Fréttablaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 9
Frá ungum tombóluhaldara
til fyrirtækjafrömuða – við
eigum það flest sammerkt
að vilja bæta heiminn.
Barninu á að líða vel í skól-
anum og við viljum beita
áhrifaríkustu aðferðum til
að svo megi verða.
Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minn
ingar eigum við úr skóla? Hverjir
voru bestu vinirnir/bestu vinkon
urnar í skólanum? Var komið fram
við þig af virðingu og á þínum for
sendum? Leið þér vel í skólanum?
Við höfum beitt okkur fyrir því
að skólar geti stuðst við Olweusar
áætlunina gegn einelti. Hún er
byggð á áratuga reynslu á Íslandi
allt frá því að við hófum inn
leiðingu hennar árið 2002. Mikil
þekking hefur safnast fyrir í þeim
skólum sem fylgja áætluninni. Og
reyndar hefur þekkingin og færnin
f lust milli skóla með starfsfólki
sem hefur verið þátttakendur í
áætluninni. Frá byrjun hafa um eitt
hundrað skólar innleitt Olweusar
áætlunina að hluta eða í heild.
Einelti teygir anga sína um allt
samfélag okkar. Einnig til skólanna.
Sérhver skóli á að styðjast við ein
eltisáætlun. Það er nauðsynlegt að
rækta starfið gegn einelti alla daga
með öllum ráðum sem eru talin
bera árangur. Við vitum hvað það
er sem skiptir mestu máli – ef verið
er að tryggja nemendum öryggi og
vellíðan. Langvarandi slæmt ein
elti hefur afgerandi áhrif á börn og
unglinga. Það eltir viðkomandi um
ókomin ár ef það tekur sér bólfestu
í sálinni. Sá sem beitir sér fyrir því
að barn sé lagt í einelti veit innst
inni að það skaðar þann sem verður
fyrir.
Olweusaráætlunin nær til allra
þátta skólastarfs. Er hluti af heild
þar sem þátttakendur eru börnin í
skólanum, starfsfólks skólans, for
eldrar – og teygir anga sína um allt
skólasamfélagið. Við viljum nefni
lega að sömu reglur gildi í félags og
tómstundastarfi og eru í skólanum.
Olweusaráætlunin er eins konar
umgjörð um nemandann. Barninu á
að líða vel í skólanum og við viljum
beita áhrifaríkustu aðferðum til að
svo megi verða.
Í upphafi skólaárs er fyrir mestu
að skólasamfélagið sameinist um að
efla velferð nemandans. Við viljum
vera með á þeirri velferð.
Tryggjum barninu öryggi og vellíðan
Þorlákur Helgi
Helgason
framkvæmda-
stjóri Olweus-
aráætlunarinn-
ar á Íslandi
Við sjálfstæðismenn lögðum til snjallvæðingu umferðarljósa eins og gert er í öðrum
borgum Evrópu. Samtök iðnaðarins
reiknuðu út að 15% minnkun ferða
tíma sem er fyrirsjáanleg með kerf
inu myndi spara 80 milljarða. En
hvað var gert? Tillögunni var vísað
frá. Meirihlutinn segir þessi mál
vera í „góðum farvegi“. En hvernig
er þessi farvegur? Jú, síðasta útboð
fór af stað fyrir 15 árum, en þá voru
snjallsímarnir ekki komnir fram.
Ekkert frekar en sú tækni sem hér
um ræðir. Aðrar borgir bjóða út
svona kerfi á fjögurra ára fresti.
Búið er að skoða eitt og annað
„í farveginum“ hjá borginni, en
ekkert verið ákveðið. Á sama tíma
hefur umferðin þyngst verulega
og hlutfall einkabíla vaxið mikið.
Það er rýr árangur. Svipað er að sjá
með rekstur borgarinnar. Þar ætla
menn að læra af mistökunum. Það
gengur fremur hægt eins og sjá má
af síendurteknum svipuðum mis
tökum. Bragginn, framúrkeyrslan í
Félagsbústöðum og nú áætlanagerð
Sorpu eru skýrt mynstur óstjórnar.
Sífellt er talað um að læra af mis
tökunum en það virðist ganga
hægt. Það er ekki góður farvegur.
Stjórnkerfið skilar ekki svörum og
íbúarnir verða að sætta sig við að
málin séu „í farvegi“. En langur er
sá farvegur.
Stundum er hollara að líta í speg
il og játa það að „góði farvegurinn“
er kannski ekki svo góður eftir
allt saman. Að minnsta kosti þarf
góður árfarvegur að skila sínu en
ekki vera stíf laður.
„Í góðum farvegi“
Eyþór Arnalds
oddviti Sjálf-
stæðisflokks-
ins í Reykjavík
Fyrsta minning mín um mikilvægi þess að styðja við þá sem minna mega sín var þegar ég
og vinkonur mínar, þá 7 ára, settum
upp tombólu og gáfum ágóðann,
heilar 3.640 kr. til Rauða krossins
– í fullvissu um að það myndi bæta
heiminn. Þótt þessar krónur hafi
ef laust ekki skipt sköpum fyrir
Rauða krossinn var þetta fyrsta
skref okkar vinkvenna í því að gefa
til hinna þurfandi úti í heimi – fólks
sem við myndum aldrei hitta í eigin
persónu. Það var langtum betri til
finning en að hendast út í sjoppu og
kaupa sælgæti fyrir ágóðann.
Öll ríki eru í þróun
Í einlægum tilraunum sem þessum
hefur því miður nokkurs yfirlætis
gætt í hugarfari og orðavali. Fram
lög til uppbyggingar í hinum svo
kölluðu „vanþróuðu“ ríkjum hafa
oftar en ekki verið hugsuð og útfærð
á forsendum þeirra sem kölluð eru
„þróuð“ ríki. Þau vilja vel – en átta
sig ekki endilega á því hvað sam
vinnuaðilinn þarf í raun eða hvað
virkar í því samfélagi til lengri tíma.
Stöldrum því aðeins við og gefum
því gaum hve hrokafullt orðavalið
er í raun um „vanþróuð“ og „þróuð“
ríki. Er ekki réttara og sanngjarn
ara að tala um há og lágtekjuríki í
þessu samhengi?
Sem betur fer hafa langf lest
samtök og fyrirtæki, einstaklingar
og leiðtogar ríkja áttað sig á því
að þróunarsamvinna snýst ekki
um að gefa fjármagn í blindni eða
þröngva eigin lausnum upp á önnur
samfélög. Hún snýst um að huga að
uppbyggingu þekkingar, kunnáttu
og skipulags, sem til lengri tíma
getur stuðlað að sjálf bærni og betri
lífskjörum fyrir fólkið í viðkomandi
landi og á þess forsendum.
Þróunarsamvinna er nefnilega
ekki svo einföld að „þróuð ríki leiði
vanþróuð ríki út úr fátækt“. Öll ríki
eru í þróun og því hefur eitt mesta
framfaraskrefið í þessum efnum
verið í þeim nýmælum að hvetja
fyrirtæki til þátttöku þar sem við
skipti eru notuð með beinum hætti
til að stuðla að þróun. Með þessum
hætti er samvinna milli ríkja nýtt
með auknum tækifærum og velsæld
fyrir alla sem að samstarfinu koma.
Íslensk fyrirtæki hefja þróunar-
samvinnu með beinum hætti
Fyrstu íslensku fyrirtækin sem
nú leggja í slíka vegferð, fyrir til
stilli samstarfssjóðs utanríkis
ráðuneytisins við atvinnulífið um
heimsmarkmiðin, eru Marel og
Thoregs. Bæði fyrirtækin munu
stuðla að aukinni þekkingu á tækni
og vinnslu í matvælaiðnaði með
það að markmiði að hafa bein áhrif
á verðmæti afurða, uppbyggingu
atvinnumöguleika og sjálf bæran
vöxt starfsemi í viðkomandi landi.
Með sjóðnum fá fyrirtækin aukin
tækifæri til að leggja lóð á vogar
skálar þróunarsamvinnu með því
að leggja til þekkingu, fjármagn og
búnað sem stuðlar að bættum lífs
kjörum í lágtekjuríkjum til lengri
tíma, en geta líka skapað gagnkvæm
viðskiptasambönd til framtíðar.
Fjölmörg íslensk fyrirtæki geta
miðlað þekkingu sinni og reynslu
í nýju umhverfi þar sem dýrmæt
samvinna verður til og sem ryður
jafnvel brautir nýsköpunar svo
að báðir aðilar verða reynslunni
ríkari. Frá ungum tombóluhald
ara til fyrirtækjafrömuða – við
eigum það f lest sammerkt að
vilja bæta heiminn. Með beinni
þátttök u í þróunarsamv innu
erum við nokkrum skrefum nær.
Greinin er skrifuð í tilefni átaksins
Þróunarsamvinna ber ávöxt sem er
á vegum félagasamtaka er starfa í
mannúðarstarfi og alþjóðlegri þró-
unarsamvinnu í samstarfi við utan-
ríkisráðuneyti. Markmið átaksins
er að hvetja fyrirtæki, stór sem smá,
að taka þátt í þróunarsamvinnu og
vinna þannig markvisst að fram-
gangi heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna um sjálf bæra þróun.
Viðskipti og samvinna stuðla að framþróun ríkja
Ásta Sigríður
Fjeldsted
framkvæmda-
stjóri Við-
skiptaráðs
Íslands
Hálf milljón í afslátt!
Bílarnir eru að klárast
– komdu strax í dag!
ford.is
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
BOM
BUT
ILBO
Ð
Á FO
RD F
OCU
S!
-500
.000
KR.
FORD FOCUS TREND EDITION
1.0i bensín, 125 hestöfl, 5 dyra og 6 gíra
Verð með aukabúnaði 3.681.000 kr.
Tilboðsverð 3.181.000 kr.
FORD FOCUS ST-LINE
1.5i bensín, 150 hestöfl, 5 dyra og sjálfskiptur
Verð með aukabúnaði 4.410.000 kr.
Tilboðsverð 3.910.000 kr.
SÍÐASTI
SÉNS!!
Bombutilboð Focus 5x15 20190909.indd 1 09/09/2019 14:49
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
1
0
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
B
B
-9
4
F
4
2
3
B
B
-9
3
B
8
2
3
B
B
-9
2
7
C
2
3
B
B
-9
1
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
9
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K