Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Page 22

Skessuhorn - 03.01.2007, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 2007 ^AtssunuB. Tölvuþjónustan - SecurStore fær vottun Alexander Eirtksson, fi-amkvœmdasljóri Tölvuþjónustunnar - SecurStore ehf. (t.v) tekur við ISO 27001 vottunarskjalinu úr hendi Ama H. Kristinssonar, framkvæmdastjóra BSI á íslandi. Verðlaun í umferðar- getraun afhent Tölvuþjónustan - SecurStore ehf. hefur fengið alþjóðlega öryggisvott- un á starfsemi sína á Islandi og í Bretlandi samkvæmt staðlinum ISO 27001. Við innleiðingu staðalsins var sérstök áhersla lögð á Secur- Store afiritunarlausnina. Tölvuþjón- ustan - SecurStore ehf., TÞS, var stofnuð árið 1991 og hefur ffá þeim tíma sérhæft sig í rekstri tölvu- og upplýsingakerfa fyrirtækja. Alexand- er Eiríksson, framkvæmdastjóri TÞS segir vottunina ekki aðeins staðfestingu memaðarfullrar stefhu fýrirtækisins, heldur einnig nauð- synlegan þátt í útrás þess til Bret- lands. Fyrirtækið hóf þar starfsemi fyrr á þessu ári og hefur þegar náð fótfesm þar ytra með SecurStore af- ritunarlausn sína. Á meðal viðskipta- vina hér heima eru nú þegar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. „Vottunin tekur yfir alla starfsemi fyrirtækisins, bæði hér á landi og í Bretlandi. TÞS er með uppsetta gagnamiðstöð í Lundúnum, þar sem flestir erlendir viðskiptavinir kjósa að afrita gögn sín. ISO 27001 er staðall þar sem tekið á stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Þessi vottun er mikilvæg fýrir viðskiptavini fýrir- tækisins og hún er vitnisburður um þá áherslu sem fýrirtækið leggur á öryggi gagna viðskiptavina sinna,“ segir Alexander. Kröfur um geymslu gagna, öryggi og leynd þeirra hafa orðið stöðugt strangari með hverju árinu. Secur- Store affitunarlausnin gerir notend- um hennar kleift að affita gögn sín sjálfvirkt um netið, á hraðvirkan og öruggan hátt. Oll gögn eru dulkóð- uð og þjöppuð áður en þau eru send til gagnamiðstöðva SecurStore á Is- landi eða í Bretlandi. Þannig er hægt að endurheimta öll gögn fýrirtækis á einum stað, jafhvel þótt starfsstöðv- ar séu víða um heim. Affitunar- lausnin styður fjölda stýrikerfa, m.a. Windows, Linux, Unix, Novell, As/400 og Macintosh. BSI á Islandi annaðist votmnina. Ami H. Kristinsson, framkvæmda- stjóri BSI, segir auknar kröfur gerð- ar til fýrirtækja sem annast affitun- arþjónustu, um að öryggi staffænna gagna sé tryggt og vottað af þriðja aðila. „I ratm felur öryggisvottunin í sér viðtukenningu á því að viðkom- andi fýrirtæki sé með virkt áhættu- mat og uppfýlli ströngustu kröfur um öryggi,“ segir Arni. BSI er skammstöfun á bresku staðlastofn- uninni, Britdsh Standards Institute. „TÞS var eitt af fýrstu fyrirtækj- unum á Islandi til að hljóta vottun samkvæmt ISO 27001,“ segir Jónas S. Sverrisson, en hann og Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent sáu um ráð- gjöf við innleiðingu staðalsins. „Innleiðingin hjá TÞS tókst í alla staði mjög vel og tók stuttan tíma. Starfsfólk fýrirtækisins var tilbúið að tileinka sér nýja og bætta starfshætti, sem tryggja meiri gæði og áreiðan- leika í allri þjónustu. Vottunin á eff- ir að auðvelda TÞS markaðssókn sína bæði á Islandi og í útlöndum,“ segir Jónas. MM Skömmu fýrir jól var dregið úr innsendum úrlausnum í umferðar- getraun grunnskólabarna á Akra- nesi. Er hér um að ræða árvissan viðburð sem Umferðarstofa, grunnskólarnir og lögregla standa í sameiningu að. Að þessu sinni bár- ust 309 úrlausnir og voru 55 réttar lausnir dregnar út. Lögreglan dró úr réttum lausnum og kom verð- launum til vinningshafa en fýrir- tæki í bæjarfélaginu styrktu get- raunina með því að leggja ffam fé til verðlaunakaupa. A meðfylgjandi myndum eru annarsvegar Jónas Ottósson, Sig- urður Halldórsson og Arnar Geir Magnússon að fara yfir lausnir sem bárust og svo hinsvegar Sigurður Halldórsson að afhenda Hörpu Rós Daníelsdóttur verðlaun. KH Samstarfssamningum Akraness og Hvalfj arðarsveitar sagt upp Bæjarráð Akraness ákvað í síðustu viku að fela bæjarstjóra að segja upp samstarfssamningum við Hvalfjarð- arsveit og óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um gerð nýrra samn- inga. Fyrri hluta þessa árs náðu full- trúar Akraneskaupstaðar og fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar, sem nú heitir Hvalfjarðarsveit, sam- komulagi um samstarfssamninga um ýmsa þætti í rekstri sveitarfélaganna. Talsvert var tekist á um samningana í bæjarstjóm Akraness og lýstu full- trúar þáverandi minnihluta bæjar- stjórnar þeirri skoðun sinni að rétt væri að ffamlengja fýrri samninga þar sem stutt væri til sveitarstjóma- kosninga. Ekki var á það fallist og vom samningamir undirritaðir 12. maí. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem þá vom í minnihluta bæjar- stjómar Akraness skipa nú meiri- hlutann ásamt bæjarfulltrúa Frjáls- lynda flokksins. Á fundi bæjarráðs í morgun var bókað að samkvæmt viljayfirlýsingu sem gerð var sam- hliða undirritun samninga hafi verið gert ráð fýrir viðræðtun að afloknum kosningum um nánara og víðtækara samstarf í ýmsum málum. „Bæjarráð telur eðlilegt að samhhða þeim við- ræðum verði samningar á milli sveit- arfélaganna endurskoðaðir hvað varðar kosmaðarskiptingu og önnur ákvæði samninganna, sér í lagi vegna mikillar uppbyggingar íþróttamann- virkja og tónlistarhúsnæðis," segir orðrétt í bókuninni. Því samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að segja upp umræddum samningum í samræmi við uppsagn- arákvæði og óska eftir viðræðum um gerð nýrra samninga. Jafnffamt var bæjarstjóra og bæjarritara falið að leita samninga við Viðskiptaþjón- usm Akraness um úttekt á kostnað- arskiptingu samninganna. Uppsögnin veldur von- brigðum Hallffeður Vilhjálmsson oddviti Hvalfjarðarsveitar segir ákvörðun bæjarráðs Akraness um uppsögn á samstarfssamningum sveitarfélag- anna valda sér vonbrigðum, sérstak- lega vegna þeirrar miklu vinnu sem hann segir hafa verið lagða í samn- ingagerðina fýrr á þessu ári. Harrn segir uppsögrúna þó ekki hafa kom- ið sér á óvart því fulltrúar núverandi meirihluta í bæjarstjórn Akraness hafi við samningagerðina í vor lýst nokkurri andstöðu við samningana. Hallff eður segir það sitt mat að sam- starfssamningarnir hafi verið hag- kvæmir báðum sveitarfélögunum og því telji hann það fýrsta kost í stöð- unni sem nú er upp komin að samn- ingar við Akraneskaupstað verði endumýjaðir. Hvaða forsendur bæj- arstjóm Akraness gefi sér við kom- andi samningagerð verði hins vegar að koma í ljós. Þá nefhir hann að undanfarið hafi komið fram vilji sveitarfélaga á svæðinu til aukins samstarfs og nefnir í því sambandi Borgarbyggð. Hallfreður segir rétt Akranes- kaupstaðar til uppsagnanna skýran en viðurkennir að óþægilegt sé að allir samningarnir skuli settir undir sama hatt þar með talin öryggismál eins og brunavarnir. Uppsögnin beinist að ljárhagslegnm atriðum Gísh S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi segir uppsögnina eingöngu koma til af fjárhagslegum ástæðum því núverandi meirihluti bæjar- stjórnar telji kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna þurfa að breytast. I því sambandi bendir hann á mikla og kosmaðarsama uppbyggingu íþróttamannvirkja og tónhstarhús- næðis á Akranesi sem íbúar Hval- fjarðarsveitar nýti samkvæmt sam- starfssamningunum. „Samstarf þessara sveitarfélaga hefur um margt verið með miklum ágætum og það er síður en svo vilji til þess að minnka þau samskipti. Þvert á móti viljum við auka þau enn ffekar og þau mál verða skoðuð í komandi viðræðum“ segir Gísli. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að reyna að ná samningum án uppsagnar segir Gísli að engin knýjandi þörf hafi verið á uppsögn. Bæjarráð hefði hins vegar talið eðlilegra og hreinskiptara að segja samningunum upp með þeim sex mánaða uppsagnar- ffesti sem um getur. Slíkt tryggi skilvirk- ari vinnubrögð við samningagerð að sínu mati. Eins og áður kom fram hefur Við- skiptaþjónustu Akraness verið falið að gera úttekt á kostnaðarskiptingu samninganna. Spurður hvort ekki hefði verið eðli- legra að slík úttekt færi fram áður en til uppsagnar kom segir Gísli svo ekki vera. „Með aðkomu Viðskipta- þjónustunnar sem óháðs aðila vild- um við tryggja að sem bestar upplýs- ingar væru fýrir hendi þegar til samningagerðar kemur,“ segir Gísli að lokum. Uppsögnin rýrir álit á Akraneskaupstað Sveinn Kristinsson fulltrúi minni- hluta bæjarstjórnar í bæjarráði Akra- ness segir ákvörðun bæjarráðs um uppsögn á samstarfssamningum við Hvalfjarðarsveit með öhu tilefnis- lausa því engin reynsla sé komin á samningana sem tmdirritaðir voru í vor. Hann segir að mikil vinna hafi verið lögð í samningagerðina og niðurstaðan hafi virst ásættanleg fýr- ir báða aðila en þannig eigi samning- ar á milli góðra granna að vera að sögn Sveins sem sat í meirihluta bæj- arstjómar Akraness á þeim tíma sem samningamir vom gerðir. „Nú hefur meirihlutinn hins veg- ar sagt upp öllum samningum við Hvalfjarðarsveit og hyggst með því knýja ffam aðrar niðurstöður. Meiri- hlutinn ákvað að beita valdi eins og honum er svo tamt og sýndi ná- grönnum okkar mikla óvirðingu með því að kaha sveitarstjórann og oddvitann á teppið hálffíma fýrir bæjarráðsfund tdl að tilkynna þeim þetta. Þetta er gott dæmi um „opnu stjómsýsluna," þar sem ákvarðanir era tilkynntar áður en þær era tekn- ar í bæjarráði,“ segir hann og bætir við að fjótfærni og hugsunarleysi einkenni málið af hálfu meirihlut- ans. Sveinn telur að nægur tími hafi verið til viðræðna því samkvæmt ákvæðum samninganna sé uppsagn- arffestur þeirra sex mánuðir núðað við áramót og því séu þeir ekki laus- ir fyrr en um áramót 2007/2008. Uppsögn nú hafi því sama ghdi og uppsögn 30. júm' á næsta ári. „Sú staðreynd staðfestir að þarna var hlaupið af stað, hrapað að öllu og málum klúðrað. Þetta er vond stjómsýsla sem rýrir álit manna á Akraneskaupstað sem traustum við- semanda,“ segir Sveinn að lokum. «7

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.