Morgunblaðið - 28.05.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Verið er að leggja akfæran veg út vest-
ari brimvarnargarð Landeyjahafnar en
slíkur vegur er á eystri garðinum. Við
enda beggja garðanna verða svo byggð-
ar innsiglingartunnur. Þær eru hugs-
aðar til að hægt sé að koma krana út að
hafnarmynninu og nota hann til að slaka
niður dælubúnaði til að dæla burt sandi.
Í innri höfninni er verið að koma fyrir
innsiglingartunnu og byggja garð út að
henni. Það er gert til að skýla sjálfu
skipalæginu, að sögn Jóhanns Þórs Sig-
urðssonar tæknifræðings hjá Vegagerð-
inni. Hreyfing hefur verið í höfninni svo
ferjan hefur færst til og frá við bryggj-
una. Þetta á að hindra það. Innri höfnin
hefur verið stækkuð og er það liður í að
kyrra hreyfingar í höfninni.
Verkið var boðið út í fyrra og bárust
tvö tilboð, það lægra frá Ístaki hf. upp á
tæpar 744 milljónir. Samkvæmt tilboði á
verkinu að vera lokið eigi síðar en 15.
september 2019. Björgun hf. vinnur
einnig að dýpkun í höfninni.
gudni@mbl.is
Unnið við hafnargarða, lengingu garðs innan hafnar og stækkun rýmis í höfninni til að draga úr sogi við bryggjuna
Landeyja-
höfn löguð
og bætt
Morgunblaðið/GSH
Framkvæmdir Gröfur, krani og dýpkunarskip eru notuð við framkvæmdir og dýpkun í höfninni. Fyrir miðri mynd sést „tunna“ sem verður endi fram-
lengingar garðsins innan hafnar. „Tunnur“ verða einnig settar við enda beggja hafnargarðanna og munu þær afmarka innsiglinguna.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég sló á laugardaginn sem er 10 til
14 dögum fyrr en vanalega. Að-
stæður voru sérstakar, ég átti ekki
von á því að tvíært rýgresið myndi
lifa veturinn af og að ég gæti slegið
það þriðja árið í röð,“ segir Arnar
Bjarni Eiríksson, bóndi í Gunn-
bjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi.
Arnar bætir við að hann hafi ein-
ungis slegið montblettinn. Hann sé
oft sleginn fyrstur þar sem blett-
urinn sé nálægt íbúðarhúsinu og
grænt grasið geri ásýndina heim að
bænum fallegri.
Arnar segir næringuna halda sér
vel í þriðju uppskerunni af rýgresi
sem hann ræktar bæði á sléttum
fleti og í brekku. Hann segir lifunina
betri í brekkunni þar sem klaki hafi
ekki náð að liggja á grasinu.
,,Rýgresi sprettur gríðarlega
hratt og þegar það kemur vel undan
vetri er það fljótara á sér en hefð-
bundnar grastegundir eins og vall-
arfoxgras og vallarsveifgras sem
notað er í túnblöndum,“ segir Arnar
sem vonast til þess að geta slegið
fjórum til fimm sinnum í sumar.
Þórir Már Ólafsson, bóndi í Bolla-
koti í Fljótshlíð, sló nýrækt frá því í
fyrra á laugardagskvöldið. Þórir
sem ekki hefur stundað búskap lengi
segir að hann hafi aldrei séð aðra
eins sprettu og slátturinn á laug-
ardaginn sé mun fyrr en almennt
tíðkist.
,,Skilyrði hafa verið gríðarlega
hagstæð í vor. Hlýtt og rakt og
sprettan hefur vaðið áfram. Ég
reikna með að við náum a.m.k. ein-
um aukaslætti í sumar ef við fáum
veðurfar til þess að ná inn gæða-
heyi,“ segir Þórir en mikil bleyta var
í heyinu eftir síðasta sumar.
Að sögn Þóris sló hann um 12
hektara sem sé fín stærð til þess að
prófa hvort allar græjur virki. Það
komi svo í ljós þegar heyið er tekið
saman hvernig uppskeran sé og
hvort tækin virki eftir að hafa staðið
óhreyfð frá síðasta sumri. Þórir tel-
ur að almennt hafi bændur ekki ver-
ið tilbúnir undir slátt og vorverk
svona snemma en flest sé í fyrra fall-
inu, nema sauðburðurinn sem var á
venjulegum tíma. Þórir segir að
vegna góðra aðstæðna hafi sauð-
burður verið léttari og nær strax
hefði verið hægt að setja lömbin út á
grænt grasið.
Bjartmar Hannesson, bóndi á
Norðurreykjum í Hálsasveit í Borg-
arfirði, sló á laugardaginn og kláraði
að rúlla eftir hádegi í gær. Hann
segir að það létti feikilega lundina að
geta slegið svona snemma. Það sé
líka miklu meira fóðurígildi í grasinu
nú en í rigningunni í fyrra þegar
sláttur hófst 25. júní
,,Við erum að slá þremur vikum
fyrr en vant er, það hefur aldrei
gerst í 44 ára búskap mínum. Nú slæ
ég alla vega tvisvar ef ekki þrisvar,“
segir Bjartmar sem var bæði and-
lega og líkamlega tilbúinn í sláttinn
og segir bændur sátta og glaða.
Sláttur í fyrra fallinu hjá bændum
Ljósmynd/Kolbrún Sveinsdóttir
Góðviðri Bjartmar Hannesson, bóndi á Norðurreykjum í Borgarfirði, sló í blíðunni í byrjun síðustu viku maí. Það er
þremur vikum fyrr en vanalega. Bændur á Suðurlandi nýttu veðrið og slógu einnig fyrsta sláttinn á laugardaginn.
Tún slegin 10 til 12 dögum fyrr Tvíært rýgresi slegið þriðja árið í röð Sprettan vaðið áfram í
hlýju og röku veðurfari Sláttur hafinn á Suðurlandi og í Borgarfirði Montbletturinn sleginn fyrst
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin mun greiða pólsku
skipasmíðastöðinni Crist fjárhæð
sem samsvarar rúmum 200 milljón-
um króna til viðbótar við umsamið
smíðaverð nýs Herjólfs til að leysa
deilur um afhendingu skipsins.
Sömuleiðis fellur Vegagerðin frá
kröfu um bætur vegna tafa á afhend-
ingu skipsins upp á tæplega 280
milljónir kr. Þótt lok séu að komast í
málið má búast við að nokkrar vikur
líði þar til skipið kemst í áætlunar-
siglingar frá Vestmannaeyjum.
Smíði nýs Herjólfs er löngu lokið
og hefur skipið beðið fullbúið úti í
Póllandi eftir að deilur um auka-
reikninga skipasmíðastöðvarinnar
yrðu leystar. Stöðin krafðist 8,9
milljóna evra viðbótargreiðslu sem
svarar til liðlega 1,2 milljarða króna.
Vegagerðin taldi kröfuna ekki í sam-
ræmi við efni samnings um smíði
skipsins og neitaði staðfastlega að
greiða. Skipasmíðastöðin neitaði
sömuleiðis að afhenda skipið fyrr en
greiðsla bærist. Þegar bankaábyrgð
vegna þeirra greiðslna sem Vega-
gerðin hefur innt af hendi var að
renna út tilkynnti Vegagerðin um
innköllun hennar. Það mál hefur ver-
ið í vinnslu og var komið að því að
tryggingin yrði greidd út.
Vegagerðin gerði skipasmíðastöð-
inni tilboð í gærmorgun og var því
tekið samdægurs. Undirrita á samn-
inga fljótlega. Heildarkaupverð
Herjólfs verður með þessu 31 milljón
evra eða 4,3 milljarðar króna.
Eftir að ferjan fæst afhent þarf að
prófa hana úti, sigla heim og þjálfa
áhöfn við þær aðstæður sem hér eru
áður en áætlunarsiglingar hefjast.
Greiðir 200 milljónir í
„lausnargjald“ fyrir Herjólf
Ný Vestmannaeyjaferja í notkun á næstu vikum
Ljósmynd/Vegagerðin
Sigling Nýi Herjólfur í Póllandi.