jafhra tæki-
færa og réttlætis
Sjálfrir hef ég þó óttast þá sér-
hyggju eða einstaklingshyggju sem
hefur vaxið í samfélaginu. Við
þurfum að ala unga fólkið upp í
þeim hugsunarhætti að nýta hæfi-
leika sína og menntun, viljann og
kjarkinn til að takast á við ný verk-
efni og grípa tækifærin sem bjóð-
ast. En það er ekki síður mikilvægt
að temja ungu fólki réttlætiskennd,
skyldurækni og samábyrgð, sem
era svo mikilvægar forsendur þess
að við fátun lifað sem ein þjóð í
landinu.
Ein af meginástæðum þess að ég
býð mig fram til Alþingis nú í vor
er að ég vil berjast gegn því mis-
rétti og þeim vaxandi ójöfnuði sem
við búum við. Eg vil ekki sjá okk-
ar mannvænlega unga fólk alast
upp við ójöfn tækifæri og misskipt-
ingu; skiptingu í ríka og fátæka,
innfædda og innflytjendur, öryrkja
og heilbrigða. Við þurfum að ala
okkar unga fólk upp í þeim anda að
við séum öll ólík en einstök. Við
eigum öll að fá okkar tækifæri
óháð búsetu, efriahag, útliti, kyni,
þjóðerni og trúarbrögðum. Við
þurfum líka að tryggja að við skil-
um landinu okkar og auðlindum
þess í hendur komandi kynslóða í
jafrigóðu ástandi og við tókum við
því. Það er verkefni okkar, sem
viljum vera í stjórnmálum, að
tryggja með lögum, reglum og
málflumingi að jöfriuður verði sem
best tryggður í landinu, að rétt sé
gefið í samfélaginu.
Ég vil óska Vestlendingum og
landsmönnum öllum farsældar á
nýju ári, með ósk um að þetta ár
megi færa okkur fram á veginn til
réttlátara samfélags. Með ykkar
smðningi mun ég leggja mig frarn
um að snúa við af leið vaxandi
ójöfnuðar.
Guðbjartur Hannesson skólastjóri
og efsti maóur á framboðslista Sam-
fylkingarinnar í NV-kjördami.