Fréttablaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 2
Veður
Vaxandi austanátt í nótt, víða 8-13
á morgun, en 13-18 við suður-
ströndina fram yfir hádegi. Rigning
á sunnanverðu landinu og einnig
norðan heiða síðdegis. Hiti 8 til 14
stig, mildast S-lands. SJÁ SÍÐU 14
NEYTENDUR Í nýrri rannsókn Euro
stat á áfengisverði í Evrópu kemur í
ljós að Ísland er dýrasti staðurinn.
Rannsóknin næri bæði til Evrópu
sambandsins og EFTAlandanna.
Er áfengisverð á Íslandi meira en
tvöfalt meðalverð í Evrópu. Meðal
talið er reiknað sem 100 prósent en
verðið á Íslandi er 267,6.
Eina landið sem kemst nálægt
Íslandi er Noregur, þar sem hlut
fallið er 252,2. Líkt og í Noregi eru
skattar á áfengi háir á Íslandi. Vel
yfir helmingur á bjór og léttvíni og
enn hærri á sterku víni. Samkvæmt
nýju f járlagafrumvar pi munu
áfengisskattar hækkar um 2,5 pró
sent um áramót.
Til samanburðar má nefna að
áfengisverð í Svíþjóð er 152 pró
sent af meðaltali, Í Danmörku 124,
í Bretlandi 129, Þýskalandi 88,5 og
Spáni 84. Ódýrast er áfengi í Norð
urMakedóníu og Bosníu, eða um 72
prósent. - khg
Áfengi mælist
dýrast á Íslandi
Þingsetning undirbúin
Stóll forseta Íslands er kominn á sinn stað og allt tilbúið fyrir þingsetningu sem fer fram klukkan 14.30 í dag. Eftir guðsþjónustu í Dómkirkjunni
setur Guðni Th. Jóhannesson 150. löggjafarþingið. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
DÓMSMÁL Aðalmeðferð hófst í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í
máli lögreglumanns sem ákærður
er fyrir brot í starfi og líkamsmeið
ingar af gáleysi en hann ók þrívegis
aftan á jeppa sem tveir lögreglu
bílar veittu eftirför á Suðurlandi
í fyrra. Atvikið varð þegar tveir
lögreglubílar veittu ölvuðum öku
manni eftirför en þeir voru á leið í
útkall á heimili mannsins þar sem
óskað hafði verið eftir aðstoð lög
reglu vegna heimilisof beldis. Í til
kynningunni kom fram að maður
gengi berserksgang á tveggja tonna
gröfu fyrir utan húsið. Hann hélt
á brott í jeppa og hófst eftirförin
þegar lögreglan mætti honum á
Þjórsárvegi. Meðan á eftirförinni
stóð hélt maðurinn sig mest á mið
línu vegsins en sveigði í veg fyrir
lögreglu í hvert sinn er hún hugðist
komast fram fyrir bílinn. Þvingaði
maðurinn annan lögreglubílinn út
af veginum eitt sinn.
Á upptöku sem sýnd var í dómsal
sést hvar annar lögreglubílanna ók
þrívegis á vinstra horn jeppans í
þeim tilgangi að stöðva för bílsins
með þeim af leiðingum að öku
maðurinn missti stjórn á bifreiðinni
sem valt tvær veltur. Hlaut öku
maðurinn brot á sjöunda hálslið og
lamaðist tímabundið.
Lögreglumaðurinn neitar sök
og segist hafa brugðist rétt við
aðstæðum. Meðferð málsins fyrir
dómi verður framhaldið síðar í
mánuðinum. – aá
Neitar sök um
brot í starfi
Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir
að valda líkamstjóni af gáleysi.
Á FIMMTUDAG KL. 12!
PÓSLISTAFORSALA HEFST 11. SEPTEMBER KL. 10
MIÐASALA HEFST
Miðasala fer fram á harpa.is/jolagestir.
SAMFÉLAG Framboð vændis hefur
aukist mikið á Íslandi undanfarin
ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæð
inu telur að hverju sinni séu um
sextíu einstaklingar að selja sig en
mikill meirihluti þeirra eru erlendir
einstaklingar sem stoppa stutt við
hér á landi. Til þess að sporna við
þessu nöturlega samfélagsvanda
máli hafa lögregluyfirvöld, Reykja
víkurborg og Samtök ferðaþjónust
unnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn
gegn vændi“ með það fyrir augum
að aðstoða hótel og gististaði við að
berjast gegn þessum vágesti.
Meðal þeirra sem unnið hafa
að verkefninu eru sex nemendur í
meistaranámi í verkefnastjórnun
í Háskólanum í Reykjavík (MPM),
þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney
Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhanns
dóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ing
unn Þorvarðardóttir og Bryndís
Ósk Björnsdóttir.
Aðkoma hópsins að verkefninu
hófst þegar sexmenningarnir sátu
námskeiðið „Raunhæft verkefni“
sem er hluti af þeirra námi í HR en
í því námskeiði vinna nemendur í
hópum verkefni að eigin vali, eina
krafan er að í því felist samfélagsleg
skírskotun á einhvern hátt. Ein úr
hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum
varðandi vinnustofu sem Of beldis
varnarnefnd Reykjavíkurborgar
stóð fyrir í október 2018 en þar
kynnti sænska baráttukonan Malin
Roux leiðir sem sænsku samtökin,
Real Stars, hafa farið í baráttunni
gegn vændi og mansali og samstarfi
samtakanna við hótel og aðra gisti
staði. Umfjöllunin vakti áhuga og
ákveðið var að kanna möguleikann
á því að koma að þessari vinnu. „Við
settum okkur í samband við starfs
mann Of beldisvar nar nef ndar
Íslendingar bláeygðir
þegar kemur að vændi
Sex nemar í Háskólanum í Reykjavík unnu verkefnið „Vopn gegn vændi“ til
að fræða starfsfólk gististaða um einkenni starfseminnar. Byggist á sænskri
fyrirmynd. Að þeirra mati eru Íslendingar oft bláeygðir gagnvart vændi.
Þórgunnur Jóhannsdóttir, Bryndís Ósk Björnsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir,
Ísól Fanney Ómarsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir, Stella Sif Jónsdóttir.
Reykjavíkurborgar og þar með fór
boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk.
Hópurinn vann verkefnið í nánu
samstarfi við lögregluna á höfuð
borgarsvæðinu sem opnaði augu
þeirra fyrir umfangi vandamáls
ins. Bryndís Ósk segir að vinnan
við verkefnið hafi tekið á. „Manni
leið ekki vel í sálinni að vinna þetta
verkefni. Aðstæður þeirra sem
neyðast og/eða eru neyddir til þess
að selja líkama sinn eru þyngri en
tárum taki.“
Framlag hópsins til þessa mikil
væga verkefnisins er fræðsluefni
sem ber heitið „Vopn gegn vændi“
fyrir stjórnendur og starfsfólk
gististaða þar sem þeim í fram
línunni er kennt að bera kennsl á
ýmis einkenni vændissölu. Bryn
dís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri
fræðslu.
„Markmiðið er að auka líkur á
því að starfsfólk innan hótela og
gististaða þekki einkenni vændis
og mansals og komi því frekar auga
á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla
sem æskilegt er að fara eftir sam
kvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir
um aukna vændissölu á Íslandi þá
tel ég að við Íslendingar séum afar
bláeygðir gagnvart slíkri starf
semi og kveikjum ekki endilega á
perunni þó svo að slíkt sé í gangi í
okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís
Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá
Samtökum ferðaþjónustunnar.
bjornth@frettabladid.is
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
0
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
B
-9
0
0
4
2
3
B
B
-8
E
C
8
2
3
B
B
-8
D
8
C
2
3
B
B
-8
C
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
3
2
s
_
9
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K