Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 Undarlegir eru ýmsir menn (ljóðið aðeins umorðað) má með sanni segja. Á okkar dögum er það svo að réttlæti eða ranglæti sama verknaðar fer eftir gerand- anum, hvort hann aktar af meint- um réttum eða röngum hvötum. Yfirlýstur aðdáandi Stalíns tjáir aðdáun sína á fjöldamorðingj- anum í útvarpi á Íslandi. Yfirlýst- ur aðdáandi Hitlers yrði vísast saksóttur – með réttu. En af hverju ekki stalínistinn? Honum er bara hampað. Ísrael er virki mannréttinda Ísrael er virki mannréttinda í Mið-Austurlöndum í samanburði við nágranna sína. Nema ef vera skyldi hluti Líbanons í og vestur af Beirút. Þar njóta sam- kynhneigðir réttinda og enginn þarf að óttast af þeim sök- um. Í fornaldarríkinu Íran þaðan sem ráðherrann er sem fjölmiðlar dásama þegar hann birtist hér, þar er samkyn- hneigð refsiverð og þar hafa margir orðið að gjalda þá hneigð með lífinu. Hamas, öðlingarnir hans Sveins Rúnars í Palestínu, fara eins að. Samt finnst Íslendingum bara í himnalagi að vefja sig fána Palestínu drifnum blóði samkyn- hneigðra. Útvarpsstjórinn mætir eins og ekkert sé að taka á móti þeim sem móðga og smána Ísraelsmenn og upphefja hryðjuverkamenn. Hvað ræður hatrinu á Ísrael? Ja, hvað skyldi það nú vera? Hér eru flóttamenn, en eink- um þeir sem þykjast vera það, í miklum metum. Svo til allir borgarar í Ísrael eru flóttamenn og afkomendur þeirra. Ann- ars vegar þeir sem flúðu Evrópu nasismans og svo (meiri- hlutinn) þeir sem hröktust ofsóttir frá arabalöndunum. Ísra- el er lýðræðislegt réttarríki gagnstætt flestum nágrannaríkj- unum. Tyrkland, nágranni Ísraels í vestri, ofsækir minni- hluta Kúrda í landinu svo að öllum blöskrar þótt enginn segi orð nema ef vera skyldi Ögmundur. Þar hefur frelsið verið afnumið eftir næstum 100 ára lýðræði. Hvað er það þá sem gerir Ísrael sjálfsagt skotmark vinstrimanna á Vesturlöndum? – Fyrir utan það jákvæða sem að framan er talið, hvað er það þá? Hvað veldur því að nú er svo komið að m.a.s. talsmenn samkynhneigðra af öllum fordæma Ísrael en upphefja hatur á Ísrael? Kannski að vinstrimenn útskýri nú einu sinni, svona til til- breytingar, afstöðu sína. Þeir eru nú einu sinni ekki mikið fyrir rökræðu gefnir, en öllu meira fyrir að tjá tilfinningar sínar um pólitík. Ekki skyldi það þó vera gyðingdómurinn sem ræður ferðinni? Miðað við afstöðu Loga gagnvart kristnum má ekki útiloka það. En ég held að það sé raunar hinn forni fjandi vinstrimanna, hræðslugæðin, sem ræður. Halla sér að Stalín, koma sér í mjúkinn hjá andstæðingum Ísraels; allir vita hverjir það eru. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Í fornaldar- ríkinu Íran er samkynhneigð refsiverð. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Gyðinga-Hatari Af og til berast frétt- ir af óánægju kennara og foreldra vegna óboðlegra aðstæðna í skólum borgarinnar sem koma m.a. niður á börnum með sérþarfir. Nýlegar fréttir um mál af þessu tagi komu frá Dalskóla. Þar er hús- næðið sprungið og byggingarfram- kvæmdir hafa dregist á langinn. Ástandið kemur illa niður á nem- endum og ekki síst börnum með sér- þarfir. Í Dalskóla er engin aðstaða fyrir sérkennslu og börnin hafa eng- an stað til að vera á, eins og segir í frétt um skólastarfið. Óvissa fer sérlega illa í börn með sérþarfir. Ástand sem þetta ýtir undir kvíða sem hefur áhrif á líðan barna í skólanum. Foreldrar eru orðnir langþreyttir og hafa sumir þess vegna sótt um pláss fyrir börn sín í öðrum skólum. Að sækja um pláss fyrir barn með sérþarfir í öðr- um skóla er ekki einfalt mál. Þeir fáu sérskólar og sérdeildir sem rek- in eru í Reykjavík eru full og biðlist- ar langir. Vaxandi vanlíðan barna hefur ver- ið mikið til umræðu í vetur. Birtar hafa verið niðurstöður kannana og einnig kom út skýrsla frá land- læknisembættinu þar sem fram komu upp- lýsingar um aukna vanlíðan nemenda í skólum. Skólaforðun er vandi sem hefur farið vaxandi samhliða auk- inni vanlíðan barna í skólum sínum. Í gögn- um landlæknis segir að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert til- raun til sjálfsvígs. Tillögur að úrbótum og lausn- um ýmist felldar eða vísað frá Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur í borgarstjórn sem lúta að aðgengi barna að sérfræðiþjónustu og tillögur um fjölgun eða stækkun sérskólaúrræða. Tillögur hafa ýmist verið felldar eða þeim vísað frá. Snemma á nýju kjörtímabili lagði ég fram tillögu um að skólasálfræð- ingur skyldi vera í sérhverjum skóla í a.m.k. 40% starfshlutfalli. Þá lagði ég fram tillögu um bið- listalaust aðgengi barna að sérfræð- ingum borgarinnar. Það er á ábyrgð skóla- og frístundaráðs að tryggja aðgengi barna að skólasálfræðing- um og að í skólum starfi nægjanlega margir sálfræðingar og aðrir sér- fræðingar til að sinna ólíkum náms- og félagslegum þörfum barnanna. Á þessu hefur verið mikill misbrestur í langan tíma. „Skóli án aðgreiningar“ virkar einmitt ekki sem skyldi vegna þess að í hinu almenna skóla- kerfi er ekki fjölbreytt flóra fagfólks til að sinna börnum með ólíkar þarfir. Allir vita að talmeinavandi sem ekki er meðhöndlaður af fagaðila getur brotið niður sjálfstraust barns. Á vorönn lagði ég fram til- lögu um að borgarstjórn samþykkti að grunnskólar í Reykjavík sæju börnum fyrir áframhaldandi tal- meinaþjónustu í grunnskóla væri það faglegt mat að frekari þjónustu væri þörf. Nokkrar tillögur sem snúa beint að sérskólaúrræðum hafa verið lagðar fram í vetur. Lagt var til að fleiri sérskólaúrræði eins og Kletta- skóli yrðu sett á laggirnar þar sem hann er sprunginn. Klettaskóli er eini sérskólinn í Reykjavík af sinni gerð. Það er réttur hvers barns að fá skólaúrræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem námsefni er við hæfi og félagslegum þörfum þess er mætt. Í þessum efnum eiga foreldr- ar ávallt að hafa val enda þekkja for- eldrar börn sín og vita hvað hentar þeim náms- og félagslega. Þá freistaði Flokkur fólksins þess að leggja til að breyta inntökuregl- um í þátttökubekk Klettaskóla þannig að þær verði rýmkaðar og þátttökubekkjum fjölgað eftir þörf- um. Eins og staðan er í dag eru inn- tökuskilyrði í þátttökubekk þau sömu og í Klettaskóla. Þetta eru of ströng skilyrði og fælir mögulega foreldra frá að sækja um fyrir börn sín. Aðsókn væri meiri án efa ef skil- yrðin væru ekki svona ströng. Vitað er að hópur barna berst í bökkum í almennum bekk með eða án stuðn- ings eða sérkennslu. Ofangreindar tillögur hafa ekki hlotið hljómgrunn hjá meirihlutan- um í borginni. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að byggt yrði við Brúarskóla til þess að hann gæti stækkað og tekið við fleiri nemendum. Staðsetning Brú- arskóla, sem er í Vesturhlíð, er afar hentug fyrir skóla eins og Brúar- skóla þar sem staðsetningin er ótengd m.a. íbúðarhverfi og versl- unum. Núna eru 19 börn á biðlista. Brúarskóli er eini sinnar tegundar. Í honum stunda nám börn sem eiga við djúpstæðan hegðunarvanda að stríða sem rekja má til ólíkra orsaka og raskana. Þessari tillögu var vísað til skóla- og frístundarráðs. Biðlistar rótgróið vandamál í Reykjavík Börn eiga ekki að þurfa að bíða eftir sérfræðiþjónustu af neinu tagi en biðin eftir að komast til sálfræð- ings, ýmist í viðtöl eða í greiningu, og til talmeinafræðings er stundum margir mánuðir. Biðlistar eru til- komnir af því að þjónusta við börn hefur ekki fengið nægjanlegt fjár- magn. Þessi málaflokkur hefur verið sveltur. Barn sem er sett í þær að- stæður að stunda nám þar sem það fær þörfum sínum ekki mætt og er ekki meðal jafningja á á hættu að veslast smám saman upp andlega. Einn góðan veðurdag neitar þetta barn kannski að fara í skólann. Þetta barn er einnig í mun meiri áhættu með að grípa til örþrifaráða eins og sjálfskaða og jafnvel sjálfsvígstilrauna síðar ef aðstæður hafa verið því óhollar um langan tíma. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Flokkur fólksins hef- ur lagt fram all- nokkrar tillögur sem lúta að aðgengi barna að sérfræðiþjónustu og til- lögur um fjölgun eða stækkun sérskóla- úrræða Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Tillögur er varða börn og skólamál ýmist felldar eða vísað frá Í körfubolta Líflegt hefur verið á Miklatúni í veðurblíðunni að undanförnu og upplagt að bregða sér í boltaleik. Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.