Morgunblaðið - 28.05.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 28.05.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 Það hafa eflaust fáir átt von á því að Íslandsmót karla í knatt- spyrnu færi af stað eins og raun- in hefur orðið. Margir spáðu því að varla þyrfti að spila um titilinn því Valsmenn ættu hann vísan. Eina baráttan í efri hlutanum yrði um næstu sætin þar á eftir. Jafnvel var því slegið fram að Hlíðarendaliðið myndi ekki fá á sig nema 10-12 mörk í sumar. Óhætt er að segja að raunin hafi verið allt önnur og Valur hef- ur þegar fengið á sig 10 mörk í fyrstu sex leikjunum. Fjögur töp í fyrstu sex umferðunum og eng- inn sigur á heimavelli er eitthvað sem enginn átti von á og ekki bætti allt uppnámið í kringum mál framherjans Gary Martin úr skák. Tímabilið er vissulega ný- hafið, en það er eitthvað mikið í gangi hjá Valsliðinu sem erfitt er að greina. Umræðan í kringum Val skyggir svolítið á gott gengi ný- liða ÍA, sem hafa heldur betur stolið senunni það sem af er. Ég hugsa að hinn almenni áhuga- maður gleðjist ekki síður yfir framgöngu Skagamanna, með marga unga stráka og lið sem enginn var búinn að nefna í um- ræðunni um toppbaráttuna fyrir mótið. Það er ekki jafn óvænt staða uppi á teningnum á Íslandsmóti kvenna, þar sem ríkjandi meist- arar Breiðabliks eru með fullt hús stiga. Fyrir fram var helst búist við baráttu Blika og Vals um titilinn og það stendur heima enn sem komið er. Þau mætast ekki innbyrðis fyrr en í byrjun júlí og svo aftur um miðjan sept- ember og margir spá því að þeir leikir muni jafnvel ráða úrslitum um titilinn. En þeim spádómum skal nú taka með fyrirvara, eins og spárnar karlamegin undirstrika. Það er meira en nóg eftir. BAKVÖRÐUR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is LC02 hægindastóll Leður Verð 285.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Eftir þriggja ára dvöl í ensku B- deildinni í knattspyrnu leikur lið Aston Villa í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir sigur á Derby County, 2:1, í úrslitaleik liðanna um úrvals- deildarsætið á Wembley í gær. Leikurinn í umspili um sæti í úr- valsdeildinni er talinn verða dýr- mætasti fótboltaleikurinn í heimi en hann ætti að tryggja Aston Villa um 170 milljónir punda, jafnvirði um 27 milljarða króna, vegna þeirra gríð- arlegu tekna sem fylgja þátttöku í úrvalsdeildinni. Anwar El-Ghaz kom Aston Villa í forystu á 44. mín. og John McGinn tvöfaldaði forystu Villa þegar hann skoraði á 59. mínútu eftir mikil mistök markvarðar Derby. Jack Marriott minnkaði muninn fyrir Derby á 81. mínútu en Aston Villa tókst að halda fengnum hlut þrátt fyrir hetjulega tilburði Derby-manna til að jafna metin. Birkir Bjarnason var ekki í leik- mannahópi Aston Villa í leiknum fremur en upp á síðkastið. AFP Hressir Leikmenn Aston Villa glaðir í bragði eftir sigurinn á Wembley. Aston Villa sterkara í dýrmæta leiknum Spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur úr ÍR hlotnaðist sá heiður að bera fána Íslands á setn- ingarhátíð Smáþjóðaleikanna í Svartfjallalandi í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna er aðeins 17 ára gömul en hún keppir í frjálsum íþróttum á leikunum. Hún er skráð til keppni í 100 og 200 metra hlaupi, sem og boðhlaupi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Guðbjörg Jóna þegar sett Íslandsmet í 200 metra hlaupi en hún bætti metið í greininni þrisv- ar á síðasta ári. Guðbjörg Jóna var einnig fána- beri á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í fyrrahaust þar sem hún vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi. Í fyrra varð hún einn- ig Evrópumeistari U18 ára í 100 metra hlaupi og vann til brons- verðlauna í 200 metra hlaupi á sama móti. Um er að ræða átjándu Smá- þjóðaleikana sem haldnir eru. Leik- arnir eru hluti af ólympíuhreyfing- unni og var komið á fót til að bjóða þjóðum í Evrópu með færri en millj- ón íbúa upp á slíkt verkefni. Fá- mennisins vegna eru litlar líkur á því að fulltrúar þessara þjóða komist á Ólympíuleikana í vinsælum íþróttagreinum þótt auðvitað sé ekkert útilokað í þeim efnum eins og Íslendingar hafa sýnt í gegnum árin. Í dag hefst keppni á leikunum í átta greinum af tíu. Bæði körfu- boltalandsliðin hefja keppni fyrri hluta dags. Kvennalandsliðið mætir Möltu og þar er um tímamótaleik að ræða því þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Karlaliðið mætir hins vegar Lúxemborg en í íslenska hópinn vantar flesta atvinnumenn- ina. Sumir þeirra eru ennþá upp- teknir með sínum félagsliðum eins og Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson. Í dag verður fyrri keppnisdag- urinn í júdói en einnig verður keppt í greininni á miðvikudag. Íslenskt júdófólk gerði það gott fyrir tveimur árum og þá sigruðu til að mynda Þormóður Árni Jónsson og Anna Soffía Víkingsdóttir í sínum þyngd- arflokkum. Keppni í sundi hefst í dag og verð- ur fyrstu þrjá dagana. Blaklands- liðin keppa bæði í dag. Konurnar fara snemma á fætur og keppa kl. 9 að staðartíma gegn Kýpur en karl- arnir seinni partinn gegn heima- mönnum. sport@mbl.is 17 ára fánaberi í Svartfjallalandi  Keppni á Smáþjóðaleikunum fer af stað í dag í átta greinum af tíu Ljósmynd/montenegro2019.me Eldur Að vanda var kveiktur eldur við setningarathöfn leikanna í gærkvöld. Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, og fé- lagar hans í Sävehof knúðu í gær- kvöld fram oddaleik um sænska meistaratitilinn í handknattleik þegar þeir unnu Alingsås á heima- velli, 32:29, í framlengdum leik. Staðan var jöfn, 26:26, eftir venjulegan leiktíma eftir að Säve- hof hafði haft yfirhöndina lengst af. Oddaleikurinn fer fram á heima- velli Alingsås á fimmtudaginn. Ágúst Elí lék vel í leiknum í gær. Hann varði 14 skot sem var 35,9% hlutfallsmarkvarsla. iben@mbl.is Ágúst og félagar fara í úrslitaleik Ljósmynd/IK Sävehof Oddaleikur Ágúst Elí Björgvinsson hafði ástæðu til að gleðjast í gær. Ívar Ásgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfu- knattleik, hefur verið ráðinn þjálf- ari kvennaliðs Breiðabliks í körfu- knattleik. Hann mun einnig þjálfa drengja- og unglingaflokk félagsins og taka við starfi yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Ívar hefur þjálfað karlalið Hauka undanfarin ár en sagði starfi sínu lausu við lok síðustu leiktíðar. Hann hefur einnig þjálfað kvennalið Hauka og þá þjálfaði hann kvenna- landsliðið árin 2004-2005 og 2014- 2018. iben@mbl.is Ívar tekur við þjálfun Blika Morgunblaðið/Hari Þjálfari Ívar Ásgrímsson flytur sig frá Haukum til Breiðabliks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.