Morgunblaðið - 28.05.2019, Page 4

Morgunblaðið - 28.05.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Pétur Ernir Svavarsson fékk hæstu meðaleinkunn sem nokkurn tímann hefur verið gefin við Menntaskólann á Ísafirði við útskrift skólans um síð- ustu helgi. Pétur útskrifaðist á þremur árum af náttúrufræðibraut með 9,69 í meðaleinkunn en fyrra met var 9,67. Aðspurður segist Pétur ánægður með árangurinn en hann kom hon- um þó ekki beint í opna skjöldu. „Ég var búinn að vera að fylgjast aðeins með þessu því það má segja að ég hafi haft þetta sem markmið. Eftir hverja önn sat ég við tölvuna og setti nýju einkunnirnar inn í Ex- cel-skjal og reiknaði út meðalein- kunnina,“ segir Pétur og hlær. Pétur segir mikla vinnu liggja að baki árangrinum en tónlistarnám sem hann stundar hafi hjálpað til við að halda einkunninni svo hárri. „Ég er líka rosalega heppinn því ég stunda mikið nám við Tónlistar- skóla Ísafjarðar. Ég fæ alveg heilan helling metinn þar á milli.“ Saxófónn, píanó og raddbönd Tónlistin er stór hluti af tilveru Péturs en hann hlaut aðalverðlaun Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlist- arskóla, í fyrra fyrir leik sinn á pí- anó. Pétur syngur líka og spilar á saxófón. Hann undirbjó óvænt tón- listaratriði með samnemendum sín- um á útskriftarathöfninni. „Það var á dagskrá að ég myndi syngja einsöng í lok athafnarinnar en svo fundum við vinur minn upp á því í sameiningu að krydda aðeins útskriftina sjálfa og vera með leyni- atriði. Þegar fór að líða á ræðuna mína, ræðu dúxins, þá greip ég hljóðnema og allt í einu labbar inn stelpa sem heitir Árný Margrét, spilandi á gítar lagið When I Kissed a Teacher með hljómsveitinni Abba. Svo hlaupa bassaleikari, píanóleikari, trommu- leikari og bakraddir upp á svið. Þetta endaði með því að allir nem- endurnir stóðu upp og fóru að dansa við kennarana og köstuðu svo af sér húfunum í lok lagsins,“ segir Pétur sem játar að stemningin hafi verið mögnuð. Skólabækurnar og tónlistin eru þó ekki einu viðfangsefni dúxins að vestan. „Á öðru ári starfaði ég sem for- maður leikfélagsins og setti þar upp sýninguna Konungur ljónanna. Ég tók þátt í sýningu leikfélagsins öll þrjú árin og meira að segja áður en ég kom í skólann.“ Spurður um framtíðarplön þá seg- ir Pétur þau óljós en að framtíð í tónlist heilli. „Mig langar að byrja á að fara í söngnám fyrir sunnan og fóta mig dálítið í listalífinu og finna mér eitt- hvað að gera. Það verða mikil við- brigði því hér fyrir vestan hefur maður svo mörg tækifæri og þetta er svo virkt samfélag.“ Ljósmynd/Hildur Elísabet Pétursdóttir Söngelskur Pétur flutti lagið „Bring Him Home“ úr söngleiknum Vesalingunum við útskriftarathöfnina. Hæsta einkunn úr MÍ markmið dúxins  Útskrifaðist með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í MÍ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Það er mikil áskorun að efla þátt- töku barna svo hún sé raunveruleg og ekki einhver sýndarmennska. Við viljum heyra það sem börnum finnst og setja málefni þeirra á dagskrá,“ segir Salvör Nordal, um- boðsmaður barna, um Barnaþing sem 250 börn eiga von á að fá boðskort á. Þingið er nú haldið í fyrsta skipti en verður haldið á tveggja ára fresti framvegis. Gert er ráð fyrir 500 gestum og verða því ein- staklingar á barnsaldri helmingur gesta. Alþingismönnum og fulltrú- um stofnana ríkis og sveitarfélaga verður boðið á þingið ásamt aðilum vinnumarkaðarins og frjálsum fé- lagasamtökum. „Það verður setið við borð í þjóð- fundarstíl, börn og fullorðnir sitja saman og ræða málin sem koma frá börnum og markmiðið er að stjórnvöld nýti niðurstöður af þinginu í stefnu- mótun í málefn- um barna,“ segir Salvör. Börnin sem fá boð á þingið eru valin af handa- hófi en þau koma frá flestum landshlutum. „Með því að vera með slembival vonumst við til að fá breiðan hóp sem end- urspeglar börn í íslensku sam- félagi,“ segir Salvör en börnin eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára. Fullorðnir þurfi að læra Salvör bendir á að það séu ekki síður þau fullorðnu sem muni læra af þinginu. „Þetta verður auðvitað líka mikill lærdómur fyrir fullorðna vegna þess að allir þurfa að læra að tala við börn, hlusta á börn og gefa þeim raunveruleg tækifæri til þess að tjá sig.“ Salvör segir vandasamt verkefni að koma sjónarmiðum barna á framfæri en þing sem þetta sé nýtt af nálinni. „Ég hef ekki fundið neitt sambærilegt erlendis. Þetta er lærdómsferli; við erum að læra á meðan við erum að gera þetta og munum auðvitað læra með því að halda svona þing reglulega.“ Harpa undirstrikar mikilvægi Spurð hvernig séð verði til þess að niðurstöður þingsins muni hafa áhrif segir Salvör: „Það er okkar að fylgja niðurstöðunum eftir, að þær verði ekki bara kynntar og settar í skúffu. Við fylgjumst með því að þær verði að veruleika.“ Þingið verður haldið í Hörpu en Salvör segir að staðsetningin skipti máli til þess að gefa þinginu aukið vægi. „Það gefur þessu svo glæsi- lega umgjörð og segir að barnamál séu alvörumál, ekki einhver annars flokks málaflokkur.“ Aðspurð segir Salvör að börn séu farin að láta í sér heyra í aukn- um mæli hérlendis og á heimsvísu, til dæmis í tengslum við loftslags- verkfallið en þar kemur fólk sam- an, að stórum hluta börn, á Aust- urvelli og annars staðar í heiminum til þess að mótmæla að- gerðaleysi stjórnvalda í loftslags- málum. Upphafskona mótmælanna er hin 16 ára sænska stúlka Greta Thunberg. „Það er að verða mikil breyting. Þá er þýðingarmikið að það sé til formlegur vettvangur fyrir börn til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það er mjög mikilvægt að þessar sjálfsprottnu aðgerðir sem börn eru núna í um allan heim í kjölfar aðgerða Gretu Thunberg verði áfram undir stjórn barnanna.“ 250 börn á þing í Hörpu  Börn og fullorðnir sitja við sama borð  Líklega fyrsta barnaþing í heimi Salvör Nordal Landsvirkjun er ekki í neinu sam- starfi við breskt fyrirtæki sem er að undirbúa lagningu sæstrengs til raf- orkuflutnings á milli Bretlands og Íslands. Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra lagði á það áherslu á Alþingi í gær að enginn sæstrengur yrði lagður nema Alþingi Íslendinga ákvæði það. Breski fjárfestirinn Edi Truell sem fer fyrir fyrirtækinu Atlantic Superconnection, vill að bresk stjórnvöld gefi grænt ljós á um- fangsmiklar framkvæmdir sem geri Bretum kleift að sækja raforku til Íslands með sæstreng. Í frétt á vef The Times í gær segir að Truell hafi þrýst á viðskiptaráðherra Bretlands. Truell segir að öll fjármögnun liggi fyrir og nú þurfi hann aðeins sam- þykki stjórnvalda. Fram kemur að fyrirtækið þurfi staðfestingu stjórn- valda svo það teljist vera erlendur raforkuframleiðandi og fái niður- greiðslur við sölu á raforku sam- kvæmt stefnu breskra stjórnvalda um endurnýjanlega orku. Þarf samþykki Alþingis Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við mbl.is í gær að Landsvirkjun væri ekki í neinu samstarfi við Atlantic Super- connection og þekkti ekki til þess verka nema af fjölmiðlum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Katr- ínu Jakobsdóttur um málið í óund- irbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín lagði á það áherslu að allir lögfræðingar væru sammála um það að þriðji orkupakkinn fæli ekki í sér neina skyldu til að heimila lagn- ingu sæstrengs á milli Íslands og annars EES-ríkis. „Það er ekki svo að þau ákvæði sem snúast um þetta mál taki hér gildi nema slíkur sæ- strengur verði hér lagður og hann verður ekki lagður nema Alþingi Ís- lendinga kjósi svo,“ sagði Katrín. Segjast ekki vera í samstarfi  Bretar undirbúa rafstreng til Íslands Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rafstrengur Leggja þarf um 1.600 km langan sæstreng frá Bretlandi. Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans skorar á borgaryfirvöld að falla frá fyrirhuguðum byggingaráformum á Sjómannaskólareit. Rök fyrir því koma fram í athugasemdum sem sendar hafa verið öllum borgar- fulltrúum og varaborgarfulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur. Greinargerð um athugasemdirnar var gerð í framhaldi af opnun kynn- ingarfundi um fyrirhugaða upp- byggingu 14. maí sl. Helstu athugasemdir snúa að því að deiliskipulagsdrögin veiti Sjó- mannaskólanum ekki það andrými sem skólanum ber sem friðlýstu húsi og gengið sé um of á gróðurþekju Háteigshverfis. Einnig að skugga- varp rýri verðgildi eigna sem fyrir eru og gildi stakkstæðisins í Salt- fiskmóanum og Vatnshólsins sem útivistarsvæðis. Þá er lýst áhyggjum af umferðaröryggi og bent á að vandi Háteigsskóla vegna þéttingar byggðar sé óleystur. Falli frá þéttingar- áformum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.