Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Oster hárklippur OSTER PRO3000i Hárklippur fyrir fagfólk Fyrir hleðslu – engin snúra Verð 49.600 OSTER Snyrtir/ skeggsnyrtir Verð 13.980 0STER C200 Hárklippur fyrir hleðslu Verð: 24.900 OSTER A5 PRO Dýraklippur Verð: 28.900 60 ára Þuríður ólst upp á Þórshöfn á Langanesi. Hún er lög- fræðingur að mennt og er sviðsstjóri og stað- gengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Maki: Sigurður Skúli Bergsson, f. 1959, tollstjóri. Börn: Einar Oddur, f. 1983, og Árni Bergur, f. 1989. Barnabörn: Arnar Breki, Elín Sigurbjört, Ernir Ingimar og Arndís Björk. Foreldrar: Árni Ingimar Helgason, f. 1935, fv. útgerðarmaður, bús. í Hafnar- firði, og Þórunn Marín Þorsteinsdóttir, f. 1937, d. 2011, póst- og símstöðvarstjóri á Þórshöfn. Þuríður Árnadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er svo margt að gerast í kringum þig að þér finnst erfitt að ein- beita þér að þeim hlutum sem skipta raunverulega máli. Teldu upp að tíu áður en þú aðhefst eitthvað. 20. apríl - 20. maí  Naut Að hjálpa öðrum er besta leiðin til að gleyma eigin áhyggjum. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda hamingju í sam- bandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú beitir rökhugsuninni um of missirðu af kraftaverkinu. Reyndu að sýna þolinmæði og umburðarlyndi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að þora að skera þig úr og vera djarfur til ákvarðanatöku og mátt ekki missa sjónar á takmarkinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Leitaðu jafnvægis þannig að vinir og samstarfsmenn séu ánægðir með þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gefðu þínum slæmu venjum gaum og gerðu það sem þarf til að breyta þeim. Leitaðu nýrra leiða og nýr stíll fæðist. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú kemur öllum á óvart með lausn á gömlu vandamáli. Dagurinn hentar vel til viðskipta, sérstaklega ef það er tengt list- um og sköpun. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að reyna að komast eitthvað afsíðis og njóta kyrrðar einver- unnar um sinn. Njóttu velgengni þinnar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir. Vertu lítillátur, ljúfur og kátur. Reyndu að sýna umhyggjusemi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu óragur við að hefja við- skipti þótt buddan sé létt. Minntu þig á að þú stjórnar sjálfur huga þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt það skilið að fá við- urkenningu fyrir hæfileika þína – en það gera líka aðrir. Sýndu lipurð en stattu þó fast á þínu þegar við á. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú kemst ekki hjá því að hugleiða vandlega hvaða afstöðu þú átt að taka til þeirra hluta sem máli skipta. Sambönd við maka og aðra koma þér að gagni núna. Árnason, f. 22.5. 1985; 3) Guðjón, f. 1.8. 1964, framkvæmdastjóri, bú- settur í Reykjavík. Maki: Ana Iso- rena Atlason leikskólakennari. Börn Bryndís María, f. 14.9. 1995, dóttir hennar er Áróra Dís, f. 22.6. 2018, Sara Ísey, f. 28.7. 1998, og Hanna Mae, f. 14.8. 2002; 4) Atli, f. 8.10. 1966, viðskiptafræðingur, bú- settur í Reykjavík. Maki: Elín 1987-1990. Hún átti sæti í trygg- ingaráði og síðar Tryggingastofnun í áratugi og hefur auk þess gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir ýmis félög og nefndir. „Núna er ég aðallega að hafa það rólegt með fjölskyldunni og barnabörnunum, ég les og nýt lífsins.“ Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Atli Pálsson, f. 18.8. 1933, fyrrverandi verslunarmaður. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson, f. 10.1. 1890, d. 20.10. 1943, bóndi frá Æg- issíðu á Rangárvöllum og Sigríður Guðjónsdóttir, f. 9.8. 1900, d. 26.2. 1988 frá Stóru-Völlum í Landsveit. Börn Margrétar og Atla: 1) Ein- ar, f. 5.6. 1958, d. 28.6. 2015, blikk- smíðameistari, lengst af búsettur í Reykjavík; 2) Hallgrímur, f. 20.8. 1959, blikksmíðameistari, búsettur í Hafnarfirði. Maki: Guðbjörg Jóns- dóttir bankastarfsmaður. Börn Margrét Thelma, f. 12.9. 1993, son- ur hennar er Evert Krummi, f. 6.12. 2018, og Einar Atli, f. 18.3. 1996. Stjúpsynir Hallgríms og syn- ir Guðbjargar eru Jón Árni Árna- son, f. 11.6. 1981, og Gísli Már M argrét S. Einars- dóttir fæddist 22. maí 1939 í Reykja- vík og bjó lengst af í Garðastræti 47 í Reykjavík. „Við hjónin keyptum húsið af systkinum mínum þegar mamma dó. Síðan var húsið orðið of stórt fyrir okkur og við fluttum í Sjálandshverfið í Garðabæ.“ Margrét lauk landsprófi 1955 frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, námi frá Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal 1956 og sjúkraliðanámi frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1981. Auk heimilisstarfa og verslunar- starfa var Margrét móttökuritari á læknastofunum Laugavegi 42 og læknaritari á Heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hún starfaði síðar á Landa- kotsspítala um hríð uns hún tók við stöðu forstöðumanns við þjónustu- íbúðir aldraðra á Dalbraut 27 árið 1985 þar sem hún starfaði til starfsloka árið 2005. Margrét var formaður kven- félags Árbæjarsóknar 1968-1975, sat í stjórn hverfafélags sjálfstæðismanna í níu ár og í stjórn Hvatar í 12 ár. Hún var í stjórn Landssambands sjálfstæð- iskvenna í 10 ár og formaður þess 1978-1982. Margrét átti sæti í und- irbúningsnefnd fyrir fyrsta kvennafrídaginn 1975. Sat í stjórn Kvenfélagasambands Íslands í 10 ár og í stjórn Kvenréttindafélags Íslands í sex ár, í stjórn Hús- mæðrafélags Reykjavíkur í átta ár, í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands í fjögur ár, þar af formaður 1984- 1986, og varaformaður í stjórn heil- brigðisstétta 1983-1985. Margrét er heiðursfélagi í Sjúkraliðafélagi Íslands. Margrét var varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974-1986 og átti þá m.a. sæti í heilbrigðis- ráði, félagsmálaráði, stjórn Borg- arspítalans, stjórnarnefnd Vogs, leikvallanefnd og stjórn dagvist- unar. Margrét var fyrst kvenna formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, átti sæti í sex- mannanefnd búvöruverðs, sat í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur í 12 ár, þar af formaður stjórnar Svarrer Wang tannlæknir. Börn Elvar Wang, f. 18.11. 1998, Eva Margit Wang, f. 18.6. 2001, og Atli Wang, f. 10.9. 2011. Alsystkini Margrétar: Anna Lísa Einarsdóttir Sandholt, f. 11.11. 1928, d. 13.6. 2016, húsmóðir, lengst af búsett á Írafossi; Hrafn Einarsson, f. 8.11. 1929, d. 26.4. 2010, kaupmaður búsettur í Margrét S. Einarsdóttir, sjúkraliði og fyrrverandi forstöðumaður – 80 ára Hjónin Margrét og Atli á 60 ára brúðkaupsafmæli sínu 30. nóvember 2018. Hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa Ríkidæmi Margrét og Atli með barnabörnunum árið 2013. 50 ára Hólmfríður er Reykvíkingur, söngkona, söngkenn- ari og dáleiðari og rekur Andlega setrið. Hún heldur tónleika í Skálholtskirkju í til- efni afmælisins laug- ardaginn 25.5. kl. 15. Ítölsk barokk- tónlist verður á dagskrá og undirleikarar verða Julian Hewlett org- elleikari og Victoria Tarveskaia selló- leikari. Sonur: Jökull Kristinsson, f. 2003. Foreldrar: Jóhannes Þór Ellertsson, f. 1941, vélvirki og fv. kennari í Bænda- skólanum á Hvanneyri, bús. í Borg- arnesi, og Inga Þorsteinsdóttir, f. 1943, d. 2011, hárgreiðslukona. Hólmfríður Jóhannesdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Máni Snær Erlingsson fæddist 27. september 2018 kl. 13.31 á Landspítalanum í Reykjavík. Fæðing- arþyngdin var 3.150 g og hann var 49 cm á lengd. Foreldrar hans eru Ólafía Lilja Sævarsdóttir og Erlingur Sverrisson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.