Morgunblaðið - 28.05.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 28.05.2019, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 ✝ Baldur Ágústs-son fæddist á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðasókn 13. febrúar 1933. Hann lést 1. maí 2019. Foreldrar hans voru Helga Jó- hanna Ágústs- dóttir, f. 15. maí 1912 í Bakkagerði í Desjarmýrarsókn, d. 28. nóvember 1996, og Ágúst Georg Steins- son, f. 5. desember 1912 í Fremri-Fitjum í Miðfirði, d. 21. desember 1998. Baldur var elst- ur af fimm sonum þeirra hjóna, en bræður hans eru: Vilhelm Ágúst, f. 1937, Birgir Valur, f. 1939, Skúli Gunnar, f. 1943, og Eyjólfur Steinn, f. 1951. Baldur kvæntist síðasta vetrardag, 18. apríl 1956, Önnu Maríu Halls- dóttur, f. í Reykjavík 18. júlí 1936, d. 28. febrúar 2019. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Sigurlín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1904 í Vestmannaeyjum, d. 1991, og Hallur Helgason vél- stjóri, f. 1900 á Akureyri, d. 1956. Börn Baldurs og Önnu Maríu eru: 1) Halla Elín Baldursdóttir, f. 27. júní 1955, fræðaskóla Akureyrar og 1955 lauk hann verslunarprófi frá verslunarskóla sænska sam- bandsins í Stokkhólmi eftir árs- dvöl þar. Baldur var í fim- leikahópi á unglingsaldri, stundaði skíði og skauta frá barnæsku fram á fullorðinsár og golf og sund síðari árin. Baldur og Anna María áttu fyrst heimili að Ránargötu 10 á Akureyri, þar sem einnig bjuggu foreldrar Baldurs og yngri bræður hans, en bjuggu síðar í Austurbyggð 7. Árið 1964 fluttust þau búferlum til Reykjavíkur og áttu þar heimili æ síðan. Fyrstu árin bjuggu þau í Vesturbæ Reykjavíkur en lengst af á Barðaströnd á Sel- tjarnarnesi og í Hlíðargerði í Reykjavík. Bróðurpart starfs- ævinnar var Baldur verslunar- stjóri í kjörbúðum á Akureyri og í Reykjavík, m.a. hjá KEA á Akureyri og hjá Silla og Valda í Reykjavík. Í þrjá áratugi veitti hann forstöðu útibúi Bílaleigu Akureyrar í Reykjavík. Baldur var einn stofnenda Freeport- klúbbsins, sem síðar kom að stofnun SÁÁ, og var um árabil virkur félagi í Frímúrara- reglunni á Íslandi. Útför Baldurs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 28. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. gift Jóni Kr. Sól- nes, f. 1948, d. 2011. Börn þeirra eru Lilja Björk, Baldur Már, Jón Ragnar, Valgerður og Kristín, og eiga þau sex barnabörn. 2) Helga Guðbjörg Baldursdóttir, f. 10. desember 1957, gift Gísla Baldri Garðarssyni, f. 1950. Börn þeirra eru Garðar Páll, Anna María, Grímur Helgi og Gísli Baldur, og eiga þau átta barnabörn. 3) Ágúst Bald- ursson, f. 23. mars 1960. 4) Sigurlín Baldursdóttir, f. 7. júní 1961, gift Guðjóni Ómari Davíðssyni, f. 1960. Synir þeirra eru Andri Steinn og Ágúst Úlf- ar, og eiga þau eitt barnabarn. Baldur ólst upp á Þórshöfn á Langanesi og Akureyri. Hann var í sveit á sumrin, fyrst á Ás- grímsstöðum í Hjaltastaðasókn hjá ömmu sinni og afa, Guð- björgu Alexandersdóttur og Ágústi Ásgrímssyni, og síðar í Kollavík í Þistilfirði hjá hjón- unum Jakobi Sigurðssyni og Kristjönu Jónsdóttur. Baldur lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- Nú þegar komið er að kveðju- stund hellast yfir mig allar hvers- dagslegu minningarnar úr dag- lega lífinu, öll fallegu orðin. - Pabbi! Pabbi! Ertu kominn heim úr vinnunni? - Hæ, Lína, tína, mína, sína – ég saknaði þín svo. - Pabbi! Mér er illt í eyranu! - Ég skal fara með þig strax til læknis. - Pabbi, viltu hjálpa mér með skautana? - Alveg sjálfsagt, ástin mín. - Pabbi, sjáðu hvað ég er dug- leg að skíða! - Duglegust, ástin mín. - Pabbi, ég náði bílprófinu! - Vissi alltaf að þú myndir ná því. - Pabbi, mig vantar smá- hjálp … - Hvernig get ég hjálpað þér, ástin mín? - Pabbi, ég náði öllum prófun- um! - Stoltur af þér, ástin mín. - Pabbi, ég er að fara að gifta mig! - Hlakka til að leiða þig inn kirkjugólfið. - Pabbi, megum við Andri og Ágúst koma í heimsókn? - Auðvitað, ástin mín, hlakka til að hitta afastrákana mína. - Pabbi, ég sakna þín svo mik- ið. - Ég verð alltaf hjá þér, ástin mín. - Pabbi, ég elska þig. - Ég elska þig líka, ástin mín. Þín dóttir, Sigurlín. Ef ég ætti að lýsa afa mínum og nafna, Baldri Ágústssyni, í fáum orðum þá var hann í mínum huga mikill herramaður og bæði duglegur og örlátur. Baldur afi lagði sig allan fram í vinnu og heimafyrir, þar sem hann hugaði fyrst og fremst að öðrum en sjálf- um sér. Í vinnunni voru viðskiptavinir hans og samstarfsfólk í fyrirrúmi og heima var það Anna María amma ásamt stórum hópi barna, barnabarna og langafabarna. Afi hugaði að hverjum einstaklingi í þessum stóra hópi, var örlátur á tíma sinn og hvatti okkur öll til dáða hvert á sínu sviði. Þau afi og amma hafa alltaf verið til staðar fyrir mig á ólíkum tímapunktum í lífinu. Ég minnist sérstaklega gleðistundanna með þeim á golfvellinum árin eftir að ég fluttist suður til að stunda há- skólanám. Amma hafði okkur nafnana iðulega undir með sinni öruggu spilamennsku og eftir golfhring nutum við góðs matar í golfskál- anum eða eldamennsku ömmu í Hlíðargerði. Ekki aðeins voru þessar stundir einstök tilbreyt- ing frá einhæfu háskólalífinu heldur hafði það mikil áhrif á mig að sjá þau afa og ömmu svo glöð og samstiga í lífinu. Á síðari árum, eftir starfslok afa, gafst meira næði til að líta yf- ir farinn veg og rifja upp gamla tíma í lífi þeirra ömmu. Hann sagði stoltur frá æskunni á Þórs- höfn á Langanesi og ferðum sín- um til afa síns og ömmu sem vildu svo gjarnan halda þessum táp- mikla dreng þegar foreldrar hans fluttust burt, fyrst til Þórshafnar og síðan til Akureyrar. Baldur afi naut þess að læra og náði góðum námsárangri í Gagn- fræðaskóla Akureyrar, þar sem hann var m.a. inspector og hringdi inn í tíma. Honum stóð skólavist til boða í Menntaskól- anum á Akureyri en átti þess ekki kost að sækja frekara nám heldur þurfti hann að vinna sér inn kaup í þágu heimilisins, foreldra sinna og bræðra. Afi sá alla tíð á eftir þessu námstækifæri, þótt hann nyti þess að lesa sér til yndisauka ævina á enda. Nokkrum árum eftir að skóla- vist hans við gagnfræðaskólann lauk, bauðst honum að leggja stund á verslunarnám í Svíþjóð. Þar dvaldi afi í rúmt ár við nám í Stokkhólmi og Dölunum, oft við þröngan kost, og naut þess að læra um nýjustu stefnur og strauma í verslunarrekstri. Afi hafðir mikla ánægju af því að rifja upp íþróttaiðkun þeirra bræðranna á æskuárunum á Ak- ureyri, þar sem þeir áttu fyrst heimili á Háteigi og síðar í Rán- argötunni. Bræðurnir iðkuðu skautahlaup á ísilögðum Pollinum og skíða- stökk og stórsvig í Hlíðarfjalli, þar sem gengið var í fjallið jafn- vel marga daga í röð. Íþróttaáhuginn fylgdi Baldri afa alla tíð og þau amma fóru í langar og röskar göngur, t.d. um Elliðaárdalinn, og stunduðu golf- íþróttina af kappi um allt land og utan landsteinanna. Þess utan iðkaði afi sund og lyftingar síð- ustu áratugina. Þá naut afi þess að ferðast bæði hér á landi og er- lendis og þau amma áttu afar góðar stundir á ferðalögum, eftir að börnin voru orðin fullorðin, og alltaf komu þau færandi hendi heim. Afi hefur verið mér fyrirmynd á svo ótalmörgum sviðum í lífinu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann í svo langan tíma. Baldur Már Helgason. Elsku afi minn hefur kvatt þennan heim. Það er skrýtið til þess að hugsa að það eru ekki nema rúmir tveir mánuðir síðan ég sat og skrifaði nokkur orð um elsku ömmu. Þó er það kannski ekki svo skrýtið. Amma og afi voru ein- staklega samrýnd hjón og sam- taka í lífinu. Það sást kannski best þegar amma veiktist og afi gat ekki hugsað sér annað en að sitja hjá henni frá morgni til kvölds. Afi var einstakur maður. Hann var duglegur, ljúfur og hafði drif- kraft á við heilan her. Það var alltaf hægt að leita til afa og hann undi sér best í því að hugsa um fólkið sitt. Hann var „reddarinn“ í fjölskyldunni og þannig vildi hann hafa það. Þolinmæði var hins vegar ekki hans sterkasta hlið. Hann var til dæmis alltaf mættur hálftíma fyrr í öll barnaafmæli og var und- irrituð yfirleitt enn að blása á sér hárið þegar þau hjónin hringdu bjöllunni. Hann var líka þekktur fyrir það að vera alltaf kominn út í bíl löngu á undan samferðafólki sínu, að eigin sögn til að „hita bíl- inn“, þó það væri sumar. Já, það er óhætt að segja að afi var ekki mikið fyrir eitthvert hangs. Afi elskaði að ferðast og átti hann ótal minningar frá ævin- týraferðum um allan heim. Það var yndislegt að hlusta á hann segja okkur sögurnar af ferðalög- um þeirra ömmu. Hann mundi hvert einasta smáatriði úr hverri ferð og naut þess að segja frá. Flórída var griðastaður þeirra hjóna. Fyrst á Casa Del Mar þar sem afi kafaði eftir skeljum og öðrum dýrmætum hlutum úr Mexíkóflóanum, og svo síðar í húsi þeirra á University Park, þar sem þau hjónin smituðust af golfbakteríunni og höfðu gaman af. Afi var mikill bílakall. Það var ósjaldan sem Bjarni sló á þráðinn til hans þegar við hjónin vorum í einhverjum bílapælingum og þótti afa virkilega vænt um það. Það var alltaf dýrindis matur í Hlíðargerðinu hjá ömmu og afa þar sem amma galdraði hverja veisluna af annarri fram úr eld- húsinu. Það var hins vegar ein- ungis einn maður sem sá um að ganga frá eftir matinn og það var afi. Hann setti á sig svuntu, rak alla út úr eldhúsinu og gekk frá á methraða. Þetta fannst mér frá- bær verkaskipting hjá þeim hjón- um. Afi fylgdist alltaf vel með okk- ur barnabörnum sínum (og svo seinna barnabarnabörnum) og var óendanlega stoltur af okkur öllum. Þegar við kíktum í heim- sókn til hans síðastliðin ár þá fannst honum alltaf skemmtileg- ast að fá fréttir af fólkinu sínu. Það var líka alltaf notalegt fyrir barnabarnabörnin að kíkja í heimsókn til langömmu og lang- afa. Á meðan við fullorðna fólkið fengum okkur kaffi setti afi eitt- hvað í sjónvarpið fyrir krakkana, laumaðist svo inn í eldhús og náði í kók fyrir þau. Þetta var bara leyfilegt hjá langafa og fannst þeim þetta mikið sport. Elsku afi minn, það er gott að hugsa til þess að nú ertu kominn til ömmu, laus við veikindin og líður betur. Ég á eftir að sakna þess að fá þig í heimsókn, heyra þig hvísla að mér hvort ég eigi nokkuð sódavatn og horfa á fal- lega brosið þitt þegar ég svara játandi. Við fjölskyldan kveðjum þig með þakklæti í hjarta. Megi minning um góðan mann lifa. Anna María Gísladóttir og fjölskylda. Komið er að kveðjustund. Elsti bróðir okkar, Baldur, er fallinn frá á áttugasta og sjötta aldurs- ári. Kraftarnir höfðu hratt dvínað á síðustu mánuðum og lífsneist- inn dofnaði enn frekar við fráfall Önnu Maríu, eiginkonu Baldurs og mágkonu okkar til meira en sex áratuga, fyrir röskum tveim- ur mánuðum. Að leiðarlokum streyma minn- ingarnar fram. Uppvöxturinn austur á Þórshöfn á Langanesi og síðar á Akureyri birtist í rósrauð- um bjarma. Þetta voru góð ár og við brölluðum margt. Að vonum litum við upp til okkar elsta bróð- ur og auðvitað var ekki ónýtt að eiga hann að þegar hann hafði tekið bílpróf. Baldur var óspar á að skutla okkur yngri bræðrun- um þangað sem við þurftum að fara enda þótti honum ekki leið- inlegt að vera undir stýri. Eftir að hafa sótt sér verslun- armenntun til Svíþjóðar og starf- að sem verslunarmaður á Akur- eyri um nokkurra ára skeið lá leið Baldurs suður yfir heiðar. Hann hóf að starfa hjá Silla & Valda og tengdist Silla afar sterkum bönd- um. Baldur einkenndi alla tíð að vera vinur vina sinna og hann átti stóran vina- og kunningjahóp. Á áttunda áratugnum þegar við þrír bræðurnir, Villi, Biggi og Skúli, stofnuðum Höld/Bílaleigu Akureyrar kom fljótlega í ljós að nauðsynlegt væri, til þess að reksturinn mætti dafna sem best, að við settum á stofn útibú í Reykjavík, þar sem markaðurinn væri stærstur. Baldur var feng- inn til þess að stýra útibúinu og gerði það af stakri trúmennsku í á þriðja tug ára. Rekstur útibús- ins óx ár frá ári undir stjórn Bald- urs, enda var þjónustulund hans einstök og í verslunarstörfum sínum hafði hann byggt upp víð- tækt tengslanet sem kom sér vel fyrir okkar rekstur. Snemma hóf Eyfi, yngstur okkar bræðra, að starfa hjá Bíla- leigu Akureyrar og því störfuðum við allir fimm árum saman hjá fyrirtækinu. Samstarf okkar bræðra, hvort sem var við störf okkar hjá fyrirtækinu eða utan þess, hefur alltaf einkennst af trúmennsku og gagnkvæmri virðingu. Við höfum alla tíð verið samrýndir og samstiga og það er mikil gæfa. Baldur kom í hinsta sinn í stutta heimsókn til Akureyrar á sólríkum júnídegi á síðasta ári. Heimsóknin var gleðileg og okk- ur öllum minnisstæð. Það fór vel á því við enda heimsóknarinnar að við bræður settumst niður á Bautanum og snæddum saman hamborgara, í sama húsi og Bíla- leiga Akureyrar opnaði forðum daga fyrstu afgreiðslu sína á Akureyri. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir öll árin sem við áttum með okkar elsta bróður í leik og starfi. En það hafði hratt húmað að kveldi og hann var hvíldinni feg- inn. Blessuð sé minning hans. Börnum Baldurs, Höllu Elínu, Helgu, Ágústi og Sigurlín, og fjöl- skyldum þeirra sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Vilhelm, Birgir, Skúli og Eyjólfur Ágústssynir. Elsku Baldur, nú er komið að kveðjustund eftir langt og far- sælt samstarf um langa tíð. Það var erfitt að horfa upp á það hversu þungbært það var þér að kveðja hana Önnu Maríu þína fyrir rétt rúmum tveimur mán- uðum eftir erfið veikindi hennar síðustu árin. Stóðst þú eins og klettur við hlið hennar. Heimsótt- ir hana daglega og engum duldist sú ást sem þið báruð hvort til annars. Ég var svo lánsamur að kynn- ast þér árið 1978, aðeins 15 ára gamall, er ég kom til vinnu hjá Bílaleigunni í Reykjavík, óharðn- aður unglingur sem fékk hlýjar og góðar móttökur. Hjartalag ykkar, kraftur og röggsemi mót- aði mig til framtíðar. Enda unnum við frábærlega saman í 25 ár eða til ársins 2003 þegar þú lést af störfum sem stjórnandi Bílaleigu Akureyrar í Reykjavík og ég tók við keflinu. Framlag þitt við uppbygg- inguna á fyrirtækinu þegar ferðaþjónustan var að slíta barnsskónum og dugnaður þinn var stór þáttur í farsælli og góðri sögu. Þér lá alltaf á, allt varð að gerast strax. Nokkurra mínútna matartími var alveg nóg og síðan var bara að drífa sig að vinna. Hlutina varð þó að gera vel og þjónustan átti að vera framúr- skarandi. Þessi atriði hafa verið gott veganesti fyrir okkur sem tókum við og höldum áfram þar sem þú skildir við þegar þú hætt- ir störfum. Ég kynntist því strax sem ung- ur maður hversu vel þú vildir gera við þína nánustu. Ef eitt- hvað var í gangi varstu alltaf tilbúinn til þess að rétta hjálpar- hönd, hvað sem það var sem þurfti að gera. Ég var svo hepp- inn að vera eins og hluti af þess- ari fjölskyldu og hefur okkur Báru allaf liðið eins og við værum tengd ykkur Önnu Maríu fjöl- skylduböndum. Þið kennduð okk- ur meðal annars að njóta Flórída sem var ykkar uppáhaldsstaður. Þú fylgdir mér í frímúrarastarfið og við áttum margar góðar stund- ir sem of langt væri að telja upp. Það voru samvistirnar í vinnunni sem voru mér þó kannski dýr- mætastar og lærdómsríkastar. Ég var svo lánsamur að spila golf með ykkur Önnu Maríu á Hval- eyrinni í eitt síðasta skiptið sem hún treysti sér á völlinn. Þú vildir endilega draga bæði þitt sett og hennar til þess að gera henni auð- veldara fyrir, þrátt fyrir að þú værir kominn á níræðisaldurinn. Það var alltaf gaman að fá þig í heimsókn í vinnuna í Skeifunni og nú er gott er að hugsa til þess hversu stoltur þú varst af þeim sem tóku við og héldu áfram upp- byggingu á fyrirtækinu sem þú varst svo stoltur af. Ég get aldrei að fullu þakkað það uppeldi, vin- arþel og hlýju sem þú sýndir mér og okkur í gegnum tíðina. Þú varst hreinn og beinn, tilfinninga- næmur og sanngjarn við sam- starfsmenn og viðskiptavini. Allt- af til í að fórna þér til þess að sinna öðrum á hvern þann hátt sem þú gast. Við kveðjum þig Baldur og þökkum fyrir allt það er þú gafst okkur með þinni ást og kærleika í gegnum tíðina. Við elskum þig og söknum. Bergþór Karlsson, Bára Kristjánsdóttir. Baldur Ágústsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLGRÍMS A. VIKTORSSONAR, fyrrverandi flugstjóra. Ragnheiður V. Rögnvaldsdóttir Kristján Hallgrímsson Guðrún Brynjólfsdóttir Hrannar Hallgrímsson Heiða Guðbrandsdóttir Auður Hallgrímsdóttir og barnabörn Okkar heittelskaða eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, EMMA SIGURJÓNA RAFNSDÓTTIR, Urðarvegi 35, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, föstudaginn 24. maí, umvafin ást og hlýju. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 1. júní klukkan 14. Páll Helgi Sturlaugsson Rafn Pálsson Ingibjörg Heba Halldórsdóttir Þórunn Pálsdóttir Hermann Jón Halldórsson Fanney Pálsdóttir Ingvar Jakobsson Arnar Pálsson Halla Björk Þorláksdóttir Birna Pálsdóttir Rögnvaldur Magnússon og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.