Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 32
JÁ kvartett, kvartett gítarleikarans
Jóns Ómars Árnasonar, kemur fram
á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30 og leikur lög úr amerísku
söngbókinni auk laga eftir Jón, Bill
Frisell, A.C. Jobim og fleiri. Auk
Jóns skipa kvartettinn Sunna
Gunnlaugsdóttir á píanó, Sigmar
Þór Matthíasson á kontrabassa og
Matthías Hemstock á trommur.
JÁ kvartett leikur
djass á Kex hosteli
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 148. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Ekkert lát er á sigurgöngu
Valskvenna í Pepsi Max-
deildinni í knattspyrnu.
Valur vann lið Selfoss,
4:1, á heimavelli í gær-
kvöld þar sem Elín Metta Jensen
skoraði þrennu. ÍBV vann stóran
sigur á Stjörnunni, 5:0, í Eyjum og
HK/Víkingur sótti þrjú stig í Ár-
bær, 2:1, gegn Fylki. »26
Elín Metta skoraði
þrennu í sigri Vals
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Skagamenn halda áfram að raka
saman stigunum í Pepsi Max-deild
karla í knattspyrnu. Í 6. umferðinni
sem gerð er upp í blaðinu í dag
lagði ÍA lið Stjörn-
unnar að velli.
Skagamenn eiga tvo
fulltrúa í liði um-
ferðarinnar hjá
Morgunblaðinu;
miðvörðinn
Einar Loga
Einarsson
sem skorað
hefur tvö
mörk nú þeg-
ar og Stefán
Teit Þórðarson
sem nú er í þriðja
sinn í liði umferðar í
sumar. »24
Tveir Skagamenn í liði
umferðarinnar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hvort sem búið er á Húsavík eða í
Reykjavík er bíll nauðsynlegt far-
artæki. Jafnvel rafbíll. Kári Arn-
órsson, fyrrverandi skólastjóri og
formaður Landssambands hesta-
mannafélaga, hefur reynslu af því.
Hann verður 88 ára í sumar og ek-
ur um á nýlegum rafbíl, Nissan
Leaf árgerð 2018, auk þess sem
hann er með jeppa vegna hesta-
mennsku, en hann er með hrossa-
rækt á Vindási við Hvolsvöll.
„Kannski er ég elsti maðurinn á
rafbíl, en ég hef átt hann síðan í
nóvember,“ segir Kári. „Ég var
með annan frá Nissan en eftir að
keyrt var utan í hann og hann
skemmdur fékk ég þennan í stað-
inn.“ Hann bætir við að eigin-
konan, Ingibjörg Áskelsdóttir, hafi
stungið upp á því að rafbílavæðast.
„Ég er mjög sáttur við það vegna
þess að það er miklu ódýrara að
aka um á svona bíl en bensín- eða
dísilbíl auk þess sem kolefnis-
sporin, sem allir tala um, eru mun
færri.“
Vegna hestamennskunnar fara
þau mikið austur fyrir fjall og Kári
segist finna fyrir hvað aksturinn sé
miklu ódýrari en áður. „Ég er
samt ekki með neina bíladellu og
hef aðeins átt átta bíla.“
Löng bið á hleðslustöðvum
Kári segir að fyrri rafbíllinn hafi
fyrst og fremst verið innanbæjar-
bíll. Hann hafi átt að komast 140
km á hleðslunni en hafi sjaldnast
komist lengra en um 100 km. Nýi
bíllinn eigi að komast 250 km á
hleðslunni og það láti nærri að
vera rétt tala. „Uppgefnar tölur
miðast gjarnan við akstur á jafn-
sléttu og engan mótvind, en nýi
bíllinn er með mun stærri geymi
en hinn.“
Hjónin eru frá Húsavík og þar
keypti Kári fyrsta bílinn, Volks-
wagen bjöllu, 1963. Hann segir að
býsna margir bíleigendur hafi ver-
ið fyrir í bænum. „Þó að Húsavík
sé ekki stór bær fara menn þar
flestra ferða sinna í bíl,“ segir
hann.
Kennsla Kára hófst á Þórshöfn á
Langanesi. „Ég lærði hjá Tryggva
á Bakka 1953 eins og aðrir á
staðnum. Tíu árum síðar vorum við
flutt til Húsavíkur og Svavar bif-
reiðaeftirlitsmaður sá um kennslu
til meiraprófsins. Hann fékk inni
með námskeiðið í skólanum hjá
mér og vildi endilega fá mig í hóp-
inn því hann hefði aldrei verið með
skólastjóra í meiraprófi. Ég tók
prófið en árétta að ég er enginn
sérstakur áhugamaður um bíla.“
Kári segir lítið vandamál að
hlaða geyminn á höfuðborgarsvæð-
inu. „Það er heldur ódýrara að
hlaða rafhlöðuna í bílskúrnum hjá
mér í Fossvoginum heldur en á
hleðslustöðvum. Það kostar mig
um 1.600 krónur að fullhlaða hann
á hleðslustöð en áfylling á jeppann,
sem ég geymi fyrir austan, kostar
12 til 16 þúsund krónur.“
Hjónin heimsækja ættingja og
vini fyrir norðan á hverju ári. Kári
segir að hleðslustöðvar séu komnar
víða og því eigi að vera hægt að
fara á rafbílnum hringveginn, en
það geti tekið mun lengri tíma en
áður. „Gallinn er sá að ökumenn
nokkurra bíla geta verið að bíða
eftir hleðslu á hleðslustöðvunum
þannig að maður lendir gjarnan í
röð auk þess sem það tekur tíma
að hlaða þessa bíla.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stoltur rafbílaeigandi Kári Arnórsson verður 88 ára í sumar og ekur um á nýlegum rafbíl.
Tileinkar sér tæknina
Kári Arnórsson er tæplega níræður og ekur um á nýleg-
um rafbíl Segir það ódýrara en mun tímafrekara