Morgunblaðið - 28.05.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.05.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 HÁDEGIS- FYRIRLESTUR í Norræna húsinu í dag kl. 12–13 Stefán Einar Stefánsson kynnir helstu efnistök nýútkominnar bókar sinnar og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, flytur erindi um áhrif WOW á uppgang og síðar samdrátt ferðaþjónustunnar. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Gústaf A. Skúlason skrifar:    ESB-þingmenn og ráðherrarríkisstjórnarinnar láta líta svo út að Mið- flokkurinn „stöðvi“ framgang mála á Alþingi. Ekkert er fjar- stæðukenndara.    Forseta þings-ins er hæg- leikið að taka önn- ur mál fyrir og láta orkupakka 3 mæta afgangi og fresta fram á haust. Þannig gæti Alþingi farið í sumarfrí skv. áætlun og enginn þyrfti að vinna á nóttunni.    En það er ekki vilji ESB-þingmanna né forseta þings- ins sem fer með dagskrármálin. Forseti þingsins – leiðtogi svika- baráttu Icesave gegn þjóðinni tal- ar um að „leiða í ljós þingvilj- ann“. ESB-þingmenn vilja ekkert frekar en að afhenda yfirráð ork- unnar á Íslandi til Brussel. Þeir halda áfram með fundarpíningu á fullveldisþingmönnum og starfs- mönnum Alþingis sem eiga fáa möguleika aðra en að fylgja þeim fundartíma sem forseti Alþingis setur.    Er látið líta svo út að fullveld-issinnar á þingi séu að „eyðileggja störf Alþingis“ með því að ræða málin næturlangt. Síðan kemur „dómur“ meirihluta alþingismanna: Lokað á umræðu með atkvæðagreiðslu til að „Al- þingi geti starfað áfram“.    ESB-þingmenn vilja engar um-ræður um orkupakka 3, heldur ætla að keyra þingsáætl- unina ofan í kok þjóðarinnar með þjósti án þess að hún fái að koma að málinu.“ Gústaf A. Skúlason Annað sjónarhorn STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Við vildum geta stutt verkefni sem eru ekki bara ein flugeldasýning heldur tækju yfir lengri tíma og fælu í sér þróun og vandaðan undirbúning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Barna- menningarsjóðs Íslands, um það að tæp 20% út- hlutana úr Barnamenning- arsjóði hafi fallið Borgarbókasafn- inu í hlut. Kolbrún segir verkefnið sem safnið hlýtur styrk fyrir, „Söguheiminn NORD“, umfangs- mikið en það spannar yfir tvö ár. „Þetta er margslungið verkefni og að því koma margir samstarfs- aðilar, þó að Borgarbókasafnið sé í forsvari fyrir umsóknina.“ Meðal þeirra sem koma að verk- efninu eru danska sendiráðið og skóla- og frístundasvið Reykjavík- ur. „Verkefnið er byggt á sagnaarfi Norðurlandanna. Vissulega er þetta hátt hlutfall af heildarupphæð sjóðsins en við óskuðum eftir um- sóknum um stærri verkefni sem við vitum að list- og menningartengdar stofnanir hafa ekki haft tök á að fara út í,“ segir Kolbrún. Ekkert sérstakt þak sé á því hversu stóru hlutfalli sjóðsins sé úthlutað til ein- staka verkefna en verkefni Borg- arbókasafnsins fékk 18.585.000 krónur í styrk. Úthlutað var úr sjóðnum á sunnudag en opinberar stofnanir, Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Listasafn Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands, hlutu þrjá hæstu styrkina. Spurð hvort það sé ekki umhugsunarvert segir Kol- brún: „Þetta var eitt af stóru álita- efnunum í upphafi, hvort stofnan- irnar ættu yfirhöfuð að vera gjaldgengar í þetta eða ekki.“ Fjármagn hefur ekki skilað sér Ástæðan fyrir því að ákveðið var að opinberar stofnanir gætu fengið styrkina er sú að aðgerðaáætlun í menningu barna og ungmenna hafi ekki verið fjármögnuð nægilega fram að þessu. „Aðgerðaáætlun í menningu barna og ungmenna gerði ráð fyrir ákveðnum verkefn- um sem stofnanirnar áttu hlut að á árabilinu 2014-2017, en fjármagnið í áætlunina hefur ekki skilað sér sem skyldi.“ Vegna þessa hefði verið óeðlilegt að skilja stofnanirnar út undan því þær hafa beinlínis hlutverki að gegna gagnvart aðgerðaáætluninni. Barnamenningarsjóði, sem er tíma- bundið átaksverkefni í fimm ár, er að hluta til ætlað að koma aðgerða- áætlun í menningu barna og ung- menna í framkvæmd,“ segir Kol- brún og bætir við að list- og menningartengdar stofnanir Íslend- inga séu margar hverjar undirfjár- magnaðar. Barnamenning hafi goldið fyrir þetta ástand um langa hríð. „Það kemur til dæmis fram í því að þær hafa ekki haft næga fjár- muni til að fylgja eftir hugmyndum og áætlunum varðandi menntun barna og ungmenna.“ Fjármagn til barna- menningar vantar  Ríkisstofnanir fengu stóran hlut barnamenningarsjóðs Kolbrún Halldórsdóttir Ökumenn reyndu að troða sér framhjá lokunum lögreglu á vett- vangi alvarlegs slyss á Bústaðavegi í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu segir óskiljanlegt hversu oft ökumenn reyni þetta og láti sig engu skipta þótt um vettvang slyss sé að ræða. Tilefni ádrepu lögreglu er umferð- arslys sem varð á mótum Sogavegar og Austurgerðis, rétt norðan Bú- staðavegar, í fyrradag. Bifreið hafði verið ekið á barn á reiðhjóli og var strax ljóst að slysið var alvarlegt. Lögreglan var kölluð til og setti upp lokun á Bústaðavegi svo sjúkraflutn- ingamenn og aðrir viðbragðsaðilar gætu athafnað sig á öruggan hátt á vettvangi. Þrátt fyrir að ökutæki lögreglu væru á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, freist- uðu ökumenn þess að troða sér framhjá og tókst einhverjum það eða þar til þeir þurftu að nema staðar við slysstaðinn. Lögreglan segir að þetta sé ólíðandi framferði. Troða sér framhjá lok- unum á slysavettvangi Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.