Morgunblaðið - 28.05.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
Pepsi Max-deild kvenna
ÍBV – Stjarnan ......................................... 5:0
Valur – Selfoss .......................................... 4:1
Fylkir – HK/Víkingur .............................. 1:2
Staðan:
Valur 5 5 0 0 17:3 15
Breiðablik 4 4 0 0 13:2 12
Þór/KA 5 3 0 2 10:11 9
Stjarnan 5 3 0 2 5:7 9
ÍBV 5 2 0 3 9:7 6
Fylkir 5 2 0 3 6:9 6
HK/Víkingur 5 2 0 3 3:7 6
Selfoss 5 2 0 3 6:11 6
KR 4 1 0 3 3:7 3
Keflavík 5 0 0 5 4:12 0
England
B-deild, umspil:
Derby – Aston Villa ................................. 2:1
Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna-
hópi Aston Villa.
Villa leikur í efstu deild á næsta tímabili.
Svíþjóð
Hammarby – Norrköping....................... 2:2
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
fyrir Hammarby og skoraði fyrra mark
liðsins.
Guðmundur Þórarinsson lék allan leik-
inn fyrir Norrköping, en Alfons Sampsted
var ekki í leikmannahópi liðsins.
Staða efstu liða:
Malmö 11 7 3 1 22:8 24
Gautaborg 11 6 3 2 20:11 21
Djurgården 11 6 3 2 19:10 21
AIK 11 6 3 2 14:9 21
Häcken 11 6 2 3 17:10 20
Hammarby 11 5 4 2 20:14 19
Elfsborg 11 4 4 3 16:17 16
Norrköping 11 3 6 2 16:15 15
Sirius 11 4 1 6 16:19 13
Östersund 11 3 4 4 12:17 13
Kalmar 11 2 6 3 10:12 12
Örebro 11 3 2 6 14:20 11
Helsingborg 11 2 4 5 12:18 10
Sundsvall 11 2 3 6 13:17 9
Eskilstuna 11 1 3 7 9:21 6
Falkenberg 11 1 3 7 9:21 6
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – KR........19:15
Bikarkeppni karla, Mjólkurbikarinn:
Eimskipsvöllurinn: Víkingur – KA...........18
Mustadvöllurinn: Grindavík – Vestri .......18
Nettóvöllurinn: Keflavík– Njarðvík ....19:15
Í KVÖLD!
6. UMFERÐ
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Skagamenn halda áfram að slá í
gegn í Pepsi Max-deild karla í knatt-
spyrnu en nýliðarnir eru enn einir
án taps og hafa þriggja stiga forskot
á toppnum eftir fyrstu sex umferð-
irnar. ÍA hefur nú unnið fjögur af
þeim fimm liðum sem spáð var efstu
sætum deildarinnar og fengið aðeins
á sig eitt mark gegn Val, FH,
Breiðabliki og nú síðast Stjörnunni
þar sem Skagamenn unnu 2:0. Þá
hefur liðið bæði skorað mest, 12
mörk, og fengið fæst á sig, aðeins
fjögur eins og Breiðablik.
Það sem hefur hins vegar komið í
veg fyrir að Skagamenn einoki um-
ræðuna á kaffistofum landsins með
góðu gengi sínu er skelfileg byrjun
Íslandsmeistara Vals. Liðið tapaði
um helgina sínum fjórða leik, 1:0 fyr-
ir Breiðabliki, er aðeins með fjögur
stig og enn án sigurs á heimavelli.
Til samanburðar tapaði Valur aðeins
tveimur deildarleikjum í fyrra.
Með sigri sínum á Hlíðarenda má
hins vegar segja að Breiðablik hafi
staðist fyrsta prófið gegn þeim liðum
sem spáð var efstu sætunum. Nú er
kapphlaup hafið til þess að halda í
við Skagamenn, sem bíður það verk-
efni á næstunni halda dampi gegn
þeim liðum sem spáð var lakara
gengi en þau sem þegar hafa legið í
valnum. Þessi frábæra byrjun gegn
„stóru“ liðunum er til lítils ef ekki
verður hægt að fylgja henni eftir
gegn öðrum liðum líka.
Afstýrði að færi verr
Hannes Þór Halldórsson, mark-
vörður Vals, er leikmaður 6. umferð-
ar að mati Morgunblaðsins. Hannes
gat ekki komið í veg fyrir 1:0 tap
sinna manna fyrir Breiðabliki en átti
þó stórleik, afstýrði að færi verr „og
varði hvert dauðafærið á fætur
öðru“, eins og sagði í umfjöllun
Morgunblaðsins um leikinn.
Hannes er 35 ára gamall og kom
til Íslandsmeistara Vals í byrjun
apríl eftir sex ár í atvinnumennsku.
Erlendis spilaði hann í Noregi, Hol-
landi, Danmörku og síðast í Aserba-
ídsjan. Áður en hann hélt út varð
hann meðal annars tvívegis Íslands-
og bikarmeistari með KR. Hannes
hefur verið aðalmarkvörður lands-
liðsins síðustu ár og á að baki 59
landsleiki fyrir Íslands hönd.
Orðinn fastamaður Blika
Í annað sinn í sumar er Kolbeinn
Þórðarson úr Breiðabliki besti ungi
leikmaður umferðarinnar að mati
Morgunblaðsins. Hann fékk tvö M
fyrir frammistöðu sína gegn Val á
sunnudag þar sem hann var mjög
öflugur á miðjunni og stýrði þaðan
sóknarleiknum.
Morgunblaðið valdi hann einnig í
3. umferð eftir sigur Blika á Víkingi
R., en hinn 19 ára gamli Kolbeinn
skoraði þrjú mörk í fyrstu þremur
umferðunum. Eftir að hafa komið
inn á sem varamaður í fyrstu tveim-
ur leikjunum hefur hann fest sig í
sessi í byrjunarliðinu hjá uppeldis-
félaginu og staðist traustið vel.
Dæmdi einn og hálfan leik
Í fyrsta sinn í sumar útnefnir
Morgunblaðið dómara umferð-
arinnar, enda er ekki hægt að horfa
framhjá því hvernig Sigurður Hjört-
ur Þrastarson stal senunni um liðna
helgi. Hann fékk 9 í einkunn Morg-
unblaðsins fyrir frammistöðuna í
leik ÍA og Stjörnunnar á sunnudag,
en daginn áður hafði hann hlaupið í
skarðið á Akureyri og dæmt síðari
hálfleikinn í leik KA og ÍBV eftir að
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
meiddist. Þar fékk Sigurður einnig 9
fyrir frammistöðuna og uppskar því
ríkulega í einkunnagjöf blaðsins í
umferðinni.
Fetuðu í fótspor fjölskyldunnar
Tveir ungir leikmenn skoruðu sín
fyrstu mörk í efstu deild í umferð-
inni. Hinn 19 ára gamli Kolbeinn
Birgir Finnsson skoraði fyrir Fylki
gegn FH, en hann var að spila sinn
14. leik í efstu deild. Hann steig sín
fyrstu skref sumarið 2015, þá 15 ára
gamall, en fór þá um haustið til
Gronigen í Hollandi. Hann er nú á
mála hjá Brentford á Englandi, en
var lánaður til uppeldisfélagsins í
Árbænum til 1. júlí næstkomandi.
Kolbeinn á tvo A-landsleiki að baki,
vináttuleiki gegn Eistlandi og Sví-
þjóð í janúar. Faðir Kolbeins er
Finnur Kolbeinsson sem lék með
Fylki frá 1989 til 2005, var í fyrsta
liði félagsins sem lék í efstu deild og
vann báða stóru titlana í sögu Ár-
bæjarliðsins, þegar það varð bik-
armeistari 2001 og 2002.
Þá skoraði hinn 19 ára gamli
Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður
KA, sitt fyrsta mark í þriðja leik sín-
um í efstu deild. Hann er ekki síður
af íþróttafólki kominn en Kolbeinn
eins og Skapti Hallgrímsson vakti
athygli á. Faðir Nökkva er Þórir
Guðmundur Áskelsson sem spilaði
197 leiki í meistaraflokki, þar af 77 í
efstu deild. Þá er Halldór Áskels-
son, föðurbróðir Nökkva, einn leik-
reyndasti leikmaður Þórs síðari ár.
Móðurbróðir Nökkva er svo Heið-
mar Felixson, fyrrverandi landsliðs-
maður í handknattleik. Tvíburabróð-
ir Nökkva, Þorri Mar Þórisson,
leikur einnig með KA en þeir komu
frá Dalvík/Reyni í vetur eftir að hafa
áður verið á mála unglingaliðum
Hannover í Þýskalandi.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Óskar Örn Hauksson, KR 6
Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 6
Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 6
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 6
Damir Muminovic, Breiðabliki 5
Einar Logi Einarsson, ÍA 5
Guðmundur Kristjánsson, FH 5
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 5
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 5
Jónatan Ingi Jónsson, FH 5
Kolbeinn Þórðarson, Breiðabliki 5
Almarr Ormarsson, KA 4
Ásgeir Marteinsson, HK 4
Björn Berg Bryde, HK 4
Björn Daníel Sverrisson, FH 4
Brandur Olsen, FH 4
Einar Karl Ingvarsson, Val 4
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 4
Elias Tamburini, Grindavík 4
Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 4
Brandur Olsen, FH 3
Halldór Orri Björnsson, FH 3
Björgvin Stefánsson, KR 3
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 3
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 3
Kolbeinn Þórðarson, Breiðabliki 3
Nikolaj Hansen, Víkingi R. 3
Pálmi Rafn Pálmason, KR 3
Markahæstir
ÍA 39
Breiðablik 33
KA 31
FH 29
KR 29
Víkingur R. 26
Grindavík 25
HK 25
Stjarnan 24
Valur 24
Fylkir 23
ÍBV 16
Lið:
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
6. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019
3-4-3
Hannes Þór Halldórsson
Val
Stefán Teitur
Þórðarson
ÍA
Kolbeinn Birgir Finnsson
Fylki
Daníel
Hafsteinsson
KA
Kolbeinn
Þórðarson
Breiðabliki
Andri Rafn
Yeoman
Breiðabliki
Óskar Örn
Hauksson
KR
Kennie Chopart
KR
Hallgrímur
Jónasson
KA
Jónatan Ingi Jónsson
FH
Einar Logi Einarsson
ÍA
Finnur Orri Margeirsson, KR 4
Hannes Þór Halldórsson, Val 4
Marcus Johansson, ÍA 4
Sölvi Geir Ottesen, Víkingi R. 4
2
2 3
2
2
2
Kapphlaup við Skagann
Skagamenn hafa unnið fjögur af liðunum fimm sem spáð var efstu sætunum
Íslandsmeistararnir enn í tómu basli Tveir markaskorarar í söguleg fótspor
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
KA Nökkvi Þeyr Þórisson fagnar
fyrsta marki sínu í efstu deild.
Morgunblaðið/Eggert
Fylkir Kolbeinn Birgir Finnsson
hefur fetað í fótspor föður síns.
Svíþjóð
Sävehof – Alingsås ...............................32:29
Ágúst Elí Björgvinsson varði 14 skot í
marki Sävehof, 35,9% markvarsla.
Staðan er jöfn, 2:2.