Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 „LÁTTU OKKUR BARA FÁ EITTHVAÐ SEM VIÐ GETUM SEINNA ÁTT VIÐ.” „ÞETTA VERÐUR BARA TÍMABUNDIÐ, STEFÁN, LAFÐIN ÞARF AÐ VENJAST ÞVÍ AÐ GAMLI SEPPINN SÉ DAUÐUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að muna góðu stundirnar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPURÐU HUNDINN. HVORIR ERU STERKARI? KETTIR EÐA HUNDAR?” HUNDAR, EN BARA EF LITIÐ ER TIL ANDREMMU ÉG LAS ÞAÐ AÐ UTANBÆJARMENN VÆRU LITNIR HORNAUGA Á ÞESSUM BAR! HVAR LASTU ÞAÐ? ÚR ANDLITUM ÞEIRRA! Embla Rún, Sölvi Rafn, Briet Dóra og Kolbrún Ýr; 3) Heiða Kristín, f. 20.4. 1983, framkvæmdastjóri Efnis ehf. Eiginmaður hennar er Guð- mundur Kristján Jónsson skipu- lagsfræðingur. Synir Heiðu Krist- ínar eru Benedikt Espólín og Snorri Espólín; 4) Snorri, f. 1.6. 1984, tónlistarmaður. Eiginkona hans er Saga Garðarsdóttir leikkona og dóttir þeirra er Edda Kristín. Bræður Helga eru: Ísleifur, f. 4.7. 1947, fv. starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, kvæntur Auði Alberts- dóttur; Kristinn, f. 29.4. 1956, kenn- ari í Gautaborg, í sambúð með Evu Lenu Hartwig og Gissur, f. 2.4. 1958, ráðuneytisstjóri, kvæntur Arnheiði Gígju Guðmundsdóttur, sérfræðingi hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Foreldrar Helga voru hjónin Pétur Kristjónsson, f. 23.4. 1926, d. 14.4. 2007 starfaði lengi hjá Samvinnutryggingum, og Kristín Ísleifsdóttir, f. 13.2. 1927, d. 24.11. 1969, húsmóðir í Reykjavík og Kópavogi. Helgi Pétursson Pétur Kristjónsson skrifstofumaður í Rvík og Kópavogi Sigþrúður Pétursdóttir húsmóðir í Reykjavík Pétur Þorsteinsson steinsmiður í Reykjavík Kristín Sigurðardóttir húsmóðir í Reykjavík Daði Daðason bóndi á Litla-Vatnshorni Guðbjörg S. Jóhannesdóttir húsmóðir á Litla-Vatnshorni í Haukadal í Dölum Kristjón Daðason múrarameistari í Reykjavík Rósa Daðadóttir Hjörvar húsmóðir í RvíkÚlfur Hjörvar rithöfundur Helgi Hjörvar fv. alþingismaður Guðbjörg Kristjónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Kristján Einarsson fv. bæjarfulltrúi og slökkviliðsstjóri í Árborg Kristjón Daðason trompet- leikari Daði Einarsson tónlistarkennari og básúnuleikari Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður í Berlín Pétur Einarsson hljóðmeistari Einar Sigurðsson bóndi í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum Soffía Ísleifsdóttir húsmóðir í Tjarnar- húsum á Seltjarnarnesi Ísleifur Einarsson bóndi á Læk Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja á Læk í Ölfusi Jóhann Hannesson bóndi í Eyvakoti og á Baugsstöðum Elín Magnúsdóttir húsmóðir í Eyvakoti á Eyrarbakka og Baugsstöðum í Flóa Úr frændgarði Helga Péturssonar Kristín Ísleifsdóttir húsmóðir í Rvík og Kópavogi Fía á Sandi setti á sunnudageina veðurvísu heldur en ekki á Leirinn með þeim fyr- irvara þó að veðurspána væri að marka: Öll er tíð með elegans eins og fyrir borgun, en skítlegt eðli skaparans skilar sér víst á morgun. Á laugardag setti Friðrik Stein- grímsson á Leirinn afmæliskveðju frá sér til sín – og lét þess getið að hann hefði fengið nýtt hné í fyrra: Við elli berst með vopni og verju virðist sigur hafa brátt, yngist nú með ári hverju og endurnýjast smátt og smátt. Fía sendi honum afmæliskveðju með þessari athugasemd: „Þú sigrar nú ellina með glans!“: Með aldri mun sjarminn af þér skín- a þú átt bara að fylgja lukkunni. Borða þitt konfekt og bergja vín og bótoxið reddar svo hrukkunni, – þessari einu! Pétur Stefánsson sagði: „Til lukku með 65 árin“: Friðrik er ennþá ern og hress, ei í huga skýjaður. Hleypur um grund sem göfugt ess glaður og endurnýjaður. Og Davíð Hjálmar í Davíðshaga óskaði Friðriki til hamingju með afmælið og yngri búk: Víst má Friðrik verjast sliti og virðist aldrei ráðalaus en mun hann áfram yrkj’af viti með ólærðan og nýjan haus? Hér koma svo þakkir frá Frið- riki: Öll við lullum lífsins veg loks að grafar bakka, kæru vinir, klökkur ég kveðjur góðar þakka. Helgi R. Einarsson skrifar að stundum verði maður klumsa og yrkir um málþóf á þingi: Þingflokkurinn mærir sig mjög og einnig stærir. Hér og þar í höll, á bar hrokinn liðið nærir. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir um andvökunætur: Vornótt marga vekur þrá vaknar líf af dvala. Flestir sætast sofa þá en sumir þurfa að tala. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Eðli skaparans og afmæliskveðjur DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.