Skessuhorn - 03.01.2007, Side 23
3HSSIÍ1í©bki
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007
23
Fjárskortur harnlar því að skógar-
bændur nái settum markmiðum
í fréttabréfi Félags skógarbænda
á Vesturlandi sem kom út nýlega er
m.a. gerð grein fyrir árangri í
plöntun skógarplanta hér í lands-
hlutanum á nýliðnu ári. Þar kemur
fram að alls voru gróðursettar á
liðnu ári 820.000 plöntur og
stildingar, 593.000 um „vorið“, þ.e.
í maí-júlí og 227.000 plöntur í
ágúst-október í haustgróðursetn-
ingu. Ovenjuhátt hlutfall heildar-
gróðursetningar var að þessu sinni
um haustið. Stafar það af því að
vorið var með eindæmum kalt enda
frost flestar nætur í maí. Júní var ill-
viðrasamur, kaldur og votur og
vannst gróðursetningin illa af þeim
sökum. Jafhffamt höfðu kuldamir í
ágúst og september á sl. ári orðið til
þess að hluti þeirra plantna sem
ffamleiddar vora fyrir skógarbænd-
ur á Vesturlandi urðu síðbúnar. T.d.
varð megnið af lerki ekki gróður-
semingarhæff fyrr en í ágúst.
-Vr ■ sÆm
jíímátm
PS ‘i i L m.p
Ný gróðursetningarvél í eigu Einars í Söíulsholti ogAuðuns á Rauðkollsstöðum reynd á
Söðulsholti i sumar. Guðmundur Sigurðsson starfsmaður Vesturlandsskóga situr hér við
vélina.
Afföll á uppeldis-
stöðvum plantna
Þótt illa hafi viðrað til vinnu við
gróðursetningu var jafhan nægur
raki í jörðu. Því má gera ráð fyrir,
segir í fréttabréfmu, að afföll
plantna sem gróðursettar voru
fyrripart sumars hafi orðið lítil.
Síðsumars- og haustgróðursetning
gekk hins vegar afar vel.
Þótt aldrei hafi verið gróðursett
meira á starfssvæði Vesturlands-
skóga en þetta árið, hefði mátt
koma mun fleiri plöntum í jörðu.
Til stóð að gróðursetja tæplega
eina milljón plantna þetta árið.
Vegna affalla í gróðrarstöðvum
varð niðtu-staðan nær 20% minni
gróðursetning en til stóð. „En segja
má, að vandræðin í gróðrarstöðv-
um hafi komið sér vel fyrir Vestur-
landsskóga að einu leyti: Fjárveit-
ingar fyrir árið 2006 urðu mun
minni en vonast hafði verið til. Því
verður væntanlega farið yfir fjár-
lagaheimildir á árinu. Má nærri
geta, að hefðu allar pantaðar plönt-
tn- skilað sér, hefði fjárhagsleg yfir-
keyrsla orðið veruleg,“ segir í bréf-
inu.
Margir á biðlista
Á öðrum stað í fréttabréfinu
skrifar Sigvaldi Ásgeirsson, ffam-
kvæmdastjóri Vesturlandsskóga og
fjallar m.a. um að fjárskortur heffi
eðlilega fjölgun í röðum skógar-
bænda. Gefum Sigvalda orðið:
„Sem stendur eru 42 jarðir á
biðlista hjá Vesturlandsskógum. Að
vísu er það aðeins á 17 þeirra sem
menn eru tilbúnir til að hefja fram-
kvæmdir strax og Vesturlandsskóg-
ar geta gefið þeim grænt ljós. En þá
er líka þess að geta að sökum fjár-
skorts hefur engin áhersla verið á
útbreiðslustarfsemi af hálfu Vestur-
landsskóga. Tel ég einsýnt, að mið-
að við núverandi fjölda skógarjarða
á Vesmrlandi gætum við gróðursett
árlega hálfu fleiri plöntur í lands-
hlutanum en nú er gert. Jafnframt
væri hægt með útbreiðslustarfi að
búa svo um hnútana að innan
þriggja ára væri hægt að tvöfalda
ffamkvæmdir frá því sem nú er.
Mér sýnist því, að Alþingi og ríkis-
stjórn þurfi að taka sig saman í and-
htinu og veita því fé til LUV, sem
þörf er á, svo standa megi við mark-
miðið um að klæða 5% láglendis
skógi á 40 árum. Til að það mark-
mið geti náðst, þurfa fjárveitingar
til Vesturlandsskóga og annarra
síðbúinna landshlutaverkefna í
skógrækt, s.s. Skjólskóga á Vest-
fjörðum, Norðurlandsskóga og
Austurlandsskóga að gera gott bet-
ur en tvöfaldast á næstu 5 árum.
Einnig þarf verulega aukningu til
Suðurlandsskóga. Héraðsskógar
munu hins vegar nokkurn veginn
ná að standa við þau markmið, sem
þeim voru sett í lögum, þótt fjár-
veitingar geri ekki betur en að
halda í við verðbólguna næstu ára-
■ jpSg
Styrktarátak Sparisjóðsins sldlaði 21,4
milljónum tíl geðheilbrigðismála
21,4 milljónir króna söfnuðust í
styrktarátaki Sparisjóðsins fyrir átta
félagasamtök til verkefna á sviði
uppbyggingu, ffæðslu og þróunar í
geðheilbrigðismálum. Styrktar-
átakinu lauk á aðfangadag jóla en
styrkirnir voru afhentir forsvars-
mönnum félaganna fyrir skömmu.
Til að taka þátt í átakinu þurftu við-
skiptavinir Sparisjóðsins ekki að
kosta neinu til, heldur aðeins að
velja eitt af verkefnunum átta og
gaf Sparisjóðurinn jafnharðan þús-
vmd krónur til þess verkefnis. Við-
skiptavinir voru þó hvattir til að
bæta við viðbótarframlagi, en
einnig var opnaður söfnunarsími
svo allir landsmenn gætu tekið þátt.
Styrkirnir skiptust samkvæmt
vilja viðskiptavina og annarra
þáttakenda og kom því ekki ná-
kvæmlega sama upphæðin í hlut
hvers félags. Hæstan styrk hlaut
Geðhjálp 4,8 milljónir króna sem
verður varið til eflingar og upp-
byggingar félagsins á landsbyggð-
inni með stofnun sjö nýrra deilda.
Að meðaltali hlaut hvert félag ríf-
lega 2,5 milljónir í styrk. Styrkþeg-
ar voru ADHD samtökin, Forma,
Geðhjálp, Hugarafl, Klúbburinn
Geysir, Ný leið, Rauði krossinn og
Spegillinn.
Sparisjóðirnir hafa á undanföm-
um árum stutt vel við ýmis málefni
í heimabyggð. I ár hafa þeir varið
um 200 milljónum króna til styrkt-
ar íþrótta-, líknar- og menningar-
málum. MM
Misjafiit hátíðagengi
í körfimni
Skallagrímur tapaði sínum fyrsta
leik í Iceland Express deildinni, í
langan tíma þegar liðið mætti IR í
Seljaskóla 29. desember síðastlið-
inn. Liðið hefur ekki tapað leik síð-
an spilað var gegn Njarðvík í
annarri umferð og situr nú í fjórða
sæti deildarinnar. Skallagrímur
leiddi ffaman af og var yfir í hálf-
leik. Eftir leikhlé gekk Sköllum
ekld sem skildi, IR-ingar gengu á
lagið og leikurinn fór 95-82. I liði
Skallagríms áttu Jovan Zadravevsld
og Darrel Flake góðan leik og
Hreggviður Magnússon og Svein-
bjöm Claessen í liði IR-inga ásamt
Steinari Arasyni sem hitti vel úr
þriggja stiga skotum sínum.
Snæfell áfram í forystu
Snæfell sigraði Keflavík 80-67 í
hörku spennandi leik 30. desember
í Fjárhúsinu, í Stykkishólmi. Snæ-
fellingar verma nú toppsætið ásamt
KR og Njarðvík. Leikurinn fór vel
af stað og heimamenn voru sterkari
í fyrstu tveimur leikhlutunum.
Sama gilti um þriðja leikhluta en í
þeim fjórða áttu Snæfellingar í basli
en tókst samt að landa sigri og úr-
slitin urðu 80-67. I liði heima-
manna stóð fyrirliðinn Hlynur
Bæringsson sig afar vel svo og
Justin Shouse. Hjá Keflvíkingum
var Gunnar Einarsson á skotskón-
um í fyrri hálfleik en í síðari hálf-
leik var Magnús Gunnarsson at-
kvæðamestur. BGK
Yngri landsliðin í körfii
undirbúa komandi átök
Landsliðsþjálfarar yngri landsliða
Islands í körfuknattleik hafa valið
æfingahópa til undirbúnings Norð-
urlandamóti yngri landsliða sem
fram fer í maí á næsta ári. Æfingar
hófust nú milli jóla og nýárs.
Körfuknattleiksliðin sigursælu á
Vesturlandi eiga að sjálfsögðu sína
fulltrúa í æfingahópunum.
Benedikt Guðmundsson þjálfari
landsliðs í körfuknattleik skipað
leikmönnum undir sextán ára aldri
valdi í sinn hóp Egil Egilsson leik-
mann Snæfells í Stykkishólmi og
Sigurð Þórarinsson og Trausta Ei-
ríksson leikmenn Skallagríms í
Borgamesi.
Þá valdi Einar Ami Jóhannsson
þjálfari landsliðs skipað leikmönn-
um undir 18 ára aldri Atla Rafn
Hreinsson leikmann Snæfells í sinn
hóp.
Loks valdi Ágúst Björgvinsson
þjálfari landsliðs kvenna undir 18
ára aldri Guxmhildi Gunnarsdóttir
leikmann Snæfells í sinn hóp. HJ
SkallagTÍmur mætir IR
í bikamum
Lið Skallagríms í Borgarnesi
mætir liði IR í átta liða úrslitum
bikarkeppni Körfuknattleikssam-
bands Islands í karlaflokki. Leikur-
irm fer fram í Reykjavík 7. janúar.
Þessi lið hafa átt mjög misjöfnu
gengi að fagna í vetur. Skallagríms-
menn eru sem kunnugt er á toppi
úrvalsdeildarinnar með 16 stig en
lið IR er í áttunda sæti deildarinnar
með sex stig. Liðin mætmst einmitt
í síðasta leik sínum í úrvalsdeildinni
þann 29. desember sl. í Reykjavík.
I átta liða úrslitum bikarkeppni
kvenna verða stúlkurnar í Snæfelli í
eldlínunni og mæta þar liði Ham-
ars og fer leikurinn ffarn í Stykkis-
hólmi 7. janúar. Lið Snæfells sló út
lið KR í 1. umferð bikarkeppninn-
ar með 63-56. Lið Hamars er sem
stendur í fimmta sæti úrvalsdeildar
kvenna með tvö stig en lið Snæfells
er í fimmta sæti 2. deildar með átta
stig. HJ
lceland-Express
deildin í körfubolta
Skallagrímur-
Keflavík
Laugardaginn 6. jan.
kl. 16:00 í
íþróttamiðstöðinni
Borgarnesi
ALLIRÁ VÖLLINN!