Mosfellingur - 12.09.2019, Síða 30

Mosfellingur - 12.09.2019, Síða 30
893 armbönd perluð með Krafti í Hlégarði Um 120 manns lögðu leið sína í Hlégarð, þriðjudaginn 27. ágúst, til að þjófstarta bæjarhátíðinni með Krafti. Perlað með Krafti er fjáröflun sem Kraftur, stuðningfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein, hefur undanfarin ár staðið fyrir og er þetta annað árið í röð sem Afturelding tekur þátt í. „Við hjá Aftureldingu erum ákaflega þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu ferli með Krafti, sem selur armböndin á vefsíðu sinni www.kraftur.org,“ segir Hanna Björk íþróttafulltrúi Aftureldingar. Perluð voru 893 armbönd, sem verður að teljast mjög góður árangur. Vetrarstarf Aftureld- ingar að fara á fullt Afturelding vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu leið sína í íþróttahúsið að Varmá þann 31. ágúst þegar kynnt var vetr- arstarfsemi félagsins með pompi og prakt. Vetrarstarfið fer vel af stað, en úr mörgu er að velja og voru þjálfara og aðrir sjálfboðaliðar mættir á svæðið til þess að kynna þær íþróttir sem hægt er að stunda hjá Aftureld- ingu. Stundatöflur allra deilda og aðrar hagnýttar upplýsingar er hægt að finna inná heimasíðu félagsins, www.afturelding.is. N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi - Íþróttir30 Weetos-mótið í knattspyrnu var haldið við frábærar aðstæður á Tungubakkavelli loka- helgina í ágúst. Mótið er hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, og var sett þátttökumet í ár. Um 270 lið í 6. og 7. flokki karla og kvenna tóku þátt í mótinu í ár og komu lið hvaðanæva af landinu til að taka þátt í þessu árlega móti sem Afturelding hefur staðið að um árabil. Stærsta íþróttamót árins í Mosfellsbæ Weetos-mótið er stærsta íþróttamót sem haldið er á hverju ári í Mosfellsbæ. Mark- mið mótsins er fyrst og fremst að leyfa okk- ar mikilvægasta fótboltafólki að njóta sín, skemmta sér og hafa gaman af. Í ár fengu krakkarnir frábæra heimsókn frá landsliðsfólkinu Birki Má Sævarssyni, Hallberu Gísladóttur og Sif Atladóttur. Mótahald af þessari stærðargráðu er mik- ið púsluspil. Til að allt gangi upp treystir knattspyrnudeild Aftureldingar á sjálfboða- liða við skipulagningu mótsins, dómgæslu, sjoppuvaktir, bílastæðavaktir og ótal önnur verkefni sem fylgja móti sem þessu. Afturelding vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem tóku þátt í að gera mótið í ár að því stærsta frá upphafi. Knattspyrnufólk framtíðarinnar Ekki má gleyma aðalstyrktaraðila móts- ins, Weetos, sem styrkir mótið myndarlega og hjálpar Aftureldingu við að taka mynd- arlega á móti framtíðarknattspyrnufólki okkar. Knattspyrnudeild Aftureldingar er í skýjunum með hvernig til tókst og hlakkar til að taka á móti knattspyrnufólki frá öllum landshornum í Mosfellsbæ á næsta ári. Nýtt gólf komið í notkun að Varmá Nýtt gólf hefur verið lagt í stærri íþróttasalinn að Varmá. Lagt var gegnheilt parket frá Agli Árnasyni sem verður bylt- ing fyrir íþrótta- starfið. Þá hefur stúkan einnig verið tekin í gegn. Næsta verkefni er að skipta um lýsingu í salnum og fara yfir í Led. „Við hjá Aftureldingu erum ákaflega þakklát Mosfellsbæ fyrir samstarfið í þessu verkefni. Einnig þökkum við verktökum sem hafa komið að þessari vinnu fyrir gott starf. Sér- stakt hrós fær Handknattleiksdeild Aftureldingar sem tók að sér að rífa og fjarlægja fyrra gólf,“ segir Jón Júlíus framkvæmdastjóri UMFA. Strákarnir unnu stórsigur á Gróttu 5-0 um helgina í Inkasso- deildinni. Tvær umferðir eru eftir og er mikil barátta milli liða um að halda sæti sínu í deildinni. Síðasti heimaleikur tímabilsins er á laugardaginn þegar Víkingur Ó. mætir á Varmárvöll kl. 14:00. Síðasti heimaleikur stelpnanna er gegn FH þann 20. september. Þær sigla lignan sjó fyrir miðri deild þegar tvær umferðir eru eftir. Burstuðu Gróttu í mikilvægum leik fagnað eftir síðasta leik Olísdeildin er hafin en Afturelding á bæði kvenna- og karlalið í efstu deild. Strákarnir hófu leik um helgina og sigruðu KA í háspennuleik að Varmá þar sem lokatölur urðu 28-27. Stelpurnar eiga hinsvegar ekki heimaleik fyrr en 5. október. Þær hefja tímabilið í Vestmannaeyjum á laugardaginn þegar þær mæta ÍBV í fyrsta leik vetrarins. Sigur í fyrsta leik Olís deildarinnar birkir skoraði 10 mörk í fyrsta leik Um 1.500 krakkar á knattspyrnumóti á Tungubökkum • Sjálfboðaliðar stóðu vaktina Þátttökumet á Weetos-mótinu líf og fjör á tungubökkum landsliðskonur í heimsókn ásamt góðum gestum efnilegir í fótboltanum

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.