Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 27
Á SELFOSSI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Selfyssingar eru komnir í 1:0- forystu í viðureign sinni við Val í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir 36:34-sigur í fram- lengdum og afar skemmtilegum leik í gærkvöldi. Um var að ræða einn hraðasta og skemmtilegasta hand- boltaleik hér á landi í langan tíma. Liðin skiptust á áhlaupum en að lokum voru það Selfyssingar sem áttu það síðasta og mikilvægasta. Haukur Þrastarson hefur verið einn besti handboltamaður landsins síð- sutu ár, en hann átti einn sinn allra besta leik á ferlinum. Haukur skor- aði 14 mörk og lagði einnig upp ófá fyrir liðsfélaga sína. Haukur var helsta ástæða þess að Selfyssingar knúðu fram framlengingu þegar staðan var erfið, skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma. Fráleit ákvörðun Valsmanna Guðni Ingvarsson spilaði mjög vel í fjarveru Atla Ævars Ingólfssonar sem var í banni. Sölvi Ólafsson stóð sig heilt yfir vel í markinu og Pawel Kiepulski varði mikilvæga bolta undir lokin. Hjá Val skoraði Anton Rúnarsson ellefu mörk og nýtti öll fimm vítin sín og Róbert Aron Hos- tert skoraði sex. Valsmenn söknuðu hins vegar Agnars Smára Jónssonar og Magnúsar Óla Magnússonar og reyndi því meira á Anton og Róbert, sem virkuðu þreyttir undir lokin. Ekki bætti úr skák að Orri Freyr Gíslason fékk þrjár brottvísanir og þar með rautt spjald strax í fyrri hálfleik. Þjálfarateymi Vals fær fall- einkunn fyrir lokasókn Valsmanna í leiknum. Valur fékk sjö sekúndur til að jafna í 35:35 og tryggja sér víta- keppni. Tíminn var stöðvaður og fengu Valsmenn tækifæri til að skipuleggja eldsnögga sókn. Það var ákveðið að Benedikt Gunnar Ósk- arsson myndi byrja sóknina, en hann er kornungur og óreyndur. Í framlengingu í undanúrslitum var það fráleit ákvörðun og kastaði stressaður Benedikt boltanum beint til Selfyssinga sem fögnuðu. Annars var leikurinn fyrst og fremst góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta og það viðurkenndu meira að segja Valsmenn eftir leik. Haldi þetta einvígi áfram á þessari braut, ætti enginn að láta það framhjá sér fara. Það eru svo sannarlega undan- úrslit í gangi og því mikið undir og það sást. Leikmenn slógust, rifust og létu finna vel fyrir sér og skildu svo sáttir eftir leik. Meira svona, takk! Selfoss í forystu eftir meiriháttar skemmtun  Selfoss vann Val í framlengingu og komst í 1:0  Haukur fór á kostum Morgunblaðið/Hari Óstöðvandi Haukur Þrastarson, t.h., var Valsmönnum erfiður í leiknum í gær. Hann skoraði 14 mörk í 17 skotum. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 emmessis.is  Jón Guðmundsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfu- knattleik eftir að hafa stýrt liðinu í eitt ár. Hann staðfesti þetta við karfan.is í gær. Keflavík hafnaði í öðru sæti Dom- inos-deildarinnar og tapaði 3:0 fyrir Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeist- aratitilinn.  Valgeir Lunddal Friðriksson, 17 ára knattspyrnumaður úr Fjölni, hefur þegið boð enska félagsins Stoke City um að vera þar til reynslu í eina viku. Valgeir lék 11 leiki með Fjölni í úrvals- deildinni í fyrra og hefur spilað með yngri landsliðum Íslands.  KR hefur fengið til sín áströlsku knattspyrnukonuna Grace Maher en hún er tvítugur miðjumaður sem kem- ur frá Canberra United í heimalandi sínu. Maher hefur leikið með U20 ára landsliði Ástralíu og verið viðloðandi A-landsliðið.  Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, getur væntanlega stillt upp sínu sterkasta liði gegn Barcelona á Camp Nou í kvöld þegar liðin mætast þar í undanúrslitum Meist- aradeild- arinnar. Bras- ilíumenn- irnir Firm- ino, sem glímdi við tognun, og Fab- inho, sem fékk höf- uðhögg á dögunum, æfðu báðir í gær og út- lit er fyrir að þeir verði leikfærir. Eitt ogannað Hleðsluhöllin, undanúrslit karla, fyrsti leikur, þriðjudag 30. apríl 2019. Gangur leiksins: 1:2, 5:6, 8:9, 11:12, 14:14, 17:17, 17:19, 19:20, 20:24, 24:27, 28:28, 30:30, 33:32, 36:34. Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 14, Elvar Örn Jónsson 5/2, Nökkvi Elliðason 5/1, Guðni Ingvarsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Hergeir Grímsson 1, Guðjón B. Ómarsson 1. Varin skot: Sölvi Ólafsson 11, Pawel Kiepulski 5. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals: Anton Rúnarsson 11/5, Selfoss – Valur 36:34 Róbert Aron Hostert 6, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ýmir Örn Gíslason 4, Vignir Stefánsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Daníel Freyr Andrésson 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Al- exander Örn Júlíusson 1, Orri Freyr Gíslason 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 11, Einar Baldvin Baldvinsson 2. Utan vallar: 14 mínútur. Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 600.  Staðan er 1:0 fyrir Selfoss. Kristján Jónsson kris@mbl.is 74. íþróttaþing ÍSÍ verður haldið um næstu helgi. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins stendur til að leggja á þeim vettvangi fram til- lögu sem snýr að nýjum þjóðar- leikvangi fyrir innanhúss- íþróttagreinar. Mikil samstaða virðist ríkja um tillöguna sjálfa í það minnsta því tólf sérsambönd leggja hana fram. Þau eru: Blaksamband Íslands, Dansíþróttasamband Íslands, Fim- leikasamband Íslands, Handknatt- leikssamband Íslands, Íþrótta- samband fatlaðra, Júdósamband Íslands, Keilusamband Íslands, Körfuknattleikssamband Íslands, Landssamband hestamannafélaga, Siglingasamband Íslands, Skauta- samband Íslands og Sundsamband Íslands. Í tillögunni er fyrst og fremst skorað á ÍSÍ, regnhlífarsamtök íþróttahreyfingarinnar, að hefja tafarlaust viðræður við ríkisvaldið sem og borgaryfirvöld um varan- lega lausn á aðstöðuleysi afreks- íþróttafólks og landsliða Íslands. Farið er fram á að skipaður verði vinnuhópur fyrir 20. maí 2019, um nýjan þjóðarleikvang sem nýst geti sem flestum íþróttagreinum. Í drögum að ályktuninni er full- yrt að skortur á aðstöðu sé farinn að hamla framþróun í afreksstarfi sérsambandanna. Minnst tólf sam- bönd með tillögu um þjóðarleikvang Morgunblaðið/Ófeigur Gömul Laugardalshöllin er á undan- þágu sem alþjóðlegt keppnishús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.