Morgunblaðið - 28.05.2019, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
Það var stór
stund í fjölskyldu
okkar þegar prins-
inn á Raufarhöfn
fæddist árið 1976, frumburður
elsta bróður okkar Þórarins
Stefánssonar og Sigurbjargar
Jónsdóttur. Drengurinn bjarti
fékk nafnið Hafþór og lífið á
Raufarhöfn breytti um lit. Fleiri
börn fylgdu í kjölfarið og áður
en hendi væri veifað átti Tóti
stærsta barnahópinn af okkur
systkinum. Þau sem komust á
legg voru Hafþór, Petrína
Soffía, Jón og Þorbergur.
Tóti lifði fyrir hafið og hafið
var fyrir hann, eins og fleiri
hrausta menn af hans kynslóð.
Strax og strákarnir höfðu aldur
til fóru þeir á sjóinn með pabba
sínum, hörkuduglegir og fisknir.
Nafnið á Hafþóri var réttnefni.
Starfsvalið var augljóst og ein-
falt. Hann ætlaði sömu leið og
pabbinn. Hafþór þótti einstak-
lega duglegur og var eftirsóttur
um borð í togurum. Leti var
ekki til í orðaforða Tóta og Haf-
þór ólst upp við það að vinna og
vinna vel. Í öllu þessu gleymdist
kannski aðeins að hlúa að sál-
inni, hrósa og faðma. Íslensk
hraustmenni eru ekki sérstak-
lega góð í þeim málum og lítið
svigrúm gefið til þess að staldra
við og spyrja um líðan hver
annars.
Hafþór átti ekki alltaf auðvelt
með sig og á stundum gat hann
verið sjálfum sér verstur. Þrátt
fyrir góða greind og ríka hæfi-
leika var sjálfsmyndin ekki
sterk og auðveldara að nota
stóryrði og bera sig vel en að
fella tár á erfiðum stundum.
Hafþór missti mikið þegar
pabbi hans féll frá í maí 2010,
eftir stutt en ströng veikindi.
Hann talaði stundum um að
hann vildi fara að hætta á sjón-
um og gera eitthvað annað með
líf sitt, enda með börn og fjöl-
skyldu. Sjómennska er ekki fjöl-
skylduvæn. Ekkert varð þó úr
þeim áformum og hann var ný-
kominn heim úr túr þegar dökkt
Hafþór
Þórarinsson
✝ Hafþór Þór-arinsson fædd-
ist 20. apríl 1976.
Hann lést 10. maí
2019.
Útför Hafþórs
fór fram 24. maí
2019.
ský lagðist yfir.
Eins og hendi væri
veifað var Hafþór
allur og hans nán-
ustu í sárum. Yfir
þessa fjölskyldu
hafa dunið óvenju-
lega mörg áföll og
auðvelt að fá verk
fyrir hjartað og
kökk í hálsinn þeg-
ar áfallasagan er
rifjuð upp. Hvernig
er hægt að leggja allt þetta á
eina konu? Lífið er ekki réttlátt.
Eftir stendur móðir hans, bein í
baki, og tekst á við enn eitt
verkefnið sem nú felst í því að
fylgja elsta syninum til grafar.
Með Hafþóri er genginn vel
gerður og vel gefinn drengur,
dulur og hlédrægur. Við í föð-
urfjölskyldunni hans vonum að
Hafþór finni fengsæl fiskimið
hinum megin og vottum dætrum
hans, móður, systkinum, ömmu,
maka og fósturbörnum dýpstu
samúð.
Elsku Hafþór, farðu í friði og
megir þú njóta vors og ljóss hin-
um megin.
Sigrún, Gunnhildur, Árni
og Ólöf Stefánsbörn.
Einu sinni prjónaði ég frosk.
Þetta var flottur froskur, grænn
með fléttaða fætur. Ég ákvað að
gefa frænda mínum honum Haf-
þóri hann í jólagjöf þegar hann
var sjö ára. 25 árum seinna kom
hann mér á óvart með því að
draga upp froskinn. Hann hafði
þá haldið upp á hann og passað
öll þessi ár. Þetta gladdi mig
mjög.
Annað skipti gaf ég mömmu
og pabba Hafþórs í jólagjöf lítið
reiðhjól sem ég hafði útbúið úr
vír og var hugsað sem skraut-
gripur. Hann sagði mér síðar að
þetta hjól hefði verið honum inn-
blástur og fór hann að búa til
ótrúleg listaverk úr vír svo sem
eins og tvíþekjuflugvél og
þriggja mastra skútu með full-
um seglum og voru þetta mikil
listaverk. Sköpunargleði og
handlagni var Hafþóri í blóð
borin og oft fór þetta saman við
góðan húmor og glettni, eins og
þegar hann færði pabba sínum
gaffal að gjöf. Pabbi hans vildi
borða hratt og Hafþór fékk þá
hugmynd að búa til gaffal sem
var tvíbreiður og gaf möguleika
á „hraðáti“. Eftir Hafþór liggja
margir gripir og allt bar þetta
vitni um mikinn hagleik og hug-
myndaflug.
Hafþór var einstakur verk-
maður, ósérhlífinn og fórnfús og
alltaf til í að hjálpa öðrum við
hvað sem var. Hann skyldi koma
og hjálpa ætti hann þess nokk-
urn kost. Einnig var honum um-
hugað um að ættingjarnir ættu
fisk í frysti og tók hann þar við
af föður sínum. Þeir voru ótrú-
lega líkir í sér; þótti vænt um
sitt fólk en gáfu það kannski
frekar í skyn með öskju af fiski
en svo mörgum orðum. Ég var
aldrei með Hafþóri til sjós en
hef heyrt af þeim sem það voru
að þar hefði hann verið frábær,
getað gert hvað sem var, gengið
í öll verk og fundið viðeigandi
lausnir. Hann var fyrsti vélstjóri
en var alveg til í að koma í að-
gerð ef þurfti. Með Hafþóri er
fallinn frá kjarnadrengur,
hörkutól sem ekkert virtist bíta
á en það var yfirborðið. Á sama
tíma var hann mjúkur maður og
breyskur eins og við erum ef til
vill öll þótt fronturinn segi ann-
að.
Elsku Hafþór frændi, þín
verður sárt saknað.
Lena, Harpa Mjöll, Lotta,
Sigga, Pétý, Jón, Beggi og aðrir
aðstandendur, innilegar samúð-
arkveðjur.
Páll Stefánsson.
Við spyrjum drottin særð, hvers
vegna hann
hafi það dularfulla verklag
að kalla svo vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það
sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
(Jóhann S. Hannesson)
Hafþór Þórarinsson er hrifinn
á brott og ekkert stendur eftir
nema tómleikinn.
Sonur, stolt móður sinnar og
föður, fallegur, duglegur og góð
sál.
Hvernig er hægt að koma
orðum að svo að þau veiti stuðn-
ing og styrk þegar harmurinn er
svo mikill?
Með orðunum hans Bubba
Morthens í Kveðju sendi ég þér,
elsku Sigga og fjölskylda, ósk
um að allar góðar vættir verði
með ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Megi minning um góðan son,
bróður og pabba ylja ykkur og
styrkja um ókomna framtíð.
Kristín Helga
Guðmundsdóttir.
Á rólegu laugardagskvöldi er
ég stödd erlendis. Ég stend í
hópi fólks sem er að ræða hvers-
dagsleg mál nútímans þegar ég
fæ boð frá elstu dóttur minni um
að hafa samband heim sem allra
fyrst. Ég vissi strax að um eitt-
hvað alvarlegt var að ræða.
Símtalið var vont, svo vont og
óraunverulegt, „Hafþór vinur
þinn er dáinn“. Þetta gat ekki
verið satt, við vorum að tala
saman rétt áður en ég fór til út-
landa um létt og alvarleg mál-
efni þar sem við reyndum að
stappa stálinu hvort í annað.
Minningarnar um þig eru svo
ótrúlega margar enda nær vin-
skapur okkar langt aftur í tíma,
allt til þess er við lékum okkur
saman á leikskóla á Raufarhöfn.
Samband okkar var stundum
sterkt en stundum lítið eins og
gengur og gerist í þroskaferli
fullorðins fólks, allir fara sínar
leiðir.
Það var þó alltaf gaman hjá
okkur þegar við hittumst, við
gátum alltaf hlegið að vitleys-
unni hvort í öðru en einnig deilt
sorg og erfiðleikum. Þú hefur
alltaf skipt mig miklu máli,
elsku Hafþór minn.
Ég mun alltaf sakna þín og
kveð þig með miklum trega. Þín
vinkona
Rakel Jóna.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur
og bróðir,
HALLBJÖRN EÐVARÐ ÞÓRSSON
Stórhóli 29, Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Húsavík þann 15. maí.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 30. maí
klukkan 14.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga.
Helena Eydís Ingólfsdótir
Hera Karín Hallbjörnsdóttir Arna Júlía Hallbjörnsdóttir
Helga Hallbjörnsdóttir Eyjólfur Magnússon
Þór Ottesen Pétursson
og systkini
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN HERJÓLFUR EÐVARÐSSON,
Höfðabraut 16, Akranesi,
lést þriðjudaginn 21. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 29. maí klukkan 13.
Sóley Guðrún B. Ásrúnard. Sveinn Bjarni Magnússon
Þóranna Hildur Kjartansd. Hendrik Björn Hermannsson
Eðvarð Árni Kjartansson
og barnabörn
Okkar ástkæra
SIGURLÍN MARGRÉT
GUNNARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugardaginn 25. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Gunnarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SÓLRÚN ELÍASDÓTTIR,
verkakona og húsmóðir,
Suðurgötu 6, Siglufirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn
20. maí. Útförin fer fram í kyrrþey laugardaginn 1. júní klukkan
14. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á björgunarsveitina Stráka og slysavarnadeildina
Vörn á Siglufirði.
Ómar Geirsson
Lísa Dögg Ómarsdóttir
Arnþór Helgi Ómarsson
Stenunn Helga Ómarsdóttir Sigurður Karl Guðnason
og barnabörn
✝ Lára Vigfús-dóttir innan-
hússarkitekt fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 25. ágúst
1929. Hún lést á
öldrunarheimilinu
Hjallatúni í Vík í
Mýrdal 19. apríl
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Vigfús Sigurðsson,
skipstjóri og útgerðarmaður, f.
24. júlí 1893, d. 25. febrúar
1970, og Jóna G. Vilhjálms-
dóttir, húsmóðir, f. 28. sept-
ember 1905, d. 5.
júlí 1993. Lára
giftist Hilmari
Daníelssyni flug-
manni, en hann
lést í flugslysi árið
1959.
Seinni eig-
inmaður hennar
var Jóhann F. Guð-
mundsson flugum-
ferðarstjóri, en
hann lést 2012.
Láru verður minnst í
minningarathöfn sem fram fer
í Háteigskirkju í dag, 28. maí
2019, klukkan 13.
Hún Lára hefur nú kvatt þessa
jarðvist.
Hún var gift föður mínum og
við þekktumst í yfir fimm ára-
tugi.
Lára hefði orðið níræð nk.
ágúst þannig að hún hafði lifað
langa ævi, en ég veit að eftir að
pabbi dó, fyrir sex árum, varð
hún södd lífdaga. Hún saknaði
hans svo mikið. Tómarúmið var
svo stórt. Þau voru svo samhent í
öllu.
Þau voru alltaf dugleg að bjóða
fjölskyldunni okkar og vinum
heim og þar var dekrað við okkur
af allri alúð með alls kyns veit-
ingum og gestrisnin var 100%.
Lúðan hennar var í uppáhaldi
hjá okkur flestum.
Þau voru alla tíð mjög góðir
vinir tengdapabba míns og
tengdamömmu.
Heimili þeirra var fallegt og
auðsjáanlega hugsað um hvern
krók og kima, enda var hún inn-
anhússarkitekt. Hennar augu sáu
líka hvað mátti fara betur á okkar
heimili því við leituðum oft til
hennar með það.
Sumarbústaðurinn þeirra var
vinsæll aðkomustaður og oft
gestkvæmt þar. Þar eyddi maður
mörgum stundum í fegurð nátt-
úrunnar; veiðitúrar, fífur týndar
(með Jónu, mömmu hennar), sól-
in sleikt og maturinn hennar
Láru var einstakur. Maður
hlakkaði alltaf til að sjá hvað yrði
á borðum og flestöll árin var mat-
urinn eldaður á kolaeldavél.
Gítarinn var oftar en ekki tek-
inn fram og leiddi Lára okkur í
söngvum með sinni tónfögru
rödd sem minnti mig á Ellý Vil-
hjálms.
Hún tók þátt af öllu hjarta
þegar pabbi hlýddi kallinu um að
hefja fangastarf. Þá fór Lára með
gítarinn og söng fyrir fangana en
pabbi prédikaði fagnaðarerindið
um Krist. Mörg hjörtu voru snert
þau ár sem þau sinntu þessu
starfi. Alltaf var farið með páska-
liljur til fanganna á páskum.
Þegar þau heimsóttu okkur til
Ameríku, þá var leitað vel að
litlum gjöfum sem þau gætu fært
föngunum heima á Íslandi. Þau
voru í þessu saman af lífi og sál.
Þau létu gera kort sem ber
nafnið „líftrygging“ og það hann-
aði Lára listilega. Margir kann-
ast við þetta kort úti um allt land
og jafnvel víðar. Fólk hefur kom-
ið til mín og tjáð mér að þetta
kort hafi bjargað lífi þeirra.
Áður en Lára fór á hjúkrunar-
heimilið í Vík í Mýrdal áttum við
og bóndinn margar góðar stundir
yfir fimmréttuðum kínamat sem
okkur fannst öllum svo góður. Þá
var mikið spjallað um þjóðmálin.
Mörg voru símtölin milli okkar
Láru. Þau voru oft löng því hún
hafði frá svo mörgu skemmtilegu
að segja og við hlógum oft dátt.
Ég sakna þeirra.
Við nutum þess að hafa hana
hjá okkur á aðfangadagskvöld-
um, í afmælum og útskriftum
barnabarnanna og erum þakklát
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
vista við hana á þeim stundum.
Þegar hún fluttist til Víkur í
Mýrdal á hjúkrunarheimilið var
erfiðara að mæta með kínamat og
hún átti erfitt með að taka símtöl
frá okkur því heyrnin var farin að
svíkja hana.
Við fylgdumst vel með henni í
gegnum frábært hjúkrunarfólk á
staðnum. Við erum þakklát þeim
fyrir umönnunina.
Nú er hún komin á betri stað
þar sem ekkert íþyngir, engar
sorgir hrjá, engir sjúkdómar
herja á og enginn söknuður ríkir.
Blessuð sé minning hennar
Láru, sem skilur eftir sig margar
góðar minningar í lífi okkar sem
eftir erum.
Árný Björg Jóhannsdóttir
Blandon.
Lára Vigfúsdóttir
Komið er að leið-
arlokum hins jarð-
neska lífs Hilmars.
Margt má segja um
þann mæta, ljúflynda og trausta
dreng, en hér skal umfram allt
þakkað fyrir þátttöku hans í
kristilega starfinu frá unga aldri
fram á elliár. Hann studdi við
bakið á kristniboðsstarfinu með
ýmsum hætti og fylgdist með í
því sem um var að vera í innan-
landsstarfi og alþjóðastarfi
Kristniboðssambandsins og lagði
því lið með ýmsum hætti. Þar á
meðal má nefna að hann kom alla
Hilmar E.
Guðjónsson
✝ Hilmar E. Guð-jónsson fæddist
15. nóvember 1938.
Hann lést 15. maí
2019.
Útför Hilmars
fór fram 24. maí
2019.
leið frá Hellu síð-
ustu árin, á meðan
heilsan leyfði, til að
spila undir almenn-
um söng á samkom-
um í Kristniboðs-
salnum. Hann lét
ekki veður og vind
aftra sér nema ef
heiðin lokaðist.
Þessari þjónustu
sjálfboðaliðans
sinnti hann með
gleði og þakklæti sem hann tjáði
þegar við tókumst í hendur í lok
samkomunnar. Það var gott að
syngja með Hilmar sem undir-
leikara. Hann þjónaði Drottni í
trúfesti með þeim gjöfum sem
honum voru gefnar. Hann hefur
fullnað skeiðið, varðveitt trúna og
á nú sveig réttlætisins sem
Drottinn gefur. Hann blessi
minningu Hilmars.
Ragnar Gunnarsson.