Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosningar tilEvrópu-þings virð- ast, aldrei þessu vant, munu hafa áhrif núna. Búró- kratar í Brussel munu gera minna en ekkert með þær svo að ekki komi upp kvittur um að einhver þeirra sé veikur fyrir lýðræði. En þótt skrif- ræðið þar skrölti áfram þá er því ekki skemmt. Fréttamenn hafa rembst við að tala niður sigur Nigel Fa- rage og reikna haltrandi upp. Reynt er að draga úrslitin sem UKIP fékk í kosningunum 2014 frá nú. UKIP er þó enn starfandi flokkur sem bauð fram og hamaðist gegn Fa- rage. Hann fékk nokkurt fylgi þótt hann næði ekki inn. Fa- rage var ýtt út úr þeim flokki fyrir löngu. Í Þýskalandi finnst mönnum hins vegar óþægilegt að þeir tveir flokkar á ESB-þingi sem koma stærst- ir þangað frá kosningum í sín- um löndum eru Kristilegi flokkur frú Merkel með 29 þingmenn og Brexit-flokkur Farage með 29 þingmenn. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Í Þýskalandi bættu Græningjar við sig rúmum 9 prósentustigum og tvöfölduðu fylgi sitt. Frétta- skýrendur þar sögðu aukinn áróður, eftirtekt, áhuga og áhyggjur af loftslagsmálum skýringuna á því. Í Bretlandi jókst fylgi Græningja um 4 prósentustig í kosningunum og BBC, sem er þó ekki eins hlut- drægt og „RÚV“ hér, enda langt til jafnað, færði þann ávinning á meinta andstöðu fólks við brexit! En svo voru það önnur áhrif og persónulegri. Verkamanna- flokkurinn hefur í kjölfar kosninganna rekið einn af þekktari meðlimum flokksins úr honum. Alastair Campell, spunameistari og hægri hönd Tony Blair, hafði viðurkennt að hafa kosið flokk frjáls- lyndra í þessum kosningum. Ekki liggur fyrir hvort ís- lenskir flokkar hafi almennt heimildir til að reka fólk úr flokki en það verður að teljast ólíklegt. Enda yrði væntan- lega talið andstætt stjórnar- skrá hér að víkja manni úr flokki vegna þess hvernig hann kaus í leynilegum kosn- ingum, og það þótt hann hefði upplýst það eftir á. Slíkar heimildir munu vera til staðar í breska Íhaldsflokknum. En varla mundi flokkurinn beita slíkum heimildum nú. Skoð- anakönnun sem gerð var eftir kosningarnar sýnir að um helmingur flokksbundinna íhaldsmanna kaus aðra flokka en sinn í þessum kosning- unum. Það væri handleggur að reka þá alla úr flokknum tækju þeir að játa „ódæðið“. Uppgjör vegna kosn- inga til Evrópuþings stendur enn} Molar úr fréttahaug Þorgerður Katr-ín Gunn- arsdóttir, formað- ur Viðreisnar, var í viðtali á Útvarpi Sögu í fyrradag og vakti þrennt at- hygli. Í fyrsta lagi taldi hún fjarstæðukennt að þriðji orku- pakkinn ætti að fara í þjóð- aratkvæði þó að hún lýsti sig almennt hlynnta þjóðar- atkvæðagreiðslum. Til þess væri málið of ómerkilegt, en auk þess var augljóst að hún taldi að þriðji orkupakkinn yrði felldur og leyndi sér ekki að það var meginástæða þess að hún vildi ekki spyrja þjóð- ina álits. Enda sagði hún að þó að flestir landsmenn segðust í skoðanakönnun andvígir pakk- anum, þá væri niðurstaðan önnur hjá þeim sem segðust hafa vit á málinu! Ekki er aug- ljóst hvaða þjóðaratkvæða- greiðslur verða eftir ef þeim er hafnað af þess háttar lítillæti. Annað sem athygli vakti var að formaðurinn taldi að í ljósi hinnar miklu andstöðu sem komið hefði fram við þriðja orkupakkann væri augljóst að fjórði orkupakkinn yrði skoðaður betur af íslenskum stjórn- völdum og settir við hann miklir fyrirvarar eftir því sem þyrfti. Þetta væri hið jákvæða við um- ræðuna. Einhverjir kynnu að velta því fyrir sér hvort þetta sé trúverðugt, auk þess sem þeir kynnu að spyrja hvort þetta sé vísbending um að vandað hafi verið nægilega vel til verka í skoðun á þriðja orkupakkanum. Í þriðja lagi vakti athygli að þegar Þorgerður Katrín var spurð út í stöðu aðildar- umsóknar Íslands að ESB þá sagði hún skýrt að gert hefði verið hlé á málinu en það ekki dregið til baka og ríkisstjórnin gæti vakið það upp hvenær sem væri. Alþingi hefði sam- þykkt umsóknina og enginn nema Alþingi gæti dregið hana til baka. Þar með hlýtur að vera aug- ljóst hvaða verkefni þarf að liggja fyrir þinginu í haust. Formaður Viðreisnar ræðir orkupakka 3 og 4 og aðildar- umsóknina að ESB} Þrennt vakti athygli F yrir áratug gekk Ísland í gegnum eitt stærsta efnahagslega hrun sem nokkur þjóð hefur gengið í gegnum. Ef gjaldþrot íslensku bankanna þriggja væri tekið sam- an væri um að ræða þriðja stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Við erum hér 340.000 en Bandaríkjamenn eru 340 milljónir eða þúsund sinnum fleiri. Tapið helmingurinn af Marshall-aðstoðinni Tapið sem gjaldþrot íslensku bankanna or- sakaði var geigvænlegt og sé það uppreiknað nemur það helmingnum af allri Marshall- aðstoðinni. Þá á ég við Marshall-aðstoð Banda- ríkjanna til allrar Evrópu eftir seinni heims- styrjöld en ekki einungis Marshall-aðstoðina sem hingað barst. Ég þarf ekki að rifja hér upp að Marshall-aðstoðin byggði upp Evrópu úr rústum eins mesta tortímingarstríðs sem mannkynið hefur upplifað. Þetta ber að hafa í huga þegar kemur að hugsanlegum meiriháttar breytingum á eignarhaldi bankanna. Kannski er engin sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga eignarhlut í Arion banka þegar það er tryggt að íslenska ríkið eigi áfram a.m.k. einn af stóru bönkunum, eins og Landsbank- ann og/eða Íslandsbanka. Komi til sölu stórra eignarhluta í bönkunum eins og fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar gerir í raun ráð fyrir þarf slíkur ferill að vera gagnsær og hafinn yfir allan vafa. Tryggja þarf að hags- munir almennings séu ekki fyrir borð bornir og að eignar- hald á stórum kerfislega mikilvægum bönkum sé með eðli- legum hætti. Skammtímasjónarmið, mikil áhættutaka og klíkuskapur á ekki heima á íslenskum banka- markaði. Fjármálafyrirtæki eru ekki eins og hver önnur fyrirtæki og endurspeglar löggjöf okkar það víða. Hrun 2.0? Hið opinbera gegnir mikilvægu hlutverki í hagkerfinu og þar á meðal á fjármálamörkuð- um. Þá hræða sporin en það tók einkarekið bankakerfi einungis sex ár að keyra allt í kaf síðast og verða gjaldþrota. Hið opinbera gegn- ir einnig afar mikilvægu hlutverki við niður- sveiflu hagkerfisins eins og nú blasir við. Gamli góði Keynes gerði ráð fyrir sveiflujafnandi hlutverki ríkisins við svona aðstæður og ættu stjórnvöld að dusta rykið af honum. Í ár verður fyrsti samdrátturinn í hagkerfinu síðan 2010 og þarf ríkið að bregðast við því. Enga pólitíska bankastjóra Í þinginu liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem gerir ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins. Sérstök ástæða er til að óttast veikingu á eftirlitinu með fjármálafyrirtækjum og ef einhver þjóð ætti að gjalda varhug við slíku þá eru það Íslendingar. Öflugt fjármála- eftirlit er lykillinn auknu trausti í hagkerfinu og hér sem fyrr ætti sagan að vera okkur minnisstæð. Þá býður fyrir- huguð fjölgun varabankastjóra Seðlabankans hættunni heim þegar kemur að pólitískt skipuðum bankastjórum en á því sviði standa Íslendingar því miður framarlega. Ágúst Ólafur Ágústsson Pistill Fyrir hverja eru bankarnir? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. agustolafur@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Um þessar mundir er hálföld liðin frá upphafiskylduaðildar að lífeyr-issjóðum á almennum vinnumarkaði. Samkomulag um þetta tókst í kjarasamningum sem undirritaðir voru 19. maí 1969. Óhætt er að segja að lífeyris- sjóðakerfið sem þá varð til hafi ger- breytt lífskjörum eftirlaunafólks á Íslandi þegar fram liðu stundir. Samkomulagið um lífeyrissjóðina 1969 var tvíþætt. Var annars vegar samið um fyrrnefnda skylduaðild, sem tók gildi í þremur áföngum fram til 1. janúar 1973, og hins vegar um fyrirkomulag eftirlaunagreiðslna til eldri launamanna fram að því að líf- eyrissjóðakerfið væri komið til fullra framkvæmda. Hét ríkisstjórnin því að leggja fram sérstakt fé til að tryggja verkafólki, sem hætta myndi störfum fyrir 1. janúar 1970 eða hefði hætt fyrir árslok 1967, 20% meðal- launa sinna síðustu fimm ár í eftir- launagreiðslur. Lífeyris- og eftirlaunasjóður voru að vísu ekki algjör nýlunda hér á landi fyrir hálfri öld. Þeir voru orðnir fimmtán að tölu í byrjun seinni heimsstyrjaldar og um fimmtíu í upphafi sjöunda áratugarins. En þeir voru aðallega bundnir við opinbera starfsmenn og bankamenn og starfs- fólk öflugra fyrirtækja. Upp úr miðjum sjötta áratugnum höfðu verslunarmenn og verksmiðjufólk samið um lífeyrissjóði á stéttar- félagsgrundvelli í kjarasamningum. en ekki var um skylduaðild að ræða og aðeins hluti félagsmanna greiddi iðgjöld til þeirra. Vísuðu þeir samn- ingar þó veginn til þess sem koma skyldi. Hinir nýju lífeyrissjóðir voru bundnir við einstök stéttarfélög, Fjölgaði því sjóðunum hratt og urðu um eitt hundrað þegar mest varð. Greiddu launþegar í upphafi til þeirra 1% af dagvinnulaunum en at- vinnurekendur 1,5%. Samkomulagið kvað á um að innan fjögurra ára yrði framlag launafólks 4% og atvinnu- rekenda 6%. Hélst það hlutfall ára- tugum saman en hlutfall atvinnurek- enda hefur hækkað verulega á síðustu árum og auk þess hefur sér- eignarsparnaður með sérstökum reglum komið til sögu. Þá hefur sjóð- um fækkað mjög og þeir orðið öflugri hver um sig. Brunnu í verðbólgubálinu Stofnun lífeyrissjóðanna árið 1969 er almennt talin einhver þýðingar- mesti samningur sem gerður hefur verið á íslenskum vinnumarkaði. En umsjón og ávöxtun sjóðanna reynd- ist ekki einfalt verkefni á verðbólgu- árunum sem í hönd fóru. Þegar al- mennu lífeyrissjóðirnir tóku til starfa í ársbyrjun 1970 var verð- trygging sparifjár og lánsfjár nánast ekki öðrum heimil en ríkinu sem afl- aði sér tekna með sölu verðtryggðra spariskírteina. Þetta breyttist á ár- unum 1973 og 1974 þegar fjárfest- ingasjóðir og Byggingarsjóður rík- isins hófu að bjóða verðtryggð skuldabréf til kaups. Beinast hefði legið við að lífeyrissjóðir nýttu sér það tækifæri til ávöxtunar, en það gerðu þeir aðeins að litlu leyti. Vörðu sjóðirnir fyrsta áratuginn um 50-70% af ráðstöfunarfé sínu í óverðtryggð lán til sjóðsfélaga á vöxtum sem voru lægri en verðbólgan. Leiddi það til þess að drjúgur hluti af fé þeirra brann á verðbólgubáli áttunda ára- tugarins. Fengu lífeyrisþegar upp- hafsáranna því mjög takmörkuð eft- irlaun úr sjóðunum. Vakti þetta mikla óánægju, ekki síst þegar launafólk á almennum vinnumarkaði bar eftirlaun sín saman við kjör op- inberra starfsmanna sem vegna ábyrgðar ríkisins fengu eftirlaun greidd í hlutfalli við laun á hverjum tíma. Verðtryggingin breytti öllu Í kjarasamningunum í febrúar 1976 var stórt skref stigið til verð- tryggingar eftirlauna þegar samið var um að lífeyrisgreiðslur tækju breytingum til samræmis við launa- hækkanir hverju sinni. Tóku sjóð- irnir á sig kostnað sem af þessu leiddi. Var það hægt vegna þess hve lífeyrisþegar voru enn fáir, en sam- komulagið knúði jafnframt á um að verðtrygging yrði regla í lánveit- ingum sjóðanna. Eftir gildistöku svo- kallaðra Ólafslaga 1979 voru lán líf- eyrissjóðanna undantekningarlaust verðtryggð auk þess sem gerð var krafa um ávöxtun fjárins svo unnt yrði að standa við skuldbindingar í framtíðinni. Gerbreyttist hagur líf- eyrissjóðanna á níunda áratugnum. Gunnar J. Friðriksson iðnrekandi, sem um langt árabil sinnti lífeyris- málum fyrir atvinnurekendur, benti á sínum tíma á að glíman við að ávaxta fé lífeyrissjóðanna hafi verið á við hagfræðiskóla fyrir verkalýðsfor- ingja og vinnuveitendur. Stöðug um- ræða um ávöxtunarmál sjóðanna og mörg flókin iðgjaldaréttindi hafi ag- að og skerpt hugsun stjórnarmanna sjóðanna, sem komu úr þeirra röð- um, og það á endanum skilað sér í kjarasamningum. Taldi Gunnar að samvinnan um lífeyrissjóðina hefði átt drjúgan þátt í því að skapa skil- yrði fyrir þjóðarsáttina frægu á vinnumarkaði árið 1990. Glíman við ávöxtunina á við hagfræðiskóla Morgunblaðið/Hari Afmælissamkoma Þess var minnst með samkomu í Hörpu í gær að hálf öld er liðin frá upphafi almenna lífeyrissjóðakerfisins hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.