Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 32
Dægurlagafélagið kemur fram í Skyrgerðinni í Hveragerði í kvöld kl. 20. Félagið skipa þeir Heimir Ey- vindarson úr Á móti sól, Ingólfur „veðurguð“ Þórarinsson, Hreimur Örn Heimisson úr Landi og sonum og Einar Bárðarson dægurlagahöf- undur. Munu félagarnir flytja sín þekktustu lög og segja sögur sem tengjast þeim á kvöldskemmtun sem þeir nefna Saga til næsta bæj- ar. Næst troða þeir upp í Gamla kaupfélaginu á Akranesi 7. júní og í Bæjarbíói í Hafnarfirði 17. ágúst. Saga til næsta bæjar MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Topplið ÍA á flesta fulltrúa í liði maí- mánaðar í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðs- ins. Stefán Teitur Þórðarson er þar á meðal, en hann hefur fest sig í sessi í nýrri stöðu á miðjunni. Stef- án Teitur er með sannkallað fót- boltablóð í æðum og fær góð ráð hjá frændum sínum sem jafnframt halda honum á jörðinni. »24 Skagamenn með fjóra fulltrúa í úrvalsliðinu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Íslandsmeistarar Breiðabliks gefa ekkert eftir í kapphlaupinu við Val á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni. Breiðablik vann KR á Kópavogsvelli í gær- kvöld, 4:2, eftir að hafa lent undir, 1:0, snemma leiks. Breiðablik hefur þar með fullt hús stiga eft- ir fimm umferðir eins og Valur sem heldur efsta sætinu vegna örlítið betri markatölu. Næstu lið eru sex stigum á eftir for- ystuliðunum. KR-ingar sitja eftir sem áður í næstneðsta sæti deild- arinnar með þrjú stig eft- ir fjóra tapleiki og einn sigurleik. »26 Íslandsmeistararnir gefa ekkert eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eigendur veitingastaðarins Jómfrú- arinnar við Lækjargötu bjóða í sum- ar upp á djasstónleikaröð 24. árið í röð og verða fyrstu tónleikarnir næstkomandi laugardag. Björn Thor- oddsen gítarleikari og Unnur Birna Björnsdóttir, söngkona og fiðluleik- ari, verða í tjaldinu frá klukkan 15 til 17, en þeim til aðstoðar spila Skúli Gíslason trommuleikari og Sigurgeir Skafti Flosason bassaleikari. Veitingamaðurinn Jakob Jakobs- son byrjaði að bjóða upp á þessa ókeypis tónleikaröð 1996 og sonur hans, Jakob Einar, hefur haldið upp- teknum hætti eftir að hann tók við rekstrinum haustið 2015. Saxófón- leikarinn og tónsmiðurinn Sigurður Flosason hefur verið listrænn stjórn- andi alla tíð nema fyrsta árið, þegar Einar Scheving sá um skipulagn- inguna. „Hann fór í nám erlendis, boltinn barst til mín og ég hef haldið honum síðan,“ segir Sigurður. Eftir að Jakob eldri kom heim frá námi í Kaupmannahöfn opnaði hann Jómfrúna, veitingastað að danskri fyrirmynd, í ársbyrjun 1996. „Strax fyrsta sumarið stóðum við fyrir djass- tónleikum í anda Kaupmannahafnar, sem er hin norræna höfuðborg djass- ins,“ rifjar hann upp og minnist góðra tíma í kóngsins Köben, þar sem hann kynntist djassi á torgum og í veit- ingahúsaportum. Tilnefningin gleðiefni Sonur hans og nafni segir ekki sjálfgefið að boðið sé upp á fría tón- leika um hverja helgi á hverju sumri en það hafi alla tíð skipt þá feðga miklu máli. „Okkur er annt um nær- umhverfi okkar, að taka þátt í því að skapa líf í miðborginni auk þess sem þetta er ótrúlega gaman og ekki skemmir fyrir þegar það er líka ábatasamt,“ segir hann. Minnir samt á að enginn hafi grætt í fyrrasumar þar sem veðrið var veitingamönnum ekki hliðhollt. „Við vorum ákaflega stolt þegar við vorum tilnefnd til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna fyrir þetta framlag og við heyrum ekkert nema ánægju fyrir framtakið, að tengja saman mat og menningu. Við vonumst svo bara eftir annarri til- nefningu á aldarfjórðungsafmælinu,“ segir Jakob Einar og glottir út í ann- að.“ Sigurður segir starfið gefandi. „Ég er alltaf boðinn og búinn til að gera eitthvað fyrir djasstónlist í landinu og þetta er gott tækifæri fyrir djass- tónlistarfólk og aðra til að hlusta,“ segir hann. „Það hjálpar okkur eng- inn ef við hjálpum okkur ekki sjálf.“ Tónleikaröðin hefur gengið mjög vel, að sögn Sigurðar. „Íslenska veðr- ið er það eina sem setur stundum strik í reikninginn,“ segir hann. Veðurguðirnir hafa oft verið okkur hliðhollir en það kemur fyrir að það er mígandi rigning og hífandi vindur. Þá er erfitt við þetta að eiga.“ Stemningin er svolítið útlensk og Sigurður segir gaman að fá tækifæri til þess að skapa hana. Margt tónlist- arfólk hafi lagt hönd á plóg, jafnt þekkt sem óþekkt, og gestir hafi ekki látið sitt eftir liggja. „Tónleikaröðin er fastur liður, fólk gengur að henni vísri í borgarlífinu og gestir og gang- andi fá mikið fyrir sinn snúð, eða smörrebröd öllu heldur.“ Morgunblaðið/Hari Djass á Jómfrúnni Jakob Einar Jakobsson veitingamaður og Sigurður Flosason saxófónleikari slá á létta strengi. Matur og menning  Djasstónleikaröð veitingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í 24. sinn  Skapa líf í miðborginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.