Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 26
Á ÁSVÖLLUM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Haukar voru einfaldlega klókari en
leikmenn ÍBV í fyrsta leik liðanna í
undanúrslitum Íslandsmóts karla í
handknattleik á Ásvöllum í gær.
Leiknum lauk með fjögurra marka
sigri, 35:31. Haukar voru með yfir-
höndina nánast allan leikinn.
Haukarnir voru sterkari aðilinn í
upphafi leiks og náðu tveggja marka
forskoti eftir fimm mínútna leik. Eyja-
menn gáfust ekki upp og komust yfir,
10:9, þegar 15 mínútur voru eftir af
fyrri hálfleik. Haukarnir voru hins
vegar sterkari undir lok fyrri hálfleiks
og voru tveimur mörkum yfir í hálf-
leik, 18:16.
Hafnfirðingar byrjuðu seinni hálf-
leikinn betur og var munurinn á lið-
unum fimm mörk eftir tíu mínútna
leik í síðari hálfleik. ÍBV tókst að
minnka forskot Hauka niður í þrjú
mörk þegar rúmlega sautján mínútur
voru til leiksloka en lengra komust
Eyjamenn ekki og Hafnfirðingar
unnu þægilegan sigur.
Eyjamenn spiluðu flottan hand-
bolta í gær og voru síst lakari aðilinn.
Leikmenn liðsins fóru hins vegar illa
með hvert dauðafærið á fætur öðru í
fyrri hálfleik og mistókst þannig að ná
þriggja til fjögurra marka forskoti á
Haukana. Björn Viðar Björnsson var
öflugur í marki ÍBV í gær og varði 16
skot. Eyjamenn nýttu vörslur hans af-
ar illa og misstu hvert frákastið á fæt-
ur öðru til Hafnfirðinga sem refsuðu
oftar en ekki með marki.
Hafnfirðingar voru öflugir í gær en
þeir voru líka heppnir. Þeir voru bar-
áttuglaðir og hirtu flesta lausa bolta í
leiknum en að sama skapi datt boltinn
oft á tíðum fyrir þá í sóknarleiknum
og þeir nýttu sér það vel. Adam Hauk-
ur Baumruk og Daníel Þór Ingason
voru aðsópsmiklir og skoruðu 17
mörk. Eyjamenn voru skíthræddir við
þá. Þegar Eyjamenn komu út á móti í
varnarleiknum sínum fundu Haukar
svör á línunni þar sem Heimir Óli
Heimisson var með á nótunum. Þá
varði Grétar Ari Guðjónsson 14 skot í
marki Hauka og mörg þeirra voru á
afar mikilvægum augnablikum.
Eyjamenn verða að vera klókari í
sínum leik ef þeir ætla sér að verja Ís-
landsmeistaratitil sinn. Þeir þurfa að
elta lausu boltana og sýna meiri
þroska og yfirvegun í færum sínum.
Hafnfirðingar geta vel við unað og
breidd liðsins kom vel í ljós í gær þeg-
ar leikurinn var í járnum. Ef stór-
skyttur liðsins halda uppteknum
hætti í öðrum leiknum í Vestmanna-
eyjum á morgun verður afar erfitt
fyrir Eyjamenn að stoppa Hafnfirð-
inga.
Haukarnir voru klókari
þegar upp var staðið
Stórskytturnar voru áberandi Meiri grimmd og ákveðni skorti hjá ÍBV
Morgunblaðið/Hari
Drjúgur Adam Haukur Baumruk skýtur að marki ÍBV en Róbert Sigurðarson og Kristján Örn Kristjánsson eru til
varnar. Adam skoraði 10 mörk en var rekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka og gæti farið í bann.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019
Við gyllinæð
og annarri ertingu og
óþægindum í endaþarmi
Krem
Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Inniheldur ekki stera
Hreinsifroða
Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað.
Fæst í næsta apóteki.
HANDBOLTI
Olís-deild karla
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Haukar – ÍBV ....................................... 35:31
Staðan er 1:0 fyrir Hauka.
Selfoss – Valur ............................. (frl.) 36:34
Staðan er 1:0 fyrir Selfoss.
Umspil kvenna
Fjórði úrslitaleikur:
Fylkir – HK........................................... 23:26
HK vann einvígið 3:1.
Danmörk
Úrslitakeppnin, 1. riðill:
Tvis Holstebro – Aalborg ................... 28:27
Vignir Svavarsson skoraði 1 mark fyrir
Tvis Holstebro.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 2 mörk
fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 1.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Staðan eftir 3 umferðir af 6: Aalborg 6,
Skjern 4, Holstebro 3, SönderjyskE 2.
Austurríki
8-liða úrslit, annar leikur:
Bregenz – West Wien.......................... 21:25
Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir
West Wien og Guðmundur Hólmar Helga-
son 6 en Ólafur Bjarki Ragnarsson ekkert.
Staðan er 2:0 fyrir West Wien.
Schwaz – Alpla Hard .......................... 18:25
Ísak Rafnsson skoraði 5 mörk fyrir
Schwaz.
Staðan er 1:1.
Þýskaland
Jena – Alba Berlín ............................... 77:81
Martin Hermannsson lék ekki með Alba
vegna meiðsla. Lið hans er í þriðja sæti
með 46 stig úr 30 leikjum.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Toronto – Philadelphia ........................ 89:94
Staðan er 1:1.
Vesturdeild, undanúrslit:
Denver – Portland............................ 121:113
Staðan er 1:0 fyrir Denver.
KÖRFUBOLTI
Schenker-höllin, undanúrslit karla,
fyrsti leikur, þriðjudag 30. apríl 2019.
Gangur leiksins: 4:3, 6:5, 8:9, 11:12,
14:13, 18:16, 22:19, 25:21, 27:23,
29:26, 33:28, 35:31.
Mörk Hauka: Adam Haukur Baum-
ruk 10, Daníel Þór Ingason 7, Brynj-
ólfur Snær Brynjólfsson 6, Heimir Óli
Heimsson 4, Atli Már Báruson 4, Orri
Freyr Þorkelsson 2, Ásgeir Örn Hall-
grímsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1.
Varin skot: Grétar Ari Guðjónss. 14.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson
Haukar – ÍBV 35:31
9/1, Kristján Örn Kristjánsson 7, Sig-
urbergur Sveinsson 4, Fannar Þór
Friðgeirsson 3, Gabríel Martinez 2,
Kári Kristján Kristjánsson 2, Dagur
Arnarsson 1, Daníel Örn Griffin 1, Ró-
bert Sigurðarson 1, Elliði Snær Við-
arsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson
16, Haukur Jónsson 3/1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Ramunas Mikalonis og
Þorleifur Árni Björnsson.
Áhorfendur: 879.
Staðan er 1:0 fyrir Hauka.
HK heldur sæti sínu í Olísdeild
kvenna í handknattleik en Kópa-
vogsliðið hafði betur gegn Fylki
26:23 í fjórða leik liðanna í umspili
um sæti í deildinni í Fylkishöllinni í
gærkvöld.
HK, sem endaði í 7. sæti í Olís-
deildinni í vetur, vann einvígið 3:1 á
móti Fylki eftir að hafa tapað fyrsta
leiknum á sínum heimavelli. Fylkir
endaði í 5. sæti 1. deildar í vetur en
sló ÍR út í undanúrslitum umspils-
ins og HK bar þá sigurorð af FH.
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir var
markahæst í liði Fylkis með 8 mörk
og þær Wiktoria Pierkerska og El-
ín Rósa Magnúsdóttir skoruðu 4
mörk hvor.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og
Elna Ólöf Guðjónsdóttir voru
markahæstar í liði HK með 5 mörk
hvor og þær Elva Arinbjarnar og
Sigríður Hauksdóttir skoruðu 4
mörk hvor.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fagnað HK-konur stigu stríðsdans á gólfi Fylkishallarinnar í gærkvöld
þegar ljóst varð að þær myndu leika áfram í deild þeirra bestu næsta vetur.
HK leikur áfram
í úrvalsdeildinni
Benedikt Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari kvenna í körfuknattleik,
hefur fengið þau Halldór Karl
Þórsson og Pálínu Maríu Gunn-
laugsdóttur til að vera sér til að-
stoðar með landsliðið næstu tvö ár.
Halldór Karl þjálfaði Fjölni í vet-
ur sem leið. Pálína er þrautreynd
fyrrverandi landsliðskona.
Benedikt fær
tvö með sér