Fréttablaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 18
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Sætar, fylltar kartöflur með girnilegum baunum, fetaosti, grillaðri papriku og gómsætum kryddjurtum gleðja bæði munn og maga. NORDIC PHOTOS/GETTY
Þegar skammdegið nálgast kallar hugurinn oft á mat sem huggar og umvefur sálina.
Oftar en ekki eru þeir réttir orku-
miklir, þungir og stundum hitaein-
ingaríkir en það er ekkert mál og
alls ekki síðra að elda kósímat sem
er hollur, bragðgóður og með beina
tengingu í náttúru og uppskeru
heimsins.
Hér gefast tveir heilnæmir og
ljúffengir réttir sem kæta bæði
munn og maga þeirra sem njóta.
Þeir kalla á smávegis nostur yfir
eldamennskunni en hvað er það á
milli vina þegar ekkert er að gera
annað en að hafa það huggulegt
saman í haustvindum og kerta-
ljósum? Það er svo upplagt að taka
saman skrafl eða tafl eftir matinn,
eða þá Ólsen, Ólsen og slönguspil
við krakkana.
Fylltar sætar kartöflur
Sætar kartöflur eru einstaklega
hollar og góðar. Þær eru trefja-
miklar og innihalda nauðsynleg
vítamín og steinefni, eins og
A-vítamín, B6-vítamín og magn-
esíum.
4 sætar kartöflur af miðlungs-
stærð
1 dós svartar baunir eða nýrna-
baunir
¼ bolli maísbaunir
¼ bolli fetaostur
¼ bolli grilluð rauð paprika
3 msk. góð ólífuolía
3 msk. steinselja eða kóríander,
smátt saxað
Salt og pipar
Aðferð:
Stingið nokkur göt á sætu kartöfl-
urnar með litlum hnífi og bakið
í ofni við 180°C þar til orðnar
mjúkar. Blandið saman svörtum
baunum, fetaosti, grillaðri papr-
iku, ólífuolíu, steinselju, salti og
pipar. Skerið því næst kartöflurnar
í tvennt og skrapið kartöflukjötið
úr hverjum helming. Setjið í pott
og hrærið smjöri og púðursykri
saman við. Fyllið þá kartöfluhýðin
með svolitlu af kartöflumúsinni
ásamt gómsætri baunablöndunni
og bakið í ofni við 180°C í 10
mínútur. Toppið með sýrðum
rjóma, til dæmis með graslauk eða
habanero.
Bökuð epli með
kanilosti og möndlum
Þessi ljúfi og holli eftirréttur fyllir
heimilið af unaðslegri angan og
kórónar notalegan málsverð á
haustkvöldi.
3 epli, skorin í tvennt og kjarn-
hreinsuð
½ bolli saxaðar möndlur
1 og ½ bolli vatn
1 og ½ msk. smjör, skorið í 6
þunna bita (kaldir)
Kanill
250 g mascarpone-ostur
1 og ½ msk. hlynsíróp
½ tsk. kanill
½ tsk. vanilludropar
¼ tsk. múskat
Aðferð:
Hitið ofn í 180°C. Raðið eplahelm-
ingunum í eldfast mót með sárið
upp, setjið smjör í kjarnaholuna og
stráið svolitlum kanil og söx-
uðum möndlum yfir eplin. Hellið
vatninu í mótið og breiðið yfir
með álpappír. Bakið í 30 mínútur.
Á meðan á bakstrinum stendur
er góður tími að setja mascar-
pone-ost, hlynsíróp, kanilduft,
vanilludropa og múskat í skál og
hræra varlega saman. Takið eplin
úr ofninum og berið fram volg með
1 til 2 matskeiðum af mascarpone-
ostablöndunni.
Heilnæmt og huggulegt haustnasl
Hvað er heimilislegra en ilmur af bökuðum eplum með kanil og möndlum?
Haustkvöldin
eru töfrandi og
rómantískur tími.
Kvöldmyrkrið
kallar á inniveru,
nánd, huggulega
birtu og nota-
legan mat sem
veitir vellíðan og
hamingju með
tilveruna.
VERTU BETRI
REEBOKFITNESS.ISstqf
LAMBHAGI
HOLTAGARÐAR
URÐARHVARF
FAXAFEN
TJARNAVELLIR
ÁSVALLALAUG
KÓPAVOGSLAUG
SALALAUG
FYRIR ALLA | ENGIN BINDING
BYRJAÐU
STRAX
Í DAG!
NÝ NÁMS
KEIÐ
AÐ HEFJA
ST!
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
0
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
B
B
-9
9
E
4
2
3
B
B
-9
8
A
8
2
3
B
B
-9
7
6
C
2
3
B
B
-9
6
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
3
2
s
_
9
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K