Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. M A Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 125. tölublað 107. árgangur
ÆR FRÁ MARÍU-
GERÐI SKILAÐI
SÉR EKKI HEIM
ÁHERSLA Á
UNGA
LISTAMENN
ÍSLENSKA
LINDEX Á
UNDAN SVÍUM
WHITNEY Í NEW YORK 29 VIÐSKIPTAMOGGINNBAR Á HVERAVÖLLUM 9
Hjónin Albert Þór Magnússon og
Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir hlutu
nýverið umboðið fyrir sænsku fata-
verslunarkeðjuna Lindex og stefna
að opnun fyrstu verslunarinnar í
haust í verslunarmiðstöðinni Field’s
í Kaupmannahöfn.
Stefnan hjá þeim hjónum er að al-
menningur í Danmörku muni þekkja
vörumerkið Lindex og að fyrirtækið
muni með tímanum hafa svipaða
stöðu og það hefur annars staðar á
Norðurlöndum en Lindex rekur
meðal annars 200 verslanir í Svíþjóð,
90 verslanir í Noregi, 60 verslanir í
Finnlandi auk 7 verslana á Íslandi.
Velgengnin hér lykilatriði
Hjónin hlutu umboðið á Íslandi
árið 2011 og frá þeim tíma hefur
reksturinn gengið afar vel að sögn
Alberts en rekstrartekjur fyrir-
tækisins námu 1,4 milljörðum króna
árið 2017. Segir hann að fyrst um
sinn hafi ekki komið til greina að
veita umboð fyrir Danmerkur-
markað en að svarið hafi breyst með
tíð og tíma og að velgengnin hér á
landi hafi verið lykilatriði. „Ég held
að þetta hefði aldrei komið til hefði
Íslandsreksturinn ekki gengið vel.
Við hefðum aldrei komið til greina“.
»ViðskiptaMogginn
Stefna á
fjölda
verslana
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lindex Albert og Lóa opnuðu fyrstu
verslunina á Íslandi árið 2011.
Fyrsta Lindex-
verslunin í Danmörku
Ellefu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur myndlistarmanns eru nú komnar
upp á þakbrún Arnarhvols og horfa yfir miðbæinn og yfir til Hæstaréttar.
Innsetningin „Tákn“ er liður í ári listar í almannarými. Innsetningin hefur
áður verið sett upp á húsi sögusafns þýska hersins í Dresden í Þýskalandi.
Fígúrur Steinunnar með gott útsýni á Arnarhvoli
Morgunblaðið/RAX
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Ég er gríðarlega þakklátur fyrir
að hafa fengið að bjarga lífi þessa
unga drengs og verð það alla tíð,“
segir Júlíus Ármann Júlíusson
knattspyrnuþjálfari. Hann forðaði
ungum dreng, tveggja eða þriggja
ára, sem matur stóð í frá köfnun
með því að slá á bak hans.
Júlíus var staddur á Hamborg-
arafabrikkunni á Akureyri þegar
skyndilega stóð í drengnum sem
sat í næsta bás
hjá móður sinni
og vinkonu
hennar. Móðirin
tók hann í fang
sér og ætlaði að
fara með hann
út í örvæntingu
sinni. „Ég tek
drenginn úr
höndunum á
henni og næ að fara með hægri
höndina undir bringuna, einhvern
veginn beygi mig niður með hann
og slæ létt á milli herðablaðanna,“
segir hann.
Júlíus segir viðbrögð sín við að-
stæðum hafa verið ósjálfráð en að
starfsfólk og gestir á staðnum hafi
frosið.
„Það er svo skrýtið að það var
fullorðið fólk á næsta borði og
troðfullur staðurinn. Það var ein-
hvern veginn enginn sem greip
inn í, ekki fyrr en ég var kominn
með barnið á lærið á mér og niður
á gólf. Þá stóð fólk yfir mér.“
Móðirin var í miklu áfalli í kjölfar
atviksins. „Hún var alveg í sjokki,
skalf og nötraði og það voru allir
einhvern veginn í sjokki. Hún var
að sjálfsögðu gríðarlega þakklát
og bara kom ekki upp orði.“
Júlíus vill þó ekki að honum sé
hampað sem hetju. „Það var bara
gott að ég var á þessum stað á
þessari stund,“ segir hann. Júlíus
hefur þjálfað knattspyrnu í 32 ár
og fer á skyndihjálparnámskeið
árlega.
Bjargaði lífi á hamborgarastað
Júlíus Ármann
Brást hratt við þegar matarbiti stóð í ungum dreng á veitingastað á Akureyri
MBjargaði ungu barni... »6
Samkvæmt nýrri könnun Hag-
vangs og Zenter-rannsókna hefur
71% karla ekki fengið fræðslu um
kynferðislega áreitni og einelti á sín-
um vinnustað.
Aðrar helstu niðurstöður könn-
unarinnar eru þær að bæði 5% karla
og kvenna höfðu orðið fyrir einelti á
vinnustað, og 10% svarenda höfðu
orðið vitni að einelti bara á síðasta
ári. Þá höfðu 29% svarenda orðið
fyrir óæskilegri hegðun en ekki látið
vita af henni. Þá var sérstaklega
spurt um áhrif MeToo-byltingar-
innar, og voru 35% svarenda sam-
mála því að samskipti væru orðin
betri eftir MeToo-byltinguna.
Gyða Kristjánsdóttir, sérfræð-
ingur hjá Hagvangi, segir að 55%
svarenda hafi talið að líkurnar á að
tilkynna mál eins og þessi sem nefnd
eru hér á undan, ykjust ef boðið væri
upp á að tilkynna þau til óháðs aðila.
»ViðskiptaMogginn
Fáir karlar fræddir um áreitni og einelti
Rannsókn Niðurstöður voru kynntar á
morgunverðarfundi á dögunum.
„Það er mjög mikilvægt að bregðast
við þeirri stöðu sem lýst er í skýrslu
greiningardeildar ríkilögreglustjóra
af festu og ábyrgð,“ segir Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
dómsmálaráðherra um áhættumats-
skýrslu lögreglunnar þar sem fram
kemur að áhætta vegna helstu brota-
flokka skipulagðrar glæpastarfsemi
á Íslandi fer enn vaxandi og er metin
í hæsta áhættuflokki, eða sem „gíf-
urleg áhætta“. Einnig kemur fram
að með óbreyttu
skipulagi hefur
lögreglan mjög
litla getu til að
takast á við þessa
tegund brota-
starfsemi.
Dómsmálaráð-
herra og for-
sætisráðherra
hafa brugðist við
niðurstöðum
skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þró-
un þessara mála hér á landi með því
að skipa samráðshóp til að skil-
greina nauðsynlegar aðgerðir, for-
gangsraða þeim og fjármagna.
„Þessari ógn við samfélag og ein-
staklinga á Íslandi verður mætt með
samhentu átaki ríkisstjórnarinnar,“
segir Þórdís. Hún tekur fram að
þegar hafi verið gripið til ýmissa að-
gerða til að mæta skipulagðri brota-
starfsemi. »2
Ráðherrar bregðast við ógn
Svört skýrsla um vaxandi skipulagða glæpastarfsemi
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir