Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Your Shoes strigaskór Margar gerðir Leður Leðurstrigaskór Verð 12.995 Stærðir 36-42 1:0 Cloé Lacasse 9. 2:0 Emma Kelly 29. 3:0 Cloé Lacasse 54. 4:0 Calara Sigurðardóttir 66. 5:0 Cloé Lacasse 69. I Gul spjöldLacase, ÍBV, Sesselja Líf Val- geirsdóttir, ÍBV, Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni, Edda María Birgisdóttir, Stjörnunni, María Eva Eyjólfsdóttir, Stjörnunni. ÍBV – Stjarnan 5:0 MMM Cloé Lacasse (ÍBV) M Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Emma Kelly (ÍBV) Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV) Helena Jónsdóttir (ÍBV) Guðný Geirsdóttir (ÍBV) Renae Cuéllar (Stjörnunni) Dilja Ýr Zomers (Stjörnunni) Dómari: Gunnar O. Hafliðason, 7. Áhorfendur: 127. 1:0 Ída Marín Hermannsdóttir 44. 1:1 Karólína Jack 54. 1:2 Sjálfsmark 85. I Gul spjöldTinna Óðinsdóttir, Anna Ei- ríksdóttir (HK/Víkingi) M Ída Marín Hermannsdóttir (Fylki) Marija Radojicic (Fylki) Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki) FYLKIR – HK/Víkingur 1:2 Fatma Kara (HK/Víkingi) Isabella Eva Aradóttir (HK/Vík.) Karólína Jack (HK/Víkingi) Guðrún Gyða Haralz (HK/Vík.) Gígja V. Harðardóttir (HK/Víkingi) Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson - 8. Áhorfendur: 230. Strákarnir hans Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ unnu í gær- kvöld sjötta leik sinn í röð í færeysku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar þeir höfðu betur á heimavelli gegn Skála, 3:0. Þeir hefðu getað bætt við fleiri mörkum en létu þar við sitja. Í þessum sex leikjum hefur NSÍ skorað 24 mörk en hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk. Með sigrinum endurheimti NSÍ annað sætið í deildinni. Liðið er með 25 stig eftir 11 leiki og er stigi á eftir KÍ í toppsætinu. NSÍ gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 3:0. Klæmint Olsen skoraði eitt af mörkum NSÍ og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Hann skoraði m.a. fimm mörk í leik á dögunum. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í meistaraliðinu HB máttu bíta í það súra epli að tapa, 1:0, fyrir Viking á útivelli. Þetta var þriðja tap HB í fyrstu 11 umferðunum í deildinni og eru meistararnir í fimmta sæti deild- arinnar, átta stigum á eftir toppliði KÍ. Brynjar Hlöðversson lék ekki með HB að þessu sinni. sport@mbl.is Guðjón er áfram á sigurbraut Guðjón Þórðarson  Línumaðurinn Valdimar Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við handknattleikslið Fram til tveggja ára, fram til ársins 2021. Valdimar hefur leikið stórt hlutverk hjá Fram um nokkurt skeið og verið með aðsóps- meiri línumönnum Olís-deildarinnar. Valdimar skoraði m.a. 64 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni á nýliðinni leik- tíð þegar Fram hafnaði í tíunda sæti af tólf liðum.  HK, sem verður nýliði í úrvalsdeild karla í handknattleik á næsta keppn- istímabili, heldur áfram að stækka hóp sinn fyrir átökin á komandi vetri. Eirík- ur Guðni Þórarinsson, 19 ára gamall línumaður úr Val, er genginn til liðs við HK og hefur skrifað undir tveggja ára samning. Eiríkur lék með ungmenna- liði Vals í 1. deildinni á nýliðnu tímabili og hefur spilað með yngri landsliðum Íslands.  Körfuknattleiksmaðurinn Emil Barja er snúinn aftur til Hauka eftir eins árs dvöl hjá KR þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Emil hefur skrifað undir samning til tveggja ára en hann er uppalinn hjá félag- inu og var fyrirliði áður en hann fór til KR. Emil mun ásamt því að spila fyrir Hauka gegna stöðu yf- irþjálf- ara yngri flokka hjá fé- laginu en hann er menntaður íþróttafræð- ingur. Eitt ogannað Stórsigur á Hásteinsvelli Viðureign ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli var afar fjörug en alls voru skoruð fimm mörk. Öll þeirra skoruðu leikmenn ÍBV. Eyjastelpur byrjuðu mjög hressi- lega en Cloé Lacasse lagði boltann í mark Stjörnunnar strax á 9. mín- útu. Hún kom svo aftur við sögu þegar Edda María Birgisdóttir braut á Lacasse innan vítateigs og dæmd var vítaspyrna. Sigríður Lára Garðarsdóttir tók spyrnuna en brást bogalistin. Emma Kelly kom sér á blað að- eins tveimur mínútum eftir vítið. Lacasse bætti svo við tveimur öðr- um mörkum og tók með sér boltann heim. Clara Sigurðardóttir skoraði síðan annað mark sitt í Pepsi Max- deild á milli marka Cloé í síðari hálfleik. Óhætt er að segja að þetta hafi verið mikilvægur sigur hjá ÍBV þar sem þær færast nú upp í 5. sætið með 6 stig og fara þær með mikið sjálfstraust þegar þær mæta HK/ Víking í næstu umferð. Stjarnan aftur á móti þarf að laga aðeins til ef liðið ætlar að eiga ein- hvern möguleika gegn Breiðabliki. ÍBV stillti upp frekar ungu liði og fengu Helena Jónsdóttir og Ragna Sara Magnúsdóttir að spila sína fyrstu leiki fyrir ÍBV en þær eru fæddar 2004 og 2003. Óhætt er að hrósa ÍBV-liðinu fyrir fína frammi- stöðu á móti reynslumeiri Stjörnu- liði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Hari Þrenna Elín Metta Jensen, leikmaður Vals, fagnar einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum gegn liði Selfoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.