Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 17
yndisleg móðir, sívökul og börn hennar ávallt í fyrirrúmi. Hún var næm á umhverfi sitt, forvitin og spurul, opin og víðsýn, hreinskipt- in um tilfinningar sínar og ann- arra. Æðruleysi hennar voru engin takmörk sett og tók hún örlögum sínum þannig að sæmd er að, í senn opin og vongóð en raunsæ. Sorgin er mikil og missirinn sár en ljósið sem hún skilur eftir sig lýsir upp tilveru þeirra sem syrgja. Minningin hennar mun ávallt lifa í hjarta þeirra og andi hennar vera með þeim alla tíð. Vottum syrgjendum okkar inni- legustu samúð. Elsku Arnar Snær og Inga Lilja, þið eigið hug okkar og samúð alla, megi þessi reynsla ykkar þó að sár sé, þroska ykkur og minningin um yndislega mann- eskju og móður verma um alla tíð. Rósir út um allt vængjahafið þúsundfalt. Þér líður betur eins vel og getur, við sólsetur kveðjumst nú. Fýkur í vindi blað finnur alveg nýjan stað. Þér líður betur eins vel og getur, við sólsetur kveðjumst nú. Ljósið langt og mjótt heimleiðina upp lýsir skjótt. Þér líður betur eins vel og getur, við sólsetur kveðjumst nú. (R.Þ.) Rúnar og Arna. Með trega í hjarta stöndum við andspænis sorginni sem hefur hellst yfir okkur. Söknuðurinn er mikill og minningar um góða vin- konu hlaðast upp í hugskoti okkar. Vinátta okkar hófst er við hóf- um skólagöngu í Öldutúnsskóla sex ára. Guðrún Fjóla var sterkur karakter og átti auðvelt með að umgangast fólk. Hún hafði ein- staklega hlýja nærveru og var ein- stök vinkona, góðhjörtuð, bros- mild, barngóð, ákveðin og sjarmerandi. Þegar kom á unglingsárin urðu skemmtanir nokkuð fyrirferðar- miklar hjá okkur vinkonunum, tjaldútilegur við Hvaleyrarvatn og Galtalæk, Æskó, Stöðin og fleira í þeim dúr. Minningarnar sem við áttum all- ar saman geymum við sem dýr- gripi, Júlladiskó, matarboðin og samverustundirnar sem við áttum vinkonurnar. Ofarlega í huga er heimsókn okkar til Huldu á Akur- eyri á Bleika daga þar sem við átt- um yndislegar stundir, einnig er það Belfastferðin okkar góða þar sem við leigðum hús saman. Þessir fjórir dagar sem við áttum saman voru frábær tími og skemmtum við okkur vel. Fórum í flottar búðir, skoðunarferð, kaffihús, vorum prinsessur í eitt kvöld og áttum huggulegar stundir í íbúðinni. Það hefur verið átakanlegt að fylgja vinkonu okkar í gegnum þessa erfiðu vegferð sem veikindin hafa skapað. Þrátt fyrir að hún hafi í gegnum ferlið oft á tíðum staðið með vindinn í fangið mátti aldrei greina neikvæðni, reiði eða vonleysi í fari hennar. Þvert á móti naut hún hverrar mínútu sem lífið hafði upp á að bjóða, gaf af sér, hlustaði og var trygg vinkona. Guðrún okkar var algjör hetja og barðist fram á síðasta dag. Með bjartsýni, húmor og ekki síst æðru- leysi vann hún hverja orrustuna á fætur annarri. Að lokum höfðu veik- indin betur og tóku hana allt of snemma frá okkur. Við hin sem eft- ir lifum þurfum að læra að lifa upp á nýtt með öllu tómarúminu sem því fylgir. Stórt skarð er höggvið í okk- ar vinahóp sem ekki verður fyllt. Fyrir okkur var Guðrún hetjan okkar sem við eigum eftir að sakna mikið. Núna er hún komin í sum- arlandið góða þar sem mamma og pabbi taka á móti henni. Hugur okkar er hjá Arnari Snæ og Ingu Lilju, megi Guð gefa ykkur styrk. Birna, Brynja, Gyða, Hulda, Klara og Olga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 vinur vina sinna. Hún lét ekkert stoppa sig. Lóló var ekki eigingjörn kona, hún var sanngjörn en ákveðin, og lá ekki á skoðunum sínum þar sem hún hitti oft naglann á höf- uðið. Fjölskyldunni unni hún, fagnaði hverjum degi sem hún átti með þeim. Seinasta daginn sem við áttum tal saman áður en hún greindist með illvígan sjúkdóm sátum við lengi og skoðuðum myndir af barnabörnunum henn- ar. Sjáðu hvað hann er fínn, sjáðu þessa mynd er hún ekki sæt? Hún var svo stolt af gullunum sínum. Það er ótrúlegt hvað lífið tekur oft óvænta stefnu. Frá því að hún greindist með alvarlegan sjúkdóm liðu aðeins 24 dagar þar til yfir lauk. Við sem eftir lifum drúpum höfði og spyrjum spurninga sem enginn kann svör við. Á slíkum stundum skynjum við kannski best smæð okkar gagnvart al- mættinu. Síðustu dagar Lólóar voru erf- iðir. Hún gerði sér fulla grein fyr- ir hvert stefndi. Hún var hetja. Innst inni hafa þessar ljóðlínur ef til vill hljómað í huga hennar. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson) Megi Lóló systir hvíla í friði. Hafi hún þökk fyrir samfylgdina. Fjóla Haraldsdóttir. Ólafía Kristrún, eða Lóló frænka eins og hún var venjulega kölluð í fjölskyldunni, er burtköll- uð úr okkar jarðvist. Örþreytt kona eftir ævi sem var ekki átaka- laus. Ung að árum var hún send í sveit til móðursystur sinnar vest- ur í Patreksfirði þar sem hún í all- mörg sumur gætti ungra frænda, umhyggjusöm og ólöt við hvað- eina sem starfa þurfti á sveita- heimili þar sem nútíminn hafði lít- ið látið á sér kræla. Ekki er ég viss um að þessar vesturfarir hafi verið nákvæm- lega að hennar skapi, en ekki tjó- aði að andmæla. Og eitthvað hefur hún örugglega lært af lífinu í sveitinni, því ekki minnist ég þess að hún hafi æðrast eða haft orð á því að hún sæi eftir þessum ung- dómsárum sínum. Þá var ekki síður tekið vel á móti sveitavarginum þegar hann sótti höfuðstaðinn heim síðar meir eftir að heimili hafði verið stofnað með Tryggva Hannessyni, ágæt- um manni sem gott var að hitta. Tryggvi hvarf síðar úr fjölskyld- unni og fannst mér eftirsjá að honum. Sjálfur var ég um skeið heima- gangur á heimili þeirra Tryggva og eftir á að hyggja held ég að Lóló hafi stundum gengið nærri sér við að sinna þörfum ættingj- anna að vestan svo fjölbreyttar sem þær gátu verið. Endurgjald hlaut hún að vísu stundum, en æði fátæklegt miðað við það sem hún lagði á sig, um síðir einstæð móðir líklega við bágan fjárhag. En Lóló var ekki þeirrar gerð- ar að barma sér. Harmur hennar var borinn í hljóði, þó að stundum þyngdist skap og svipur harðnaði. Ólafía Kristrún var stór á alla lund, gestrisnin ósvikul, álit á mál- um sagt fram skýrt og skorinort og kröfur til samfélagsins afdrátt- arlausar. Hún gat líka komist hnyttilega að orði svo að meining- in misskildist örugglega ekki. Með Lóló er horfin skemmtileg frænka sem gott er að minnast og ekki seinna vænna að þakka henni fyrir alla þá umhyggju sem hún hefur sýnt okkur í Hænuvíkurfjöl- skyldunni fyrr og síðar. Börnum hennar bið ég bless- unar. Megi minningin um svip- mikla móður verða þeim huggun á þessari kveðjustund. Sigurjón Bjarnason. ✝ Helgi Vilbergfæddist 22. maí 1952 í Skipasundi 25 í Reykjavík. Hann lést á krabba- meinslækninga- deild LSH 20. maí 2019. Móðir Helga Vil- bergs var Kristjana Sigríður Pálsdóttir, f. í Reykjavík 7.3. 1931, d. í Reykja- nesbæ 15.3. 2018. Foreldrar Kristjönu Sigríðar voru Mar- grét Jónsdóttir úr Reykjavík, f. 18.10. 1908, d. 1.12. 1983, og Páll Gíslason vörubifreiða- rstjóri, f. 23.7. 1903 á Vatneyri, d. 30.7. 1995 í Reykjavík. Faðir Helga var Jóhann Valdimar Guðmundsson strætisvagna- stjóri, f. 22.4. 1921 í Gilhaga í Bæjarhreppi, Strand., d. 12.9. 2002 á Hvammstanga. Móðir Jó- hanns var Ragnheiður Guðbjörg Sigurðardóttir frá Junkara- gerði í Höfnum, síðar húsfreyja á Borðeyri, f. 28.10. 1885, d. 2.11. 1946 í Reykjavík. Fóstur- foreldrar Jóhanns voru Guðrún lifandi eiginkonu sinni, Sigur- dísi Þorláksdóttur frá Arnar- drangi í Landbroti, f. 29.5. 1950. Þau giftust í Reykjavík 24.6. 1972. Fyrir átti Sigurdís tvö börn, Samúel Gíslason og Ingi- björgu Þóru, sem Helgi ætt- leiddi árið 1973, f. 11.6. 1970, gift Róberti Þór Rafnssyni og eiga þau tvo syni, Inga Rafn, unnusta hans er Tara Kristín Kjartansdóttir, dóttir þeirra er Sara Björk, og Bergþór. Börn Sigurdísar og Helga eru: 1) Jó- hann Valdimar, f. 30.11. 1973, sambýliskona hans er Bára Ey- land Garðarsdóttir, börn þeirra eru Helgi Vilberg og Guðbjörg Birna. 2) Kristjana Sigríður, f. 23.2. 1979, gift Einari Þór Sigurgeirssyni, börn þeirra eru Þórdís Ósk, Katrín Ýr og Bjarki Þór. 3) Helga Dís, f. 29.8. 1986, sambýlismaður hennar er Ró- bert B. Gíslason, börn þeirra eru Sigurdís Ósk, Kristinn Máni og Svanhvít Marín. Árið 1992 hóf fjölskyldan bú- skap á Arnardrangi í Landbroti þar sem Sigurdís fæddist. Þar hafa þau síðan búið. Undanfarin ár hafði Helgi kennt veikinda sem ágerðust og drógu hann loks til dauða tveimur dögum fyrir 67. afmælisdag hans. Útför hans fer fram frá Selja- kirkju í dag, 29. maí 2019, klukkan 13. Finnbogadóttir frá Fögrubrekku í Hrútafirði og Hall- dór Ólafsson, bóndi og barnakennari þar. Kristjana Sig- ríður og Jóhann Valdimar giftust 30.6. 1951 í Reykja- vík. Systkini Helga eru Sigurður Svan- berg, f. 11.4. 1954, Guðrún, f. 21.6. 1958, Margrét, f. 26.12. 1960, Páll, f. 15.7. 1964, og Ragnheiður Guðbjörg, f. 7.12. 1967. Helgi Vilberg ólst upp í Skipasundi 25 og síðar í Barða- vogi 22. Hann var gagnfræð- ingur frá Vogaskóla 1968 og lauk síðan rennismíðanámi við Iðnskólann í Reykjavík með meistararéttindum. Hann starf- aði í allmörg ár við iðn sína í Stáliðjunni í Kópavogi en einnig var hann um nokkur ár vagn- stjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og fetaði þannig í spor föður síns. Árið 1971 kynntist hann eftir- Ást Þó móti blási og lokuð virðast sundin öll enn þú heldur fast um mína hönd. Hvíslar hljótt í mitt eyra, ég elska þig. Þín eiginkona Sigurdís. Orð fá því ekki lýst hvað ég er sorgmædd. Besti vinur minn, kletturinn í lífi mínu, hann pabbi minn er dáinn. Þú stóðst eins og hetja í gegnum þessi veikindi og barðist alltaf á móti straumnum. Þú kenndir mér svo margt og varst alltaf fyrstur til þegar eitt- hvað bjátaði á, sama hvar ég var stödd þá komstu alltaf elsku pabbi. Það sem þú vildir fyrst og fremst var að allir væru vinir. Þú slepptir aldrei takinu á litlu stelpunni þinni. Sama hvað ég er orðin gömul er ég er alltaf litla stelpan þín. Pabbi minn, ég er svo óendanlega þakklát fyrir að þú skyldir alltaf standa við hlið mér og fyrir allan tímann sem við áttum saman. Við styrktum hvort annað á erfiðum tímum og tókum skírn á sama degi í CTF- kirkjunni okkar. Ég er svo þakklát að börnin mín fengu að alast upp með þér og að þú skyldir taka þátt í öllu með okk- ur. Minningarnar eru svo sterk- ar og margar. Allar stundirnar sem við áttum saman úti í fjár- húsi að gefa kindunum og þegar ég var með þér á traktornum og hlustaði á þig segja sögur af þér litlum og prakkarastrikunum sem þú gerðir með systkinum þínum, hvað við hlógum mikið. Ferðirnar á vörubílnum þegar þú varst að keyra áburðinn og svo ótal margt fleira. Þegar ég var lítil fór ég allt með þér og var með þér í öllu sem þú gerðir því að við vorum eitt. Nú ertu ekki lengur hér á jörðu. Þú ert kominn í friðinn endalausa. Þín verður sárt saknað, elsku pabbi minn. Helga Dís. Elsku afi okkar. Takk fyrir allar skemmtilegu minningarnar í sveitinni með þér. Það var svo gaman að koma og vera með þér að stússast í fjárhúsinu og á traktornum. Það var líka svo gaman að hlusta á sögurnar sem þú sagðir okkur frá því að þú varst strákur. Við eigum eftir að sakna þín mikið, elsku afi. Hvíl í friði. „Vísa mér veginn og gjör mig fúsan að fara hann. Gef sálu minni frið og hvíld. Í Jesú nafni.“ (Leiðsögn á vegi trúarinnar eftir Karl Sigurbjörnsson) Þín, Helgi Vilberg og Guðbjörg Birna. Stóri bróðir minn er látinn. Það er einungis rúmt ár frá því móðir okkar lést og er ég enda- laust þakklát fyrir að hún þurfti ekki að lifa það sem margir for- eldrar gera, það að sjá á eftir börnum sínum í gröfina. Minningar. Ég veit ekki hvar á að byrja aldrei slíku vant. Kannski mun ég sakna þess að heyra skilaboðahljóðið í síman- um um miðnætti þegar ég er að festa svefninn og Helgi bróðir er kominn í spjallstuð. Hann var B- maður, sem þýðir að hann var oft í besta gírnum þegar aðrir voru að fara að sofa á kvöldin. Hann gat rætt fram og aftur um málefni bænda, vélar, tæki og pólitík, og það skal viðurkennast að við vorum hreint ekki alltaf sammála um þá hluti. Hér áður fyrr meðan ég bjó í Reykjavík fór ég oft austur til Helga og Dísu og fann hann mér iðulega verkefni í málun þegar hann hafði lokið við að gera eitt- hvert tækið upp. Eftirminnileg- ast er þegar hann smíðaði stóra aftanívagninn sem hann kallaði „Titanic“, fékk sér einkanúmera- plötu á hann og allt. Flottasti vagninn í sveitinni sagði hann. Það tók alla þá helgina að mála vagnskömmina. En vagninn var flottur, það var rétt hjá honum. Það var ekki auðvelt verk fyr- ir iðnaðarmann úr Reykjavík að hefja búskap á nánast húsalausri jörð austur í Skaftafellssýslu, hafandi enga reynslu af slíku. En þau Helgi og Dísa höfðu eytt öllum sínum sumarfríum með fjölskyldunni þarna fyrir austan hjá Þorláki móðurbróður Dísu svo langt aftur sem ég man. Þorlákur, sem átti ekki afkom- endur, treysti þeim fyrir jörðinni og Helgi hóf þegar í stað að húsa upp. Hann náði að festa rætur þar fyrir austan og var undir lokin sífellt með hugann þar eystra og hvað þyrfti að gera. Helgi bróðir var ekki allra. Hann lét gjarna vaða það sem hann hugsaði og fannst. Það reyndist misjafnt til vinsælda en hann átti góða vini sem reyndust honum vel, einkum eftir að veik- indin komu upp. Þetta síðasta ár var mikið breytingaár fyrir hann. Veikindin gerðu hann meyran, þakklátan og viðkvæm- an, þegar hann fékk að vita að lífið væri ekki lengur sjálfsagt. Hann sá fram á að eitthvað sterkara myndi að lokum vinna á honum og það jafnvel fyrr en hann héldi. Það stoppaði hann þó ekki í leit sinni að krafta- verkum, en síðustu mánuði hef- ur hann leitað þeirra ákaft. Trú- in á almættið fór að skipta meira máli en áður og lotningin fyrir lífinu sem hann átti ekki lengur sjálfgefið. Hann hélt samt alltaf í vonina um að ná því að sjá barnabörnin sín ungu vaxa úr grasi, og notaði hvert tækifæri til að láta þau vita hve heitt hann elskaði þau. Ég kveð stóra bróður minn, Helga Vilberg Jóhannsson, með hlýju í hjartanu og er þakklát fyrir að hafa náð að geta kvatt hann hinstu kveðju. Horfinn, farinn héðan, svo hljótt er allt um stund. Við horfum öll til himins, er hinsta sofnum blund. Þá kvaddur kær er bróðir, er kvikan alltaf sár, þú enda varst hér alltaf, öll hin liðnu ár. (Sigr. Guðný Jónsdóttir) Elsku Dísu minni, börnum þeirra og öðrum afkomendum votta ég mína innilegustu sam- úð. Helgi bróðir verður jarðsett- ur í Reykjavík við hlið föður okkar að eigin ósk. Guðrún Jóhannsdóttir. Elsku Helgi. Þegar ég hugsa til þess tíma er ég var í sveit hjá ykkur Dísu, þá fyllist hjarta mitt af gleði og hlýju. Þetta eru tímar þar sem nær föðurlaus, ungur og ómótaður drengur fékk sína fyrstu föðurímynd. Aldrei mun ég gleyma þegar þessi stóri, sterki og hláturmildi maður tók utan um mig og huggaði, þegar ég var svo þjak- aður af heimþrá að ég gat ekki sofið. Ég mun heldur ekki gleyma þeim stundum sem við áttum saman, hvort sem við vorum að keyra fé á fjall eða á fullu í hey- skap. Þá var aldrei logn í kring- um hann Helga og þessar stund- ir einkenndust af endalausum hlátri, söng, lygasögum, gleði og kærleik. Sú saga af mér sem þú hafðir hvað mesta unun að segja er lík- lega sú eftirminnilegasta af þeim öllum. Þegar við vorum að smala heimatúnin og hrútarnir stungu af inn í hrútahús. Þú skipaðir mér að fara á eftir þeim þar inn og reka þá út. Ég hélt nú ekki, fullvaxta hrútar voru það sem ég óttaðist mest af öllum húsdýr- um. Þá sagðir þú við mig með þínum einstaklega föðurlega tón: „Þetta er ekkert mál, þú bara gerir þig breiðan, stappar niður fótunum og öskrar á þá. Þeir eru miklu hræddari við þig en þú heldur“. Og viti menn. Ég hvarf inn í myrkrið í kofanum, svo allt í einu kom strollan af hrútunum út á harðahlaupum og fast á eftir þeim lítill pjakkur, al- veg eldrauður í framan, baðandi út höndunum, stappandi niður stígvélum nr. 37, algjörlega á orginu. „Helgi! Ég gat það … Ég gat það!“ öskraði sá stutti af öllum mætti. Svo þegar ég var að róa mig niður, þar sem ég stóð við girðinguna, lagði hend- urnar á vírinn og hvíldi mig, hafði ég ekki áttað mig á því að þetta var rafmagnsgirðing fyrr en allt í einu ég var sleginn með straumpúls, „aarrg!“. Enn í dag má um það deila hvor okkar orgaði hærra. En hann Helgi hló svo mikið að hann var nærri dottinn af fjór- hjólinu. Þessi saga endurspeglar vel okkar samverustundir fyrir austan. Það var alltaf nóg að gera og alltaf mikið fjör. Elsku Helgi. Ég veit að þú vissir það, en ég náði aldrei að segja þér hve mikil áhrif þú hafðir á mig og hve mikið ég leit alltaf upp til þín. Þú átt alltaf stóran hluta í mér og áttir stór- an þátt í því að þessi litli dreng- ur varð sá maður sem ég er í dag. Ég verð þér ævinlega þakk- látur. Takk fyrir allt. Þinn vinur og frændi, Stefán Gunnar Stefánsson. Helgi Vilberg Jóhannsson  Fleiri minningargreinar um Helga Vilberg Jóhanns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÓLFUR JÓNSSON, fyrrverandi aðalbókari Rafmagnsveitna ríkisins, Drápuhlíð 35, Reykjavík, lést að morgni sunnudagsins 26. maí. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju miðvikudaginn 5. júní klukkan 15. Hulda Guðrún Þórólfsdóttir Haukur Þórólfsson Anna Laxdal Þórólfsdóttir Elfar Bjarnason Friðný Heiða Þórólfsdóttir Sonja, Guðný, Þórólfur, Ingvar, Rúnar, Þorsteinn Jökull Heiða og Emma Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.