Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 19
glöð og kát í öll afmæli og var við-
stödd alla okkar stóru atburði í
lífinu. Alltaf brosandi og alltaf
stolt. Mest mun ég sakna þess að
heyra hana koma inn í mannfögn-
uð, en maður heyrði alltaf í henni
langar leiðir, um leið og hún kom
inn um dyrnar, með hláturinn og
gleðina í röddinni og knúsaði og
kyssti alla eins fast og hægt er.
Jóna var jafnframt alltaf svo
stolt af okkur systkinum og
fannst henni við ekki geta stigið
feilspor í lífinu. Ég man sérstak-
lega hversu stolt hún var þegar
við Gummi kláruðum lögfræðina.
Með hennar styrk fannst mér ég
geta sigrað heiminn. Hún hafði
óbilandi trú á því að við systkinin
myndum finna út úr öllum okkar
verkefnum í lífinu. Og öll fljót-
færni eða mistök sem ég gerði
voru alltaf afsökuð með því sama:
„Svona erum við bogmennirnir,
Kristín mín – við fáum þessu ekk-
ert breytt.“
Elsku Jóna, orð fá því ekki lýst
hvað ég mun sakna þín og þinnar
yndislegu nærveru. Verst þykir
mér að þú náir ekki að hitta
ófædda dóttur mína. Ég mun
halda áfram að vera týpískur
bogmaður – þér til heiðurs! Takk
fyrir alla ástina, gleðina og stuðn-
inginn í gegnum lífið.
Þín systurdóttir,
Kristín Lára.
Elsku amma mín, yndislega
amma mín.
Það er skrítið að hugsa til þess
að þínu ferðalagi sé nú lokið. Þú
mátt vera stolt af þínu ferðalagi
því þú skilur eftir þig stórt hjarta
sem við pössum upp á.
Þótt mér finnist erfitt að
kveðja, þá öfunda litlu langömm-
ustrákarnir þínir þig. Þeim finnst
alveg stórkostlegt að nú kunnir
þú að fljúga. Eins og þeir segja
sjálfir, þá hlakka þeir sjálfir til að
verða gamlir krumpaðir afar og
fljúga, fljúga til þín. Við vitum að
þú ert enn hjá okkur þótt við
sjáum þig ekki. Þú hefur vænt-
anlega verið mjög glöð með öll
þau knús sem þú færð frá strák-
unum, sem sitja stundum í sóf-
anum skælbrosandi með út-
breiddan faðminn til þín. Okkur
finnst við nú eiga fallegasta eng-
ilinn á himnum.
Við eigum svo margar góðar
minningar um þig. Ég man sjálf
sem barn hversu vænt mér þótti
um að trítla yfir til þín. Við feng-
um okkur yfirleitt gott bakkelsi
saman og spiluðum og spjölluð-
um. Við vorum einnig svo dugleg-
ar að fara í bæinn saman. Á öllum
tímamótum lífs míns varst þú
mér alltaf til staðar.
Þú varst mín besta vinkona.
Við gátum talað saman um allt.
Þótt síðustu 10 árin hafi ég búið
erlendis hefur það engu máli
skipt varðandi okkar tengsl. Við
höfum aðeins þurft að hugsa hvor
til annarrar og þá hringir hin.
Þótt síminn hringi ekki lengur frá
þér munu hugskilaboð okkar enn
tengja hjörtu okkar saman.
Ég elska þig, amma mín.
Við fjölskyldan elskum þig öll.
Ástarkveðja,
Berglind Anna, Róbert
Bjarni, Bjarni Alexander,
Matthías Thor og
litla bumbukrílið.
Sumardagarnir fram undan og
vinna og skemmtun við gróður
jarðar í sumarbústaðahverfinu
okkar í Bjarkarborgum, engin
spurning, nú þarf að hringja í vin-
konu, Jónu, með fallega brosið
sitt og hlýja hláturinn og spyrja
fregna af líðan og sumrinu fram
undan.
Sumarfuglinn minn hún Jóna
hringdi og sagði mér harma-
fregn, að hún væri mjög mikið
veik og ætti stutt eftir. Ég hlust-
aði, hún styrkti mig, sagði mér að
vera róleg og hugsa um skemmti-
legu stundir okkar í staðinn.
Minningaglugginn opnaðist
skyndilega og stundir okkar liðu
fram, hver af annarri. Hlátur
okkar í sumarbústaðnum hennar
og Arnar, þegar við Sveinn fórum
í göngutúra um hverfið, kaffisop-
arnir allir, umræða um blóm, tré,
runna og berjarunna, en þar var
Jóna í sérflokki, kirsuberin henn-
ar og jarðarberin voru svo góð og
bragðmikil.
Umhyggja fyrir bónda sínum,
börnum og barnabörnum, allt á
sömu lund, hlýja, ástúð og átti
ekki hvað síst umhyggja fyrir
þeim. Yngri bróðir hennar, Eiður
átti ekki hvað síst stað í hjarta
hennar.
Jóna var líka svo tónelsk og oft
brugðum við okkur á sumar-
tónleika í Skálholtskirkju á
hverju sumri. Þessar ferðir okkar
voru henni yndi.
Sumarskemmtanir og ferðir
um Grímsnesið voru okkur
einkar ánægjulegar. Eitt sumar-
kvöldið fórum við vinkonurnar á
karlakórstónleika að Flúðum og
nutum í botn. Ákváðum á heim-
leiðinni að aka aðeins austar, en
fórum ekki rétta vegi, þannig að
heimferðin lengdist og lengdist
og komum við heim í bústað eftir
miðnætti, okkur strítt, en hlátur í
huga okkar yfirgnæfði stríðnina í
strákunum okkar. Örlítil brot úr
minningum mínum með kærri
vinkonu eru á endastöð.
Vottum öllum afkomendum
hennar innilega samúð.
Megi góður Guð varðveita þig,
elsku besta Jóna.
Vinir þínir í Bjarkargerði,
Gerður og Sveinn Bjarklind.
Á hverri ævi eru margir sem
snerta líf manns, og sumir snerta
mann meira en aðrir. Þannig var
það með Jónu. Hún var einstök
kona sem hafði yfir að ráða mikilli
hlýju og brosmildi. Enda sóttust
margir eftir félagsskap við þessa
kátu konu sem alltaf gaf sér tíma
til að hlusta á það sem öðrum lá á
hjarta. Jóna kynntist snemma
eftirlifandi eiginmanni sínum
Erni Zebitz, og saman stofnuðu
þau fallegt heimili, þar sem
gestagangur var mikill. Þau hjón-
in höfðu bæði mikinn áhuga á
gróðurrækt og hafa ræktað sam-
an fallega lóð við sumarbústað
sinn í Grímsnesi. Það var ætíð
ánægjulegt að heimsækja þau
þangað og ganga með þeim um
lóðina, og virða fyrir sér það sem
búið var að gera. Slíkar stundir
eru ómetanlegar og leysti Jóna
okkur oft út með plöntum sem
hún hafði ræktað. Höfum við
hjónin náð að rækta upp nokkur
svæði sem fengið hafa nafnið Jó-
nulundur.
Jóna var einnig listræn kona
og síðustu árin vann hún bæði við
gler og að mála á steina, og gaf
hún okkur nokkur af þessum fal-
legu verkum sem við kunnum svo
sannarlega að meta. Jóna var
frændrækin og vildi gjarnan vita
hvernig gengi hjá stórfjölskyld-
unni, og var hún ætíð tilbúin með
sín góðu ráð.
Á milli okkar systra var nokk-
ur aldursmunur, en engu að síður
áttum við margt sameiginlegt og
tók hún að sér að verða amma
barna minna þegar móðir okkar
féll frá. Fyrir það og allar stund-
irnar vil ég þakka. Við Helgi og
fjölskylda okkar sendum Erni og
börnum hans og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur með þakklæti fyrir all-
an þann tíma sem við fengum að
njóta með Jónu.
Kveðja
Hólmfríður Haraldsdóttir
(Fríða).
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019
✝ Vilhjálmur Vil-hjálmsson,
Villi, fæddist 21.
janúar 1986 á Fæð-
ingarheimili
Reykjavíkur. Hann
lést í Noregi 26.
mars 2019.
Villi var elstur
fimm barna Lindu
Leifsdóttur, f. 19.
maí 1963, búsett í
Njarðvík, maki
Halldór Arason, f. 19. ágúst
1963, og Vilhjálms Kristins-
sonar, f. 29. október 1957, bú-
settur í Njarðvík, maki Bogo-
mila Muchlado, f. 4. maí 1957.
Systkini Vilhjálms eru: Valdi-
mar, f. 12. nóvember 1987,
Lovísa Lind, f. 8. júlí 1995, Val-
geir Leifur, f. 3. mars 1998, og
Laufey Guðrún, f. 6. desember
1999. Árið 2013 hóf Villi sambúð
í Noregi með Catharinu Moen, f.
6. maí 1988. Keyptu þau hús í
Eide og eignuðust sonunn Arion
Vilhjálmsson Moen, f. 27. ágúst
2015. Þau slitu samvistum 2016.
Villi ólst upp á mörgum stöðum
til fimm ára aldurs, t.d. í Reykja-
vík í Breiðholtinu,
Hafnarfirði við
tjörnina, Mos-
fellsbæ, Þorláks-
höfn og að lokum í
Njarðvík. Vil-
hjálmur gekk í
Njarðvíkurskóla.
Þegar grunnskóla
lauk lá leiðin í Fjöl-
brautaskóla Suður-
nesja. Þaðan lauk
Villi námi á húsa-
smíðabraut og útskrifaðist sem
húsasmiður. Eftir að kreppan
skall á lá leiðin til Noregs með
nokkrum smiðum frá Íslandi.
Þar vann Villi við húsasmíði og
fleiri verkefni og liggja mörg
handverkin eftir hann í Noregi.
Vilhjálmur stofnaði eigið fyrir-
tæki í Noregi 2016, Villi Tömrer
heitir það. Var hann verkum
hlaðinn alla daga við sólpalla-
smíði og fleira, sólpallarnir sem
hann smíðaði voru 100 til 200
fermetrar. Enn biðu verkefni
eftir honum er hann kvaddi okk-
ur.
Útför Villa fór fram frá Ytri
Njarðvíkurkirkju 12. apríl 2019.
Ég ætla mér út að halda, örlög-
in valda því. Mörgum á ég greiða
að gjalda, það er gömul saga og
ný. Guð einn veit, hvert leið mín
liggur, lífið svo flókið er. Oft ég er í
hjarta hryggur en ég harka samt
af mér. Eitt lítið knús, elsku
mamma, áður en ég fer.
Nú er ég kominn til að kveðja,
ég kem aldrei framar hér. Er
mánaljósið fegrar fjöllin ég feta
veginn minn. Dyrnar opnar
draumahöllin og dregur mig þar
inn. Ég þakkir sendi, sendi öllum.
Þetta er kveðjan mín. Ég mun
ganga á þessum vegi uns lífsins
dagur dvín. Ég mun ganga á þess-
um vegi uns lífsins dagur dvín.
Hvíldu í friði elsku Villi, sökn-
um þín endalaust.
Þín systkini og sonur,
Valdimar, Laufey
Guðrún, Lovísa Lind,
Valgeir Leifur, Arion.
Elsku hjartans Villi minn.
Sorgin er að buga mig. Hvernig
gat þetta gerst? Þetta getur ekki
verið satt. Að ég fái aldrei að sjá
þig aftur, elsku drengurinn minn.
Þú sem varst nýbúinn að vera
heima á Íslandi í þrjá mánuði eftir
að húsið þitt í Noregi brann í nóv-
ember. Nýfarinn út aftur til að
takast á við lífið og byrja upp á
nýtt.
En þér var greinilega ætlað
annað hlutverk á æðri stað.
Hvernig getur lífið verið svona
ósanngjarnt? Það er ólýsanlega
sárt að missa þig úr lífi okkar
svona fljótt.
Litli drengurinn þinn Arion
saknar þín svo mikið, hann talaði
um Villa pabba, þegar við sóttum
þig til Noregs og komum með þig
heim í kistu til að jarða þig á Ís-
landi í Sóllandi við hliðina á afa
þínum.
Arion er lifandi eftirmynd þín,
Villi minn, hann mun aldrei
gleyma þér, er með verkfærin þín,
hjólin og jeppann.
Það hlýtur að hafa vantað engil
til mikilvægra verka þarna hinum
megin. Þú verður alltaf ljósið í lífi
okkar, minningarnar um brosið
þitt og hlýjar samverustundir
munu ylja okkur ævilangt.
Sorgin og sársaukinn er ólýs-
anlegur, elsku Villi minn, treysti
því að þér líði vel núna, þetta er
svo ósanngjarnt. Hvíldu í friði,
elsku drengurinn minn. Þú varst
engill.
Hver minning um þig dýrmæt
er, perla að liðnum lífsins degi,
ljúfar góðar stundir með þér, að fá
að kynnast þér, þinn kærleikur í
verki sonur, er gjöf sem gleymist
ei, gæfa var það öllum, er fengu
þér að kynnast, þín verður sárt
saknað í starfi og leik.
Þín
mamma.
Vilhjálmur
Vilhjálmsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför
MATTHÍASAR GEIRS
GUÐJÓNSSONAR.
Sólveig Arnfríður Sigurjónsdóttir
Páll Matthíasson Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir
Margrét Björnsdóttir Guðmundur Hallgrímsson
og barnabörn
Elsku eiginkona mín og móðir okkar,
ENGILBJÖRT AUÐUNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Neskirkju í Reykjavík
fimmtudaginn 2. maí klukkan 15.
Ólafur Teitur Guðnason
Guðni Þór Ólafsson
Kári Freyr Ólafsson
Ástkær bróðir okkar og frændi,
ÁRNI JÓHANNESSON
viðskiptafræðingur,
Bakkastíg 5, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 24. apríl.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hörður Jóhannsson
Valgerður Jóhannesdóttir
Jóhanna Sóley Jóhannesdóttir
Anna Sólrún Jóhannesdóttir
og systkinabörn
Elskulegur eiginmaður og faðir,
HÖSKULDUR SVEINSSON
arkitekt,
sem lést 25. apríl síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
10. maí klukkan 15.
Blóm og kransar er vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktarfélagið Göngum saman,
reikningur 0301-13-304524, kt. 650907-1750.
Helena Þórðardóttir
Sveinn Skorri Höskuldsson
Sólveig Lóa Höskuldsdóttir
Okkar ástkæra,
STEINGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund 24. apríl.
Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í
Kópavogi föstudaginn 3. maí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð
Þorbjörns Hauks Liljarssonar, Öruggt skjól, 0370-13-907273,
kt. 010955-2979.
Fyrir hönd ástvina,
Svana H. Stefánsdóttir
Linda Sif Sigurðardóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELSA GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR,
Ketilsstöðum,
lést föstudaginn 26. apríl.
Jarðsungið verður frá Egilsstaðakirkju
laugardaginn 4. maí klukkan 14.
Halldóra Jónsdóttir Birgir Sigfússon
Bergur Jónsson Olil Amble
Ragnheiður Jónsdóttir
Steinunn Jónsdóttir Einar Valur Oddsson
barnabörn, langömmubörn
og aðrir aðstandendur
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar