Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 ✝ Brynjólfur Har-aldsson fæddist í Borgarnesi 9. febr- úar 1960. Hann lést 15. maí 2019 á Sjúkrahúsi Akur- eyrar. Brynjólfur var sonur hjónanna Haraldar Brynjólfs- sonar, sem er látinn, og Sigurbjargar Sigurðardóttur. Systkini Brynjólfs eru Sigurður Sveinn Ingólfsson, Ingibjörg Elín Ingimundardóttir, Guðrún Jónína Haraldsdóttir og Arndís Haralds- dóttir. Hinn 2. ágúst 2008 giftist Brynj- ólfur Jóhönnu K. Birgisdóttur, f. 30. janúar 1962, og eignuðust þau börn- in Indíönu Írisi og Harald. Fyrir á Jó- hanna börnin Hönnu Maríu, Birgittu El- ínu og Fannar Hólm Halldórsbörn. Barnabörn hennar eru fimm. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 29. maí 2019, klukkan 13.30. Fyrstu kynni okkar Brynjólfs æskuvinar míns urðu í Varmalands- skóla í Borgarfirði. Þangað var stefnt til lærdóms og mennta svein- um og meyjum úr Borgarfirði norð- an Hvítár og vestan af Mýrum. Mötuneyti undir styrkri stjórn elskulegrar matmóður okkar, Elísa- betar Jónsdóttur frá Árbakka, sá fyrir líkamlegum grunnþörfum hins unga menntafólks. Þegar fastir liðir stundaskrárinnar voru uppfylltir og kvöldvöku lokið var heimavistarher- bergið athvarfið til næsta morguns. Vistarstjóri úr kennaraliðinu rak í háttinn. Hlýðnir, borgfirskir æsku- menn skipuðu sér í röð með tann- bursta í hönd á sameiginlegri snyrt- ingu heimavistargangsins. Faðir vorið var lesið í hóp frammi á gangi áður en gengið var til náða. Við vor- um fjórir piltar saman á herbergi og skipaðist snemma svo í rúm að auk okkar Brynjólfs voru þar Ragnar á Kirkjubóli og Sæmundur á Tungu- læk. Okkur kom jafnan vel saman og kastaðist sjaldan í kekki. Veturn- ir liðu einn af öðrum, mannskapur- inn hvarf til síns heima að vori og hittist ekki fyrr en við upphaf skóla að hausti, útitekinn, hraustlegur og ögn þroskaðri til lífs og sálar. Binni í Króki var hægur í fasi, óá- leitinn og tranaði sér ekki fram. Hann notaði gleraugu frá barnsaldri er virkaði á sum hvatvís hraust- menni í strákahópnum sem óþolandi frávik frá borgfirsku meðalútliti. Því var stundum lagt í kappann, gler- augun rifin af honum og reynt að hafa hann undir í slag. En Binni var sterkur mjög og fastur fyrir, svo enginn sem hóf þann leik fór sérlega vel út úr viðureigninni. Þannig vandi hann fjörkálfana af þessum óknytt- um og óx að virðingu í hópnum enda prýddu hann margir kostir velvildar og gamansemi sem flestir kunnu að meta. Hann var enda eftirtektar- samur á sérkenni mannlífsins og sagði vel frá kynlegum kvistum þess. Þegar við Binni vorum farnir að stálpast fengum að fara einu sinni til tvisvar á vetri í heimsókn yfir helgi hvor til annars. Heimsóknir mínar til hans að Króki eru mér minnis- stæðar og kærar. Foreldrar hans voru mér afar góðir og hlýjan og umhyggjusemin á heimilinu auð- fundin. Eftirminnileg er mér stund á vetrarkvöldi uppi í stofu í Króki, þegar Haraldur tók fram bók með Sauðarvísum Jóns Sigurðssonar afa míns á Haukagili sem hann orti til Jóns Eyjólfssonar bónda í Króki, og kvað við raust. Fundum okkar fækkaði eftir að skyldunámi lauk. Jafnan vissum við þó hvor af öðrum og hittumst af og til. Mér var kunnugt um að lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um blessaðan Brynjólf minn. Hann átti lengi við erfið veikindi að stríða, en gott þótti mér að vita hann ham- ingjusamlega giftan fjölskylduföður norður á Akureyri. Fyrir 11 árum máttu þau hjón þola sáran barns- missi, sem gekk nærri honum. Ekki bar hann þann harm sinn á torg né annað er bjó honum nærri hjarta. Nú er minn gamli vinur allur, langt fyrir aldur fram. Ég minnist góðra og traustra kynna okkar á uppvaxtarárunum í Borgarfirði og þakka honum vináttu og samfylgd bernskunnar. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína og fjölskyldu minn- ar. Sigurður Jónsson. Brynjólfur Haraldsson Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Félagsmenn í Félagi skipstjórnar- manna Aðalfundur FS verður haldinn föstu- daginn 31. maí kl. 14.00 á Grand Hótel í Setrinu; sal á jarðhæð Grand Hótels. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin SÁÁ Efstaleiti 7 103 Reykjavík Sími: 530 7600 saa@saa.is www.saa.is Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður haldinn fimmtudaginn . júní kl. 17.00 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar samtakanna lagðir fram 3. Lagabreytingar 4. Kosning í stjórn 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Önnur mál Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eima, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 221-1317, þingl. eig. Umboðs- verslunin Vista ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 10:00. Bláskógar 6, Hveragerði, fnr. 220-9864, þingl. eig. Seyðhús ehf., gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 10:45. Birkimörk 19, Hveragerði, fnr. 228-2823, þingl. eig. Jón Ingi Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 11:05. Valsheiði 29, Hveragerði, fnr. 228-6161, þingl. eig. Ottó Geir Borg og Eydís Björk Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfs- manna rík, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 11:15. Hellugljúfur 4, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 234-3644, þingl. eig. Korga slf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 11:30. Hellugljúfur 3, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 234-3643, þingl. eig. Korga slf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 11:35. Holtagljúfur 21, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 234-3676, þingl. eig. Korga slf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 11:40. Holtagljúfur 23, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 234-3677, þingl. eig. Korga slf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 11:45. Hestur lóð 112, Grímsnes- og Grafnhr, ehl. gþ., fnr. 223-6477, þingl. eig. Eggert Magnús Ingólfsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og Tollstjóri, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 13:10. Þrastalundur lóð 1, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 227-4872, þingl. eig. V63 ehf., gerðarbeiðendur Ungmennafélag Íslands og Landsbankinn hf. og Grímsnes-og Grafningshreppur og Heilbrigðiseftirlit Suður- lands, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 13:45. Brúarholt II, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 226-7854, þingl. eig. Sogið Grímsnesi ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðju- daginn 4. júní nk. kl. 14:15. Hraunstígur 2, Bláskógabyggð, fnr. 220-9056, þingl. eig. þb.Tá ehf., gerðarbeiðandi Tá ehf., þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 15:00. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 28. maí 2019 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Handvinnuhópur lokaður kl. 12-16. Opin smíðastofa kl. 9-15. Bridge kl. 12.30. Söngstund með Marý og Sigga kl. 13.45. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Boccia kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Veðurhópurinn kl. 10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Uppskeruhátíð og sölusýning með skemmtun kl. 13.30. Skemmtiatriði að hætti hússins. Sparikaffi ala Dóra. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Lokað Uppstigningardag Félagsmiðstöðin Vitatorgi Postulín kl. 9, Bókband kl. 9, Tölvu – og snjallsímaaðstoð kl. 10, Myndlist kl. 13.30, Vorferð Vitatorgsbandsins og dansara kl. 12.30. Enginn dansleikur á Vitatorgi vegna vorferðar. Síðdegiskaffi frá 14.30-15.30. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg, Lindagötu 59, sími 411 9450. Furugerði 1 Bókmenntahópur kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, Boccia kl. 14, prjónaklúbbur kl. 14. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Náttúrulífsmyndir – sýning kl. 15. Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl. 7.30/15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30. Liðstyrkur. Sjál. kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11, síðasti tíminn fyrir sumarfrí. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður m/leiðbeinanda kl. 9-12. Línudans kl. 11-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff, Félag heyrnalausra. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 Félagsvist. Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun/kvennabridge/silfursmíði kl. 13. Hraunsel Kl 8-12 ganga í Kaplakrika alla virka daga. Kl 10 bókmenn- taklúbbur annan hvern miðvikudag. Kl. 11 línudans, kl. 13 Bingó, kl. 13 handmennt. Kl. 16 Gaflarakórinn, Hjallabraut 33. Kl 9 Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15, upplestur kl. 11-11.30, tréútskurður kl. 9-12. Viðtalstími hjúkrunar- fræðings kl. 10-12, hádegisverður kl. 11.30-12.30. Félagsvist kl. 13.30- 15.30. Bónusbíllinn kl. 14.40. Seltjarnarnes I dag verður kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleik- fimi í sundlauginni kl. 18.30. Á MORGUN FIMMTUDAG Á DEGI ELDRI BORGARA OPNAR HANDVERKSSÝNING ELDRI BÆJARBÚA Á SEL- TJARNARNESI Í AÐSTÖÐU FÉLAGSSTARFSINS AÐ SKÓLABRAUT 3- 5, KL. 13. SÝNINGIN VERÐUR OPIN FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG KL. 13- 17. SÖLUBÁS OG VÖFFLUKAFFI. ALLIR VEL- KOMNIR. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík GÖNGUHÓPURINN á miðvikudag fer frá Bónus Hraunbæ kl. 10.00. Kaffi á eftir. BORGARFJÖRÐUR , DALIR, SNÆFELLSNES ferðin um næstu helgi 1.-2. júní. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir talar. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Barn Náttúrunnar 1919, Svartar Fjaðrir 1919, Gestur Vestfirðingur 1-5, Strandamenn, Eylenda 1-2, Ættir Austur-Hún- vetninga 1-4, 200 Pages on Bar- nett Newman, Landfræðisaga Íslands 1-4, Þorsteinsætt í Staðarsveit 1-2, Skák, Heims- meistaraeinvígið 1972, ib., Parcival 1-2, Þorpið, Jón úr Vör 1946, Små Skitser, en Islands rejse i sommeren 1867, Bene- dikte, Stjórnartíðindi 1885-2000, 130 bækur, Old Nordisk Ordbog 1863, E.J. Það Nýja Testament 1813 Kh. Upplýsingar í síma 898 9475. Húsnæði óskast Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í 221 Hafnarfirði, 3-4 svefnherbergi. Helst með húsbúnaði.Vinsamleg- ast hafið samband við Tómas í brattahlid.accounting@gmail.com eða í síma 8472596. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og stuðning vegna fráfalls okkar ástkæra STEFÁNS MÁS HARALDSSONAR sjóntækjafræðings, Daggarvöllum 5, Hafnarfirði. Eva Dís Þórðardóttir Alexander Rafn Stefánsson Patrekur Rafn Stefánsson Helga S. Sigurðardóttir Haraldur Stefánsson Sævar Ingi Haraldsson Sigurlaug Jónsdóttir Kristinn Freyr Haraldsson Ásthildur Knútsdóttir Guðbjörg Hjálmarsdóttir Þórður Rafn Stefánsson og fjölskylda Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR S. WAAGE, fyrrverandi framkvæmdastjóri, áður til heimilis á Laugarásvegi 28, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 18. maí. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. maí klukkan 13. Kristín H. Waage Knútur Signarsson Stefán Örn Sigurðsson Margrét G. Waage Sigrún Waage Hendrikka G. Waage barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.