Morgunblaðið - 28.05.2019, Side 10

Morgunblaðið - 28.05.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Félag í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar tók þátt í skuldafjárútboði flugfélags- ins WOW air í haust og skráði sig fyrir 3 milljónum evra af þeim 50,15 milljón evrum sem alls söfn- uðust í útboðinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Stefáns Einars Stefánssonar, fréttastjóra viðskipta á Morgun- blaðinu, sem fjallar um ris og fall flugfélagsins. Í bókinni, sem kemur út í dag, er greint frá því í fyrsta skipti hverjir það voru sem skráðu sig fyrir skuldabréfum í útboðinu í haust. Athygli vekur að yfir helmingur þess fjár sem safnaðist í útboðinu, 51%, kom frá einstaklingum og fyrirtækjum sem stóðu flugfélag- inu og Skúla Mogensen stofnanda þess nærri, ýmist persónulega eða vegna viðskiptahagsmuna. Fór helmingur upp í skuldir? Stefán Einar segir í bók sinni að listinn sem hann hafi undir hönd- um um þátttakendur í skuldabréfa- útboðinu bendi sterklega til þess að ríflega helmingur þess fjár- magns sem safnaðist hafi í raun runnið frá þátttakendunum til þeirra sjálfra í gegnum fléttu sem miðaði að því að breyta eðli skulda félagsins úr skammtímaskuldum, sem sumar voru gjaldfallnar, í langtímaskuld í formi skuldabréfs. Þannig hafi það fé sem WOW air safnaði í útboðinu ekki nema að takmörkuðu leyti skilað sér til fé- lagsins sem nýtt rekstrarfé. Þeir aðilar sem höfundur segir að hafi tekið þátt í skuldafjár- útboðinu á þessum forsendum eru flugvélaleigufyrirtækin Avolon og AirLease Corporation (ALC), flug- vélaframleiðandinn Airbus, félagið Reliquum, sem er í eigu Björgólfs Thors, Arion banki, REA ehf., Ör- yggismiðstöðin og S9 ehf., sem er í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Skúla. Hverjir keyptu hvað? Skúli Mogensen keypti sjálfur skuldabréf fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu eins og áður hefur verið greint frá, Avolon tók fimm millj- ónir evra, ALC skráði sig fyrir 2,5 milljónum evra og Airbus keypti fyrir sömu upphæð. Arion banki, sem var viðskiptabanki WOW air, tók 4,3 milljónir evra og félag Mar- grétar tók 1,5 milljónir evra. REA ehf., móðurfélag Airport Associates sem þjónustaði WOW air á Keflavíkurflugvelli, keypti skuldabréf fyrir milljón evrur og Öryggismiðstöðin, sem hafði átt í viðskiptum við WOW, keypti fyrir 500.000 evrur. Félag Björgólfs Thors keypti skuldabréf fyrir þrjár milljónir evra, eins og áður segir. Orðrómur hefur verið á kreiki í mörg ár um að Björgólfur Thor hafi haft ein- hverja aðkomu að flugfélaginu, en ekkert hefur komið fram þess efnis fyrr en nú. Hann og Skúli Mogen- sen eru gamlir vinir og stóðu sam- an í skemmtistaðarekstri í Reykja- vík á tíunda áratug síðustu aldar. Eaton Vance keypti mest Aðrir sem tóku þátt í skulda- bréfaútboðinu voru innlend fjár- málafyrirtæki og erlendir fjár- festar og sjóðir. Tveir sjóðir í stýringu GAMMA keyptu sam- anlagt skuldabréf fyrir tvær millj- ónir evra, annar þó stærri hlutann eða fyrir 1,8 milljónir evra. Kvika banki lagði svo eina milljón evra í útboðið. Bandaríska fjárfestingafélagið Eaton Vance var stærsti einstaki kaupandinn í skuldabréfaútboðinu og keyptu þrír vogunarsjóðir fé- lagsins samtals skuldabréf fyrir 10 milljónir evra og nam fjárfesting Eaton Vance því um 20% af heild- arumfangi útboðsins. Ýmsir evrópskir fjárfestingar- sjóðir, alls 20 talsins, keyptu svo skuldabréf fyrir samanlagt 11,4 milljónir evra. Norski lífeyrissjóð- urinn MP Pensjon lagði þeirra mest til, eða 2 milljónir evra. Sjóður sænska bankans Swedbank, sem stýrt er frá Lúxemborg, lagði svo til 1,5 milljónir evra og sænska sjóðstýr- ingarfyrirtækið Peak AM lagði til sömu fjár- hæð. Aðrir evrópskir fjárfestar lögðu minna til, eða á bilinu 0,1-1 milljón evra. Hulunni svipt af útboði WOW  Björgólfur Thor Björgólfsson var á meðal þeirra sem tóku þátt  Aðilar með persónuleg tengsl við Skúla Mogensen eða viðskiptatengsl við WOW air keyptu yfir helming allra skuldabréfanna Morgunblaðið/Árni Sæberg WOW Skuldafjárútboði flugfélagsins lauk 18. september síðastliðinn og alls söfnuðust þar 50,15 milljónir evra. Ríflega helmingurinn kom frá tengdum aðilum. Morgunblaðið/Eggert Flug Bandaríska fjárfestingafélagið Eaton Vance keypti skuldabréf í útboði WOW air fyrir alls 10 milljónir evra í gegnum þrjá vogunarsjóði. Stefán Einar Stefánsson kynnir nýja bók sína um málefni WOW air á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag kl. 12. Þar kynnir Stefán Einar helstu efnistök bók- arinnar, en í henni varpar hann ljósi á áður óþekktar ástæður þess að flugfélagið varð gjald- þrota, en fjallar einnig um það hvernig Skúla Mogen- sen tókst á örfáum árum að byggja upp flugfélag sem hafði áður en yfir lauk flutt yfir tíu millj- ónir farþega yfir Atl- antshafið. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónust- unnar, flytur einnig erindi um áhrif WOW air á uppgang og síð- ar samdrátt íslenskr- ar ferðaþjónustu. Kynnir efni bókarinnar RIS OG FALL WOW AIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.