Mosfellingur - 12.09.2019, Qupperneq 12

Mosfellingur - 12.09.2019, Qupperneq 12
 - Fréttir úr bæjarlífinu12 tel : 552 - 66 - 66 Y A M 2 7 0 M o s f e l l s b æ yamrestaurant@gmail.com Allur matur er eldaður eftir pöntun og því er enginn matur tilbúinn fyrirfram. Þar af leiðandi er alltaf allavega 10 mínútna bið eftir matnum stundum þegar mikið er að gera getur því biðin verið löng. Kíkið nýja matseðil á. w w w . y a m . i s Nýr Opnunartími THAI FOOD RESTAURANT Y A M THAI FOOD RESTAURANT Nýr matseðil Nýtt bragð Nýr réttir ............. K j a r n a , Þ v e r h o l t 2 .............. .............. good and delicious food 16.30 – 20.30 og betri smekkur Mosfellingurinn Birta Abiba Þórhallsdóttir var á dögunum krýnd Miss Universe Ice- land 2019 eftir val alþjóðlegrar dómnefnd- ar. Birta verður því fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni. „Þessi keppni hef- ur ýtt mér vel út úr þægindarammanum og undirbýr mann vel fyrir framtíðina. Það sem ég hef helst lært af þátttökunni er að með mikilli vinnu og staðfestu getur maður gert allt sem maður ætlar sér,“ segir Birta. Hún er nú á 4 vikna ferðalagi um Bandaríkin sem er hluti af undirbúningi fyrir aðalkeppnina. Birta hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn kynþáttafordómum. „Að vinna svona keppni gefur manni góðan vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem brenna á manni. Þrátt fyrir að ég passi ekki inni í staðalímynd af íslenskri fegurð þá er ég samt stoltur Íslendingur og ákvað að taka þátt í þessari keppni vegna þess að mig langaði til þess.“ Út fyrir þægindarammann • Vettvangur til að vekja athygli á verðugum málefnum Krýnd Miss Universe Iceland Birta verður fulltrúi íslands í miss universe Mosfellsbær hefur keyrt þróunarverkefnið „Heilsueflandi samfélag“ í samvinnu við Heilsuvin og Embætti landlæknis í þónokk- ur ár og eins og áður miðar verkefnið að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allri þjónustu sveitarfélagsins. Í mannauðsstefnu Mosfellsbæjar er lagður metnaður í að skapa heilsueflandi vinnustaðamenningu fyrir starfsmenn og gera starfsmönnum aðgengilegra að huga að hreyfingu og auknu heilbrigði. Til að framfylgja mannauðsstefnu bæjarins og með það að markmiði að ýta undir heilsueflingu starfsmanna hefur Mosfellsbær síðustu rúmu tvö árin boðið starfsmönnum sínum að sækja fjölbreytta íþróttatíma, þeim að kostnaðarlausu, í íþróttamiðstöð Lágafells. Í anda heilsueflandi samfélags „Tímarnir eru í boði eftir hefðbundinn vinnutíma starfsmanna og þarf að skrá sig áður en mætt er,“ segir Hanna Guðlaugs- dóttir mannauðsstjóri hjá Mosfellsbæ. „Er þetta liður í að hvetja alla starfsmenn til að hreyfa sig reglubundið, bæta heilsufar sitt, vellíðan og hreysti í anda heilsueflandi samfélags Mosfellsbæjar. Þeir starfsmenn sem kjósa geta skráð sig í tímana og mætt, óháð því hvort viðkomandi er með líkams- ræktarkort eða ekki.“ Í átt að betri líðan Fyrirkomulagið hófst veturinn 2017-2018 og var upphaflega hugsað sem tilraun- verkefni en hefur frá upphafi verið tekið einstaklega vel. „Með þessu teljum við Mosfellsbæ styðja við bakið á starfsmönnum og veita þeim fleiri tækifæri til að stunda reglubundna hreyfingu ásamt því að taka skrefin í átt að betri heilsu og líðan,“ segir Hanna. Fjölbreyttir tímar Í haust geta starfs- menn sótt tíma í jóga, vatnsleikfimi eða Tab- ata. Tímarnir verða í boði til 1. desember en það fer eftir ásókn og ástundun starfsmanna hversu langt inn í veturinn þeir halda áfram. „Við hvetjum starfsmenn okkar að nýta sér þessa heilsueflandi viðbót við sam- göngustyrk og ókeypis sundkort.“ Heilsuefling í forgrunni í allri þjónustu sveitarfélagsins • Starfsmenn Mosfellsbæjar hvattir til reglulegrar hreyfingar Bjóða upp á íþróttatíma eftir vinnu Hanna Guðlaugsdóttir þorBjörg íþróttakennari stýrir vatnsleikfimi Alþjóðlegur dagur friðar 21. september • Eldri konur skipa ráð evrópskra formæðra Friðardagur hefst í Mosfellsbæ Alþjóðlegur dagur friðar hefur verið haldinn þann 21. september að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna frá 1981. Dagana 20.–22. september 2019 heldur „Ráð evrópskra formæðra“ friðarþingið hér á Íslandi. Þá koma 22 eldri konur frá 14 löndum auk gesta til Íslands. Í samvinnu við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fer fram skipulögð dagskrá sem opin er almenningi. Friður í leik og starfi Laugardaginn 21. september, hefst friðardagurinn hér í Mos- fellsbæ með því að bæjarfulltrúar opna sýningu með listaverkum frá leikskólabörnum í Kjarna. Yfirskriftin er: Hvernig upplifa og túlka börnin frið í leik og starfi. Dansað verður ævintýri um „Lily Butterfly“ og sungið. Kl. 14 opnar friðardagurinn formlega í Þjóð- minjasafninu og á eftir verður farið í friðargöngu um Tjörnina. Á sunnudeginum verður farið í þakklætisathöfn. Lagt er af stað úr Mosfellsdal kl. 9 og ferðinni heitið á Reykjanesskaga þar sem móður jörð er þakkað fyrir skilyrðislausa ást. Nánari upplýsingar um friðardaginn og ráð evrópskra formæðra má finna á www.councileugrandmothers.eu ráð evrópskra formæðra heldur friðarþing á íslandi

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.