Mosfellingur - 12.09.2019, Qupperneq 24

Mosfellingur - 12.09.2019, Qupperneq 24
Uppskeruhátíð Sumarlestrar Bókasafnsins var haldin fimmtudaginn 5. september. Í ár voru um 250 börn skráð í sumarlesturinn. Mikil ánægja var meðal foreldra. Sumarlesturinn er kjörin hvatning til lestrar og heldur við þeirri lestrarhæfni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn. Börnin hittust einu sinni í mánuði í sumar, þá var spjallað um bækur, dregið í happdrætti og þrautir leystar. Fjörleg sirkussmiðja Á uppskeruhátíðinni var Sirkus Íslands með fjörlega sirkussmiðju fyrir börnin. Dregið var í happdrætti og sex börn duttu í lukkupott- inn. Vinningshafar fengu bókina Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sæv- arsdóttur. Börnin voru afar ánægð með þetta allt saman og gleðin var við völd. Bókasafnið þakkar öllum kærlega fyrir þátttökuna. Bókasafn Mosfellsbæjar Vel heppnuð uppskeru- hátíð í Bókasafninu - Bókasafn og Listasalur Mosfellsbæjar24 Á döfinni í Bókasafninu 12. september: Prjónakaffi kl. 16. Heitt á könnunni. 26. september: Sögustund kl. 16.45: Hundurinn sem átti að verða stór eftir Irmu Lauridsen. 28. september: Hundar sem hlusta kl. 12.30. Aðeins sex börn komast að og nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram með því að senda póst á evadogg@mos.is Bókasafn Mosfellsbæjar Fyrirlestur um svefn barna Arna Skúladóttir sérfræð- ingur í barnahjúkrun fræðir foreldra og aðra áhugasama um svefnvenjur barna og gefur góð ráð í Bókasafni Mosfellsbæjar þriðjudaginn 17. september kl. 17:00- 18:30. Arna er höfundur metsölubókarinnar Draumaland: svefn og svefnvenjur barna frá fæð- ingu til tveggja ára aldurs og rekur ráðgjafarþjónustu fyrir foreldra um svefn og næringu. Allir velkomnir. Fylgdu okkur á Instagram...

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.