Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Vörulyftur og varahlutir frá sænska framleiðandanum Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar aðildarríkja Evrópusam- bandsins leggja nú kapp á að fá stuðningsmenn sína til að greiða at- kvæði í kosningum til Evrópuþings- ins sem hefjast á morgun. Margir þeirra óttast að flokkar þjóðernis- sinna, lýðhyggjuflokkar („popúl- istar“) og flokkar, sem eru efins um Evrópusambandið, auki mjög fylgi sitt í kosningunum. Ef marka má skoðanakannanir stefnir í fylgisaukningu flokka sem eru andvígir auknum samruna aðildarríkja Evrópusambandsins og tillögum áhrifamestu flokkahópanna á Evrópuþinginu um breytingar á sambandinu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur sagt þetta mikilvægustu kosningarnar til Evr- ópuþingsins frá þeim fyrstu árið 1979. Hann hefur jafnvel varað við því að tilvist Evrópusambandsins sé í hættu. Frjálslyndir í sóknarhug Kjörsóknin hefur minnkað í hverj- um kosningum til Evrópuþingsins á síðustu 40 árum en leiðtogar áhrifa- mestu flokkahópanna vona að vand- ræðagangur breskra stjórnvalda í brexit-deilunum og hneykslismál eins af forystumönnum þjóðernis- sinnanna, Heinz-Christian Strache í Austurríki, verði ráðandi öflum á Evrópuþinginu til framdráttar í löndum á borð við Þýskaland. Skoðanakannanir benda til þess að tveir stærstu flokkahóparnir á Evrópuþinginu, bandalag mið- og hægriflokka annars vegar og banda- lag mið- og vinstriflokka hins vegar, missi um 30 þingsæti hvor. Gangi þetta eftir fá flokkahóparnir tveir ekki meirihluta á þinginu og búist er við að þeir þurfi að leita eftir sam- starfi við græna flokka og bandalag frjálslyndra flokka sem stefnir að því að styrkja stöðu sína á Evrópu- þinginu. Brexit-flokkurinn stærstur í Bretlandi Á meðal flokka sem spáð er miklu fylgi í kosningunum er Brexit- flokkurinn sem Nigel Farage og stuðningsmenn hans stofnuðu fyrr á árinu eftir klofning UKIP, flokks breskra sjálfstæðissinna. UKIP fékk 24 af 73 sætum Bretlands á Evrópuþinginu og 27,5% at- kvæðanna í síðustu kosningum árið 2014. Síðustu kannanir benda til þess að Brexit-flokkurinn fái um 33,4% at- kvæðanna, Frjálslyndir demókratar 17,3%, Verkamannaflokkurinn 16,1%, Græni flokkurinn 9,2% og Íhaldsflokkurinn aðeins 8,3%. Samanlagt fylgi Brexit-flokksins og UKIP mælist 36,1% en fylgi fimm flokka, sem eru andvígir útgöngu Bretlands úr ESB, er nú alls 37,5%. Þeir eru Frjálslyndir demókratar, Græni flokkurinn, Change UK, Skoski þjóðarflokkurinn og Plaid Cymru, flokkur sem berst fyrir sjálfstæði Wales. Ólíkir flokkar Á meðal annarra flokka sem spáð er fylgisaukningu er flokkur franska þjóðernissinnans Marine Le Pen, sem beið ósigur fyrir Emmanuel Macron í forsetakosingunum í Frakklandi fyrir tveimur árum. Flokki Le Pen er spáð 22-24% í kosningunum, svipuðu fylgi og miðjubandalagi sem flokkur Mac- rons tilheyrir. Le Pen hefur mildað afstöðu flokks síns til Evrópusam- bandsins, boðar ekki lengur útgöngu úr sambandinu og hefur fallið frá til- lögu sinni um að Frakkar leggi niður evruna og taki upp eigin gjaldmiðil. Frelsisflokkurinn í Hollandi, und- ir forystu Geerts Wilders, er hins vegar hlynntur úrsögn landsins úr ESB. Vinstri blokkin, flokkur sem hefur stutt minnihlutastjórn Sósíalista- flokksins í Portúgal, vill að landið segi skilið við evruna og sömu sögu er að segja um Portúgalska komm- únistaflokkinn. Annar kostur fyrir Þýskaland, (AfD), er andvígur evrunni. Hreyf- ingin Fimm stjörnur (M5S), sem er við völd á Ítalíu ásamt hægriflokkn- um Bandalaginu, virðist hins vegar hafa fallið frá kröfu sinni um að Ítal- ir leggi niður evruna. Svíþjóðardemókratarnir lofuðu þjóðaratkvæði um útgöngu Svíþjóð- ar úr ESB fyrir þingkosningar í landinu á síðasta ári en virðast hafa mildað afstöðu sína til sambandsins síðan þá. Flokkurinn vill nú að aðildarríkin vinni að nýjum sátt- mála, sem takmarki fullveldisafsal og samstarf þeirra, þannig að sam- runinn nái ekki til varnar-, utan- ríkis- og innflytjendamála. Verði þetta ekki gert vill flokkurinn að Svíar endurskoði aðild sína að Evr- ópusambandinu. Kjörsókn í kosningum til Evrópuþingsins Í % atkvæða, eftir landi Meðaltal í ESB-löndunum 2014: 42,6% Heimild: Evrópuþingið 0 50 100 1979 94 2014 0 50 100 1979 94 2014 0 50 100 1979 94 2014 0 50 100 1979 94 2014 Þýskaland Austurríki Belgía Búlgaría Kýpur Króatía Danmörk Spánn Finnland Frakkland Grikkland Ungverjaland Írland Ítalía Lettland Litháen Lúxemborg Malta Holland Pólland Portúgal Tékkland Rúmenía Slóvakía Slóvenía Svíþjóð Bretland 48,1 45,4 89,6 35,8 44 25,2 56,3 52,4 23,8 29 37,3 51 60 74,8 24,6 42,4 85,6 13 39,1 47,4 32,4 30,2 18,2 43,8 57,2 33,7 Eistland 36,5 35,6 Fjöldi sæta flokkahópanna á þinginu nú Skipting sæta á Evrópuþinginu Heimild: europarl.europa.eu 20 42 52 185 52 216 69 77 36 751* sæti * að meðtöldum tveimur sætum sem eru laus Evrópski vinstriflokkurinn/ Norræna vinstri-græna bandalagið (vinstrifl. og umhverfisverndarsinnar) Bandalag sósíalista og demókrata (vinstri- og miðflokkar) Græningjar/ Evrópska frelsisbandalagið (grænir og svæðisbundnir flokkar) Bandalag frjálslyndra og demókrata (frjálslyndir flokkar) Evrópski þjóðarflokkurinn (mið- og hægriflokkar) Evrópskir íhaldsmenn og umbótasinnar (íhaldssamir, efins um ESB) Evrópa frelsis og beins lýðræðis (efins um ESB) Evrópa þjóðanna og frelsis (þjóðernisflokkar) Óháðir Óttast aukið fylgi þjóð- ernissinna  Stefnir í að tvö stærstu bandalögin fái ekki meirihluta á Evrópuþinginu Minnkandi kjörsókn » Kosningarnar til Evrópu- þingsins hefjast í Bretlandi og Hollandi á morgun, fimmtu- dag, og þeim lýkur á sunnu- daginn kemur. » Alls eru um 400 milljónir manna á kjörskrá í ESB- löndunum 28. » Kjörsóknin hefur minnkað í hverjum kosningum til Evrópu- þingsins frá árinu 1979. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að neðri deild þingsins fengi „síðasta tækifærið“ til að framfylgja niðurstöðu þjóðar- atkvæðisins um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu árið 2016 og hvatti þingmennina til að samþykkja samning hennar við ESB um brexit í atkvæðagreiðslu sem á að fara fram í byrjun júní. Forsætisráðherrann hét því einnig að neðri deildin fengi tækifæri til að greiða atkvæði um hvort bera ætti brexit-samninginn undir þjóðaratkvæði ef hann yrði samþykktur á þinginu. May hvatti þingmennina til að samþykkja lagafrumvarp um út- gönguna sem hún sagði fela í sér „nýjan samning“. Hún boðaði nýjar tryggingar varðandi réttindi laun- Segir þingið fá „síðasta tækifærið“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.