Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Á meðan fámenn íslensk þjóð hefur væntingar um að koma vegakerfinu sínu í ökufært ástand með lagfæringum á gatslitnum þjóð- vegum landsins ber- ast fréttir af því að Norðmenn hafi ný- lega kynnt enn há- leitari markmið um þverun Sognsfjarðar, gerð flot- og skipaganga til að 35 þúsund tonna skip geti auðveldlega komist þar í gegn. Athyglisverðasta hugmyndin til þessa er áætlun um að grafin verði skipgeng 2 km löng jarðgöng undir 336 metra hátt fjall á milli Kjødepollen- og Moldefjarð- ar á Stadlandsskaganum í Norð- vestur-Noregi. Hugmynd um svip- uð göng á sér langa sögu sem rekja má allt aftur til seinnihluta nítjándu aldar. Þá lauk stríðinu án þess að Þjóðverjar gætu hrint þessu verk- efni af stað. Og síðan hefur verið reynt að koma gerð fyrstu skipa- ganganna á koppinn þegar norsk stjórnvöld hafa jafnóðum slegið þau út af borðinu vegna skorts á sam- stöðu um þetta verkefni. Reynt er að færa góð og gild rök fyrir því að þessi göng auðveldi umferð 100 skipa á dag sem geri sjósókn væn- legri þar sem veður geti stórversn- að þvert á allar veðurspár, einkum á vetrum. Undanfarin þrjú ár hefur verið unnið að undirbúningi þessara skipaganga í samvinnu við Kyst- verket og arkitektastofuna Snø- hetta. Líkt og Íslendingar eiga Norðmenn aragrúa fallegra fjarða sem laða til sín ferðamenn. Þessir sömu firðir sem eru miklir farar- tálmar gera allar vegalengdir milli Norður- og Suður-Noregs mjög langar. Sem dæmi tekur það um 23,5 klukkustundir að aka 1.293 km um þjóðveg E-39 frá Kristjánssandi í suðri til Þrándheims í norðri og á leiðinni þarf að fara sjö sinnum yfir firði með ferjum. Í samgönguáætl- un Norðmanna 2014-2023 eru til hugmyndir um að gera þessa leið að einu samfelldu ferjulausu vega- mannvirki innan 20 ára. Áætlaður heildarkostnaður við þetta verkefni var metinn 340 milljarðar norskra króna eða sem nemur um 4.420 milljörðum íslenskra króna. Mesti farartálminn á leiðinni er hinn langi Sognsfjörður sem skerst inn frá Norðursjónum og 205 km inn í hátt fjalllendi Noregs og er með 12 inn- fjörðum. Mjög erfitt er að leggja veg um Sognsfjörð, sem er mjög djúpur vegna sæbrattra hlíða. Mesta dýpið í firðinum er 1.309 metrar. Þetta er lengsti og dýpsti fjörð- ur Noregs og lengsti ís- lausi fjörður heims. Honum er stundum lýst sem konungi norskra fjarða. Hjá norsku Vegagerðinni eru kynntar ýmsar hug- myndir um að leggja veg yfir þennan fjörð til að tengja vegaendana beggja vegna E-39-þjóðvegarins sem liggja að ferjustæðunum í Oppedal sunnan fjarðarins og norðan Lavikur. Breidd fjarðarins þar sem ferjan siglir um er 1.260 metrar en um 1.250 metrar á gangasvæðinu. Þessi ferjuleið var opnuð árið 1991. Með þverun Sognsfjarðar á þessum stað yrði hægt að stytta ferðatímann á milli Kristjánssands og Þrándheims úr 21 klukkustund í 10½ tíma. Nú vakna spurningar um hvort lítið brot af áætluðum heildarkostnaði við þessi háleitu markmið Norð- manna dugi til að koma samgöngu- málum Suðurnesja Reykjavíkur- svæðisins og landsbyggðarinnar í viðunandi ástand, þegar talað er um að ný Hvalfjarðargöng kosti 17-20 milljarða íslenskra króna. Fyrstu hugmyndirnar gerðu ráð fyrir að vegtengingu yfir eða undir yfirborð sjávar yrði að fullu lokið árið 2025, þegar talið var að ný brú myndi kosta um 6-7 milljarða norskra króna (um 65-90 milljarða ísl. kr.). Talað var um að til greina gæti komið að gera alla leiðina á milli Kristjánssands og Þrándheims fer- jufría fyrir 100 milljarða norskra kr. (um 1.300 milljarða ísl. kr.). Samkvæmt tölum sem Rogaland Fylkeskommune hefur frá árinu 2009 var talið að áætlaður kostn- aður við Sognsfjarðarmannvirkið yrði um 40 milljarðar norskra króna sem getur numið um 520 milljörðum ísl. kr. Fyrstu skipagöng Norðmanna Eftir Guðmund Karl Jónsson » ... að grafin verði skipgeng 2 km löng jarðgöng undir 336 metra hátt fjall á milli Kjødepollen- og Molde- fjarðar á Stadlands- skaganum í Norðvestur- Noregi. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Það hlýtur að liggja eitthvað að baki þegar rík- isstjórn Katrínar Jakobsdóttur ásamt stórum hluta alþing- ismanna ætlar sé að ganga gegn augljós- um meirihluta lands- manna í þessu máli. Hvernig væri að greina þetta aðeins á mannamáli, svo allir skilji án þess að fara út í laga- flækjur, en þær hafa sýnt svo ekki verður um villst að áhættan af innleiðingu orkupakka 3 er flan að feigðarósi. Í fyrsta lagi hefur þjóðin verið skattlögð, þurft að gangast í ábyrgð og greiða hátt gjald til þess að hægt hafi verið að virkja fallvötn og jarðvarma landsins. Nú er svo komið að þessar virkjanir eru farnar að gefa af sé mikinn arð og hann á bara eftir að aukast. Hvernig ætlum við sem þjóð að fara með þessa auðlindir okkar? Íslenska þjóðfylkingin telur rétt að lækka orkuverð til almennings, koma þannig til móts við þjóðina á raunhæfan hátt og lækka þar með ásælni ríkisins á hendur almenn- ingi í landinu. Þá telur ÍÞ einnig að lækka eigi orku til fyrirtækja verulega, að und- anskildum stóriðjufyr- irtækjum sem þegar eru á hagstæðum kjör- um. Þannig myndi framleiðni á Íslandi stóraukast og yrði framleiðslan sam- keppnisfær við erlenda framleiðslu. Þetta myndi auka hagvöxt í landinu, stuðla að at- vinnu um allt land og styrkja útflutningsfyrirtækin verulega. Í stefnuskrá Íslensku þjóðfylk- ingarinnar er það á hreinu að flokkurinn leggst alfarið gegn sölu á orkufyrirtækjum í eigu þjóð- arinnar, þar með talið Lands- virkjun, Rarik, Landsneti o.s.frv. Ásælni auðmanna og ESB í okkar mjólkurkýr er hættuleg og þarf öll þjóðin að standa gegn þeim lúmsku tilraunum auðvaldsins til að ræna þeim frá þjóðinni. Enn koma fleiri sem mótmæla ætluðum áformum ríkisstjórn- arinnar um innleiðingu orkupakka þrjú, þar má nefna ASÍ, formenn verkalýðshreyfinga, öldunagráð fyrrverandi ráðherra, sveitafélög, félagasamtök auk fjölda manna með góða þekkingu á þessum málaflokki. Ætla má samkvæmt skoðanakönnunum að um og yfir 80% landsmanna séu á móti inn- leiðingu þriðja orkupakkans, en þingmenn ráðherrar og auðmenn kalla þjóðina heimska, illa upp- lýsta, hægrisinnaða öfgamenn, nasista og þaðan af verra. Einnig lýsa þeir því yfir að um misskiln- ing sé að ræða, það séu einhverjir fyrirvarar og svo framvegis. En því er til að svara, að fyrirvarar þeir sem ríkisstjórnin hefur eru ekki pappírsins virði, handsöluð yfirlýsing í gegnum síma er það ekki heldur, og ríkisstjórninni brást bogalistin, þar sem hún gerði engar athugasemdir er hún undirritaði viljayfirlýsinguna, en það gerðu Norðmenn. Því er það innantómt rugl í stjórnvöldum og einungis til að slá ryki í augu al- mennings að um sé að ræða ein- hverja fyrirvara af hálfu íslenskra stjórnvalda. Hvernig væri að rík- isstjórnin sýndi þá þessa fyrirvara undirritaða af hendi ESB, en nei það er vegna þess að þeir eru ekki til. Það er greinilegt að þriðji orku- pakkinn er ekki og verður ekki þjóðinni til farsældar. Þingmönn- um er ekki vorkunn að setja skyn- samlega lagasetningu, teljist þess þörf til að tryggja landsmönnum hagstæð orkukaup. Að opna fyrir hættu á ásælni frekara yfirþjóð- legs valds til handa ESB jaðrar við landráð af hendi stjórnvalda. Því þarf þjóðin að koma þeim skilaboðum til stjórnvalda, að það verði ekki liðið. Nú stendur yfir samskonar húllumhæ á alþingi sem sést hefur áður, þar sem þingnefndir kalla til meðmælendur, það er lögfræðinga sem tengdir eru utanríkisráðu- neytinu. Þessum leikaraskap hefur þjóðin orðið vitni að, þegar átti að troða Icesave ofan í kokið á lands- mönnum, en þjóðin sagði nei! og þjóðin mun aftur segja nei! við þriðja orkupakkanum. Það er kominn tími til fyrir stjórn- málamenn að skilja það að Íslend- ingar láta ekki hafa sig að fíflum endalaust, það eru komin tímamót í stjórnmálum, þar sem það er tímabært fyrir stjórnmálamenn að hlusta á almenning. Íslenska þjóðfylkingin hafnar þriðja orkupakkanum, þeim fjórða og fimmta og þeim sem á eftir koma. Hagsæld þjóðarinnar á að vera í fyrirrúmi. Höfnum þriðja orkupakkanum Eftir Guðmund Karl Þorleifsson »Hvernig ætlum við sem þjóð að fara með þessa auðlindir okkar? Höfundur er formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Guðmund Karl Þorleifsson Það má sjá á mál- flutningi þeirra sem standa á móti innleið- ingu orkupakka þrjú að hérna er um að ræða varðmenn ein- okunar og spillingar. Þetta er einnig sama fólk og hefur verið að mótmæla auknu gagnsæi við raforku- sölu til stórra kaup- enda á raforku á Íslandi. Það er þá um ræða fiskvinnslur, álver og aðra stórkaupendur rafmagns á Íslandi. Orkupakki þrjú mun tryggja aukið gagnsæi fyrir almenning þegar raforka er seld til þessara fyrirtækja og samið um kaupverð á rafmagni. Það er nauðsynlegt að hafa þetta svona þar sem í myrkrinu þrífst spillingin og það er alltaf almenningur sem tapar á spilling- unni, hvar og hvernig sem hún kemur til. Heilbrigður iðnaður mun ekki þrífast á Ís- landi ef öllu er haldið frá almenningi og haldið í leyndarhyggju og spillingu. Það er nauðsynlegt hverjum efnahag að regluverk og lög séu heilbrigð og rétt farið eftir þeim. Það hefur verið tryggt á undanförnum áratugum með lög- um og reglum frá Evrópusam- bandinu. Þeir sem mest tala gegn Evrópusambandinu eru þeir sem vilja hafa þetta á þann veginn að þeir geti stjórnað hverjir fái hvað og á hvaða tíma eins og var reglan áður fyrr á Íslandi þegar pólitísk spilling var í hámarki og fólk ótt- aðist stjórnmálamenn. Þeir tímar eru ekki að koma aftur og þeir sem halda slíkt eru úr tengslum við raunveruleikann og eru vin- samlegast beðnir að hætta í stjórnmálum án tafar. Varðmenn einokunar og spillingar Eftir Jón Frímann Jónsson Jón Frímann Jónsson » Þeir sem standa á móti innleiðingu orkupakka þrjú eru að verja spillingu og koma í veg fyrir gagnsæi í orkusölu til stórra raf- orkukaupenda á Ís- landi. Höfundur er rithöfundur. jonfr500@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.