Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Aldrei hafa fleiri sótt um ogútskrifast úr þjónustustarfsendurhæfingarsjóðsVIRK miðað við tölur frá síðasta ári. Þetta kom fram á árs- fundi sjóðsins í gær. Hlutfallslega er fjölgunin mest hjá háskólamenntuð- um einstaklingum og einstaklingum í stjórnunarstöðum en háskóla- menntuðum fjölgaði í fyrra um 130 manns frá því árið 2017. Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóri almanna- tengsla og útgáfumála hjá VIRK, segir að rekja megi uppbyggingu sjóðsins á síðasta ári að hluta til þessarar fjölgunar. Árangur VIRK í eflingu starfs- getu var talsverður á árinu en 996 eða 74% þeirra 1.346 einstaklinga sem luku þjónustu frá sjóðnum í fyrra teljast nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði eða í námi. Er met- inn ávinningur starfseminnar á árinu 2018 um 17,2 milljarðar króna samkvæmt útreikningum Talna- könnunar en meðal ávinningur á út- skrifaðan einstakling er um 12,7 milljónir króna. Á ársfundinum kom fram að meðaltími einstaklinga sem útskrif- ast úr þjónustu félagsins hefur lengst en hann var 14,4 mánuðir árið 2017 en 15,7 mánuðir árið 2018. Helstu orsakir áfall eða kulnun Algengustu ástæður þess að fólk sótti um þjónustu á vegum VIRK var áfall í 31% tilvika og kulnun 30% tilvika. Á ársfundinum kom einnig fram að flestir sem leituðu til VIRK glímdu við flókinn og margþættan vanda en um 80% ættu við geðræn vandamál að stríða og/eða stoðkerf- isvandamál. Fram kom að 14.972 einstaklingar hefðu fengið þjónustu hjá VIRK á árunum 2008 til 2018 og að markverður munur væri á kynja- hlutfalli þeirra sem leitað hefðu til sjóðsins en 70% þeirra væru konur og 30% karlar. Aukin áhersla á forvarnir Vigdís Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri VIRK, lagði á árs- fundinum áherslu á mikilvægi þess að byggja upp kerfi sem bæði styddi við og hvetti einstaklinga til þátt- töku í samræmi við getu sína. Talaði hún um þörfina fyrir að auka áherslu á forvarnir og samfélags- legar breytingar. Var forvarn- arverkefnið Velvirk kynnt á fund- inum en verkefnið hefur það markmið að bæta stuðning við starfsmenn og stjórnendur til að sporna við brotthvarfi af vinnu- markaði vegna heilsubrests sem rekja megi til álags í starfi og einka- lífi. Er verkefnið unnið í samstarfi VIRK, vinnueftirlitsins og Lands- læknisembættisins. 74% aftur á vinnu- markað eftir VIRK 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþýðu-sambandÍslands hef- ur sent frá sér af- gerandi umsögn til utanríkismála- nefndar Alþingis um þings- ályktun utanríkisráðherra um að þriðji orkupakki ESB verði samþykktur á grundvelli að- ildar að EES. Í ályktun ASÍ segir: „Það er forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða að eignarhald á auð- lindum sé í samfélagslegri eigu og að við njótum öll arðs af nýt- ingu auðlindanna og getum ráðstafað okkar orku sjálf til uppbyggingar atvinnu hér á landi.“ Þetta er veigamikið atriði sem Alþingi hlýtur að gefa gaum. ASÍ bendir einnig á hve miklum óróleika málið veldur. Ríkisstjórnin gerði lengi vel lít- ið til að kynna það heldur pukr- aðist með málið. Það var ekki fyrr en almenningur tók að hringja aðvörunarbjöllum að stjórnvöld hrukku í vörn og tóku svo að afflytja málið. Það var afleitt. Nú hafa þeir tilburðir þann keim að stjórnvöld hafi ætlað að læða málinu í gegn sem smá- máli. Það tókst ekki, eins og ASÍ bendir réttilega á í um- sögn sinni: „Málið hefur verið afar um- deilt meðal þjóðarinnar og kjörinna fulltrúa og verður ekki slitið úr samhengi við um- ræðuna um hvaða grunnstoðir eigi að vera í samfélagslegri eigu og undanskildar markaðs- lögmálunum.“ ASÍ bendir á að raforka sé grunnþjónusta og eigi ekki að mati þess að vera háð markaðs- forsendum hverju sinni líkt og gert sé ráð fyrir samkvæmt orkupökkum ESB: „Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið geng- ið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Raf- magn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er sam- félagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðs- væðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.“ Þessi ályktun er umhugs- unarefni fyrir forsætisráð- herra, formann Vinstri grænna. Vissulega hefur vakið athygli um hríð að tengsl flokksins við launþegahreyf- inguna minnki hratt og hann halli sér í auknum mæli að velmeg- andi hópi há- skólafólks og sér- fræðinga sem njóti launa og öryggis fyrir að erinda fyrir hið op- inbera. Það mun ekki bæta traust og vaxtarmöguleika VG verði sú tilfinning ríkjandi að flokksfor- ystan geri lítið með sjónarmið úr öðrum áttum. Það er ekki aðeins eftirtekt- arvert heldur himinhrópandi að þeir sem ætla sér nú að fara gegn sívaxandi andúð almenn- ings á þessu máli færa ekkert fram sem mælir með slíkri framgöngu. Öll rök þeirra, svo fátækleg sem þau eru, snúast um að þær hættur sem almenn- ingur telji stafa af málinu og blasa reyndar við, séu ekki jafn alvarlegar og fólkinu finnst. Því valdi „fyrirvararnir“. Fyr- irvararnir? Hvaða fyrirvarar? Jú þá er vísað í minnisblað um viðhorf sem sendinefnd undir forystu íslenska utanrík- isráðherrans hafi fengið að viðra við einn af kommissörum ESB og afhenda á fundi með honum, þar sem sá viðurkenni að hafa verið viðstaddur. Þarna eru fáeinar vangavelt- ur á ferð sem enga þýðingu hafa, og nálgast hvergi að vera lögformlega bindandi „fyrir- varar“. Fyrrverandi forsætis- ráðherra, raunar ákafur tals- maður valdeflingar ESB á kostnað Íslands, hefur bent á, að þarna sé farið með hreinar blekkingar gagnvart þingi og þjóð. Sá bætir þó við, svo furðulegt sem það er, að þær blekkingar séu „lofsverðar blekkingar“ fyrst einhver gleypti þær. Dómstólar hafa þegar úrskurðað að sambæri- legir „fyrirvarar“ (í hrákjöts- málunum) sem íslenskir þing- menn féllu fyrir hafi ekkert gildi. Og hvernig brást Alþingi við því? Hver og einn skaust inn í sína holu og er þar enn. Þrátt fyrir að mat dómstóla liggi fyrir hljóp forsætisráð- herrann í skjól slíks tilbúnings, nú síðast í byrjun þessarar viku. Hitt atriðið sem talsmenn ríkisstjórnar fara með er að ESB sé hvorki að fá betri stöðu né aukna vigt í orkumálum. (Þar byggja þeir á hinum lofs- verðu blekkingum.) En því er svo bætt við að háskalegt sé að neita ESB um þennan gerning (sem geymi hvorki valdaafsal né ávinning fyrir það!), því þá færi EES- samstarfið í fullkomið uppnám. Þetta er hrein bábilja og blekk- ingar og jafnvel varla ætlandi að nokkur muni leggjast svo lágt að lofsyngja þær eins og hitt svikabrallið. Það er þó aldrei að vita. ASÍ gefur ekkert fyrir „lofsverðar blekkingar“} Bylmingshögg G leðilegt sumar og til hamingju með baráttudag verkafólks. Íslendingar hafa á rúmum hundrað árum barist frá örbirgð til auðlegðar. Þær framfarir má ekki síst að þakka þrotlausri baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og réttindum. Þar má nefna vökulög, almannatryggingar, orlof og lög um launajafnrétti. En þó þessi barátta hafi skil- að almenningi betri lífskjörum, meiri frítíma, almennri skólagöngu og góðri heilbrigðisþjón- ustu þá er henni ekki lokið – henni lýkur aldrei. Ísland er ríkt land og hér eru tekjur að meðaltali háar. Í dagsins amstri og önn hættir okkur til að ganga út frá því að sigrarnir séu óbreytanlegir og réttindin ósnertanleg. En við megum ekki vera andvaralaus. Hér á landi fer eignaójöfnuður vaxandi. Stórir hópar í samfé- laginu hafa setið eftir – öryrkjar, fátækir eldri borgarar, stúdentar, ungar barnafjölskyldur. Á Íslandi búa 9.000 börn við skort; það er 9.000 börnum of mikið. Ýmsar skuggahliðar sjást auk þess enn í samfélagi okkar; vinnu- mansal, arður af auðlindum sem endar í vösum fárra, auð- legð sem skapast af sérhagsmunum og spillingu. Við höf- um enga afsökun fyrir þessari misskiptingu, hún er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk. Við verðum að eiga svör við því hvernig við viljum sjá framtíðarsamfélagið. Þótt alþjóðavæðing og tækniframfarir hafi gefið okkur margvísleg lífsgæði er ljóst að við verðum að gjörbreyta lífsháttum okkar, eigi okkur ekki að farnast illa. Allar aðgerðir stjórnvalda þurfa að byggjast á sjálfbærri þróun, fyrirtækin þurfa að temja sér miklu meiri umhverfisvitund og beita sér gegn hlýnun jarðar. Við, einstaklingarnir, verðum að breyta hegðun okkar og lífsstíl; hætta að líta á okkur sem neytendur heldur borgara – snúa af braut niðurrifs og að uppbyggingu. En til að greina framtíðina þurfum við að rýna samtímann. Framtíðarsamfélagið getur ekki treyst lengur á endalausan framleiðsluvöxt til að bæta lífskjörin heldur verðum við að leita annarra leiða; snúa í auknum mæli frá einfaldri framleiðslu og nota hugvitið til að efla nýsköp- un – auka framleiðni og búa til meiri verðmæti. Þannig sköpum við betur borguð, öruggari og þægilegri störf fyrir launamenn framtíðar- innar. Störf sem eru betri fyrir umhverfið og samfélagið. Til þess þurfum við að stórefla menntakerfið og búa betur að námsfólki og barnafjölskyldum. Unga fólkið mun draga lífskjaravagn framtíðarinnar og með sí- hækkandi lífaldri þjóðarinnar munu sífellt færri hendur standa undir verðmætasköpuninni. Það er því mikilvægt að við nestum unga fólkið vel fyrir þann leiðangur. Við þurfum að ná víðtækri sátt um skiptingu gæða þannig að öllum séu tryggð sómasamleg lífskjör og -gæði í því samfélagi. Framtíðarsamfélagið verður að grundvall- ast á frelsi, jafnrétti og samstöðu. logie@althingi.is Logi Einarsson Pistill Mannanna verk Formaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Lára Janusdóttir er ein af þeim fjöl- mörgu sem hafa góða reynslu af starfsendurhæfingu VIRK en hún greindist með alvarlega kulnun í starfi fyrir tveimur árum. Segist hún ekki hafa gert sér grein fyrir al- varleika kulnunar þegar hún var fyrst greind. „Þegar maður er kom- inn á þennan stað tekur þetta rosa- lega langan tíma,“ segir Lára. Segir hún að þjónusta VIRK hafi tvímæla- laust hjálpað henni aftur inn á vinnumarkaðinn. Hún segist þakk- lát fyrir tímaplanið sem VIRK setji upp fyrir þá sem sæki þjónustuna. „Það er rosalega erfitt að vera allt í einu bara heima allan daginn,“ seg- ir Lára. „En þegar maður er búinn að missa trúna á eigin getu þarf maður að byggja aftur upp sjálfs- traustið,“ segir Lára. Hún segir að það sem hafi skilað sér mestu hafi verið að kynnast núvitund sem hún kynntist á námskeiði á vegum VIRK. Tel- ur hún ómetanlegt að læra að róa hugann og vera í núinu. „Hætta að vera í þessu endalausa kapphlaupi og berja sjálfa sig niður,“ segir Lára. Hún starfar nú í draumastarf- inu hjá Janus heilsueflingu sem vinnur að bættri heilsu og auknum lífsgæðum eldri borgara. Lærði að lifa í núinu REYNSLUSAGA AF STARFSENDURHÆFINGU EFTIR KULNUN Lára Janusdóttir Margir leita til VIRK 3% 7% 10% 13% 30% 31% 3%3% H ei m ild : V IR K St ar fs - en du rh æ fi n ga rs jó ðu r 14.972 einstaklingar fengu þjónustu hjá VIRK árin 2008 til 2018 Konur Karlar Glíma við geðrænan- og/eða stoðkerfi svanda: Menntunarstig fólks sem fékk þjónustu VIRK 2018 Grunnskóli eða minna 570 Réttindanám eða námskeið 125 Framhaldsskóli/iðnnám 551 Háskólanám 568 Aðstæður og líðan fólks í þjónustu VIRK Maí til desember 2018 Fíkn Meðfæddur heilsu- brestur Einelti Fjár hagur Fjölskyldu- aðstæður Kulnun Áfall Annað 80% 70% 30%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.