Fréttablaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 10
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
og sá sem er í byggingu í Breiðholti
eru mikilvægir vellir, fyrir æfingar
og smærri mót, en hæfa ekki fyrir
alþjóðlega keppni. Núverandi staða
er því ótæk fyrir frjálsar.
„Það hefur gengið vel að undan-
förnu og unga kynslóðin okkar er
öf lug og hefur verið að ná góðum
árangri í alþjóðlegum saman-
burði. Að sjálfsögðu viljum við geta
boðið þeim að mæta jafningjum
hér á landi við boðlegar aðstæður.
En við erum auðvitað líka þakklát
fyrir fyrri uppbyggingu. Margt af
þessu unga fólki hefur náð árangri í
skjóli frjálsíþróttahallanna tveggja
í Reykjavík og Hafnarfirði. Það er
ómetanleg aðstaða sem hefur breytt
öllu fyrir frjálsar.”
Heimavellirnir gamlir
Laugardalurinn er heimavöllur
landsliða Íslands en öll landsliðin
eiga það sameiginlegt að spila nán-
ast við óboðlegar aðstæður. Fræg
er barátta KSÍ fyrir nýjum velli,
KKÍ og HSÍ spila í Laugardalshöll
á undanþágum enda höllin nánast
orðin fornminjar. Aðspurður hvort
frjálsar íþróttir geti nýtt nýjan
Laugardalsvöll undir sína starf-
semi segir Freyr að best væri að fá
sérstakan völl fyrir frjálsar íþróttir.
„Okkar krafa er að hafa átta brauta
völl í Laugardal. Ég á von á því að
það sé betra fyrir báða aðila að vera
með sitthvorn völlinn. Það er ekk-
ert samband sem getur byggt völl
og við verðum að leyfa pólitíkinni
að ákveða næstu skref, en það getur
augljóslega ekki beðið lengur.“
Hann bendir á að aðgengi að
frjálsíþróttavelli sé mjög gott. „Það
sem frjálsíþróttavöllur býður upp
á, ef hann verður byggður ein-
göngu fyrir frjálsar, er miklu meira
aðgengi. Fjöldinn fær þá að æfa á
vellinum, allt frá yngri börnum
upp í afreksmenn. Völlurinn verður
sannarlega opinn og þannig hluti af
Laugardalnum, en ekki læstur, utan
nokkurra leikja eða viðburða á ári.“
Þá gagnrýnir Freyr ríkisvaldið.
SPORT
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið
mætir Albaníu ytra í sjöttu umferð
H-riðils í undankeppni Evrópu-
mótsins 2020 í dag. Ísland á í harðri
baráttu við ríkjandi heimsmeistara
Frakklands og Tyrklands um eitt af
efstu tveimur sætunum sem veita
þátttökurétt á EM næsta sumar og
mega strákarnir okkar því ekki við
því að misstíga sig. Þetta verður í
sjöunda skiptið sem þjóðirnar mæt-
ast, fjórum sinnum hefur Ísland
unnið en Albanir hafa unnið tvo.
Leikurinn fer fram í Elbasan, þriðju
stærstu borg Albaníu, 45 mínútum
frá höfuðborginni Tirana þar sem
Ísland dvelur í aðdraganda leiksins.
Ísland hefur unnið síðustu þrjár
viðureignir liðanna með núverandi
gullkynslóð íslenska landsliðsins.
Gera má ráð fyrir að átta leikmenn
sem byrjuðu leikinn í 2-1 sigri
Íslands árið 2012 byrji leikinn í
kvöld en í þeim leik skoruðu Gylfi
Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason
mörk Íslands.
Stutt er síðan liðin mættust á
Laugardalsvelli í sumar þar sem
Jóhann Berg Guðmundsson skor-
aði eina mark leiksins í 1-0 sigri
Íslands en í síðustu fimm leikjum
liðanna hefur eitt mark skilið liðin
að. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði
Íslands, sagðist á blaðamannafundi
íslenska liðsins eiga von á erfiðum
leik í kvöld.
„Við erum bara að horfa á þennan
leik og við eigum von á erfiðum leik
gegn særðu liði Albaníu eftir skell-
inn sem þeir fengu í Frakklandi.
Yfirleitt munar litlu á þessum liðum
þegar þau mætast, mikið um bar-
áttu og einvígi inn á vellinum. Við
megum ekki missa einbeitinguna í
leiknum því Albanir mæta klárir til
leiks,“ sagði Aron Einar og tók Erik
Hamrén, þjálfari landsliðsins í sama
streng og fyrirliðinn.
„Við ætlum okkur á EM og þetta
er mjög mikilvægur leikur í þeirri
vegferð. Við berum mikla virðingu
fyrir liði Albana en vitum þurfum
að ná góðum úrslitum hérna gegn
liði sem hefur verið sterkt undan-
farin ár og voru óheppnir að fá
ekkert úr leiknum gegn Tyrklandi
á heimavelli. Þeir munu selja sig
dýrt á heimavelli fyrir framan þjóð
sína til að taka stigin þrjú.“ - kpt.
Strákarnir okkar mega ekki misstíga sig í Elbasan
Ragnar Sigurðsson leikur í dag sinn 90. leik fyrir Ísland. NORDICPHOTOS/GETTY
Ragnar Sigurðsson
verður í dag sá þriðji sem
nær 90 leikjum fyrir karla-
landsliðið á eftir Rúnari
Kristinssyni og Birki Má
Sævarssyni.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Frjálsíþrótta-
samband Íslands, FRÍ, sendi borgar-
ráði Reykjavíkur bréf um Laugar-
dalsvöll í byrjun mánaðarins.
Benti sambandið á þær aðstæður
sem frjálsíþróttafólk býr nú við
og ítrekar vilja FRÍ um að hefja
umsóknarferli um viðurkenningu
þjóðarleikvanga í íþróttum.
Þá fylgdi greinargerð mann-
virkjanefndar FR Í um ástand
Laugardalsvallar. Telur FRÍ einsýnt
að Reykjavíkurborg hefji nú þegar
undirbúning að viðhaldsfram-
kvæmdum á vellinum. Þá minnist
FRÍ sérstaklega á að ekki fer saman
það tónleikahald sem verið hefur
með mjög löngu og miklu inngripi
í starfsemi frjálsíþróttafélaganna
í Reykjavík og óæskilegu álagi á
keppnisbrautir vallarins.
Freyr Ólafsson, formaður FRÍ,
segir að frjálsar íþróttir séu í raun
heimilislausar enda sé búið að lýsa
því yfir að það eigi að fjarlægja
hlaupabrautirnar á Laugardals-
velli. „Ef það verður gert þá erum
við á köldum klaka, eins og greinar-
gerð okkar sýnir, völlurinn er ekki
keppnishæfur. Við getum ekki leng-
ur tekið við mótum og höfum þegar
þurft að vísa frá okkur mótum svo
sem Norðurlandamótum. Við erum
strand og bíðum svara.“
Freyr segir að þjóðarleikvangur
í frjálsum eigi heima í Laugardaln-
um. Búið sé að þjarma að aðstöð-
unni víða, meðal annars með því að
skipta yfir í gervigras í Kópavogin-
um. Frjálsíþróttavellir í Hafnarfirði
Laugardalsvöllurinn er úr sér genginn
Nánast öll sérsamböndin í Laugardal þurfa ný mannvirki enda langt síðan hamar og naglar hafa verið teknir upp í
Laugardal. Aðstæður fyrir frjálsíþróttafólk eru óboðlegar að mati formanns FRÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Mannvirki sem hýsa ís-
lensku landsliðin eru öll
úr sér gengin. KSÍ er að
berjast fyrir nýjum velli
enda að spila á hand-
ónýtum og gömlum
velli. HSÍ og KKÍ eru á
undanþágum frá sínum
alþjóðasamböndum
vegna úreltrar Laugar-
dalshallar og FRÍ sendi
borgarráði bréf um
aðstöðuna í fyrir rjálsar
íþróttir. Þar er margt
í ólagi og hefur sam-
bandið þurft að vísa frá
sér mótum.
Segir það verði að stíga stærri skref
með sérsamböndunum. „Þetta er
hnútur sem ég vona að verði leystur
sem fyrst. Aðrir stallbræður mínir
eru mér sammála þegar kemur að
landsliðum og landskeppnum, þá
hefur ríkisvaldið verið stikkfrí. Ég
held því fram fullum fetum að ríkið
græði einna mest á íþróttum með
heilbrigðari þjóð. En við skulum
vona að með þessari reglugerð um
þjóðarleikvang að ríkið sé að koma
aðeins meira inn.
Vissulega hefur afrekssjóður
verið stækkaður af myndarskap,
en nú þarf sama myndarskap til að
höggva á hnútinn vegna aðstæðna
sérsambandanna.“
benediktboas@frettabladid.is
✿ Ástand Laugardalsvallar
n Frjálsíþróttavöllurinn er ekki
keppnishæfur í núverandi
ástandi.
n Víða sér á yfirborði sem er rifið
á nokkrum stöðum, væntan-
lega vegna snúnings bíldekkja
í tengslum við ýmsa viðburði á
vellinum.
n Á hlutasvæðum eru verulegar
dældir í yfirborði.
n Merkingar á vellinum eru daufar
og búið er að breyta merkingu
skiptisvæða með yfirmálningu.
n Hlaupabrautayfirborðið sjálft er
margbætt og ónýtt.
n Stökkgryfjur eru ólöglegar.
n Lendingarsvæði stangarstökks
þarf að endurnýja svo öryggi
stökkvara sé tryggt. Nýlega
hafa orðið slys í lendingu vegna
skorts á rými og frágangi við
lendingarsvæði.
n Koma þarf upp kastbúri fyrir
sleggju- og kringlukast.
n Lagfæra þarf núverandi kast-
hringi sem eru farnir að láta á
sjá. Hreinsa þarf steypuyfirborð
platta, yfirfara gjarðir og endur-
leggja yfirborðsefni.
n Byggingarnefnd FRÍ tók saman
áætlaðan heildarkostnað við
lágmarks endurbætur og nemur
hann um 82 milljónum króna.
em getur byggt völl
og við verðum að
leyfa pólitíkinni að ákveða
næstu skref, en það getur
augljóslega ekki
beðið lengur
Freyr Ólafsson,
formaður FRÍ
1
0
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
B
-9
9
E
4
2
3
B
B
-9
8
A
8
2
3
B
B
-9
7
6
C
2
3
B
B
-9
6
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
3
2
s
_
9
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K